Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 69

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 69
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 69 „NETIÐ markaðs- og rekstr- arráðgjöf hefur frá því í sum- arbyrjun séð um undirbúning og ráðgjöf fyrir hönd Reykjavík- urborgar vegna Gestakorts Reykjavíkur (“Reykjavik Tourist Card“). Kortið veitir frían aðgang í 7 sundlaugar Reykjavík- urborgar, í strætó og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Einnig ókeyp- is aðgang á 11 söfn, en þar á með- al eru sýningarsalir í Þjóðmenn- ingarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi og Lista- safni Íslands. Sala á kortinu hefur aukist töluvert frá síðasta ári og hefur það einkum verið vinsælt meðal erlendra ferðamanna. Íslendingar hafa ekki verið eins fljótir að taka við sér en kortið er þó ekki síður hugsað fyrir þá. Því hefur verið ákveðið að bjóða Íslendingum að fá 48 tíma kort á sérstöku kynningarverði eða kr. 1.000, sem er verð 24 tíma korts. Tilboðið gildir til áramóta. Kortin fást hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamála eða í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, en þar stendur nú yfir sýning á verkum Erró fram að áramótum,“ segir í fréttatilkynningu frá Net- inu. Tilboð fyrir Íslendinga SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg gefur bókina um Núma með geisladiski á alla leikskóla í land- inu. Hér á landi eru slys á börnum og unglingum mjög algeng. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lengi beint kröftum gegn barnaslysum og eitt af verkefnum félagsins núna er útgáfa bók- arinnar um Núma og höfuðin sjö en bókinni fylgir geisladiskur þar sem 22 barnalög eru sungin ásamt því að forvarnasögurnar um Núma eru lesnar inn á milli laganna. Tilgangurinn með því að gefa öllum leikskólum landsins bókina og geisladiskinn er að stuðla að aukinni umræðu við börnin um þær slysahættur sem leynast í um- hverfi þeirra. Foreldrar geta keypt bókina í leikskólum og renna þá 500 kr. af andvirði hennar í slysa- varnasjóð fyrir viðkomandi leik- skóla en einnig er hægt að kaupa bókina í verslunum Bónuss og Hag- kaupa, segir í fréttatilkynningu. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur bókina um Núma með geisladiski á alla leikskóla í landinu. Gefa bókina um Núma með geisladiski NÁMSBRAUT í sjúkraþjálfun á 25 ára afmæli í ár. Haldið verður upp á daginn laugardaginn 7. desember kl. 15 í Hátíðarsal HÍ í Aðalbyggingu við Suðurgötu. Flutt verða ávörp, og síðan mun George I. Turnbull, prófessor við Dalhousieháskólann flytja hátíðar- fyrirlestur sem nefnist „Trends in Physiotherapy Education“. Klukkan 17 – 19 verður móttaka í húsnæði skorarinnar að Skógarhlíð 10 þar sem m.a. verður boðið upp á léttar veitingar. Allir velunnarar náms- brautarinnar eru velkomnir. George I. Turnbull er prófessor í sjúkraþjálfun við Dalhousie háskól- ann í Halifax í Kanada. Einnig er hann gestaprófessor við Kuwait há- skólann og er með rannsóknaað- stöðu við háskóla Suður-Ástralíu. Dr. Turnbull er upphaflega frá Ed- inborg í Skotlandi og fékk sína grunnmenntun í sjúkraþjálfun í Glasgow. Eftir það hefur hann starf- að og numið í Bretlandi, Zimbabwe, Kanada, Suður-Afríku og Bandaríkj- unum. Hann hefur skrifað fjölda rannsóknagreina í virt alþjóðleg tímarit um sjúkraþjálfun. Árið 1992 hlaut hann „The University of West- ern Ontario Edwardson Lecture- ship“ verðlaunin fyrir framúrskar- andi störf sem kennari og brautryðjandi innan sjúkraþjálfun- ar, segir í fréttatilkynningu. 25 ára afmæli námsbrautar í sjúkraþjálfun Röng mynd af bókarkápu Röng mynd birtist með frétt um bókina Álftagerðisbræður – Skag- firskir söngvasveinar eftir Björn Jó- hann Björnsson í blaðinu í gær. Rétt mynd af bókarkápu birtist hér um leið og beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Ekki val á auglýsingum Í frétt sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær var rangt far- ið með að Adforum velji auglýsingar á forsíðu vefsvæðis síns heldur getur hver sem er borgað fyrir að setja hvaða auglýsingu sem er inn á þenn- an stað á forsíðunni. Beðist er vel- virðingar á þessum mistökum. Nafn misritaðist Rangt var farið með nafn og föð- urnafn Ólafíu Jóhannsdóttur í viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær en þar var hún nefnd Ólöf Jó- hannesdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum blaðsins. LEIÐRÉTTÍ JÓLALANDI í Smáralind er les-in upp ný jólasaga daglega kl. 15.30 og 16.30 fram að jólum. Að- gangur að Jólalandinu og öllum jólaskemmtunum í Smáralind er ókeypis. Við hlið Jólalandsins er Piparkökukaffihús með útsýni yfir sviðið og Jólalandið og þar er hægt að setjast niður og fá sér kaffi. Föstudaginn 7. desember skemmta jólasveinar í Vetrargarð- inum, jólaball verður með Helgu Möller og Magnúsi Kjartanssyni. Á laugardaginn bjóða jólasveinar börnum í stuttar hestvagnaferðir, síðan verður jólaball, jólasveinar skemmta. Karlakór Kjalnesinga, Páll Óskar og Monika, Diddú, Buttercup og Sönglögin í leikskól- anum skemmta. Jólalest Coca-Cola rennur í hlaðið. Á sunnudag bjóða jólasveinar börnun í hestvagna- ferð, jólaball verður, Karlakór Kjalnesinga syngur, Skólahlóm- sveit Kópavogs leikur, einnig Jó- hanna Guðrún og Bubbi. Jólasagan verður lesin og jólasveinar skemmta alla helgina, segir í frétt frá Smáralind. Skemmtun í Smáralind um helgina MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur skipað áfrýjunarnefnd í kærumál- um háskólanema sem hér segir: Ólafur K. Ólafsson sýslumaður, Stykkishólmi, formaður, skipaður án tilnefningar. Varamaður: Birna Sig- urbjörnsdóttir lögfræðingur. Hjör- dís Hákonardóttir héraðsdómari, til- nefnd af Samstarfsnefnd háskóla- stigsins. Varamaður: Allan V. Magnússon héraðsdómari. Magnús M. Norðdahl hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af samtökum háskóla- nema. Varamaður: Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður. Áfrýjunarnefndin er skipuð til tveggja ára. Nefndin er skipuð samkvæmt reglum nr. 73/1999 um áfrýjunar- nefnd í kærumálum háskólanema, skv. 5. gr. laga nr. 136/1997 um há- skóla. Með reglum þessum er kveðið á um að ein áfrýjunarnefnd starfi fyrir allt háskólastigið vegna kæru- mála háskólanema, en ekki sérstak- ar nefndir fyrir hvern háskóla. „Hlutverk áfrýjunarnefndarinnar er að úrskurða í málum, þar sem námsmenn í ríkisháskólum eða há- skólum, sem hlotið hafa staðfestingu menntamálaráðherra, telja brotið á rétti sínum varðandi: a. námsmat, þ.m.t. fyrirlögn prófa, tilhögun einkunnagjafar, skipun prófdómara, birtingu einkunna, b. mat á námsframvindu, þ.m.t. rétt til endurtektarprófs, c. afgreiðslu umsókna um skóla- vist, þ.m.t. tilhögun mats á námi á milli skóla. Nefndin mun ekki endurmeta prófúrlausnir eða faglega niðurstöðu kennara, dómnefnda eða prófdóm- ara. Málum verður ekki skotið til áfrýjunarnefndarinnar nema kæru- leið, skilgreind og samþykkt af há- skólaráði viðkomandi háskóla, hafi verið tæmd eða þrír mánuðir liðnir frá því að kæra var fyrst skriflega lögð fyrir háskólaráðið. Áfrýjunarnefnd í kærumálum há- skólanema getur með úrskurðum sínum staðfest, breytt eða fellt úr gildi ákvarðanir háskóladeilda eða háskólaráðs í þeim málum, þar sem nemendur telja á rétt sinn hallað sbr. 1. gr. Úrskurðir nefndarinnar eru endanlegir á stjórnsýslustigi og verður þeim ekki skotið til mennta- málaráðherra,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá menntamálaráðuneytinu. Skipun í áfrýjunar- nefnd í kæru- málum há- skólanema fyrsta skipti og var það samdóma álit allra í Ferðamálaráði að Bláa lónið skyldi hljóta verðlaunin,“ sagði Sturla m.a. Hann rakti jafnframt sögu fyr- irtækisins sem stofnað var árið 1992 og tók við rekstri baðstað- arins tveimur árum síðar. Nýi bað- staðurinn var opnaður formlega 15. júlí 1999 og frá þeim tíma hafa 800 þúsund manns sótt staðinn heim. Sturla sagði Bláa lónið gott dæmi um hvernig náttúran og auð- lindir hennar nýtast okkur á marg- víslegan hátt. Í lóninu er jarðsjór Í TENGSLUM við ráðstefnu Ferða- málaráðs Íslands um heilsutengda ferðaþjónustu, sem haldin var í gær, voru í fyrsta skipti afhent hvatningarverðlaun Ferða- málaráðs í heilsutengdri ferðaþjón- ustu. Þau komu í hlut Bláa lónsins. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra afhenti verðlaunin og í máli hans kom fram að eins og ávallt þegar verðlaun eru veitt eru margir kallaðir en fáir útvaldir. „Eitt fyrirtæki þykir þó standa uppúr þegar kemur að veitingu þessarar viðurkenningar nú í sem fyrst var notaður til að fram- leiða rafmagn og hita upp fersk- vatn. Glöggir menn uppgötvuðu síðan sem kunnugt er jákvæð áhrif lónsins fyrir þá sem eru með psori- asis og framleiddar eru húðvörur sem byggjast á hinum einstöku hráefnum lónsins. „Einkanlega er Bláa lónið þó heilsulind þar sem allir, jafnt ungir sem gamlir, njóta vellíðunar og slökunar á sál og lík- ama,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, segir í frétta- tilkynningu frá Ferðamálaráði Ís- lands. Ferðamálaráð Íslands afhendir hvatningarverðlaun í heilsutengdri ferðaþjónustu Bláa lónið stóð uppúr Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðstefna um heilsutengda ferðaþjónustu var haldin í Svartsengi í gær. FUNDUR um stöðuna í alþjóðamál- um verður hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði laugardaginn 8. des- ember kl. 11 – 13. Ögmundur Jónas- son hefur framsögu um ástandið í Afganistan og segir frá ferð sinni til kosningaeftirlits í Kosovo fyrir skömmu. Umræðum stjórnar Erla B. Sigurðardóttir. Allir eru velkomnir. Laugardagskaffi hjá Vinstri grænum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.