Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ L oksins er komið á hreint hvers vegna Davíð Oddsson hef- ur getað staðið á því fastar en fót- unum, hvað sem á hefur dunið, að það sé bara allt í sómanum í efnahagslífinu og ekkert nema grösugir dalir og gróin tún, hvert sem litið er. Hann hefur auðvitað einblínt á bisnissinn hjá honum Kára vini sínum. Í lyfjaiðnaðinum er nefnilega meiri hagnaður og meira blóma- skeið, en í nokkurri annarri framleiðslugrein. Þetta er niðurstaða athugana er gerðar voru á vegum The Kaiser Family Foundation, sem er bandarísk prívatstofnun sem ekki er rekin í ágóðaskyni, og sinnir rann- sóknum á heilbrigðis- og fjölskyldu- málum. Fréttastofa Reuters greindi frá þessum niðurstöðum í síðustu viku. Í niðurstöðunum kemur einn- ig fram staðfesting á þeim gömlu sannindum að í hörðu ári borgi sig að auglýsa, því að það er einmitt lyfjaiðnaðurinn sem ver meiru en nokkur önnur framleiðslugrein í auglýsingar. Það er rétt að taka strax fram að umrædd könnun náði að því er virðist einungis til bandaríska lyfjaiðnaðarins og bandarískra lyfjaneytenda, en samstarfsfyr- irtæki Íslenskrar erfðagrein- ingar, Hoffman La Roche, er þó á listanum yfir tekjuhæstu lyfja- fyrirtækin í heiminum (í 14. sæti í fyrra, upp um eitt sæti frá árinu áður). „Samanborið við aðrar grein- ar skilar lyfjageirinn enn mest- um hagnaði,“ hefur Reuters upp úr niðurstöðum athugunar Kais- er, sem er að finna á slóðinni www.kff.org. (Þar kemur einnig fram að bankar eru í öðru sæti.) „Hagnaður sem hlutfall af tekjum lyfjaiðnaðarins hefur verið fjórum sinnum hærri en að meðaltali hjá öllum Fortune 500 fyrirtækjum á síðari hluta tí- unda áratugarins,“ segir enn- fremur, og er þar skírskotað til bandaríska viðskiptatímaritsins Fortune, sem birtir að minnsta kosti árlega lista yfir 500 verð- mætustu fyrirtækin í landinu. Í þessum niðurstöðum Kaiser kemur líka í ljós, segir Reuters, að Bandaríkjamenn kaupi sífellt meira af lyfjum, og borgi sífellt meira fyrir þau. Bandaríkja- menn verja nú 117 milljörðum dollara (tæpum 13 þúsund millj- örðum króna) til lyfjakaupa á ári hverju, að því er haft er eftir Larry Levitt, talsmanni Kaiser. Lyfjafyrirtækin þróa sífellt fleiri lyfseðilsskyld lyf, og þegar þau koma á markaðinn hækkar meðalverð lyfja. Það er auðvitað ekkert gagn- rýnivert við þetta allt saman svona út af fyrir sig – þótt þess- ar tölur séu svolítið ævintýra- legar allar saman fyrir einn vesælan blaðamann. Eins og forseti Kaiser Foundation nefndi, og vitnað er til hér að of- an, skila lyfjafyrirtækin ekki bara efnahagslegum gróða til eigenda sinna, heldur bæta lífs- skilyrði fólks almennt. En kannski er athyglisverð- asta niðurstaðan úr athugun þeirra hjá Kaiser sú, að það er ekki síst sala á sérheitalyfjum sem eykur kostnað almennings við lyfjakaup. Tuttugu mest seldu lyfin í Bandaríkjunum eru öll sérheitalyf. Sérheitalyf eru dýrari en sam- heitalyf vegna þess að sérheita- lyf eru framleidd samkvæmt einkaleyfi. Það leyfi fellur úr gildi eftir ákveðinn árafjölda, og þá geta aðrir framleiðendur fengið uppskriftina og farið að framleiða samskonar lyf – sem er þá ódýrara en sérheitalyfið. Afleiðingin af aukinni sölu á sérheitalyfjum er sú, segir í nið- urstöðum Kaiser, „að meðalverð fyrir lyf keypt samkvæmt lyf- seðli er nú 45 dollarar [um 5000 krónur] – tvöfalt hærra en það var fyrir tíu árum“. Þetta er þrisvar sinnum hærra en með- alverð fyrir samheitalyf. „Því lítur út fyrir að hvatning til aukinnar notkunar samheita- lyfja hafi ekki skilað árangri til lækkunar lyfjaverðs,“ sagði Levitt. Hann tók einnig fram að kostnaður kynni að vera að hækka vegna þess hve miklu lyfjafyrirtæki verja í að auglýsa lyf sín og hvetja lækna til að beita þeim. „Síðan 1996 hefur upphæðin, sem varið er til lyfja- auglýsinga, meira en þrefald- ast.“ Þetta má að hluta án efa rekja til þess, að 1997 setti bandaríska Matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) nýjar reglur sem leyfa lyfjafyrirtækjum að beina aug- lýsingum á lyfseðilsskyldum lyfjum til neytenda – til dæmis með sjónvarpsauglýsingum á besta tíma. Og það voru ekki síst áhrif þessara breytinga sem þeir hjá Kaiser voru að kanna. En það kemur líka í ljós í þessari könnun eitt og annað sem er, ef satt er, fráleitt rós í hnappagat lyfjaframleiðenda. Þeir segja alltaf að þeir verði að fá að hafa einkaleyfin svo og svo lengi til að geta náð hagnaði, vegna þess að það sé svo dýrt að þróa og búa til góð lyf. Allar rannsóknirnar sem þarf að gera, allt þetta dýra, hámenntaða starfsfólk sem þarf að hafa á launum og svo framvegis og svo framvegis. En svo kemur í ljós, að í fyrra fóru að meðaltali 14% af tekjum lyfjafyrirtækja í markaðs- setningu. Hvað fór mikið af tekjum þessara sömu fyrirtækja í þróunarkostnaðinn mikilvæga? Jú, fjórtán prósent. Jafnmikið og fór í auglýsingakostnað. Ýmis samanburður hér er athygl- isverður. Bandarískar risaversl- anir eins og Sears verja 3,7% tekna í auglýsingar; sígar- ettuframleiðendur 3,9%; sápu- og þvottaefnisframleiðendur 10,7% og leikja- og leikfanga- framleiðendur 12 prósentum. „Lyf eru meðal þeirra fram- leiðsluvara sem hvað mest eru auglýstar,“ hafði Reuters eftir Levitt. „Hvað auglýsingamagn varðar eru lyf einna líkust leik- föngum og dúkkum.“ Hagnaður af lyfjum „Vera má, að lyfjaauglýsingar hækki lyfjaverð og auki hagnað lyfjafyrirtækja, en það getur líka verið að lyfin sem fólk fær geri það heilbrigðara.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Drew Altman, Ph.D, forseti Kaiser Family Foundation ✝ Jóhann Helgasonvar fæddur á Neðranúpi í Miðfirði í V-Hún. 14. septem- ber 1914. Hann and- aðist á Landakots- spítala 24. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Helgi Jónsson frá Huppa- hlíð í Miðfirði og Ólöf Jónsdóttir frá Hömr- um í Þverárhlíð. Eftirlifandi kona Jóhanns er Jóhanna D. Jónsdóttir frá Skárastöðum, Mið- firði, f. 28. desember 1923. Þau gengu í hjónaband 7. september 1942 og bjuggu í Hnausakoti í Miðfirði í 26 ár, frá 1942 til 1968, er þau brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur. Þar starfaði Jóhann við Vörðuskóla og Iðnskólann þar til hann fór á eftirlaun. Börn Jó- hanns og Jóhönnu eru: 1) Ólafur Helgi, f. 20. júní 1943, kvæntur Margréti Benediktsdóttur, börn þeirra eru Benedikt Marinó, Jó- hann Örn, Ólöf Ásdís og Hrafn- hildur. 2) Jón Unnar, f. 26. maí 1945, kvæntist Stefaníu Hjartar- dóttur (skildu), dætur þeirra eru Unnur og Sunna. 3) Jenný, f. 3. ágúst 1946, gift Sigurði Björg- vinssyni, synir þeirra eru Jóhann, Björgvin Guðni, Sigurður Unnar og Davíð. 4) Ragna Guðrún, f. 17. mars 1948, gift Þorsteini B. Jónmundssyni, börn þeirra eru Dag- björt Jóhanna, Styrmir Þór og Þor- björg Inga. 5) Bryn- dís, f. 28. október 1949, gift Braga Ragnarssyni, synir þeirra eru Ragnar, Bragi Páll og Atli Viðar. 6) Jóhannes, f. 24. ágúst 1953, kvæntur Jeanie Stephenson, börn þeirra eru William Stephen og Jó- hanna Lynn. 7) Kristín, f. 19.júní 1955, gift Gunnari R. Pálssyni, dætur þeirra eru Ásgerður Guð- rún og Anna Kristín. 8) Oddfríður, f. 17. nóvember 1957, gift Einari Gunnarssyni, börn þeirra eru Jó- hann Gunnar og Karen. 9) Skafti, f. 2. maí 1960, sonur hans er Árni Kristinn, barnsmóðir Ragna Árnadóttir. Kvæntist Helgu Árna- dóttur(skildu), dóttir þeirra er Sigrún. Kvæntur Idu Hildi Feng- er, dóttir hennar er Tinna Björk, börn þeirra eru Kristín Dagbjört, Geir Ulrich og Anna María. Lang- afabörnin eru níu. Útför Jóhanns fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þegar Óli bróðir hringdi í mig að- faranótt 24. nóvember sl. til að segja mér lát pabba þá kom mér það ekki á óvart þar sem heilsu hans hafði hrakað ört síðustu daga. Við vissum líka öll að hverju stefndi þegar hann síðastliðið vor greindist með sjúk- dóminn sem varð honum að lokum yfirsterkari. Samt sem áður verður sorgin yfir missi hans mikil. Þó er huggun í harmi að hann er laus við allar þjáningar sem þessum illvíga sjúkdómi fylgja. Aldrei gafst hann samt upp í þessari baráttu og það var honum ómetanlegur styrkur að hafa mömmu sér við hlið í þessu stríði. Ég veit líka að systkini mín og þeirra fjölskyldur gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að gera honum lífið léttbærara þessa síðustu mán- uði. Sérstaklega var honum mikils virði að komast norður í Hnausakot í sumar og dvelja þar nokkra daga með fjölskyldunni eins og hann hafði gert á hverju sumri síðan við fluttumst suður haustið 1968. Ég efa ekki að það hafi verið sárt að kveðja Austurárdalinn í síðasta skipti þeg- ar haldið var suður á ný. Það er margt sem leitar á hugann þar sem ég sit einn á hótelherbergi í Atlanta og skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð. Við vissum þegar við kvöddumst í vor að það yrði í síðasta skipti sem við sæjumst og var sú stund erfið fyrir okkur báða. En þökk sé síman- um fyrir það að við gátum talast reglulega við síðan og síðast rúmri viku áður en hann lést. Þá, eins og alltaf þegar við töluðumst við, sagði hann mér helstu tíðindi af fjölskyld- unni og annað sem honum fannst fréttnæmt. Honum fannst, held ég, að hann þyrfti að segja mér allt það helsta fyrst ég væri í annarri heims- álfu og gæti því ekki fylgst með því sem gerðist heima af eigin raun. Það var einn af hans mörgu góðu eig- inleikum, umhyggjan fyrir öðrum. Hann hafði alltaf af nógu að taka, fylgdist vel með öllu og hélt fullri hugsun og minni fram á síðustu stundu. Aldrei vildi hann dvelja lengi við sína líðan en var alltaf já- kvæður gagnvart allri meðferð og hafði alltaf von um að komast heim, vildi allt á sig leggja til að svo gæti orðið. Hann var líka alla ævi ákaf- lega heimakær, þar leið honum best. Miðfjörðinn bar oft á góma í þess- um samtölum okkar og ætíð Hnausakot, þann stað sem hann var bundinn svo sterkum böndum og hafði búið á svo lengi. Ég heyrði á honum að hann var mjög sáttur við hvað búið er að gera þar á síðustu árum og hann átti hvað stærstan þátt í. Eitt af mörgu sem hann stóð fyrir var að fá lagt rafmagn þangað fyrir nokkrum árum, sem breytti miklu fyrir þá sem þar dvelja, sem nú getur verið á hvaða árstíma sem er. Og nú síðustu vikurnar var hann að vinna í því síðasta sem hann taldi að gera þyrfti fyrir þá sem eiga eftir að nýta Hnausakot til dvalar í fram- tíðinni. Það var hans hjartans mál að búa svo um hnútana að ekkert skorti til að gera dvölina þar eins góða og hugsast gæti. Það tókst honum líka og við öll njótum góðs af. Við Jeanie og krakkarnir okkar vorum í Hnausakoti með pabba og mömmu í nokkra daga þegar við komum í heimsókn í fyrra og þá kenndu þau Will og Jóhönnu að spila marías, trú og fant og fleiri góð spil, eins og þau kenndu okkur systkinunum þegar við vorum lítil. Og okkar börn, sem alin eru upp við aðstæður ólíkar því sem gerist fyrir norðan, undu sér hvergi betur en í Austurárdalnum og ég er þakklátur fyrir að þau fengu að njóta samveru við afa sinn og ömmu þar. Já, þær eru margar minningarnar sem leita á hugann. Margar eru tengdar tónlistinni en pabbi var ein- hver söngelskasti maður sem ég hef þekkt. Söngurinn var líf hans og yndi og alveg sérstaklega sálma- söngur, hann söng líka í kirkjukór- um í yfir 50 ár. Best gæti ég trúað að hann hefði kunnað bassann í flestum ef ekki öllum sálmalögunum í sálmabók þjóðkirkjunnar. Hann hafði líka gaman af því þegar hann ásamt börnunum sínum níu söng nokkur lög inn á segulband fyrir nokkrum árum og upp úr því söng þessi litli kór við ýmis tækifæri að undirrituðum undanskildum þar sem hann fluttist úr landi skömmu síðar. Mannkostir pabba voru miklir og sem faðir og eiginmaður var hann einstakur er mér óhætt að segja. Við getum verið þakklát fyrir að hafa átt slíkan föður. Minningin um hann verður mér dýrmæt og von- andi hvatning til að reynast mínum börnum eins vel og hann reyndist mér þótt ég viti að ekki hafi ég alla þá kosti til að bera sem hann hafði. Að lokum langar mig til að þakka öllu starfsfóki á sjúkrahúsunum þar sem hann dvaldi fyrir allt sem gert var fyrir hann, en hann bar því öllu afar hlý orð. Við Jeanie, Will og Jó- hanna sendum mömmu, systkinum mínum og þeirra fjölskyldum og systkinum pabba innilegar samúð- arkveðjur. Megi sá sem yfir öllu ræður styrkja okkur í sorg okkar. Jóhannes Jóhannsson. Pabbi minn, ég ætla að kveðja þig með nokkrum fátæklegum línum, nokkrum minningabrotum frá bernskutíð. Mínar fyrstu minningar eru um hlýjan og góðan föður sem alltaf var eins og einn af stóru fal- legu steinunum í túninu, alltaf eins og bjargfastur klettur sem allir gátu treyst á. Við vorum lítil og mörg, þú hræddir okkur með tjörninni djúpu svo að við tókum stóran sveig framhjá henni, engin slys urðu svo teljandi sé. Við komum inn úr kuld- anum á veturna, „komdu hérna eyminginn minn“, sagði pabbi okkar ef einhvern þurfti að hugga, setti okkur á hné sér, hossaði okkur og söng gömlu góðu barnalögin eins og Ríðum heim til Hóla, Kiddi á Ósi, Guttavísur o.fl. Sumrin eru svo eft- irminnileg, hvað þau voru skemmti- leg þegar gestirnir að sunnan komu. Þá var spilaður fótbolti með Stein- dór í fararbroddi, spiluðum langt fram á kvöld þangað til Sigga kom og sótti okkur í háttinn. Við eyði- lögðum eins og eina flöt, það var allt í lagi, bara fastur liður, þú hafðir svo gaman af þessu, pabbi minn. Mikið gat ég vorkennt þér að flytja á möl- ina, ævistarfið var í Austurárdaln- um og erfitt að slíta þær rætur sem þar lágu. En eljan og dugnaðurinn hjálpuðu ykkur mömmu að ná fót- festu í borginni, eignast íbúð. Mörg góð sumur eru síðan og allt- af farið norður í kotið og dvalið lengi. Þakka þér fyrir þína góðu sam- fylgd og góður guð geymi þig að eilífu og styrki okkur fjölskyldu þína í sárum söknuði. Jenný. Þegar við ókum niður heimreiðina frá Hnausakoti í sumar sem leið bað Jóhann, tengdafaðir minn, mig að setja diskinn með Lóuþrælunum í spilarann. Hann tók undir með kórnum og hásöng hvert lagið á fæt- ur öðru, söng sína rödd, annan bass- ann sem var honum svo kær og sem hann sagði að væri undirstöðurödd- in í öllum samsöng. Hann leit aldrei um öxl, hann var að kveðja dalinn sinn sem hann fluttist í sex ára gam- all ásamt foreldrum sínum og fjór- um systkinum. Alls urðu systkinin átta. Það má segja að Jóhann hafi lifað tímana tvenna, fæddist í torfbæ á Neðra- núpi og stundaði bústörf mestan tímann þegar menn unnu allt á sjálf- um sér eða með hrossum. Það duld- ist engum sem kynntist Jóhanni að hann taldi Austurárdalinn vera þungamiðjuna í lífshlaupi sínu enda fann hann sér kvonfang á Skára- stöðum sem stóð handan Austurár, hana Jóhönnu, það taldi hann alltaf hafa verið sitt stærsta gæfuspor. Ól Jóhanna honum níu börn, flest heima í Hnausakoti, elsta soninn í gamla torfbænum. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég, 18 ára gamall, hitti Jóhann í fyrsta skiptið á hlaðinu í Hnausa- koti. Hann horfði rannsakandi á þennan slána sem elsta dóttir hans hafði boðið með sér heim í foreldra- hús. Höndin á mér hvarf inn í stóra sigggróna hramminn og svo brosti hann sínu hlýlega skakka brosi. Frá þeirri stundu vorum við vinir. Seinna þegar ég las Sjálfstætt fólk sá ég líkindi með hinum frjálsa manni og Jóhanni í Hnausakoti. Þau voru samhent hjónin, margir munn- arnir að metta og jörðin fremur harðbýl, ískaldur Eiríksjökull skag- aði upp í suðri og oft voraði seint, þá þurfti að beita hagsýni til að endar næðu saman. Ekki var stokkið í búð ef eitthvað vantaði, bíllinn var eng- inn. Síminn ein lína um sveitina, op- inn á vissum tímum. Það hefur verið erfið ákvörðun að bregða búi eftir kalárin ’67–’68 og flytja búferlum á mölina í Reykjavík með nánast tvær hendur tómar. Aldrei hvarflaði að honum að selja jörðina sína. Á JÓHANN HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.