Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENN ríkir góðæri á saltfiskimörk- uðum og engin ástæða til örvænt- ingar þótt verð hafi lækkað um 10% á undanförnum mánuðum, að mati Halldórs Arnarsonar, innkaupa- og sölustjóra SÍF hf. Norskir saltfisk- seljendur kvarta yfir því að verð á saltfiski sé orðið alltof hátt, inn- flutningsaðilar hafi keypt upp eins mikið magn og þeir mögulega geta en þeir virðist ekki geta selt neitt nú, ekki einu sinni besta og stærsta fiskinn. Fram kemur í norska sjávarút- vegsblaðinu Fiskeribladet að ástandið er hvað verst á portúgalska saltfiskmarkaðnum og vilja sumir markaðsaðilar í Noregi jafnvel ganga svo langt að kalla markaðinn dauðan. Það sé því óhjákvæmilegt að verð taki að lækka á ný. Halldór Arnarson, innkaupa- og sölustjóri hjá SÍF, segir það rétt að saltfiskmarkaðurinn hafi verið nokkuð þungur að undanförnu. „Venjulega er mikil spurn eftir stórum saltfiski á haustin og hækk- andi söluverð. Verðið hækkaði hins vegar ekki síðastliðið haust og sum- ir framleiðendur náðu ekki að koma framleiðslu sinni inn í jólasöluna og lenda þar af leiðandi í verðlækk- unum. Það er mjög óvenjulegt og jafnvel einstakt. Skýringanna má leita í því að verðið hefur í hámarki lengi og það getur ekki gengið til lengdar.“ Gæði norska saltfisksins mun lakari en þess íslenska Halldór vill þó ekki ganga svo langt að segja að um sölutregðu sé að ræða og bendir á að Íslendingar hafi allt aðra stöðu á saltfiskmark- aðnum en Norðmenn. Til að mynda hafi SÍF selt um 2.500 tonn af salt- fiski til Portúgal á á síðustu tveimur mánuðum og því sé ekki hægt að segja að markaðurinn sé dauður. „Uppistaðan í saltfiskframleiðslu Norðmanna er smár og millistór fiskur. Gæði norska saltfisksins standa gæðum íslenska fisksins langt að baki og reyndar hafa gæði norska fisksins verið óvenju léleg á þessu ári. Norðmenn selja saltfisk þar að auki með allt öðrum hætti en Íslendingar, þeir selja ekki staðlað- an fisk og gæðameta hann ekki heldur. Þess vegna mæta þeir mun meiri samkeppni við fisk af öðrum uppruna en Íslendingar gera, svo sem Rússafisk sem fluttur frosinn til Portúgal, flattur þar og saltaður. Ís- lendingar hafa hinsvegar töluverða sérstöðu á markaðnum, fiskurinn okkar er stærri og gæði hans mun meiri. Í raun má segja að við spilum í annarri deild en Norðmenn.“ Verðið var of hátt Halldór segir það engu að síður staðreynd að verð á saltfiski hafi verið of hátt. Hann telur að verðið hafi náð hámarki og búast megi við einhverjum verðlækkunum. Hins vegar sé engin ástæða til örvænt- ingar. „Fyrir um það bil einu ári síðan hækkaði verð á saltfiski um 25-30% í evrum talið og síðan koma einnig til gengisbreytingar á krónunni. Það fór í raun ekki að reyna á þetta verð á markaðnum fyrr en síðastliðinn vetur, um það leyti sem kúariðufárið stóð sem hæst og sjómannaverkfall- ið var hér heima. Þegar áhrif þessa fóru að fjara út kom í ljós að verðið var of hátt og töluverð óvissa ríkti á markaðnum í kjölfarið. Kaupendur brugðust við óvissunni með ákveð- inni varfærni og umhverfið var því nokkuð ólíkt því sem við höfum séð undanfarin þrjú ár. Að mínu mati er ástandið á mark- aðnum núna eins og það á að sér að vera. Við þurfum að aðlaga verðið markaðnum og ég þori að fullyrða að það mun áfram ríkja góðæri í saltfiskvinnslu. Verð er ennþá mjög hátt í sögulegu samhengi, þrátt fyrir um 10% verðlækkun á stærsta fisk- inum er skilaverð til framleiðenda ennþá um 700 krónur fyrir kílóið. Það má jafnvel búast við að verð lækki um 5% í viðbót en það er mun minni lækkun en á gengi krónunnar á þessu ári,“ segir Halldór. Góðæri ríkir áfram á saltfiskmörkuðum Engin ástæða þykir til örvænt- ingar þrátt fyrir verðlækkanir Morgunblaðið/RAX ÞOKKALEG loðnuveiði var norðaustur af Kolbeinsey í fyrrinótt. Töluvert sést af loðnu á svæðinu en hún er erf- ið viðureignar að sögn skip- stjórnarmanna. Alls voru 9 loðnuskip á miðunum í fyrri- nótt og fengu þau öll reyt- ingsafla. Eitt þeirra var Birt- ingur NK frá Neskaupstað en skipið landaði um 450 tonnum af loðnu á Raufarhöfn í gær- kvöldi. Að sögn Guðmundar Garðarssonar skipstjóra var þó nokkrar lóðningar að sjá á svæðinu um 35 til 40 sjómílur norðaustur af Kolbeinsey, en þær hafi hinsvegar skilað litlu. „Bæði voru þær dreifðar og auk þess sem loðnan liggur í æti og skilar sér ekki í nótina. Við fengum þennan afla í tíu köstum á tveimur sólarhringum en við getum aðeins verið að yfir nóttina. Þar sem loðnan er full af æti fer hún væntanlega beint í bræðslu. Það er engu að síður gott að vita af einhverri loðnu á þessum slóðum og það verð- ur spennandi að vita hvernig veiðarnar þróast í framhald- inu,“ sagði Guðmundur. Reytingur á loðnu- miðunum FYRSTU níu mánuði þessa árs hafa vanskil hjá innlánsstofnunum aukist um tæp 74% eða úr 12,9 milljörðum kr. í 22,4 milljarða, eða úr 2,1% af út- lánum í árslok 2000 í 3,2% í lok sept- ember 2001. Lítill munur er á þróun- inni hvort heldur litið er á fyrirtæki eða einstaklinga. Þetta kemur fram í Fjármálafréttum Viðskiptastofu SPRON þar sem unnið er úr tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um þróun vanskila innláns- stofnana. Talnaefnið nær til vanskila sem staðið hafa lengur en einn mánuð og nær til allra viðskiptabankanna og 20 sparisjóða. Úrtakið nær til 99% af heildareignum allra innlánsstofnana. Sambærilegar tölur yfir vanskil fyrirtækja sýna að vanskil hafa auk- ist um 74% eða úr 7,3 milljörðum kr.í 12,7 milljarða kr., eða 1,6% af útlán- um í árslok 2000 í 2,5% í lok sept- ember 2001. Vanskil einstaklinga hafa aukist um 70% eða úr 5,7 millj- örðum kr. í 9,7 milljarða kr., þ.e. úr 3,4% af útlánum í árslok 2000 í 5,5% í lok september 2001. Aukin vanskil hjá innláns- stofnunum Erfiðlega horf- ir með samruna HP og Compaq Um 10% verðlækkun hefur orðið á stærsta saltfiskinum undanfarna mánuði. SAMÞYKKT var á hluthafafundi í Ís- lenska sjónvarpsfélaginu hf. í gær að lækka hlutafé félagsins um 45,7 millj- ónir króna, úr 152,2 milljónum í 106,5 milljónir. Skal lækkuninni allri ráð- stafað til jöfnunar taps. Jafnframt var samþykkt á fundin- um að gefa út nýjan áskriftarrétt að fjárhæð 45,7 milljónir á genginu 1,0 til fjárfestingarfélagsins Bröttubrúar ehf. Í staðinn mun Brattabrú ehf. lána Íslenska sjónvarpsfélaginu allt að 120 milljónir króna með 30% vöxt- um. Áskriftarréttindi gilda til 31. des- ember 2003. Öllum hluthöfum í félag- inu stendur til boða að ganga inn í sambærileg kjör í samræmi við hluta- bréfaeign í félaginu 27. nóvember 2001, enda lækki þá skuldbinding Bröttubrúar ehf. í samræmi við fram- lag annarra hluthafa. Brattabrú ehf. er að stærstum hluta í eigu hluthafa Íslenska sjón- varpsfélagsins. Í þriðja lagi samþykkti hluthafa- fundur í Íslenska sjónvarpsfélaginu að gefa út nýjan áskriftarrétt til ESÓB ehf. að fjárhæð 15 milljónir króna á genginu 2,5. Áskriftarrétt- indin gilda til 31. desember 2002. Aðr- ir hluthafar falla frá forgangsrétti sínum. Fjárfestingarfélagið ESÓB ehf. er í eigu Óla Björns Kárasonar, ritstjóra DV, Einars Sigurðssonar, Ágústs Einarssonar prófessors, og Hjartar Nielsen, framkvæmdastjóra Ísólar. Í fundarboði hluthafafundar Ís- lenska sjónvarpsfélagsins kom fram að tillögur um framangreint hafi verið settar fram til þess að tryggja endur- fjármögnun félagsins í samræmi við hluthafasamkomulag dagsett 27. nóv- ember síðastliðinn. Gunnar Jóhann Birgisson, stjórn- arformaður Íslenska sjónvarps- félagsins hf., segir að þeir sem sitja í stjórn félagsins hafi talið þessar að- gerðir nauðsynlegan hlekk í því að tryggja fjármögnun félagsins. Í fram- haldinu standi fyrir dyrum endur- skipulagning á rekstri þess. Á þessu stigi sé þó ekki hægt að segja til hvaða ráðstafana verði gripið. Fjöl- miðlamarkaðurinn sé snúinn og fyr- irtækin á þeim markaði hafi almennt staðið illa að undanförnu. Lækkun á hlutafé til jöfnunar taps Endurfjármögnun Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STÆRSTU hluthafar Vátrygginga- félags Íslands hafa ákveðið að fresta því að skrá hlutabréf félagsins á Verðbréfaþingi Íslands þar til síðar, en eins og fram hefur komið hefur verið unnið að því að opna félagið og stefnt að því að skrá það á Verð- bréfaþing Íslands. Í nóvember var gefið út nýtt hlutafé sem selt var starfsmönnum auk þess sem Landsbanki Íslands, sem er stærsti einstaki hluthafi VÍS, seldi af sínum hlut til starfsmanna sinna. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að þessi sala gekk mjög vel og eru hluthafar orðnir 574 tals- ins. Næsta skref er að stærstu núver- andi hluthafar munu selja af sínum hlut til fagfjárfesta nægilega stóran hlut til að tryggja dreifingu hluta- fjár. Stefnt var að því að þetta yrði gert fyrir áramót ef markaðsaðstæð- ur á hlutabréfamarkaði væru fyrir hendi. „Eftir formlega könnun á því sem gerð var af Verðbréfastofunni hf., fyrir hönd stærstu hluthafa VÍS, á meðal helstu fagfjárfesta í landinu er niðurstaða hluthafanna sú að fresta áformum um skráningu fé- lagsins á markað þar til síðar. Það er skoðun hluthafanna og félagsins að aðstæður á markaði séu með þeim hætti að það þjóni best hagsmunum þeirra og félagsins að bíða með skráninguna og kanna málið að nýju á fyrri hluta næsta árs,“ segir í til- kynningu Landsbankans. Skráningu VÍS á Verð- bréfaþing frestað ÚTLIT er fyrir að erfitt geti reynst að sameina tölvufyrirtækin Hewlett- Packard (HP) og Compaq, sam- kvæmt frétt á vefsíðu BBC síðastlið- inn laugardag. Þar segir að stærsti hluthafinn í HP, The David and Packard Foundation, hafi að svo stöddu tekið ákvörðun um að greiða atkvæði gegn samruna fyrirtækj- anna. Þessi samtök eiga rúmlega 10% hlut í HP og er sagt að stuðn- ingur þeirra við samrunann sé for- senda hans. Í tilkynningu frá HP og Compaq er lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun samtakanna. Ýmsir sérfræðingar á fjármála- markaði eru sagðir telja að samrun- inn sé úr sögunni vegna þessarar af- stöðu stærsta hluthafa HP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.