Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 2

Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Er nýr Tiger Woods að fæðast? /C2 Íslendingaliðin úr leik í UEFA-bikarnum /C2 8 SÍÐUR 4 SÍÐUR  KFUM og KFUK – félagsstarf á hjólum  Húla hopp  Myndasögur – vanmetin bókmenntagrein? Óttast ekki hið dulræna  Handlagin húsmóðir  Auðlesið efni  Sérblöð í dag Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Tali. Blaðinu verður dreift um allt land. Morgunblaðinu í dag fylgir aug- lýsingabæklingur frá Lancome, „Jólin 2001“. Blaðinu verður dreift um allt land. Í LESBÓK Morgunblaðsins sl. laug- ardag birtist grein eftir Stefán Snævarr í greinaflokknum Ísland – Útlönd. Með greininni birtist mynd af tveimur mönnum með húðflúr. Það er augljóst, að birting þess- arar myndar með umræddum texta og í þessu samhengi gefur ranga mynd af lífsviðhorfi og skoðunum þeirra einstaklinga, sem á myndinni eru, og snerta ekkert þjóðernis- stefnu eða rasisma. Morgunblaðið biður þá Snorra Barón Jónsson og Fjölni Geir Braga- son afsökunar á birtingu þessarar myndar. Það var skilningur þeirra að myndin væri tekin til birtingar með umfjöllun um húðflúr sem já- kvæð erlend menningaráhrif. Ritstj. Morgunblaðið/Golli Afsökunarbeiðni SAMKEPPNISRÁÐ hefur úr- skurðað að ekki séu lagaleg skil- yrði fyrir því að Samkeppnisstofn- un íhlutist vegna samkeppnisstöðu leyfisbundins útvarpsrekstrar einkaaðila gagnvart Ríkisútvarp- inu að kröfu Norðurljósa sam- skiptafélags hf. Krafðist félagið þess að Sam- keppnisstofnun bannaði Ríkisút- varpinu að selja auglýsingar á öðru verði en fram kemur í auglýs- ingatöxtum þess. Var það álit Norðurljósa að Rík- isútvarpið stundaði undirboð á auglýsingum, þrátt fyrir stórfellt tap á rekstri þess og þannig vægi það að rekstrargrundvelli leyfis- bundinna útvarpsstöðva. Benti fé- lagið á að með afnotagjaldi, sem bundið væri í lög, væru Ríkisút- varpinu tryggð markaðsyfirráð á ljósvakanum. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að það telji ekki unnt að fall- ast á kröfu Norðurljósa á þeirri forsendu einni að auglýsingar Rík- isútvarpsins séu seldar á verði sem sé lægra en fram kemur í gjald- skrá enda geti það ekki eitt og sér falið í sér brot á samkeppnislög- um. Telur samkeppnisráð að Rík- isútvarpið hafi ekki stundað það sem kallað er skaðleg undirverð- lagning, en það felur í sér að markaðsráðandi fyrirtæki verð- leggi vöru eða þjónustu sína undir meðaltali breytilegs kostnaðar. Er það niðurstaða samkeppnisráðs að svo hafi ekki verið í þessu tilfelli. Ekki lagaskilyrði Í öðru lagi kröfðust Norðurljós þess að samkeppnisyfirvöld hlut- uðust til um fjárhagslegan aðskiln- að, þannig að tekjum af útvarps- gjaldi verði haldið aðgreindum frá öðrum rekstrartekjum Ríkisút- varpsins, enda hljóti þær að eiga fyrst og fremst að standa undir lögboðnum skyldum stofnunarinn- ar „en ekki notast ásamt ótak- markaðri ríkisábyrgð til niður- greiðslu á verði auglýsinga í miðlum Ríkisútvarpsins eða til yf- irboða við innkaup á dagskrár- efni“. Loks var þess krafist að samkeppnisyfirvöld gripu til ann- arra þeirra aðgerða sem þau teldu nauðsynleg, til að tryggja eðlileg- an samkeppnisgrundvöll leyfis- bundinna útvarpsstöðva annars vegar og Ríkisútvarpsins hins veg- ar, sbr. 17. grein samkeppnislaga. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að það sjái sér ekki unnt að greina á milli annars vegar út- varps í almannaþágu, þ.e. útvarps- og sjónvarpsþjónustu sem ætla mætti að markaðurinn mundi ekki tryggja án opinberra afskipta, og hins vegar starfsemi í óheftri sam- keppni við aðra aðila. „Í þessu ljósi eru ekki talin vera lagaskilyrði til að beita fjárhagslegum aðskiln- aði,“ segir í niðurstöðunni. „Á sama hátt er talið að lagaákvæði um Ríkisútvarpið útiloki að sam- keppnisráð geti gripið til íhlutunar á grundvelli 17. gr. samkeppnis- laga.“ Loks er á það bent í niðurstöðu samkeppnisráðs að því sé lögum samkvæmt skylt að vekja athygli ráðherra á því með áliti, telji ráðið að ákvæði laga og stjórnvaldsfyr- irmæla stríði gegn markmiði lag- anna og torveldi frjálsa sam- keppni. Telur ráðið ekki ástæðu til slíkra tilmæla en bendir á að Norðurljós geti beint umkvörtun- um sínum til Eftirlitsstofnunar EFTA. Samkeppnisráð um kvörtun Norðurljósa Ástæða til íhlutun- ar ekki fyrir hendi VINNUSTOFA fatlaðra í Lækjar- botnum við Suðurlandsveg varð alelda á skömmum tíma eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi. Engan sak- aði en húsið gereyðilagðist í brunan- um. Ekki er vitað um eldsupptök. Um 19:40 í gærkvöldi barst slökkviliðinu tilkynning um eld í tré- smíðaverkstæði við Lækjarbotna en það var maður sem býr í grenndinni sem varð eldsins var. Aðstæður á slökkvistað voru erfiðar því nokkuð hvasst var og ekkert vatn var á staðn- um. Þurftu bílar því að skiptast á að sækja vatn til slökkvistarfsins. Eng- inn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og urðu því engin slys á fólki. Að sögn slökkviliðs var fram- kvæmd svokölluð lítil úthringing vegna brunans sem hafði í för með sér að öll vaktin frá þremur slökkvistöð- um, Tunguhálsi, Skógarhlíð og Flug- vellinum, voru á staðnum en varalið var til taks á stöðvunum. Tók slökkvi- starfið um þrjá og hálfan tíma og voru menn á vakt á staðnum eftir það. Mikið var um eldfimt efni á staðn- um þar sem um trésmíðaverkstæði var að ræða auk þess sem húsið sjálft var úr timbri. Varð það því eldinum auðveld bráð og brann til grunna. Ekki er vitað um eldsupptök. Morgunblaðið/Golli Erfitt var um vik vegna hvassviðris og ekkert vatn var á staðnum. Vinnustofa fatlaðra brann til grunna SKIPVERJINN af Ófeigi II VE 325, sem saknað hefur verið síðan aðfara- nótt miðvikudags, þegar Ófeigur sökk skammt undan Vík í Mýrdal, er enn ófundinn. Hann heitir Rune Verner Sigurðsson, til heimilis að Kirkjubraut 43, Vestmannaeyjum. Hann er fæddur 27. apríl 1961, kvæntur og tveggja barna faðir. Leit að Rune hélt áfram í gær á landi þegar björgunarsveitir Slysa- varnafélagsins Landsbjargar leituðu í fjörum á Mýrdalssandi og Meðal- landssandi. Vestast á Skarðsfjöru við Kúðafljótsósa fundu björgunarsveit- armenn 2 fiskikör og einn björgunar- hring úr Ófeigi. Gert er ráð fyrir að halda áfram leit á landi í dag, föstu- dag. Rune Verner Sigurðsson Saknað af Ófeigi VE SJÓVÁ-Almennar kærðu í gær starfsmann á fjármálasviði fyrir- tækisins til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið að sér rúmlega 14 milljónir. Talið er að fjárdrátturinn hafi staðið yfir um árabil. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að viðkomandi starfsmaður hefði gengist við brotunum og hefði end- urgreitt liðlega helming upphæð- arinnar. Að sögn Einars var um að ræða starfsmann sem unnið hafði hjá fyrirtækinu í um aldarfjórðung og höfðu starfsmanninum verið falin margvísleg ábyrgðarstörf og gat í krafti þess komið fjármununum undan. Við innri endurskoðun á bók- haldi fyrirtækisins fyrir nokkru vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu varðandi um- sýslu konunnar. Henni var í fram- haldinu vikið frá störfum og end- urskoðendum falið að kanna málið nánar. Einar segir að málið teljist upp- lýst af hálfu fyrirtækisins en frek- ari rannsókn sé í höndum lögreglu. Grunur um fjórtán milljóna fjárdrátt BRESKA útvarpsstöðin BBC verður með beina útsendingu úr miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 22. og 23. desember nk. þar sem hug- myndin er að fjalla um land og þjóð frá ýmsum hliðum. Útsendingarnar verða á BBC Life 5 frá klukkan 22 til 24 bæði kvöldin og verður þátturinn send- ur út bæði frá Reykjavík og London. Stjórnandi þáttarins verður Edwina Curry, heilbrigð- isráðherra í ríkisstjórn Margaret Thatchers, sem gerðist síðar rit- höfundur og er nú útvarpskona. BBC valdi Reykjavík þar sem borgin er mikið í umræðunni í Englandi sem mikil gleðiborg, en m.a. verður fjallað um skemmt- analífið, álfatrú og fleira. Útsending BBC frá jólaundirbúningi hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.