Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 33
og að at-
viðbótar-
ð framlagi
ræður að-
leyti um
nig gengið
Kæmi þar
a nefndin
orsendum
SA
a um það
ins að við
tvo kosti
nefnir þá:
að ástand
m sig með
ækkunum
ná ástand-
ð gengum
a. Við vilj-
rstöðu um
mikill ein-
n.“
kurn tíma
ljúka við-
eitt helsta
lan verði
gangi ekki
samninga.
andi út af
vonir um
Við viljum
verðbólga
verði innan þeirra marka sem við
gengum út frá við samningsgerðina
og að það leggi drög að því að end-
urheimta þann stöðugleika sem við
töldum okkur vera að leggja drög að
þá. Það er stærsta atriðið í málinu.
Það er mjög víðtækur stuðningur
fyrir því í röðum okkar að ná því
marki þó að við séum þá að skuld-
binda okkur gagnvart tilteknum töl-
um í verðlagi í maí og sæta því að
samningur sé uppsegjanlegur þá ef
markmiðið næst ekki.“ Fram-
kvæmdastjóri SA leggur áherslu á
þetta markmið og segir það þýðing-
armesta atriði viðræðnanna. „Ef
þetta markmið næst er það verð-
mætast fyrir bæði fyrirtæki og al-
menning í landinu,“ segir Ari enn-
fremur.
Góð áhrif á gengi krónunnar
Davíð Oddsson lýsti í samtali við
Morgunblaðið ánægju sinni með at-
beina forystumanna ASÍ og SA
varðandi samningaviðræðurnar.
Viðhafði hann einnig þau ummæli á
Alþingi í gær að drög að samkomu-
lagi lægju fyrir milli stjórnvalda og
aðila vinnumarkaðarins um efna-
hagsaðgerðir til að vinna bug á verð-
bólgu. Þau tíðindi hefðu þegar haft
góð áhrif á gengi íslensku krónunn-
ar.
„Ég er mjög ánægður með að
þetta skuli vera að takast,“ sagði
Davíð. „Það er algerlega ljóst að það
mun hafa mjög góð áhrif á stöðu
krónunnar, gengið og þar með á
verðbólguna, sem hefur verið of
mikil, eins og við höfum alltaf sagt,
gengið hefur verið of lágt skrifað.
En strax og þessar fréttir bárust
styrktist krónan töluvert, gengis-
vísitalan lækkaði úr 150 niður í 147
og sú þróun mun auðvitað halda
áfram ef þetta gengur allt saman
fram.“
Fóru fram á frestun
umræðu um skattamál
Davíð lét þessi orð falla eftir að
stjórnarandstaðan fór fram á að
þriðju umræðu um skattalagapakka
ríkisstjórnarinnar yrði frestað
vegna tíðinda af viðræðum ríkisins
og aðila á vinnumarkaði.
Það var Jóhanna Sigurðardóttir
(S) sem mæltist til þess fyrir um-
ræðuna í gær að þriðju umræðu um
skattalagapakkann yrði frestað um
a.m.k. einn dag. Óeðlilegt væri að
ræða þær aðgerðir, sem gera ráð
fyrir hækkun tryggingagjalds, enda
fæli innlegg stjórnvalda að sam-
komulagi við verkalýðsfélögin og at-
vinnurekendur í sér að dregið yrði
úr áformaðri hækkun um þriðjung.
Ennfremur væri líklegt að von
væri á lagafrumvörpum frá ríkis-
stjórninni í tengslum við viðræðurn-
ar þar sem fram hefði komið t.d. að
lækka ætti grænmetisverð, en það
kallaði á lagabreytingu. Tók Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður
Vinstri grænna, undir óskir Jó-
hönnu og sagði sérkennilegt að
ræða þetta mál enda gerði það ráð
fyrir hækkun tryggingagjalds sem
skv. síðustu fregnum ætti að lækka
strax aftur.
Ekki ástæða til frestunar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
kvaðst ekki telja ástæðu til að fresta
lokaumræðu um skattalagapakkann
enda ættu breytingar sem í honum
felast ekki að koma til framkvæmda
fyrr en á árinu 2003 og því væri
nægur tími til að gera umræddar
breytingar í tengslum við efnahags-
aðgerðir, en þær fela í sér að trygg-
ingagjaldið yrði lækkað um 0,25%
frá því sem frumvarpið gerði ráð
fyrir, færi úr 6% í 5,75%.
„Ég ítreka það að það er ekki nein
ástæða til að fresta þessum ákvörð-
unum nú,“ sagði Davíð. „Lækkun
tryggingagjaldsins úr 6% í 5,75%
fer eftir því hvort markmið okkar
nást fram í maí nk. og við höfum
tíma til þess – og tök á því eftir það –
að ganga frá því í þá veru. Þetta er
öllum kunnugt um og mun ekki
trufla það ferli sem þar er á ferð-
inni.“
úa ASÍ og SA um forsendur kjarasamninga
ningar geri
da kaupmætti
Morgunblaðið/Sverrir
nds Íslands og Samtaka atvinnulífsins ræddust við fram eftir kvöldi. Frá vinstri: Ari
tjóri SA, Hannes Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Rannveig Sigurðardóttir,
SÍ, Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri og Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
joto@mbl.is
Einnig
i séu að
i og að
minni á
fði verið
klegt að
styrking
f litið er
mann, en
áfram
ngi
Búnaðar-
f þess að
r kemur
að flytja
ands og
Við þetta
n í land-
gi krón-
ast. Þar
sluverðs
tti þessi
ð draga
amþykkt
eð sam-
a vinnu-
megi ná
verðbólgu hraðar niður en Seðla-
bankinn hafi spáð.
Við uppkaup ríkisins á skulda-
bréfum muni framboð bréfa
minnka og ávöxtunarkrafa lækka.
Ekki þurfi að hafa miklar áhyggj-
ur af að uppkaup skuldabréfanna
auki peningamagn í umferð, eins
og venja er um slíkar aðgerðir, og
valdi þar með þenslu. Ástæðan sé
sú að fjármálastofnanir hafi þeg-
ar lagt mikið magn ríkistryggðra
bréfa inn í Seðlabankann í endur-
hverfum viðskiptum og bankinn
láni fjármálastofnununum sem
samsvari 90% af virði bréfanna.
Komi til uppkaupa ríkisins á
skuldabréfum sé líklegt að end-
urhverf viðskipti við Seðlabank-
ann minnki og að þess vegna
muni aðeins 10% uppkaupanna
skila sér í umferð. Þessi 10% geti
hins vegar létt á núverandi lausa-
fjárskorti og orðið til þess að
millibankavexir lækki niður fyrir
daglánavexti Seðlabankans. Þá
segir að eigi styrking krónunnar
að verða viðvarandi sé lykilatriði
að ríkið samþykki ekki aðgerðir
sem setji afgang af ríkissjóði í
uppnám.
st um 2,7%
VLADÍMÍR Pútín hefurverið forseti Rússlands ítvö ár en hann var ekkisíst kjörinn vegna þess,
að hann þótti góður fulltrúi hersins
og rússneskra leyniþjónustustofn-
ana. Fréttaskýrendur og rússnesk-
ir embættismenn eru hins vegar
sammála um, að nú sé kominn upp
nokkur kurr innan þessara sömu
stofnana vegna náins samstarfs
hans við Bandaríkin í afvopnunar-
málum og í baráttunni gegn hryðju-
verkum.
Ekki fer þó mikið fyrir beinni
gagnrýni á forsetann. Ástandið í
rússneskum efnahagsmálum hefur
batnað mikið í stjórnartíð hans og
almenningur í landinu virðist
ánægður með bætt samskipti við
Bandaríkin í kjölfar hryðjuverk-
anna 11. september. Hættan er
samt sú, að fari eitthvað úrskeiðis
heimafyrir eða erlendis, muni óvin-
ir Pútíns koma fram í dagsljósið. Á
það er minnt í því sambandi, að
sumir leiðtogar tilraunarinnar til að
ræna Míkhaíl Gorbatsjov, forseta
Sovétríkjanna, völdum 1991 voru
hershöfðingjar, sem andvígir voru
þeirri stefnu hans að draga úr víg-
búnaði og friðmælast við Bandarík-
in.
Aldir upp við hatur
á Bandaríkjunum
„Þessi nýja stefna er líkleg til að
vekja andstöðu þeirra afla, sem
Pútín lítur á sem kjölfestu rúss-
neska ríkisins, embættismanna,
sem vinna að stefnumótun í utan-
ríkis- og varnarmálum, meirihluta
hershöfðingjanna og valdamestu
mannanna í hergagnaiðnaðinum,“
segir varnarmálasérfræðingurinn
Alexander Golts í grein í vikuritinu
Jezhenedelní Zhúrnal.
„Allt leyniþjónustusamfélagið er
alið upp við hatur á Bandaríkjunum
og vestrænum ríkjum,“ segir Júrí
Kobaladze, fyrrum talsmaður leyni-
þjónustunnar, þeirrar deildar, sem
fæst við njósnir erlendis. „Það hlýt-
ur að vera erfitt að kyngja kúvend-
ingu af þessu tagi.“ Fyrir aðeins
tveimur árum, þegar NATO-ríkin
stóðu í Kosovo-stríðinu, voru sam-
skipti Bandaríkjanna og Rússlands
afar stirð. Á þessum tíma aðhylltist
Pútín, sem hafði verið settur forseti
frá því í desember 1999 og þar til
hann var kjörinn í mars 2000, þá
stefnu, að Rússland ætti að vera
mótvægi við ofurvald Bandaríkj-
anna í heimsmálunum. Í samræmi
við hugmyndir, sem voru ofarlega á
baugi í forsætisráðherratíð Jevgen-
ís Prímakovs, skyldu Rússar snúa
sér fremur í austur en vestur, til
Kína og gamalla bandamanna í
arabaríkjunum, og koma á samfylk-
ingu með þeim gegn yfirráðum
Bandaríkjanna.
Staðan nú er allt önnur. Rússar
eru ekki mótvægi við Bandaríkja-
menn, heldur samherjar og lúta
forystu þeirra í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum. Sumir óvin-
anna eru gamlir bandamenn Sov-
étríkjanna, ekki síst Írakar.
Óánægðir hershöfðingjar
Óánægjan, sem kraumar sums
staðar undir, kom upp á yfirborðið
10. nóvember sl. Þá var birt bréf frá
nokkrum uppgjafahershöfðingjum,
sem fundu Pútín ýmislegt til for-
áttu. Talið er, að bréfið eigi í raun
upptök sín hjá starfandi foringjum í
hernum. „Stríð Bandaríkjamanna
er ekki okkar stríð. Við erum að
verða okkur úti um óvini að
óþörfu,“ sagði einn þeirra, sem
skrifuðu undir bréfið, Vladímír
Volkov, þingmaður kommúnista-
flokksins.
Sergei Ívanov varnarmálaráð-
herra var andvígur því, að Banda-
ríkjamenn fengju að nota herstöðv-
ar í Mið-Asíuríkjunum, sovét-
lýðveldunum fyrrverandi, en Pútín
var á öðru máli. Hefur Ívanov ekki
hreyft því síðan en samkvæmt því,
sem fram kom í dagblaðinu Nezav-
ísímaja Gazeta, voru yfirmenn í
rússneska hernum almennt
„óánægðir“ með ákvörðun Pútíns.
Yfirmenn í GRU, leyniþjónustu
hersins, mótmæltu líka þegar Pútín
ákvað að loka hlerunar- og njósna-
stöð á Kúbu eftir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum. Er það haft eftir
háttsettum embættismanni, sem
segir, að þeir hafi litið á ákvörð-
unina sem greiða við Bandaríkja-
menn án þess nokkuð kæmi í stað-
inn.
Plúsar og mínusar
Andstæðingar jafnt sem stuðn-
ingsmenn Pútíns leita með logandi
ljósi að göllunum eða kostunum við
stefnu hans gagnvart Bandaríkjun-
um. Það var talið jákvætt, að
George W. Bush, forseti Bandaríkj-
anna, skyldi ekki ákveða, að Banda-
ríkin segðu einhliða upp gagneld-
flaugasamningnum frá 1972, en á
hinn bóginn er veruleg óánægja
með einhliða yfirlýsingu hans um
fækkun kjarnavopna. Rússnesku
herforingjarnir vilja ganga frá slíku
með formlegum samningum en
Bush vill það ekki vegna þess, að
þeim fylgir samningsbundin eftir-
litsskylda.
„Nú er svo komið, að það eru
Rússar, sem vilja, að gagnkvæmt
traust verði tryggt með eftirliti, ná-
kvæmlega eins og Ronald Reagan
var vanur að leggja áherslu á,“
sagði Víktor Lítovkín í grein um
varnarmál í Obshtsjaja Gazeta.
Efasemdarmennirnir segja, að
aðrir hugsanlegir kostir, til dæmis
skjótur aðgangur að Heimsvið-
skiptastofnuninni eða eftirgjöf
gamalla sovétskulda, séu mjög
óvissir. „Gamalt máltæki segir, að
loforð sé ekki það sama og hjóna-
band,“ sagði Lítovkín, „og hingað til
hefur farið mest fyrir loforðunum.“
Vinsældir Pútíns
Í svipinn þarf Pútín þó ekkert að
óttast, svo miklar eru vinsældir
hans meðal Rússa. Í nýlegri könnun
kom fram, að 69% landsmanna
styðja hina nýju stefnu hans gagn-
vart Bandaríkjunum og vestrænum
ríkjum en aðeins 17% voru á móti.
Þegar spurt var hvort Bandarík-
in væru vinaríki, svöruðu 43% já og
jafn margir, 43%, nei. Í febrúar á
þessu ári sögðu 32% já og 52% nei.
Reuters
George W. Bush leggur handlegginn yfir vin sinn Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Myndin var tekin er
þeir svöruðu spurningum nemenda í Crawford í Texas í liðnum mánuði þegar Pútín sótti hinn banda-
ríska starfsbróður sinn heim. Í Rússlandi er nú komin fram opinberlega andstaða við þær breyttu
áherslur sem einkenna hina nýju utanríkisstefnu Pútíns forseta.
Kurr í hernum
vegna vináttunn-
ar við Vesturlönd
Utanríkisstefna Rússa hefur gjörbreyst í
forsetatíð Vladímírs Pútíns en ekki eru all-
ir sáttir við þær nýju áherslur enda eru
herforingjar og yfirmenn öryggisstofnana
aldir upp við hatur á Vesturlöndum.
Moskvu. Los Angeles Times.