Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA birtist í Morgun- blaðinu ágæt grein eftir Gunnar Hersvein og bar fyrirsögnina Ég hugsa, þess vegna er ég til. Setningin fræga, Cogito ergo sum, sem kennd er við Descartes, hefur víst ævinlega verið þýdd á íslenzku svo sem gert var í þessari fyrirsögn. Svo kirfilega hefðbund- in er sú þýðing, að ekki yrði við henni haggað, þótt sýnt yrði fram á að hún væri ekki alls kostar heppileg. Þessa íslenzku setningu liggur beint við að skilja svo: Ég er til vegna þess að ég hugsa. En hér er ekki um neitt orsakasamband að ræða, heldur einungis ályktun, hvað sem annars verður sagt um þessa spaklegu fullyrðingu. Í þetta sinn sem oftar virðist ergo eiga að merkja samkvæmt því. Það að ég hugsa er ekki talið or- sök þess að ég er til, heldur sönn- un þess. Því yrði setningin fræga ef til vill fremur þýdd: Ég hugsa, samkvæmt því er ég til. En sem fyrr segir er hér um svo ríka hefð að ræða, að jafnvel þótt á yrði fallizt, mætti þar engu um þoka. Og sízt af öllu lái ég nokkr- um manni þá háttvísi að fylgja hefðinni, þó að ég sé svo frakkur að hafa orð á þessu. Helgi Hálfdanarson Ergo Gjafapakkning Vantar þig gjöf? • Gefðu þá Trind gjafapakkninguna (3 tegundir í boði) • Tilboðsverð • Með Trind næst árangur Fæst í apótekum og snyrtivöruverslunum um allt land Ath. naglalökk frá Trind fást í tveimur stærðum Allar leiðbeiningar á íslensku Fást í apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. Me ð næ rðu ára ngr i Með því að nota TRIND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. handáburðurinn með Duo-liposomes. Ný tækni í framleiðslu húðsnyrtivara, fallegri, teygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA = Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 - www.trind.com Frábærar vörur á frábæru verði. Gerið verðsamanburð. Nýjung Ný ju ng Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Nýjar handsnyrtivörur frá Ekki síður fyrir táneglur. er í forystu við framleislu á handsnyrtivörum. Íslenskar leiðbeiningar. Nýtt Nail Balsam (naglanæring) Nærir og styrki neglurnar, viðheldur og eykur rakann á milli naglalaganna. Cuticle Balsam (naglabandanæring) Nærir og græðir. Nýtt Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Þýskar förðunarvörur Tek á móti augnsjúklingum í húsakynnum Sjónlags hf. í Spönginni 39, annarri hæð Tímapantarnir í síma 577 1001. Sjá heimasíður: www.sjonlag.is Lækningastofa einnig á Öldugötu 17 sem fyrr. Einar Stefánsson, augnlæknir. EF ÞAÐ er rétt sem ég hygg að sé, að björg- unarþyrlur Varnarliðs- ins hafi ekki verið kall- aðar út vegna Svanborgar SH við Snæfellsnes sl. föstudag fyrr en eftir að bilun kom fram í þyrlu Land- helgisgæslunnar undir Snæfellsjökli, þá er eitt- hvað mikið að í stjórn- kerfi á sviði björgunar við erfiðustu aðstæður. Ég tala nú ekki um úr því að ekki var til áhöfn á aðra þyrlu Landhelg- isgæslunnar eins og kom fram hjá hinum frábæra flugstjóra Benóný Ás- grímssyni í samtali á Stöð 2 sl. mánu- dagskvöld. Fyrir nokkrum árum kom í ljós misbrestur á skipulagningu við að nota fullkomnustu tæki án tafar. Þetta var við Reykjanes í mannskaða- slysi, Eldhamarsslysinu, þegar þyrlur Varnarliðsins voru kallaðar mjög seint út til hjálpar. Í útvarpsviðtali sl. mánudag við skipverjann sem bjargaðist af Svan- borgu sagði hann að skipstjóri sinn hefði fengið upplýsingar um það að þyrla Landhelgisgæslunnar ætti 20 mínútna flug eftir á slysstað. Þá voru þeir enn þrír skipverjar af fjórum um borð í Svanborgu að berjast fyrir lífi sínu á strandstað undir Svörtuloftum. Síðan bætti skipverjinn því við að þeir hefðu beðið í a.m.k. 45 mínútur þar til feikilegt brot reið yfir bátinn og tók félaga hans í dauðann. Það er alltaf erfitt að vekja efin upp, því þau vilja vera mörg, en hvernig í ósköpunum stendur á því þegar tilkynnt er um bát í hættu í vaxandi óveðri á stað sem þess- um að fleiri tiltæk björg- unartæki, fleiri þyrlur, eru ekki kölluð út strax úr því að þau eru til stað- ar. Sekúndubrotin geta ráðið úrslitum. Einfalt brjóstvit segir að tvær þyrlur, eins og lesa mátti stöðuna undir myrkur, hefðu verið lágmark. Auk þess að þyrlur Varnarliðsins eru búnar nætursjónaukum en flugstjóri Varn- arliðsþyrlunnar, sem vann stórkost- legt björgunarafrek, sagði að þeir hefðu ekki átt möguleika á að reyna björgun skipverjans á Svanborgu nema með næturbúnað þyrlunnar um borð. Sams konar búnað stendur til að setja í þyrlur Landhelgisgæslunnar, en það verður að fá forgang að ljúka því verki. Ef og ef og ef. Það er vont að nota það orð á viðkvæmum tíma, en það er einhver pottur brotinn í þessum sam- skiptaleiðum og þó líklega aðallega ákvörðunum um að nota þær, nota möguleikana. Þyrluáhafnir Land- helgisgæslunnar eru frábærar og hafa unnið stórkostleg afrek, en það er ekki þeirra að kalla út björgunar- flotann. Þeir sem bera ábyrgð á því verða að hnýta alla lausa enda, þá fækkar efunum. Menn verða að læra af reynslunni, því það er ljóst að ef all- ur þyrluflotinn hefði verið kallaður út strax þó ekki væri nema til vara þá hefðu þyrlur hugsanlega getað at- hafnað sig á strandstað í nær hálfa klukkustund áður en tveir skipverjar hurfu í hafið í einu ólagi. Þetta skipulag verður að vera skot- helt, því lenskan er sú að mikilvægar ákvarðanir vilja fara úr böndum og stundum getur mönnum ekki dottið annað í hug en að það sé vegna þess að einhver rígur sé í gangi eða tilfinn- ingar sem eiga ekki heima í þáttum sem lúta að baráttunni upp á líf eða dauða. Ég er þó ekki að gera því skóna í þessu tilviki, en það vantar að taka afdráttarlaust af skarið þar sem öryggi sjómanna og þeirra sem eru í hættu skiptir öllu. Það má minna á að það tók 18 ára baráttu að fá björg- unarbúnað Sigmunds viðurkenndan. Það var Halldór Blöndal þáverandi samgönguráðherra sem tók loks af skarið. Hann þorði. Þar hafði verið al- ið á tortryggni, valdabaráttu og ein- hverju sem er ótrúlegt að skuli eiga sér stað. Fyrir skömmu sökk Ófeigur VE skyndilega fyrir Suðurlandi, svo skyndilega að ekki vannst tími til að losa björgunarbátana handvirkt, en Sigmundsbúnaðurinn brást ekki, hann skilaði báðum björgunarbátun- um sjálfvirkt upp á yfirborðið. 8 menn af 9 björguðust, en það er líka hægt að spyrja hvernig hefði gengið að finna sjómennina í illviðri hafsins ef björg- unarbúnaðurinn hefði ekki virkað. Hvað tafði útkall þyrluflotans? Árni Johnsen Sjóslys Það er alltaf erfitt að vekja ef-in upp, segir Árni Johnsen, því að þau vilja verða mörg. Höfundur á sæti í Flugráði. Á NÝAFSTÖÐNUM landsfundi Samfylking- arinnar var samþykkt stefnumótun í málefn- um samkynhneigðra á Íslandi. Ungir jafnaðar- menn höfðu ályktað um þessi mál á sínum lands- fundi nokkru áður og var þeirra tillaga sam- þykkt óbreytt á lands- fundinum. Þessu ber að fagna sérstaklega. Afar mikilvægt er að mynda þverpólitíska samstöðu í þessum mál- um hér á landi. Í ályktuninni kemur m.a. fram eftirfarandi: Samfylkingin minnir á þá stað- reynd að enn skortir margt til þess að samkynhneigðir njóti jafnréttis á við aðra þegna fyrir lögum. Í því sam- bandi vekjum við athygli á eftirfar- andi: Lög um staðfesta samvist sem gengu í gildi árið 1996 voru einstæður áfangi í jafnréttisbaráttu samkyn- hneigðra. Einnig voru mikilsverðar bætur gerðar á löggjöfinni árið 2000. Samt eru lögin ófullkomin og fjarri því að jafnast á við hjúskaparlög. Hér er brýnna úrbóta þörf: a) Samkynhneigðum í staðfestri sam- vist er ennþá ekki heimilt að ætt- leiða börn nema um sé að ræða börn maka þeirra. b) Lesbíur í staðfestri samvist eiga engan aðgang að tæknifrjóvgunum á opinberum sjúkrastofnunum. c) Landfræðilegar takmarkanir eru á lögum um staðfesta samvist í þá veru að íslenskum ríkisborgurum með búsetu erlendis er ekki heimilt að staðfesta samvist sína á Íslandi. d) Kirkjulegum vígslumanni leyfist ekki að veita samkynhneigðum pörum staðfestingu samvistar, ein- ungis sýslumönnum, borgardóm- ara og fulltrúum þeirra. Allar þessar takmarkanir á lögum um staðfesta samvist eru gagnkyn- hneigðum hjónum óþekktar. Hér er um skýlaust misrétti að ræða sem löggjafarvald- inu ber að afmá hið fyrsta. Gagnkynhneigð pör í óvígðri sambúð hafa að uppfylltum skilyrðum réttindi og skyldur sam- kvæmt lögum sem ekki gilda um samkynhneigð pör í óstaðfestri sambúð að uppfylltum sömu skil- yrðum. Varðar þetta ýmsa þætti löggjafarinn- ar svo sem réttarstöðu við slit sambúðar, al- mannatryggingar og skattamál. Mikilvægt er að löggjöf sé samræmd að þessu leyti svo að allir sitji við sama borð án tillits til kynhneigðar. Þjóðþing Hollendinga hefur fyrst allra löggjafarþinga heims samþykkt fullgild hjúskaparlög til handa sam- kynhneigðum. Áður hefur Alþingi sýnt framsýni og farið í fremstu röð Norðurlandaþjóða við réttarbætur handa samkynhneigðum. Það tæki- færi blasir nú við Alþingi að taka for- ystu með því að hefja víðsýna og mál- efnalega umræðu til undirbúnings að fullgildum hjúskaparlögum samkyn- hneigðra á Íslandi og leiða málið til farsælla lykta á næstu árum. Mannréttindabarátta samkyn- hneigðra varðar alla hvar í flokki sem þeir standa. Um leið og þingmenn Samfylkingarinnar skora á Alþingi að sameinast um réttarbætur handa samkynhneigðum í ljósi þess sem hér er lýst, skora þeir á önnur stjórnmála- félög og stjórnmálaflokka að fylgja fordæmi sínu og styðja lýðréttindi samkynhneigðra í verki með því að taka baráttumál þeirra upp í stefnu- skrá sína og vinna þeim fylgi á vett- vangi íslenskra stjórnmála. Réttindabarátta samkynhneigðra Guðrún Ögmundsdóttir Kynhneigð Mannréttindabarátta samkynhneigðra, segir Guðrún Ögmunds- dóttir, varðar alla. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.