Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 07.12.2001, Qupperneq 39
LISTIR/KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 39 SÖGUHETJURNAR í spennu- og gamanmyndinni Bandits, Joe Blake (Bruce Willis) og Terry Collins (Billy Bob Thornton), eru bankaræningjar á flótta undan réttvísinni. Vona að þeir detti nið- ur á arðsamt rán, sem geri þeim fært að komast suður fyrir landa- mærin, til Mexíkó. Með fulla vasa fjár og geti sest í helgan stein. „Ómótstæðilegi Joe“ og hinn ímyndunarveiki glæpafélagi hans, Terry, eru orðnir kunnustu þjófar landsins, búnir að skilja eftir sig slóð frá Oregon suður til Kali- forníu, þakta bandillum löggum, lafhræddum bankamönnum og hugfanginni alþýðu. Aðferð þeirra er óvenjuleg og einföld. Félagarnir taka banka- stjórann og fjölskyldu hans í gísl- ingu kvöldið fyrir ránið. Eta með henni kvöldskattinn, ganga síðan til náða. Vakna snemma, fara með stjórann í bankann og láta greipar sópa. Engar skemmdir, engin morð, ekki einu sinni smávægileg slys. Kate (Cate Blanchett), slæst í hópinn á leiðinni, vonsvikin hús- móðir sem finnur litla lífsfyllingu í grautargerð og nærfataþvotti. Til að flækja málin frekar, verða tví- menningarnir bálskotnir í konunni, báðir tveir. Að því er henni við- víkur, horfir málið öðruvísi við. Kata sér nefnilega sitt lítið af góðu í báðum; saman eru þeir nokkuð eftirsóknarverðir. Óvenju mikið mannval stendur að baki Bandits. Bruce Willis og Billy Bob Thornton eru með virt- ustu og vinsælustu leikurum sam- tímans og hin ástralska Cate Blanchett er að verða eftirsóttasta leikkona kvikmyndaheimsins. Barry Levinson, sá sem stjórnar gríninu, er kvikmyndahúsagestum einnig að góðu kunnur. Fáir hafa skilið eftir sig slíkan slóða Óskars- og annarra verðlauna og aðsókn- armynda og hann. Kvikmynda- tökustjóri er Dante Spinotti og tónlist semur Christopher Young, sem þykir einn sá flinkasti í faginu er kemur að gerð spennumynda og hrolla. Leikarar: Bruce Willis (Die Hard I. II. og III., Pulp Fiction, The Sixth Aense); Billy Bob Thornton (Sling Blade, One False Move, U-Turn, Prim- ary Colors, A Simple lan, The Man Who Wasn’t There); Cate Blanchett (Oscar and Lucinda, Elizabeth, The Talented Mr Ripley, The Gift). Leik- stjóri: Barry Levinson (Diner, Good Morning, Vietnam, Tin Men, Avalon, Rain Man, Wag the Dog). Kvikmynda- tökustjóri: Dante Spinotti (L.A. Con- fidential, The Insider, The Last of the Mohicans). Tónskáld: Christopher Young (Hellraiser, Murder in the First, The Dark Half). Kata, Bruce og Billy Bob Smárabíó og Regnboginn og Borgarbíó Akureyri, frumsýna Bandits, með Bruce Willis, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett. Billy Bob Thornton og Bruce Willis í kvikmyndinni Bandits. SUMAR sögur eru sagðar oftar en aðrar. Í kvikmyndabransanum er sagan af fólki sem freistar þess að bæta kjör sín með því að kom- ast yfir tösku fulla af peningum með vafasömum hætti t.d. sögð aft- ur og aftur. Þegar lagt er upp með slíkt söguefni snýst málið frekar um það að finna upp á einhverju til að bæta við hina margsögðu sögu en að segja hana vel. Breski gam- antryllirinn High Heels and Low Lifes (Háir hælar og ólifnaður) leggur einmitt í slíkar endurbætur. Þar segir frá vinkonum búsettum í Lundúnum, sem sjá ekki fram á bjarta tíð í sínum láglaunastörfum. Shannon (Minnie Driver) er sam- viskusöm hjúkrunarkona en Franc- es (Mary McCormack) atvinnulaus leikkona frá Ameríku. Kvöld eitt verða þær óbeint vitni að banka- ráni og ákveða að freista þess að ná sér í hluta ránsfjárins með fjár- kúgunaraðferðinni. Stendur m.a. til að ánafna hinu fjársvelta sjúkra- húsi sem Sharon vinnur á stóran hluta ágóðans. Verkið reynist hins vegar ekki eins auðsótt og til stóð í fyrstu. Það sem þessi mynd hefur til að bera er skemmtilegur húmor og fín frammistaða Minnie Driver og Mary McCormack í hlutverki að- alpersónanna. Þannig er reynt að hressa upp á gamla tuggu með því að setja föngulegar ungar konur í hlutverk hinna ævintýragjörnu ný- glæpamanna, en að öðru leyti er myndin aðeins léleg útgáfa af dæmigerðri glæpa-lausnarfjár- mynd. Þó svo að sagan sé sögð undir formerkjum gamanmyndar er veruleikastuðullinn of hár til þess að afsaka einfeldningsskap handritsins. Um leið er kvikmynd- in dæmigerð afþreyingarmynd að því leyti að manni leiðist aldrei yfir henni. Leikstjórinn Mel Smith (sem m.a. leikstýrði Mr. Bean- myndinni Bean) virðist hafa nokk- uð gott nef fyrir gamansemi. Ef horft er framhjá fáránleika at- burðarásarinnar má því vel hafa gaman af þessari kvikmynd. KVIKMYNDIR Sambíóin Kringlunni, Snorrabraut Leikstjóri: Mel Smith. Handrit: Kim Fuller og Georgia Pritchett. Aðalhlutverk: Minnie Driver og Mary McCormack. Sýn- ingartími: 85 mín. Bretland/Bandaríkin. Buena Vista International, 2001. HIGH HEELS AND LOW LIFES (HÁIR HÆLAR OG ÓLIFNAÐUR) Margsögð saga Heiða Jóhannsdóttir BRESK, nútímaleg spennumynd, gerist í heimavistarskóla, byggð á metsölubókinni The Hole, eftir Guy Burt. Fjórir, breskir táningar. tveir drengir og tvær stúlkur, hverfa úr dýrum einkaskóla. Aðeins Liz (Thora Birch), kemst lífs af, illa á sig komin, blóðug og brotin og hef- ur hroðalega sögu að segja. Fljótlega kemur í ljós að andlegt ástand hennar er það tæpt að erfitt er að greina staðreyndir frá hugar- órum. Eftir stendur að þrír unglingar eru horfnir og dr. Philippa Hor- wood (Embeth Davidtz), réttarsak- sóknari, er ákveðin í að komast til botns í málinu. Er hún fær Liz til að rifja upp atburðina, kemur í ljós að áður en hörmungarnar skullu yfir, var stúlkan yfir sig hrifinn af Mike (Desmond Harrington), ofursvölum nemanda, syni bandarískrar rokk- stjörnu. Hjálp berst sála úr óvæntri átt. Tölvufíkillinn og skólaviðundrið Martin (Daniel Brocklebank), sem er fársjúkur af óendurgoldinni ást til Liz, hefur sett upp gildru til að nálgast Liz, og ná sér niðri á syni rokkstjörnunnar. Gabbar þau í neð- anjarðarbyrgi þar sem atburða- rásin fer fljótlega úr böndunum. Unglingaástir geta tekið óvænta og viðsjárverða stefnu. Ungdómur- inn hefur jafnan takmarkaðan áhuga fyrir reynslu hinna eldri og skellir skollaeyrunum við ábending- um þeirra og umhyggjusemi. Gríp- ur frekar til ráða sem leiða hann á villigötur, jafnvel útí alvarlega glæpi, líkt og í The Hole. Bókin hefur notið „cult“-fylgis meðal yngri aldurshópa, en höfund- urinn var aðeins 17 ára er hann lauk við þetta umtalaða byrjendaverk. Leikstjórinn, Nick Hamm, varð mjög hrifinn eftir lestur hennar, ár- ið 1993, og ákvað þá þegar að kvik- mynda verkið. Hann er álitinn væn- legasti, ungi sviðsleikstjórinn við The Royal Shakespeare Company og hefur gert nokkrar sjónvarps- myndir og stuttmyndir. Sér til full- tingis fékk hann Thoru Birch, hina þaulreyndu, fyrrum barnastjörnu, til að taka að sér vandasamt og veigamikið aðalhlutverk eftirlifend- ans Liz. Leikarar: Thora Birch (Paradise, Patriot Games, Clear and Present Danger, American Beauty); Desmond Harrington (The Messenger, The Boiler Room); Daniel Brocklebank (Shakespeare in Love, The Criminal). Leikstjóri: Nick Hamm (Martha – Meet Daniel, Frank and Laurence). Atburðirnir í byrginu Sambíóin frumsýna The Hole, með Thoru Birch, Desmond Harrington, Daniel Brocklebank, Keira Knightley. Úr kvikmyndinni The Hole. SYSTKININ, táningarnir Trisha (Gina Philips) og Darry (Justin Long), eru á leið heim í langþráð frí úr skólanum. Bruna eftir fáförnum þjóð- veginum á rosknu og virðulegu trylli- tæki; Chevrolet Impala, komnu á fimmtugsaldurinn. Skyndilega er friðurinn úti, eitt ljótasta og illúðleg- asta farartæki sem sést hefur birtist í baksýnisspeglinum. Djöflast framúr þeim og systkinin fylgjast með er það beygir út af veginum og staðnæmist við kirkju, sem er í niðurníðslu. Und- an stýri kemur einhver ófögnuður, tekur vel innvafinn og -bundinn, ílangan pakka, og varpar niður um op við kirkjuna. Trisha og Darrry snúa við til að kanna málið, er bíllinn er aft- ur horfinn á braut. Darry hrapar nið- ur um gáttina og lendir í kirkjukjall- aranum, fullum af innpökkuðum, afskræmdum líkum. Til þessa hefur Jeepers Creepers lofað góðu. Full af óhugnaði og and- styggilegri spennu. Síðan taka þessi geðugu ungmenni að haga sér eins og hreinræktaðir fávitar og efnisþráður- inn breytist í illa gerða, einkum skrif- aða, endaleysu. Löggan er úti á þekju, skyggn kona og önnur, léttgeggjuð kattakona (gamla góða Eileen Brenn- an), eru óþarfar og hrikalega hroð- virknislegar aukapersónur sem eiga að varpa dulúðgum blæ á framvind- una, en vikta ekki gramm. Smám saman stendur manni gjörsamlega á sama um hversu hroðaleg örlög bíða söguhetjanna, vonar að þetta ófélega afstyrmi, ökuþór hryllingsbílsins, ljúki þvælunni af sem fyrst. Myndin er vel tekin og lúrir á örfáum, góðum töktum. Því hefur maður enn á tilfinn- ingunni að Victor Salva (Powder), geti gert betur. Á varasöm- um vegum KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Leikstjóri og handritshöfundur: Victor Salva. Tónskáld Bennett Salvay. Kvik- myndatökustjóri: Don E. Fauntleroy. Að- alleikendur: Gina Philips, Justin Long, Ei- leen Brennan, Jonathan Brennan, Patricia Belcher. Sýningartími 90 mín. Bandarísk. Para. 2001. JEEPERS CREEPERS Sæbjörn Valdimarsson Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.