Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.12.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2001 53 FYLGSTU MEÐ ÞVÍ NÝJASTA Farðu inn á mbl.is, veldu úr fjölda skemmtilegra mynda, kveðjum á ýmsum tungumálum og skrifaðu eigin kveðju. Með því að senda jólakveðju á mbl.is áttu möguleika á að vera með í skemmtilegum lukkupotti. Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamenn hvar í heimi sem er! Jólakveðjur til vina og ættingja! Dregnir verða út glæsilegir vinningar frá Hans Petersen á nýju ári. 1. verðlaun: Stafræn myndavél - Kodak DX 3600 Easy Share að verðmæti 54.900 kr. 2.-10 verðlaun: Netframköllun, 24 myndir í stærð 10x15 sm að verðmæti 1.650 kr. H Ö N N U N KÆRU VI‹SKIPTAVINIR er komin aftur til starfa O L G A M Á S D Ó T T I R skólavör›ustíg s 5513130 H N RU VIÐSKIPTAVINI in aftur t l starfa I R skólavörðust í s 5513130 FYRIR tæpum tveimur árum nefndi ég í grein í Morgun- blaðinu að verðbólgan væri komin á kreik og myndi fara vaxandi þar sem stjórnvöld hefðu sett í gang hvata fyrir henni með því að heim- ila framsal og veðsetn- ingu kvóta sem trygg- ingu í bönkum og er þetta nú komið fram. Nú eru sumir að hætta í útgerð og selja kvótann eða aflaheim- ildir sem þeir höfðu. Þessar sölur á afla- heimildum valda miklu peningaflæði inn í hið litla hagkerfi okkar og einnig þegar fólk af lands- byggðinni hrekst til höfuðborgar- svæðisins vegna minnkandi afla- heimilda sem hurfu þaðan að stórum hluta. Flótti fólks af landsbyggðinni jók mikið á íbúðarbyggingarfram- kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Þetta tvennt setti verðbólguna á fulla ferð og er hún nú um 8-10%. Stöðugleikinn er fokinn út í veður og vind í sjoppunni og vextir eru tvisvar til þrisvar sinnum hærri en í nálæg- um löndum og seðlabankastjórarnir steinrunnir á vöxtunum. Það vakti athygli mína við hálfs- árshlutareikning bankanna sem birt- ar voru í Morgunblaðinu fyrir nokkru að Íslandsbanki virtist vera með um hálfan milljarð í hagnað í gjaldeyrisviðskiptum. Skyldi hann ekki eiga stóran þátt í gengisfalli krónunnar? Ekki kæmi það á óvart því stjórn- arformaður þar á bæ er Kristján Ragnarsson sem einnig er formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna. Hann vill laga slæma stöðu útvegsins í hinu heimsfræga kvótakerfi okkar. Útgerðin skuld- ar yfir 180 milljarða og nú á enn einu sinni að láta almenning í land- inu borga brúsann, all- flestar skuldir heimil- anna vísitölutryggðar. Já, það eru mikil völd sem Kristján Ragnars- son hefur. Hann valtar yfir stjórn- völd eins og ekkert sé, hann er orð- inn konungurinn í sjoppunni. Það er ansi snúið að hafa umhverfi fyrir gjaldmiðil í svona smáríki eins og Ís- land er, þannig að fyrirtæki í þjóð- félaginu geti leikið sér með hann að vild og almenningur er múlbundinn með flest vísitölutryggt. Ef stjórn- völd tengja ekki gjaldmiðil sinn við annað hvort evru eða dollara þá spái ég því að fólk muni flúýja land í stórum stíl. Það mun ekki una þeim leikreglum sem gilda hér í sjopp- unni. Besta lausnin yrði að ganga í Evrópusambandið því þá geta stjórnvöld hér ekki valtað yfir mann- réttindi almennings að vild. Já, kvótakerfið er heimsfrægt fyr- ir hagræðingu! Það er mikil hagræð- ing í því að þurfa ekki að veiða nema rúman helming af því sem við veidd- um áður en kerfinu var komið á og nú þarf ekki að stjórna veiðunum, bara takmarka magnið sem má veiða, enda árangurinn af kerfinu slíkur að lektorar og fiskihagfræð- ingur Háskóla Íslands hafa flutt lof- ræður víða um heim um kerfið, þótt á síðustu mánuðum hafi heldur dregið úr ferðalögum og lofræðum, að ég held. Svo er það lagasetning á sjómenn! Þjóðhagsstofnun tók saman verð- mun á afla fyrirtækja sem lönduðu hjá sjálfum sér yfir 5 ára tímabil á fjórum fiskitegundum, þorski, ýsu, ufsa og karfa, og svo á því verði sem hefði fengist miðað við verð á fiski- mörkuðum umrætt tímabil. Þetta voru bara smáaurar, tæpur 21 millj- arður, sem þýðir að sjómenn urðu af um 7-8 milljörðum í hlut og ríkið um 3 milljarða í skatt af sjómönnum. Í samningum stendur að skipta- verð sé hæsta fáanlegt verð, en þar er annar annmarki, samkeppnislög- in. Þeir sem verka fisk af eigin skip- um og þeir sem kaupa fisk á mörk- uðum sitja ekki við sama borð. Hvar eru samkeppnislögin þá? En þetta er eins og annað hjá stjórnvöldum, ein- okun og einkaleyfi skal þar gilda, eintómt plat. Árið 1976 var undirritaður stadd- ur í Halifax í Kanada til að skoða nýj- ungar í veiðarfærum. Þá var kvótinn kominn á veiðarnar þar. Árin 1990– 1991 hrundi þorskstofninn við Kan- ada. Fyrir um tveimur mánuðum var í kvöldfréttum útvarpsins sagt frá því að Kanadamenn hefðu sett hóp vísindamanna til að rannsaka orsök- ina fyrir hruni þorskstofnsins. Þessi hópur vísindamanna taldi aðalorsök- ina hafa verið sambandsleysi fiski- fræðinga við strandveiðiflotann og kaupin á nýju skuttogurunum. Þetta virtist fara fram hjá öðrum fjölmiðl- um þótt stórfrétt væri. Kannski hef- ur LÍÚ sett fréttabann á þessa frétt. Árin 1986-1987 voru fjölmiðlar með mikla umræðu um stórfellt smá- fiskadráp á togurunum, miklu magni af smáfiski væri hent í sjóinn. Þetta höfðu fjölmiðlar eftir sjómönnum. Þá ruddust fram í fjölmiðla Kristján Ragnarsson, stjórnarformaður LÍÚ, þáverandi sjávarútvegsráðherra og fiskifræðingar og kváðu þetta algera firru eða ýkjur. Nú hefur verið skráð meðalvigt á öllum lönduðum þorski frá miðjum sjöunda áratugnum eða frá 1966 og er hægt að fletta upp í Útvegi með- alþyngd hjá togurunum 1986-1987 og nær meðalvigtin ekki 2 kg hvor- ugt árið, eða 1,9 kg. Eftir 18 ára reynslu okkar af kvótakerfinu er um helmingssam- dráttur í mörgum tegundum, miklu dýrari fiskiveiðifloti, helmingi meiri olíueyðsla og gríðarleg skuldasöfnun hjá útgerðinni, yfir 180 milljarðar, og þá er það deginum ljósara að þetta kerfi stuðlar ekki að öryggi almenn- ings eða hag hans, kerfi sem leyfir þau mannréttindabrot sem felast í kvótalögunum og ætla mætti að hæstaréttardómurum vaxi skilning- ur á þeirri vitleysu sem kvótakerfið er og hafi hugrekki til þess að dæma eftir samvisku sinni en vitni ekki bara í Alþingi í dómsorðum sínum til að firra sig ábyrgð. Verðbólga í sjoppunni Halldór Halldórsson Kvótinn Eftir 18 ára reynslu okkar af kvótakerfinu, segir Halldór Halldórsson, er um helmingssamdráttur í mörgum tegundum. Höfundur er fv. skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.