Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 67

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 67
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 67 Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Klapparstíg 40, sími 552 7977. www.simnet.is/antikmunir Verð frá 1.999 kr. UMSÓKNARFRESTUR um „Há- skólanám með vinnu“ í tölvunar- fræði við Háskólann í Reykjavík rann út í lok nóvember og bárust alls 189 umsóknir. Karlmenn eru í töluverðum meirihluta eða tæplega 75%. Nemendur í Háskólanámi með vinnu geta lokið Kerfisfræðiprófi HR (60 einingar) á rúmlega tveim- ur árum og BS prófi (90 einingar) á rúmlega þremur árum og eru námsannir þrjár á ári í stað hefð- bundinna tveggja. Kennsla fer fram tvo daga í hverri viku kl. 16.15 – 19.15 og að auki sækja nemendur sér hljóðfyr- irlestra á netið. Alls munu um 100 nemendur fá inngöngu í námið sem hefst í byrjun janúar. Fleiri karlar en konur sækja um tölv- unarfræðinám ♦ ♦ ♦ KVEIKT verður á jólatré Kópavogs- búa, laugardaginn 8. desember kl. 14.40, í Hamraborg Kópavogi. Tréð er gjöf vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð, Norrköping. Athöfnin hefst með jólatónum Skólahljómsveitar Kópavogs. Síðan mun sendiherra Svíþjóðar, Hermann af Trolle, afhenda tréð og forseti bæjarstjórnar, Bragi Michaelsson, veita því viðtöku. Samkór Kópavogs syngur jólalög og jólasveinar koma í heimsókn, segir í fréttatilkynningu. Kveikt á jólatré í Kópavogi STANGAVEIÐIFÉLAG Hafnar- fjarðar varð 50 ára 6. desember sl. Af því tilefni verður haldinn afmælis- fundur í félagsheimilinu í Flata- hrauni 29, Hafnarfirði, laugardaginn 8. desember kl. 17–19. Boðið verður upp á léttar veiting- ar, segir í fréttatilkynningu. Afmælisfundur Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar NÝ svæðameðferðarnuddstofa Sig- rúnar Magneu Jóelsdóttur hefur veriðopnuð á Smáraflöt 3 í Garðabæ. Svæðameðferð er fyrir fólk á öll- um aldri. Einnig er boðið upp á reiki- heilun og nudd. Sigrún lærði svæða- meðferð í Danmörku við Vestsjæl- lands Zoneterapeuter Skole FDZ í Holbæk 1997-1999. Sigrún er með- limur í Svæðameðferðafélagi Ís- lands. Stofan er opin frá kl. 15, segir í fréttatilkynningu. Ný svæðameð- ferðarnuddstofa ♦ ♦ ♦ Í TILEFNI af tíu ára afmæli SORPU var efnt til myndasamkeppni á með- al nemenda sem komu í vettvangs- ferð til Sorpu á árinu 2001. Þátttaka var góð og bárust nokkur hundruð myndir í keppnina. Þrettán myndir hafa verið valdar til þess að prýða dagatal Sorpu árið 2002. Verðlaunaafhending fyrir þessar þrettán myndir fer fram laugardag- inn 8. desember kl. 13 í Góða hirð- inum, Nytjamarkaði Sorpu og líkn- arfélaga, í Hátúni 12, Sjálfsbjargar- húsinu. Samtímis verður opnuð sýning á þeim myndum sem bárust í keppn- ina. Stór þáttur í kynningarstarfsemi Sorpu er móttaka skólahópa á ýms- um aldri þar sem nemendur fá tæki- færi til þess að kynnast starfsemi fyrirtækisins með eigin augum. Þar er lögð áhersla á að kynna umhverf- issjónarmið og þá möguleika sem einstaklingurinn hefur til þess að leggja sitt af mörkum. Myndirnar á sýningunni eru túlkun nemendanna á því sem fyrir augu og eyru bar í vettvangsferðinni," segir í frétt frá Sorpu. Sýning í Sorpu RAUÐI kross Íslands hefur gefið út bækling um aðstoð við börn eftir áfall. Um er að ræða auðlesinn bækl- ing sem saminn er af bandarískum sálfræðingi, Deborah DeWolfe, og þýddur af Sigríði B. Þormar. Honum verður dreift á heilsugæslustöðvar og til deilda Rauða krossins, sem eru 51 um allt land. Börn sem lenda í atburðum eins og bruna, jarðskjálfta, bílslysi eða al- varlegum missi verða oft fyrir miklu áfalli þar sem sú upplifun barnsins að umhverfi þess sé öruggt breytist skyndilega. Rétt viðbrögð þeirra sem standa barninu næst geta hjálp- að því að endurheimta öryggi sitt á ný og ná fyrra jafnvægi. Með útgáfu bæklingsins vonast Rauði krossinn til að hjálpa aðstand- endum við að veita barni sínu þessa aðstoð. Útgáfan er liður í átaki Rauða kross Íslands til að útbreiða skyndi- hjálparkunnáttu í landinu, bæði hvað varðar almenna og sálræna skyndi- hjálp. Á vegum Rauða krossins er áfallahjálparteymi, sem skipað er sjálfboðaliðum sem sérhæfa sig í að- stoð við börn og unglinga og eru reiðubúnir að bregðast við eftir stóráföll. Þeir sem hafa áhuga á að fá bækl- inginn geta haft samband við aðal- skrifstofu Rauða kross Íslands í Efstaleiti 9 í Reykjavík eða deildir félagsins um allt land, segir í frétta- tilkynningu. Bæklingur um aðstoð við börn eftir áfall ÍSLANDSPÓSTUR minnir á að síð- asti skiladagur til að senda jólakort til landa utan Norðurlanda er föstu- dagurinn 7. desember svo þau komi til viðtakanda fyrir jól. Síðasti skila- dagur fyrir jólakort til Norðurlanda er 14. desember ef þau eiga að berast viðtakanda fyrir jól. Jólafrímerki Íslandspósts fást á öllum pósthúsum. Auk þess í Bónus, Hagkaup, Kringlunni og Smáralind og á bensínstöðvum ESSO, OLÍS og Shell. Einnig fást þau í öllum helstu bókabúðum, segir í fréttatilkynn- ingu frá Íslandssíma. Skiladagur jóla- korta til útlanda ♦ ♦ ♦ KVEIKT verður á jólatré í miðbæ Mosfellsbæjar laugardaginn 8. des- ember kl. 16. Skólahljómsveit Mos- fellsbæjar spilar, Barnakór Varm- árskóla syngur, Jóhann Sigurjónsson bæjarstjóri tendrar jólaljósin og jólasveinar koma í heimsókn og taka lagið. Jólaljósin kveikt í Mosfellsbæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.