Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFSTEINN Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar afhenti í gær þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins sérstaka viðurkenningu vegna björgunarafreksins við Snæfellsnes á föstudag. Viðstaddur var m.a. yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, John Waikwitch aðmíráll. Hafsteinn sagði m.a. við þyrlusveitina, að hún hefði enn einu sinni sýnt fram á hæfni sína, þegar hún tókst á hend- ur björgunarflugið til að bjarga Ey- þóri Garðarssyni, sem barðist fyrir lífi sínu á Svanborgu SH. Javier Casanova flugstjóri í þyrlu- björgunarsveitinni veitti viðurkenn- ingunni viðtöku með þakkarorðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugliðar í þyrlubjörgunarsveit Varnarliðsins með forstjóra Landhelgisgæslunnar. F.v. Javier Casanova, Mike Garner, Hafsteinn Hafsteinsson, Jeremy Miller, Bill Yeu og Jay Lane. Sýndi enn einu sinni hæfni sína GERT er ráð fyrir að Landhelgis- gæslan taki nætursjónauka í notkun haustið 2002, en heildarkostnaður vegna þess er áætlaður um 30 millj- ónir króna og er söfnun í gangi til að standa undir honum. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að und- anfarin tvö ár hafi verið reynt að fá fjárveitingu frá Alþingi til að kaupa nætursjónauka, en það hafi ekki gengið. Hann segir að heildarkostn- aður vegna 6 til 7 nætursjónauka, til- heyrandi hjálma, breytinga á ljósa- búnaði þyrlanna og þjálfunar starfs- manna sé um 30 milljónir króna og þar sem ekki hafi fengist fjárveiting hafi hann hafið söfnun vegna málsins í haust, því um sé að ræða mikið kappsmál. Þegar hafi fengist 13 millj- ónir úr þyrlu- og björgunarsjóði Sjó- mannaskóla Íslands og farið hefði verið fram á það við aðra að leggja málinu lið. Að sögn Hafsteins Hafsteinssonar er erfitt að fá þessi tæki og auk þess þurfi sérstakt leyfi erlendis frá. Sjón- aukarnir séu samt komnir í hús en nú þurfi að huga að því að fá tilboð í að breyta þyrlunum og þar megi gera ráð fyrir 10 til 11 milljóna króna kostnaði. Allir í hverri fimm manna áhöfn verða að hafa sjónauka Eins sé búið að panta hjálmana og síðan þurfi áhafnirnar að fara á sér- stök námskeið, en allir í hverri fimm manna áhöfn verði að hafa þessa sjónauka, þegar ákveðið hafi verið að nota þá í tiltekinni ferð. Hafsteinn Hafsteinsson segir að sjónaukarnir komi ekki aðeins að not- um við björgun heldur alla leit og auki öryggið til muna, m.a. í sjónflugi í myrkri yfir landið. Hafsteinn Hafsteinsson segir að til þessa hafi söfnunin fyrst og fremst beinst að þeim sem sé málið sérstak- lega hugleikið en hugað verði að al- mennri söfnun, fáist ekki nægir pen- ingar öðruvísi. Hann segir að söfnunin sé óvanalegt og tímafrekt starf en um mjög mikið nauðsynjamál sé að ræða og hann treysti á að sjón- aukarnir verði komnir í gagnið næsta haust. Ljóst sé að þjálfunin taki drjúgan tíma og ekki verði farið af stað fyrr en allt og allir verði tilbúnir. Hann segir ennfremur að þegar ný tæki séu tekin í notkun verði að reikna með kostnaði og Landhelgis- gæslan verði að fá fjárveitingu til að standa undir nauðsynlegum kostnaði en ekki hafi verið tekið tillit til aukins rekstrarkostnaðar vegna nýrrar þyrlu Gæslunnar. Gæslan safnar fyrir nætursjónaukum Heildarkostn- aður um 30 milljónir króna ÞRJÁR flatir á golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti eru skemmdar eftir að vélsleðum var ekið yfir þær fyrir skömmu. Þá hafa kylfingar kvartað undan hjól- förum eftir jeppa á golfvellinum við Korpúlfsstaði. Gísli Páll Jónsson, vallarstjóri á Grafarholtsvelli, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta hefði gerst þegar snjór huldi brautirnar fyrir skömmu. Svo virðist sem vél- sleðamennirnir hafi notað brekk- urnar upp að flötunum til að láta sleðana stökkva og urðu talsverðar skemmdir eftir belti vélsleðanna á flötunum á brautum 4 og 8 og á efri púttflötinni við golfskálann. Gísli segir erfitt að meta hversu langan tíma þurfi til að gera við flatirnar, það komi í raun ekki í ljós fyrr en í vor. „Það getur tekið heilt sumar og jafnvel lengur að laga þetta.“ Vélsleðamenn hafa einnig farið um Vífilsstaðavöll í Garðabæ. Þar eru ummerki eftir vélsleða á þrem- ur flötum en skemmdirnar eru sýnu mestar á einni þeirra. Völl- urinn var að mestu ófrosinn þegar hann fór undir snjó og grassvörð- urinn því viðkvæmur. Guðmundur Gunnarsson, vallarstjóri Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir slíka háttsemi algerlega óþol- andi. Hæglega sé hægt að eyði- leggja margra ára vinnu á auga- bragði með því að aka vélsleðum yfir flatirnar. „Okkur er meinilla við svona heimsóknir,“ sagði Guð- mundur. Flatirnar hafa nú verið girtar af til að koma í veg fyrir frekari skemmdir á þeim. Umferð vélsleða og bifreiða um golfvellina er að sjálfsögðu bönn- uð. Vélsleðamenn valda skemmdum á golfvöllum Morgunblaðið/Ásdís Gísli Páll Jónsson við beltafar eftir vélsleða á Grafarholtsvelli. HÁMARKSGREIÐSLA fyrir hverja komu til sérfræðilæknis, sem verið hefur 6.000 kr. frá árinu 1999, fellur niður um áramótin samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneyt- isins. Þetta þýðir m.ö.o. að hlutur sjúklings getur orðið hærri en sex þúsund kr. fyrir hverja komu til sér- fræðilæknis eftir áramót. Að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra er þetta liður í þeim sparnaði sem heilbrigðisráðuneytinu bar að leggja til samkvæmt fjárlög- um næsta árs. „Ég stóð frammi fyrir því að skera niður þjónustu eða afla tekna á einhverjum sviðum,“ segir ráðherra þegar hann er inntur eftir skýringum á þessum breytingum. Eftir sem áður gildir sú regla að menn fá afsláttarkort þegar saman- lagður kostnaður vegna læknisheim- sókna á almanaksrárinu nær til- teknu hámarki. Almenna reglan er sú að menn fá afsláttarkort þegar samanlagður kostnaður vegna læknisheimsókna nær 18 þúsund kr. Eftir það greiðir viðkomandi sjúklingur einn þriðja af þeim kostnaði sem hann hefði ella þurft að greiða. „Þetta þýðir til dæmis að sjúklingur sem kominn er með afsláttarkort og sækir sérfræði- lækni sem rukkar samkvæmt gild- andi gjaldskrá 10.800 kr. fyrir unnið læknisverk greiðir lækninum 1.960 krónur, en hefði án afsláttarkortsins greitt honum 5.400 krónur. Mismun- inn í báðum tilvikum fær læknirinn greiddan frá Tryggingastofnun rík- isins,“ að því er fram kemur á heima- síðu ráðuneytisins. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá hins vegar afsláttarkort þegar sam- anlagður kostnaður vegna læknis- heimsókna er orðinn 4.500 kr. og barnafjölskyldur fá afsláttarkort þegar kostnaður vegna læknisheim- sókna barna er orðinn 6.000 kr. Komur sjúklinga til sérfræðilækna Hámarks- greiðslur falla niður um áramót BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær nokkrar tilögur að úr- bótum í málefnum veitingahúsa borgarinnar. Tillögurnar eru byggð- ar á skýrslu vinnuhóps borgarstjóra og lögreglustjóra í Reykjavík þar sem m.a. þarf að breyta lögreglusam- þykktum og verklagi Borgarskipu- lags og Heilbrigðiseftirlits. Meðal þeirra breytinga sem borg- arráð leggur til að gera á lögreglu- samþykkt er að banna einkadans á nektarstöðum. Þar er einnig kveðið á um að „sýning verði að fara fram í nægilega rúmgóðu húsnæði, þannig að gott rými sé á milli sýnenda og áhorfenda og að miðað verði við ákveðinn metrafjölda í því sambandi. Jafnframt verði sýnendum bannað að fara um meðal áhorfenda.“ Skrifstofu borgarstjóra hefur ver- ið falið að móta frumvarp að breyt- ingum á lögreglusamþykktinni í sam- ræmi við tillögurnar, í síðasta lagi fyrir 1. febrúar nk. Þær lúta einnig að breytingum á notkun húsnæðis, hávaðamörkum og bættri umgengni og þrifum við veitingastaðina. Af öðrum tillögum sem borgarráð samþykkti má nefna að við endur- skoðun deiliskipulags fari fram sjálf- stætt mat á því hvers konar tegund veitingarekstrar samræmist fyrir- hugaðri eða núverandi starfsemi á viðkomandi deiliskipulagsreit. Þá er lagt til við Heilbrigðiseftirlit að heim- ild veitingastaða til útiveitinga verði bundin því skilyrði að umgengni á og við staðinn sé með viðunandi hætti. Borgarráð vill banna einkadans LEIT að skipverjunum tveim- ur sem saknað er af Svanborgu SH skilaði ekki árangri í gær. Gengnar voru fjörur frá Arn- arstapa til Rifs og einnig fóru björgunarsveitarmenn frá Vestfjörðum til leitar á fjörum á Rauðasandi, frá Keflavíkur- bjargi til Brjánslækjar. Ekki var unnt að leita skipu- lega af sjó vegna veðurs, en skip og bátar sem voru úti við veiðar hafa fylgst með haf- svæðinu í kringum Snæfells- nes. Um tuttugu björgunar- sveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær og verður henni haldið áfram í dag, miðvikudag. Tveggja enn saknað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.