Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.2001, Blaðsíða 1
281. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 7. DESEMBER 2001 ur,“ sagði Karzai. Hann kvaðst ekki vita hvar Omar væri niðurkominn. „Ef hann gengur ekki að kröfu [okk- ar] þýðir það að hann er aðili að hryðjuverkum. Ef hann er aðili að hryðjuverkum verður hann dreginn fyrir dómstóla.“ Hermenn talib- ana fengju að snúa til síns heima án vandkvæða, en afganskir hermenn hliðholl- ir al-Qaeda-hryðjuverka- samtökunum væru glæpamenn og yrðu handteknir. Rumsfeld sagði á fréttamanna- fundi í gær að Bandaríkjamenn hefðu gert afgönskum andstæðingum talib- ana ljósa grein fyrir „afdráttarlausri afstöðu“ sinni til afdrifa Omars. Sam- starf og aðstoð Bandaríkjamanna við andstæðinga talibana „myndi aug- ljóslega snarversna“ ef eitthvað það yrði gert sem ekki væri í samræmi við þá afstöðu Bandaríkjamanna að ekki yrði þolað að Omar yrði veitt sakar- uppgjöf. Rumsfeld hefur áður sagt að það sé markmið Bandaríkjamanna að Ekki var þó fyllilega ljóst, af orðum Karzais í gær, hver hann teldi verða örlög Omars. Hann tjáði AP að enn ætti eftir að „semja um smáatriði“. Uns þessi smá- atriði liggja fyrir og hafa verið samþykkt af öllum að- ilum, þ. á m. Bandaríkja- mönnum, gæti samkomu- lagið um uppgjöf Kandahar farið út um þúfur. Talsmaður talibana, og fyrrverandi sendiherra þeirra í Pak- istan, Abdul Salam Zaeef, sagði að yf- irráðin yfir borginni yrðu sett í hend- ur múllans Naqibullah, höfðingja í þjóðflokki Pastúna. Eina skilyrðið væri, að Omar yrði ekki dreginn fyrir dómstóla. „Þeir hafa lofað okkur því, að Omar geti búið á heimili sínu og ekki verði barist við hann. Þeir munu vernda og virða líf hvers einasta talib- ana,“ sagði Zaeef. Karzai sagði aftur á móti að hann hefði boðið almenna sakaruppgjöf öll- um „óbreyttum talibönum“, en Omar yrði að fordæma hryðjuverk. „Geri hann það ekki verður hann ekki óhult- tryggja að forsprakkar talibana og al- Qaeda geti ekki haldið áfram hryðju- verkastarfsemi, og Bandaríkjamenn vilji að þessir menn verði dregnir fyr- ir dómstóla. Rumsfeld ítrekaði í gær að Bandaríkjamenn hefðu veitt afg- önskum andstæðingum talibana í suð- urhluta landsins umfangsmikla að- stoð, þ. á m. með loftárásum á stöðvar talibana, vopnaframlögum, ráðgjöf og sérsveitaliðum er hafi tekið þátt í landhernaðinum. Sagði Rumsfeld að Bandaríkja- menn myndu taka aðstoðina til end- urskoðunar, ef þeir teldu hana ekki skila þeim árangri sem þeir kysu. Er hann var spurður hvort hann myndi krefjast þess að réttað yrði yfir Omar í Bandaríkjunum, svaraði hann því til, að Bandaríkjamenn hefðu ekki nægan mannafla í Afganistan til að stjórna landinu. Þess vegna yrðu þeir líklega að reiða sig á að afganskir and- stæðingar talibana sæju um leiðtoga talibana og al-Qaeda. Stjórnendur herfararinnar gegn hryðjuverkum fögnuðu uppgjöf talib- ana í Kandahar í gær. Nú væri hægt að einbeita sér að leitinni að Osama bin Laden og mönnum hans. Háfleyg- ar, bandarískar B-52 þotur héldu í gær áfram að varpa sprengjum á skotmörk í Hvítufjöllum í Austur- Afganistan, en afganskir ráðamenn fullyrða að bin Laden og menn hans haldi þar til í fjallavirkinu Tora Bora. Talibanar í Kandahar samþykkja að gefast upp og leggja niður vopn Bandaríkin hafna því að Omar fái sakaruppgjöf Washington, Kabúl. AP, AFP. Múllann Moh- ammed Omar, andlegur leið- togi talibana. HERMENN hliðhollir talib- anahreyfingunni, þ.á m. útlend- ingar, híma á bak við lás og slá í yf- irfullu fangelsi í Sibirgan, skammt frá borginni Mazar-e-Sharif í Norð- ur-Afganistan. Tæplega 3.400 her- menn talibana voru settir í fangelsið þar eftir að herir Norðurbandalags- ins tóku þá til fanga. Reuters Yfirfull fangelsi PALESTÍNUMENN og Ísraelar munu halda fund í dag um öryggismál til þess að reyna að draga úr spennu fyrir botni Miðjarðarhafs, að því er Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, greindi frá í gær- kvöldi. Anthony Zinni, sáttafulltrúi Bandaríkjamanna, hefði haft milli- göngu um að koma fundinum á, eftir að hafa rætt við Shimon Peres, utan- ríkisráðherra Ísraels. Arafat ræddi í gærkvöldi við Ahm- ed Maher, utanríkisráðherra Egypta, sem hafði átt fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, áður en hann hitti Arafat. Sharon tjáði Ahm- ed að Ísraelar hefðu engin áform um að „skaða“ Arafat, og að Ísraelar myndu ekki varpa sprengjum á fang- elsi þar sem herskáir Palestínumenn væru í haldi, eins og Arafat óttaðist. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn segja að Arafat hafi ekki gengið nógu hart fram gegn herskáum múslimum. Palestínu- menn og Ísraelar funda  Síðasta tækifæri/30 Ramallah, Jerúsalem. AFP. HVAÐ er til ráða þegar stóri kötturinn er búinn að missa all- an áhuga á stóru læðunni? Kín- verjar hafa velt þessu mikið fyrir sér og nú hafa þeir dottið niður á svarið: Gefum honum bláa pillu, það er að segja Viagra. Í dýragörðum í Kína eru 48 kínversk tígrisdýr en á þessu ári hafa þau aðeins getið af sér einn kettling. Veldur það Kín- verjum miklum áhyggjum enda er villti stofninn í útrýmingar- hættu og ekki er að sjá, að sex ára friðun hafi neinu breytt um það. Rannsóknir á tígrunum sýna, að fangavistin fer illa með þá. Hún drepur smám saman niður alla kynferðislega löngun og 1997 kom í ljós, að sæðisfram- leiðsla í karldýrunum var al- mennt mjög lítil og í sumum engin. Úr þessu á nú að reyna að bæta og hefur verið ákveðið, að tvö getulaus karldýr í dýra- garðinum í Chongqing verði fyrst til að fá bláu pilluna. Viagra fyrir stóra ketti Peking. AP. BANDARÍKJAMENN munu ekki þola að múllann Mohammed Omar fái að fara frjáls ferða sinna í Afganistan og búa óáreittur í Kandahar, gegn því að talibanahreyfingin gefist upp í borginni og afvopnist, sagði Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í gær. Talibanar gáfust upp í Kandahar í gær, og fyrirhugað er að í dag byrji þeir að láta af hendi vopn sín. Hamid Karzai, leiðtogi nýmyndaðrar bráðabirgðastjórnar í Afganistan, sagði að talibanar hefðu fallist á að leggja niður vopn, gegn því að þeim yrði veitt sakaruppgjöf.  Hyggst sniðganga/28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.