Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun tillögu
Halldórs Ásgrímssonar utanríkis-
ráðherra til þingsályktunar um full-
gildingu alþjóðasamninga vegna
baráttunnar gegn hryðjuverkum
sem Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, hafa
staðið fyrir.
Annars vegar er það samningur
um að koma í veg fyrir hryðju-
verkasprengingar, sem allsherjar-
þing SÞ samþykkti fyrir fjórum ár-
um, og hins vegar samningur um
að koma í veg fyrir fjármögnun
hryðjuverkastarfsemi, sem allsherj-
arþingið samþykkti fyrir tveimur
árum. Fyrrnefndur samningur var
undirritaður af Íslands hálfu í sept-
ember 1998, en 45 ríki hafa fullgilt
hann, og þann síðarnefnda, sem 15
ríki hafa fullgilt, undirrituðu íslensk
stjórnvöld í október á þessu ári.
Helstu markmið beggja þessara
samninga er að efla alþjóðlega sam-
vinnu um varnir gegn hryðjuverk-
um og koma refsilögum yfir þá sem
gerast sekir um hryðjuverk eða að-
ild að þeim.
Eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 11. september sl. var örygg-
isráð Sameinuðu þjóðanna kallað
saman til fundar. Með ályktun
ráðsins voru hryðjuverkin fordæmd
og ríki heims hvött til að vinna
saman að því að leita þá uppi sem
stóðu á bak við þau og koma lögum
yfir þá. Einnig voru ríkin hvött til
að fullgilda fyrirliggjandi alþjóða-
samninga og hrinda ákvæðum
þeirra í framkvæmd.
Í fylgiskjali með þingsályktun-
artillögu utanríkisráðherra kemur
m.a. fram að hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum hafa vakið ríki til vit-
undar um að hryðjuverk og tjón af
þeim völdum séu orðin ein mesta
ógn sem steðjar að friði í heim-
inum.
Í samningnum gegn hryðju-
verkasprengingum er einnig talað
um að koma lögum yfir þá sem
breiða út eiturefni, smitandi sjúk-
dóma eða geislavirkni. Í báðum
samningunum eru ákvæði um refsi-
lögsögu, framsal og alþjóðlega rétt-
araðstoð sem stefna m.a. að því að
unnt verði að koma fram refsi-
ábyrgð án tillits til þess hvar brotið
er framið eða hvar brotamaður
dvelst.
Kallar á lagabreytingar
Í fylgiskjali með þingsályktun-
inni kemur jafnframt fram að full-
gilding þessara alþjóðasamninga
kallar á breytingar á lögum hér á
landi. Í undirbúningi er frumvarp
þar að lútandi sem dómsmálaráð-
herra mun leggja fyrir Alþingi á yf-
irstandandi löggjafarþingi. Í frum-
varpinu verða lagðar til breytingar
á ákvæðum almennra hegningar-
laga um refsiábyrgð lögaðila vegna
mútugreiðslna til opinberra starfs-
manna.
Þingsályktunartillaga utanríkisráðherra samþykkt í ríkisstjórn
Fullgilda á tvo samninga
gegn hryðjuverkum
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sektaði í gær eiganda verslunarinnar
Exxxotica á Barónsstíg um 150.000
krónur fyrir að hafa haft klámmyndir
til sölu í verslun sinni. Jafnframt voru
gerð upptæk 82 myndbönd, 101 dvd-
diskur og 21 geisladiskur.
Fyrir liggur að maðurinn hafði í
verslun sinni til sölu kynlífs-
kvikmyndir á myndbandsspólum og
mynddiskum og ákærði ríkissak-
sóknari manninn fyrir kynferðisbrot
þar sem hann hefði boðið klámfengið
efni til sölu.
Maðurinn neitaði sök og taldi að nú
á dögum væri lagður annar skiln-
ingur í hugtakið klám en áður var.
Hann benti á að myndefni sambæri-
legt því sem hann hafi boðið til sölu,
sé víða til sölu á bensínstöðvum.
Þá lagði hann fram myndband með
kvikmyndinni „Baise moi“, sem sýnd
var í kvikmyndahúsi hér á landi fyrir
skömmu og sýnir kynlífsatriði og of-
beldi því tengt. Þá mætti sjá sam-
bærilegt efni í sjónvarpi hér á landi.
Þetta taldi maðurinn sýna að viðhorf
til kláms væru önnur nú en áður.
Hliðstætt efni sýnt í sjónvarpi
Dómurinn áleit að kvikmyndir þær
sem ákært var fyrir, innihéldu hreint
kynlífsefni. „Telur dómurinn að
myndirnar séu efni sem löggjafinn
vildi láta 210. gr. almennra hegning-
arlaga taka til þegar sú grein var lög-
leidd árið 1940.“ Þá segir að tímarit
sem dreift sé á bensínstöðvum séu
sambærileg við kvikmyndirnar sem
hann er ákærður fyrir að dreifa og að
alkunnugt sé einnig að hliðstætt efni
megi sjá í sjónvarpi hérlendis. Loks
megi það einnig vera rétt hjá ákærða
að viðhorf almennings í þessum efn-
um hafi breyst.
„Aftur á móti verður ekki litið fram
hjá því að í hæstaréttarmálinu nr.
321/2000 var maður sakfelldur og
honum refsað fyrir að dreifa kvik-
myndum af þessu tagi. Verður því
ekki komist hjá því að sakfella
ákærða fyrir brot gegn 2. mgr. 210.
gr. almennra hegningarlaga,“ segir í
dómnum.
Ekki ofbeldiskenndar myndir
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að myndirnar sem maðurinn var
ákærður fyrir „bera ekki keim af of-
beldi og hluttakendur virðast ganga
frjálsir og glaðir til leiks“, eins og það
er orðað í dómnum. Maðurinn hafi
verið samvinnufús og svo virðist sem
hann hafi gert sér sérstakt far um að
meina börnum og unglingum aðgang
að versluninni.
Auk sektarinnar var manninum
gert að greiða allan sakarkostnað auk
málsvarnarlauna til verjanda síns,
Gísla Gíslasonar, hdl. Sigríður Frið-
jónsdóttir sótti málið fyrir hönd
ákæruvaldsins. Pétur Guðgeirsson
héraðsdómari kvað upp dóminn.
Sektaður fyrir
að dreifa klámi
Sambærilegt
efni til sölu á
bensínstöðvum
ÖRYRKJABANDALAG Íslands,
ÖBÍ, hefur í umboði eins öryrkja
höfðað mál gegn Tryggingastofnun
ríkisins þar sem krafist er greiðslu á
vangoldnum örorkulífeyri að andvirði
1,5 milljóna króna, auk dráttarvaxta.
Þess er einnig krafist að Trygginga-
stofnun greiði málskostnað. Kröfu-
gerðin nær frá 1. janúar 1994 til dags-
ins í dag. Um er að ræða konu um
fertugt sem er í hjúskap og hefur ver-
ið öryrki eftir slys sem hún lenti í fyr-
ir mörgum árum. Málið var þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær og
reiknað er með að ríkislögmaður skili
greinargerð í næsta mánuði, sam-
kvæmt upplýsingum frá embættinu.
Í stefnu Öryrkjabandalagsins seg-
ir m.a. að þótt konan hafi verið öryrki
og átt rétt til fullra bóta og óskertrar
tekjutryggingar á umræddu tímabili
hafi Tryggingastofnun ætíð skert
tekjutryggingu hennar. Síðan segir:
„Þó ekki með þeim rökum að hún
hefði svo háar tekjur, heldur með
þeim rökum, að hún væri í hjúskap og
eiginmaður hennar hefði það háar
tekjur að skerða skyldi tekjutrygg-
ingu hennar. Skerðingin var alger og
var tekjutryggingin í heild afnumin
hjá stefnanda allt greint tímabil, þ.e.
árin 1994–2000.“
Brot á ákvæðum um
jafnan rétt karla og kvenna?
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
ÖBÍ, sagði við Morgunblaðið að eftir
dóm Hæstaréttar í desember 2000,
þar sem viðurkennd var krafa ÖBÍ
um að Tryggingastofnun hafi verið
óheimilt að skerða tekjutryggingu
öryrkja í hjúskap, hefðu valdhafar
sagt það óþarfa að mótmæla nýrri
lagasetningu. Öryrkjar gætu farið
aftur og aftur fyrir dómstólana.
„Lög voru sett í andstöðu við nið-
urstöðu Hæstaréttar, að áliti Öryrkja-
bandalagsins, og einnig í andstöðu við
stjórnarskrána. Með þessari stefnu nú
er verið að láta reyna á hvort þetta sé
rétt hjá Öryrkjabandalaginu. Það hef-
ur yfirlýsingu frá Tryggingastofnun
um að hún muni hlíta dómi í máli eins
öryrkja og yfirfæra það á alla aðra
sem eins er ástatt um. Mál þessa ör-
yrkja er dæmigert fyrir marga aðra,“
sagði Ragnar og benti á að konur
væru í meirihluta þess hóps öryrkja,
eða 98%, sem hefðu fengið bætur sín-
ar hækkaðar fyrr á þessu ári, eftir
skerðingu bóta áður vegna hjúskapar
síns. Þar með teldi Öryrkjabandalagið
sannað að skerðingarákvæði al-
mannatryggingarlaga væru brot á
stjórnarskrár um jafnan rétt karla og
kvenna.
Öryrkjabandalagið
stefnir TR að nýju
VINNA starfsmanna umhverfis-
ráðuneytisins er nú að komast á
lokastig vegna úrskurðar um-
hverfisráðherra um kærur sem
bárust í framhaldi af úrskurði
skipulagsstjóra vegna fyrirhug-
aðrar Kárahnjúkavirkjunar. Að
sögn Magnúsar Jóhannessonar,
ráðuneytisstjóra, er þó ekki ljóst
ennþá hvenær hægt verður að
ljúka þeirri vinnu, enda sé það
ekki ákveðin tímasetning sem
ráði heldur hvenær verkið er talið
fullrannsakað og niðurstaða feng-
in.
Sex starfsmenn umhverfisráðu-
neytisins hafa unnið síðustu tvo
mánuði að verkinu, auk þess sem
kallað hefur verið eftir aðstoð sér-
fræðinga utan ráðuneytisins, m.a.
hefur írskur sérfræðingur í mati á
umhverfisáhrifum verið starfs-
mönnum umhverfisráðuneytisins
innan handar og er hann vænt-
anlegur til landsins á morgun.
„Það er búið að vinna geysilega
mikið í málinu og það er farið að
skýrast umtalsvert, en auðvitað
getur eitthvað komið upp á
ennþá,“ segir Magnús. Hann seg-
ir að vinna hefjist í dag hjá starfs-
fólki ráðuneytisins við að fara yfir
málið í heild og sú vinna muni
væntanlega gera mönnum kleift
að átta sig á hvenær hægt verði
að ljúka verkinu.
Umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar
Vinna við úr-
skurð að komast
á lokastig
AÐFARANÓTT laugardags mátti
minnstu muna að bíll með fimm ung-
mennum innanborðs færi út af
bryggjunni á Ísafirði og steyptist of-
an í sjó.
Önundur Jónsson yfirlög-
regluþjónn segir ljóst að þarna hafi
verið um háskaakstur að ræða.
Ökumaður bílsins, sautján ára piltur
sem fékk ökuréttindi sín um viku
áður, hafi gert sér það að leik að láta
bílinn renna í hálkunni.
Bíllinn fór afturábak út af bryggj-
unni og vó þar salt. Annað aftur-
hjólið lenti á landfestum og virðist
sem það hafi m.a. orðið til þess að
bíllinn fór ekki ofan í höfnina. Ung-
mennin komust af sjálfsdáðum út úr
bílnum en bíllinn var fjarlægður
með krana.
Önundur telur að hefði framhluti
bílsins farið út af bryggjunni séu all-
ar líkur á því að bíllinn hefði lent í
sjónum. Fimm sextán og sautján ára
ungmenni voru í bílnum sem er
tveggja dyra. Önundur segir ljóst að
legið hafi við stórslysi.
„Þetta er óhugnanlegur leikur og
þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta
gerist hérna. Í vel flestum tilvikum
er þetta glæfraakstur í fljúgandi
hálku,“ segir Önundur. Málið er í
rannsókn hjá lögreglunni á Ísafirði.
Minnstu munaði að bíllinn steyptist út af bryggjunni á Ísafirði og í sjóinn.
„Óhugnanlegur leikur“