Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 28

Morgunblaðið - 07.12.2001, Page 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐSHERRANN Abdul Rash- id Dostum, leiðtogi afganskra Úsb- eka, kvaðst í gær ætla að snið- ganga afgönsku bráðabirgða- stjórnina sem samkomulag náðist um í Bonn í fyrradag. Dostum er mjög umdeildur leiðtogi, hefur get- ið sér orð fyrir grimmd og margoft skipt um bandamenn í átökunum í Afganistan síðustu tvo áratugina. Dostum er leiðtogi næststærstu fylkingarinnar í Norðurbandalag- inu, laustengdu bandalagi Tadjika, Úsbeka og Hazara, og segir að henni hafi ekki verið boðin nógu mikil völd í bráðabirgðastjórninni. „Við tilkynnum þau áform okkar að sniðganga þessa stjórn og fara ekki til Kabúl fyrr en viðunandi stjórn verður mynduð,“ sagði hann í við- tali við fréttastofuna Reuters. Dostum hafði krafist þess að fylking hans fengi embætti utan- ríkisráðherra en niðurstaða við- ræðnanna í Bonn var að fulltrúar hennar í bráðabirgðastjórninni ættu að fara með landbúnaðar-, námu og iðnaðarmál. Stærsta fylk- ingin í Norðurbandalaginu, Jami- at-e Islami, fékk hins vegar utan- ríkisráðherraembættið, auk þess sem fulltrúar hennar eiga að fara með varnar- og innanríkismál. „Þetta er auðmýking fyrir okk- ar,“ sagði Dostum og kvaðst ætla að meina embættismönnum bráða- birgðastjórnarinnar að fara á svæði í Norður-Afganistan sem eru á valdi hersveita hans. Á svæðun- um eru meðal annars mikilvægar olíulindir. Sveik bandamenn sína þegar honum hentaði Hersveitir Dostums hafa lagt undir sig stór svæði í Norður-Afg- anistan, meðal annars borgina Mazar-e-Sharif, og haldi hann af- stöðu sinni til streitu getur hann valdið bráðabirgðastjórninni mikl- um vandræðum. Dostum fæddist í þorpi í Norður- Afganistan árið 1955 og er kominn af fátækum smábændum. Hann var kaupmaður um tíma og starfaði sem pípulagningamaður hjá gas- vinnslufyrirtæki þar til hann gekk í afganska herinn árið 1978. Dostum varð foringi hersveitar sem varði aðdráttaleið sovéska hersins í Norður-Afganistan eftir innrás Sovétmanna um áramótin 1979-80. Fimm árum síðar voru um 20.000 hermenn í norðurhéruðun- um undir stjórn Dostums. Eftir að Sovétmenn kölluðu her- sveitir sínar í Afganistan heim árið 1989 stjórnaði Dostum hersveitum Úsbeka sem studdu stjórn Najib- ullah, þáverandi forseta, og börðust við skæruliða, mújahedína. Dostum sneri baki við Najibullah í byrjun ársins 1992 þegar halla tók undan fæti hjá forsetanum og gekk til liðs við skæruliðana. Þar með hófst flókin saga svika og pólitískr- ar hentistefnu stríðsherrans. Eftir fall Najibullah var Dostum um tíma í stjórn mújahedína undir forystu Burhanuddins Rabbanis en sneri einnig baki við henni. Hann myndaði jafnvel bandalag með ísl- amska stríðsherranum Gulbuddin Hekmatyar, sem er pastúni. Það bandalag entist ekki lengi, enda hefur Dostum alltaf haft mikla and- úð á bókstafstrúarhreyfingum past- úna. Hersveitir Dostums voru sakað- ar um morð á saklausu fólki í borg- arastríðinu um miðjan síðasta ára- tug og fóru ránshendi um Kabúl. Höfuðborgin var nánast lögð í rúst á þessum tíma og 50.000 manns létu lífið. Dostum sneri aftur til Norður- Afganistans þar sem hann hafði bæði tögl og hagldir í sex héruðum með alls fimm milljónum íbúa. Yf- irráðasvæði hans var nánast orðið að smáríki í Norður-Afganistan ár- ið 1997 þegar veldi hans var mest. Skriðdreka ekið yfir hermenn í refsingarskyni Dostum auðgaðist mjög á þessum tíma og fréttamaðurinn Ahmed Rashid segir í bókinni „Taliban“, sem gefin var út fyrr á árinu, að Dostum hafi verið miskunnarlaus harðstjóri. „Í fyrsta skipti sem ég kom í virkið til að hitta Dostum sá ég blóðbletti og kjötstykki í forug- um garðinum. Ég spurði í sakleysi mínu hvort geit hefði verið slátrað. Þeir sögðu mér að Dostum hefði refsað hermanni fyrir þjófnað um klukkustund fyrir komu mína. Mað- urinn hafði verið bundinn fyrir framan skriðdreka, sem var síðan ekið hvað eftir annað yfir hann þar til hann varð að kjöthakki. Setuliðið og Dostum horfðu á þetta.“ Að sögn Rashids er Dostum „tröll að burðum“. „Rámur hlátur hans er svo óhugnanlegur að hann hefur bókstaflega hrætt úr fólki líf- tóruna, að sögn nokkurra Úsbeka.“ Dostum er sagður líta á sig sem nýjan Tamerlane, en hann var mongóli sem lagði undir sig land- svæði, sem nær frá Bagdad til vest- urlandamæra Kína, á 14. öld. Talið er að Dostum geri sér vonir um að verða fyrsti Úsbekinn í 500 ár til að komast til valda í Afganistan. Dostum laut þó í lægra haldi fyrir talibönum árið 1998 og varð að flýja til Tyrklands. Hann sneri aftur til Afganistans fyrr á árinu eftir að hafa náð málamiðlunarsamkomu- lagi við gamlan keppinaut sinn, Ahmed Shah Massoud, um að þeir tækju höndum saman gegn talibön- um. Eftir að Massoud beið bana í sprengjutilræði tveimur dögum fyrir hryðjuverkin í Bandaríkjun- um 11. september var einn af að- stoðarmönnum Dostum gerður að leiðtoga hers Norðurbandalagsins. Hyggst sniðganga bráðabirgðastjórnina         !  "  !#$ #% "& '$%(!!%   )*+ !  * $'**,   " - "./ ( ,$#, #!0+                            !! "# $% &' &' -#( )# *+ #, (-(# ).- /& )#( 0$ )$% )" '  ,- &-)$% 1 "( 1 -    )2 #, (- (  /)3 '1" 21 3 4(# "/ ( &) '04   5' 67& ,$#, #!0+ 899 :!; 3<"0 3= /3 >/,(36!; 1!1+*? !(% #%4"@@-"((,( :!;  (" ./ 3AB$3 %(# '% - & 1( :'*/ & C!!,$  C . "1'% #!'#!   & $#1(9DD@&DA /-(  %# %5(  "/ ( &)) ) 6 %5( . " ) 05( %5( # # 7 ,- *# )  "0) (  4-' & 8 ( & )#  ) 3) 9(  & ) : #(   (#)$% 8 (# %#)#, (# ;1-( )" 5-( ).- = & ." ) )$% 1-( "$8 1 #( #, (-(# ).- E:   .F ) E5 G   BH 9DH @=H6<H 9@H )  $ "   -  AP Stríðsherrann Rashid Dostum. Stríðsherranum Dostum lýst sem grimmum og svikulum henti- stefnumanni ’ Rámur hláturhans er svo óhugn- anlegur að hann hef- ur bókstaflega hrætt úr fólki líftóruna. ‘ SIMA Samar, önnur þeirra tveggja kvenna sem taka munu sæti í nýrri bráðabirgðastjórn Afg- anistans, var stödd í Kanada í fyrirlestraferð þegar henni bárust fréttirnar um stjórn- armyndunina á miðvikudag. Sima Samar er 44 ára gömul og starfar sem læknir. Hún var sofandi á hóteli í Victoria í Kanada þegar sonur hennar hringdi árla morg- uns og tjáði henni að hún hefði verið skipuð einn af fimm aðstoðarforsætisráðherrum í stjórn- inni, með málefni kvenna og barna á sinni könnu. AP-fréttastofan hafði eftir Samar í gær að til- nefningin í ráðherraembætti í bráðabirgða- stjórninni hefði komið henni á óvart og hún hefði því ekki enn lagt niður fyrir sér hver helstu verkefni ráðuneytis hennar yrðu. Nauð- synlegt væri að byggja afganskt þjóðfélag upp frá grunni og enn væri óvíst hvar málefni kvenna lentu í forgangsröðinni. „Það er erfitt að segja til um hvaða árangri við náum á sex mán- uðum, í ljósi þess að þjóðin hefur ekki lifað sið- menntuðu lífi í 23 ár,“ sagði Samar. Mannúðarstarfið áhættunnar virði Sami Samar hefur búið í Pakistan undanfarin 17 ár, en þangað flúði hún eftir að fyrri eigimað- ur hennar var handtekinn af hernámsliði Sov- étmanna og sást aldrei framar. Um árabil starf- aði hún sem læknir í flóttamannabúðum við landamæri Afganistans og árið 1987 setti hún þar á fót sjúkrahús fyrir konur. Nú rekur hún fjóra spítala og tíu heilsugæslustöðvar fyrir konur og börn í Afganistan, yfir 50 skóla í sveit- um landsins þar sem samtals um 17.000 börn leggja stund á nám, auk sjúkrahúsa og skóla fyrir dætur afganskra flóttamanna í Pakistan. Undir stjórn talibana var konum í Afganistan sem kunnugt er bannað að stunda vinnu og nám, en Samar sagði í viðtali við AP að hún hefði talið starf sitt í þágu afganskra kvenna og barna áhættunnar virði. „Ég hef verið í stöð- ugri hættu, en mér stendur á sama um það. Einn daginn mun ég hvort sem er deyja og ég ákvað að taka áhættuna og hjálpa öðrum.“ Samar verða veitt John Humphrey- frelsisverðlaunin í Montreal í Kanada hinn 10. þessa mánaðar, fyrir mannúðarstörf og baráttu sína í þágu mannréttinda. Kona í embætti heilbrigðisráðherra Hin konan sem skipuð var í bráðabirgða- stjórnina er Suhaila Seddiqi sem taka mun við embætti heilbrigðisráðherra. Seddiqi er líkt og Samar menntuð sem læknir en var um árabil foringi í afganska hernum og tók meðal annars þátt í baráttunni gegn hersetu Sovétmanna. Konan sem verður einn af aðstoðarforsætisráðherrum stjórnarinnar í Afganistan Læknir og frum- kvöðull í mann- úðarstarfi AP Sima Samar ræðir við fréttamenn í húsa- kynnum Alberta-háskóla í Kanada. Edmonton, Quetta. AP, Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.