Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 49 Í UMRÆÐU um lyf og lyfjanotkun lands- manna verður enn vart misskilnings á tveimur grundvallarhugtökum: lyfjaverði og lyfja- kostnaði. Slegið er upp fullyrðingum á borð við að kostnaður við heil- brigðisþjónustu hafi aukist vegna hækkunar lyfjaverðs og um leið leitað að blórabögglum meðal framleiðenda og dreifingaraðila. Gerir þetta umræðuna oft marklitla þar sem skýr- inga er leitað á röngum forsendum. Því skal enn reynt að leiðrétta þennan mis- skilning, almenningi, stjórnmála- mönnum og fjölmiðlafólki til glöggv- unar. Lyfjaverð er það heildarverð sem endanlega er greitt fyrir lyf út úr heildsölu eða apóteki. Endanlegur kaupandi er í þessu tilviki ýmist hinn almenni neytandi, sem kaupir lyf sín út úr apóteki, eða sjúkrastofnun, sem kaupir lyf beint frá framleiðanda/ dreifingaraðila. Hinn endanlegi kaupandi greiðir hins vegar sjaldan lyfjaverðið að fullu þar sem lyfin eru í flestum tilvikum niðurgreidd af rík- inu. Lyfjaverð hefur lækkað á undan- förnum árum. Á tveggja ára tímabili frá upphafi árs 1997 til loka árs 1999 lækkaði heildsöluverð á innfluttum lyfjum, sem Tryggingastofnun ríkis- ins tekur þátt í að greiða, um 8,2%. Á sama tíma varð veruleg hækkun á vísitölu neysluverðs, þar með talin umtalsverð hækkun á mat- og drykkjarvöru. Smásöluverð hefur einnig lækkað með aukinni sam- keppni milli apóteka. Niðurstaðan er því lækkað lyfjaverð, bæði í heildsölu og smásölu. Pólitísk ákvörðun Lyfjakostnaður er allt annað hug- tak. Það þýðir í raun sá kostnaður sem hinir ýmsu aðilar bera af notkun og kaupum lyfja. Þar með teljast einstaklingar, sjúkra- hús og svo ríkið, sem í gegnum Trygginga- stofnun tekur þátt í að greiða niður ákveðin lyfseðilsskyld lyf. Það er pólitísk ákvörðun hverju sinni hversu hátt hlutfall ríkið greiðir af lyfjaverði. Þegar ein- staklingurinn þarf að greiða fleiri krónur fyr- ir lyfið sitt, er það und- antekningarlítið vegna þess að stjórnvöld hafa ákveðið að lækka það hlutfall sem ríkið greiðir og láta notandann greiða stærri hlut. Slíkar ákvarðanir hafa ítrekað verið teknar undanfarin ár. Sé litið á þróun lyfjakostnaðar hins opinbera, má sjá að síðastliðin fimm ár hefur hlutfall lyfjakostnaðar í heil- brigðisútgjöldum lækkað úr 10,7% í 9,3%. Þetta gerist þrátt fyrir tilkomu fjölmargra nýrra lyfja sem hafa gjör- bylt meðferð sjúkdóma er áður voru erfiðir viðfangs eða jafnvel ólækn- andi. Slík lyfjameðferð er að sönnu oft dýrari en meðferð með eldri lyfj- um, en hún er áhrifaríkari og yfirleitt hagkvæmari fyrir þjóðfélagið þegar horft er á heildarmyndina. Víst hafa tölurnar hækkað. Heildarútgjöld vegna heilbrigðisþjónustu hafa hækkað um 17 milljarða frá árinu 1996, en hlutfall lyfjakostnaðar hefur lækkað. Skýringanna er því ekki að leita í hækkuðu lyfjaverði. Hlutfall lyfjakostnaðar er ekki hátt í rekstri sjúkrahúsa. Í ársskýrslu Landsspít- alans fyrir árið 2000 má sjá að kostn- aður vegna lyfjakaupa nam einungis tæpum 5% af rekstrargjöldum. Betri lyf – aukin lífsgæði Þegar horft er á þróun lyfjakostn- aðar hins opinbera, verður að gera það í stærra samhengi. Þar ráða mestu aðrir þættir en lyfjaverð. Ald- ursdreifing þjóðar er veigamikið at- riði; við lifum lengur og lifum betur vegna þess að sífellt bjóðast betri og fullkomnari lyf sem auka lífslíkur okkar og gæði þess lífs sem við lifum. Með öðrum orðum, lyfjanotkun eykst. Miklar framfarir í lyfjavísind- um og lyflækningum gera okkur kleift að sporna við öldrunar- og hrörnunarsjúkdómum sem áður styttu lífslíkur verulega. Aukin lífs- gæði á efra aldursskeiði draga einnig úr innlögnum á sjúkrahús sem á móti leiðir til lægri kostnaðar við rekstur. Hið sama gildir reyndar um alla aldurshópa. Má í því samhengi einnig vísa til þess að lyfjameðferð við magasjúkdómum hefur lækkað heildarkostnað meðferðar vegna færri innlagna, enda heyra skurðað- gerðir vegna þessara sjúkdóma nú sögunni til. Stöðugt koma fram ný lyf sem ætlað er að lækna eða halda niðri sjúkdómum sem ekki var hægt að meðhöndla áður. Það er því hægt að grípa til lyfja sem lækningaúrræðis mun oftar en áður sem þýðir vita- skuld að lyfjanotkun og þar með lyfjakostnaður eykst. Og þetta er ekkert einsdæmi fyrir Ísland. Hið sama hefur verið að gerast um allan hinn vestræna heim. Þegar nýtt lyf kemur á markað er það mörgum hrein himnasending, en þau detta ekki fyrirvaralaust af himnum ofan. Ný lyf eru ekki þróuð af opinberum aðilum eða ríkisfyrir- tækjum heldur af lyfjafyrirtækjum. Algengur þróunartími nýs lyfs er 12 ár, stundum skemmri eða lengri. Einungis 10% þróunarverkefna kom- ast í gegnum nálarauga rannsókna og á markað. Með öðrum orðum aðeins 10 af hverjum 100 lyfjum sem þróuð eru, ná endanlega út á markaðinn. Og það sem meira er, aðeins 3 af þessum 10 skila fyrirtækinu hagnaði. Þetta eru athyglisverðar tölur í ljósi þess að meðalkostnaður framleiðandans við að koma nýju lyfi á markað er um 47 milljarðar íslenskra króna. Þessum kostnaði þurfa lyfjafyrir- tækin að ná inn á örfáum árum, þar sem raunveruleg einkaleyfisvernd vegna nýrra lyfja er ekki nema 5-7 ár. Ný lyf eru því dýr. Hér á landi er ferli við skráningu lyfja bæði flókið og kostnaðarsamt, enda eftirlit mikið. Þessi kostnaður hefur aukist undan- farin ár með auknum kröfum t.d. í kjölfar EES-samningsins. Fyrir hvert nýtt lyf þarf að sækja um markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun og verð til Lyfjaverðsnefndar, sem get- ur hafnað umsókn um verð, sé það ekki sambærilegt við nágrannalönd okkar. Framleiðendur og dreifendur lyfja þurfa að uppfylla mörg og flókin skilyrði um starfsumhverfi. Flókin gagnavinnsla, nákvæm skráning og ítarlegt eftirlit er dýrt í framkvæmd og hefur áhrif á lyfjaverð. Það gera einnig öll þau gjöld sem greiða þarf til opinberra aðila fyrir eftirlit, skrán- ingu, rannsóknir og ótal margt fleira. Lyf eru nauðsynlegur þáttur í lækningameðferðum nútímans. Um það er ekki ágreiningur. Lyf eru ekki óþarfa munaður sem við getum látið á móti okkur þegar harðnar á daln- um. Í vestrænu velferðarríki gera þegnarnir kröfur um aðgang að því besta í lækningum og heilbrigðis- þjónustu. Slíkt kostar mikla fjár- muni. Sá kostnaður er þó lítilvægur í samanburði tækifærin og ávinning- inn sem þjóðfélagið fær á móti. Lyfjaverð á Íslandi – athyglisverð þróun Stefán S. Guðjónsson Lyf Þegar nýtt lyf kemur á markað, segir Stefán S. Guðjónsson, er það mörgum hrein himna- sending. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunarinnar – FÍS. Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað        ●    ●    ●   ●    ●  !"#$ # ● #% &&  ● ' (# ) ' &*+*,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.