Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TIL HARÐRA orðaskipta kom á Al- þingi við upphaf þingfundar og síðar í umræðum um skýrslu umboðsmanns Alþingis í gær eftir að Einar Már Sig- urðarson, þingmaður Samfylkingar- innar og fulltrúi í fjárlaganefnd, upp- lýsti að embættismaður í forsætis- ráðuneytinu hefði með bréfi í tölvupósti synjað nefndinni um sundurliðaðar upplýsingar um kostn- að vegna einkavæðingar ríkisstjórn- arinnar á árinu. Benti þingmaðurinn á að í frum- varpi til fjáraukalaga væri farið fram á aukafjárveitingu að fjárhæð 300 milljónir kr. undir liðnum „Ýmis verk- efni, útboðs- og einkavæðingarverk- efni“. Margítrekað hefði verið óskað skýringa á þessum lið í forsætisráðu- neyti en svör verið lengi á leiðinni og ófullnægjandi þegar þau loks bárust. Lokatilraun til þess að fá almennileg svör frá ráðuneytinu hefði verið gerð 29. nóvember sl. um leið og meirihluti fjárlaganefndar hefði afgreitt frum- varp til fjáraukalaga úr nefndinni. Þar væri því hafnað að gefa umrædd- ar upplýsingar og m.a. vísað í upplýs- ingalög. Taldi bréf forsætisráðu- neytisins ekki standast lög Gagnrýndi Einar Már svar forsæt- isráðuneytisins og vísaði til þess að í þingsköpum Alþingis kæmi fram að fjárlaganefnd á rétt á þeim upplýs- ingum sem hún telur nauðsynlegar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrir- tækja og stofnana sem óska eftir framlögum úr ríkissjóði. Benti hann aukinheldur á að þingnefnd gæti ákveðið, að ósk sendanda erindis eða að eigin frumkvæði, að farið skyldi með erindi að öllu leyti eða að hluta til sem trúnaðarmál. Taldi þingmaðurinn ljóst að svar forsætisráðuneytisins stæðist ekki þau lög sem hann vitnaði til og óskaði því eftir liðsinni forseta Alþingis sem tryggja mætti að þingmenn í fjárlaga- nefnd fengju umræddar upplýsingar áður en þriðja umræða um frumvarp til fjáraukalaga færi fram. Slíkar upplýsingar undirorpnar þagnarskyldu hins opinbera Forseti Alþingis, Halldór Blöndal (D), vísaði af þessu tilefni til umrædds bréfs forsætisráðuneytisins, sem Skarphéðinn Steinarsson, skrifstofu- stjóri í forsætisráðuneytinu, sendi fjárlaganefnd. Þar segir að upplýs- ingar um endurgjald til einstakra við- semjenda varði mikilvæga viðskipta- hagsmuni þeirra. Samkvæmt. 5. grein upplýsingalaga sé skylt að takmarka aðgang að slíkum upplýsingum ef hann er til þess fallinn að skaða þá hagsmuni sem í húfi eru. Í því felist þá jafnframt að slíkar upplýsingar séu undirorpnar þagnarskyldu af hálfu stjórnvalda að viðlagðri ábyrgð. Á þeim grundvelli hafi ráðuneytið jafn- framt heitið viðsemjendum sínum að gæta trúnaðar við meðferð þeirra. Þar eð sambærileg þagnarskylda hvíli ekki á þingmönnum eða þing- nefndum telji ráðuneytið því ekki fært að veita nánari upplýsingar um hvernig umrædd fjárhæð skiptist milli einstakra viðsemjenda. Forseti Alþingis vísaði jafnframt til upplýsingalaga og þingskapa Alþing- is og gat þeirra sérstöku reglna sem gilda um þagnarskyldu fulltrúa í ut- anríkismálanefnd Alþingis. Engin sambærileg ákvæði væru í gildi um aðrar nefndir Alþingis og hlyti því að verða að líta svo á að nefndarmenn í utanríkismálanefnd væru bundnir þagnarskyldu fram yfir aðrar nefndir. Vísaði hann ennfremur til þess að sér væri ekki kunnugt um annað en að fjárlaganefnd hefði fengið þær upplýsingar sem hún teldi nauðsyn- legar um rekstur og fjárhagsáætlanir fyrirtækja og stofnana. Því liti hann svo á að niðurstaða forsætisráðuneyt- isins væri rétt þar sem ekki væru nein ákvæði í þingsköpum um þagnar- skyldu annarra nefnda sambærileg við þau sem gilda um utanríkismála- nefnd. Forseti sagður taka afstöðu með framkvæmdavaldinu Óhætt er að segja að þessi orð for- seta hafi vakið úlfúð meðal þing- manna stjórnarandstöðunnar og spöruðu þeir síst stóru orðin þegar þeir komu í ræðustól til þess að fjalla um þau. Töldu ýmsir þingmenn að Halldór hefði með þessu ekki staðið vörð um hagsmuni Alþingis heldur framkvæmdavaldsins og höfðu stór orð um málið, ýmist undir liðunum störf þingsins, fundarstjórn forseta eða þingsköp. Loks tók umræða um þetta mál meginþorra þess tíma sem þingmenn vörðu til þess að ræða skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2000. Kom m.a. fram í þeirri um- ræðu tillaga frá Sigríði Jóhannesdótt- ur (S) um að þingmenn skytu þessu máli hreinlega til umboðsmanns og fengju hann til að úrskurða um rétt sinn til þess að sinna eftirlitsskyldum sínum gagnvart framkvæmdavaldinu, nú þegar forseti Alþingis hefði tekið afstöðu gegn þinginu. Í sama streng tók Jón Bjarnason (VG) sem sá ástæðu til þess í máli sínu að minna Halldór Blöndal á að hann „væri for- seti allra þingmanna, okkar allra“, eins og hann orðaði það. Réttur þingmanna til upp- lýsinga sagður „fótumtroðinn“ Fram kom í margra klukkustunda langri umræðu um málið að Skarp- héðinn Steinarsson vann m.a. fyrir einkavæðingarnefnd. Sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, aldeilis furðulegt að bréf þetta skyldi hafa verið sent í tölvu- pósti en ekki eftir formlegum leiðum og velti fyrir sér ástæðum þess að embættismaður í ráðuneytinu kvæði upp slíkan úrskurð. Sagði hann slíka stjórnsýslu rannsóknarefni út af fyrir sig og lýsti sig algjörlega ósammála úrskurði forseta. „Ég tel hið mesta hneyksli að sjálfur forseti Alþingis skuli fótumtroða svo rétt þingmanna til upplýsinga,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að um mjög stóran og al- varlegan atburð væri að ræða ef þessi „síðasta og sennilega svæsnasta til- raun framkvæmdavaldsins til að fót- umtroða rétt Alþingis og alþingis- manna til upplýsinga“ næði fram að ganga og væri aukinheldur studd af forseta Alþingis. Aðrir þingmenn stjórnarandstöðu sem þátt tóku í umræðunni gagn- rýndu framkvæmdavaldið og forseta Alþingis harðlega fyrir framgöngu sína í málinu. Sagði Bryndís Hlöð- versdóttir, þingflokksformaður Sam- fylkingarinnar, m.a. að á þeim tímum sem hugtök eins og gegnsæi í stjórn- sýslu væru í hávegum höfð tæki for- seti Alþingis undir það með fram- kvæmdavaldinu að það væri einka- málefni þeirra sem versla við ríkið og fá greitt með opinberu fé hvernig þeim fjármunum er varið og hversu mikið einstakir aðilar fá greitt. Flokksbróðir hennar Lúðvík Berg- vinsson sagði að um væri að ræða „einhvern versta úrskurð“ forseta Al- þingis sem hann þekkti og óþekkt væri í sögunni að forseti Alþingis væri jafnhallur undir framkvæmdavaldið. Talaði Lúðvík um svartan dag í sögu þingsins, nú þegar þingmönnum Ís- lendinga kæmu útgjöld ríkisins og fjármál ekki lengur við. Málflutningur stjórnarandstöð- unnar vart sæmandi Alþingi Stefanía Óskarsdóttir, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins, gagn- rýndi stjórnarandstöðuna aftur á móti harðlega fyrir málflutning sinn og sagði hann vart sæmandi Alþingi. Einar Már Sigurðarson velti því á hinn bóginn upp hvaða ástæður lægju að baki þessari leynd þegar ljóst væri að stærstur hluti kostnaðarins færi til lögfræðifirma í London. Hvaða til- gangi það þjónaði að krefjast leyndar og skapa þannig tortryggni. Undir lok umræðunnar sagði Halldór Blön- dal að orð sín hefðu af stjórnarand- stöðunni verið rangtúlkuð og slitin úr samhengi og benti m.a. á að fjárlaga- nefnd hefði fyrir sitt leyti afgreitt frumvarp til fjáraukalaga án athuga- semda. „Þingmenn gera sér ljóst að stundum eru þau málefni lögð fyrir Alþingi sem ekki er gott eða hollt að fari út um víðan völl og þá getur það komið upp að trúnaðar sé þörf, bæði til þess að tryggja eðlilega fram- kvæmd mála og eins til þess að vernda einkahagsmuni og viðskipta- hagsmuni og þar með hagsmuni rík- isins,“ sagði Halldór Blöndal m.a. Forsætisráðuneyti hafnar beiðni fjárlaganefndar um sundurliðun vegna einkavæðingar Upplýsingar sagðar varða mikilvæga einkahagsmuni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hafði í mörg horn að líta í gær. Hér ræðir hann við Geir H. Haarde. Hneyksli að mati stjórnarandstöðu IÐNAÐARNEFND Alþingis gerir í áliti sínu um frumvarp iðnaðarráð- herra til laga um breytingar á iðn- aðarlögum tillögu um að svonefnd iðnráð verði aflögð og ákvæði um þau í lögum felld út. Frumvarpi ráðherra var ætlað að veita heimild til þess að iðnráð verði stofnuð í sveitarfélögum sem hafa yf- ir 5.000 íbúa, í stað þess að þau verði kosin í hverjum kaupstað eins og skylt hefur verið. Í nefndarálitinu kemur hins vegar fram að við með- ferð málsins í nefndinni hafi margar spurningar um hlutverk iðnráða vaknað og það ferli sem lögbundið hefur verið við útgáfu meistarabréfa. „Sú umræða leiddi til þess að nefndin afréð að leggja til veigamikl- ar breytingar á frumvarpinu þess efnis að ákvæði um iðnráð verði með öllu felld úr iðnaðarlögum og öðrum lögum. Nefndin lítur svo á að ekki hafi verið nægilega vel búið að iðn- ráðum í gegnum tíðina og að heppi- legast sé að einfalda það ferli sem umsækjandi þarf að ganga í gegnum til að fá meistarabréf útgefið. Telja má nægilega öruggt að lögreglu- stjórar kanni hvort skilyrðum iðnað- arlaga um útgáfu meistara bréfa sé fullnægt, þ.e. hvort sveinsbréf er fyrir hendi, meistaraskólanámi lokið og að sveinn hafi starfað tilskilinn tíma hjá meistara að loknu sveins- prófi. Í vafatilvikum gæti lögreglu stjóri leitað álits t.d. landssamtaka meistara og sveina,“ segir í álitinu. Nefndin bendir einnig á að eðlilegt sé að fram fari á vegum umhverf- isráðuneytis endurskoðun á ferli við löggildingu iðnmeistara á grundvelli skipulags- og byggingarlaga þannig að ferlið sem umsækjendur þurfa að ganga í gegnum verði einfaldara. Við þá endurskoðun væri eðlilegt að leita samráðs við fulltrúa launþega og at- vinnurekenda. „Hingað til hefur ekki aðeins verið unnt að leita til iðnráða sem umsagn- araðila um meistarabréf heldur einn- ig sem sáttaaðila, t.d. varðandi mörk iðngreina. Nefndin bendir á að þeim vandamálum sem upp kunna að koma megi vísa til menntamálaráðu- neytisins sem setur námsskrár þar sem innihald kennslu og mörk náms- greina, bein eða óbein, eru tilgreind. Ráðuneytið gæti síðan leitað um- sagnar starfsgreinaráða. Þá stendur enn opin sú leið á grundvelli iðnaðar- laga að kæra til refsingar fyrir brot á lögunum, þ.e. ef talið er að einn iðn- aðarmaður fari með ólögmætum hætti inn á starfssvið annars. Þá mundi dómstóll skera úr málinu,“ segir ennfremur í áliti iðnaðarnefnd- ar. Jafnframt leggur nefndin til að iðnaðarráðherra verði veitt heimild til að fela öðrum aðilum að sjá um út- gáfu sveinsbréfa. Álit iðnaðarnefndar á breytingum á iðnaðarlögum Iðnráð verði aflögð VES-þingið fundar í París ÍSLANDSDEILD VES-þingsins hélt um helgina til Parísar þar sem seinni hluti 47. þingfundar þings Vestur-Evrópusambandsins (VES- þingið) hófst í gær. Stendur það fram á fimmtudag, 6. desember. Íslandsdeildin sem sækir þingið er skipuð þeim Kristjáni Pálssyni (D) formanni, Katrínu Fjelsted (D) vara- formanni og Þórunni Sveinbjarnar- dóttur (S). Á vef Alþingis kemur fram að það sem hæst muni bera á fundi VES- þingsins að þessu sinni eru viðbrögð Evrópuríkja við hryðjuverkavánni og þróun Evrópusamstarfs í örygg- is- og varnarmálum. Fundinn munu ávarpa m.a. Javier Solana, fram- kvæmdastjóri VES og æðsti yfir- maður öryggis- og varnarmála Evr- ópusambandsins, og Borís Traíjk- ovskí, forseti Makedóníu. Afgreiðsla fjáraukalaga FUNDUR hefst á Alþingi í dag kl. 13.30 með atkvæðagreiðslum. Eftir þær fer fram þriðja og síðasta um- ræða um frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2001. Meðal annarra mála sem á dag- skrá eru má nefna frumvörp fjár- málaráðherra um tollalög, gjald af áfengi, virðisaukaskatt, bindandi álit í skattamálum og verslun með áfengi. Þá er jafnvel gert ráð fyrir því að félagsmálaráðherra mæli fyrir frumvarpi til nýrra barna- verndarlaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.