Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur Fyrst og fremst hagsmunafélag KANNANIR hafasýnt að þeir Ís-lendingar sem hafa gaman af stangaveiði skipta ekki þúsundum heldur tugþúsundum. Þó að stangaveiðifélög séu í þéttbýliskjörnum um land allt eru þó tiltölulega fáir af öllum þessum fjölda í slíkum félögum. Það lang- stærsta, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, með 2.500 fé- laga, hélt nýverið aðalfund sinn og þar var Bjarni Óm- ar Ragnarsson endurkjör- inn formaður til eins árs. Morgunblaðið ræddi við Bjarna og fræddist um fé- lagið og starfsemi þess. Fyrir hvað stendur Stangaveiðifélag Reykja- víkur? „Meginmarkmið félagsins sem það var stofnað um í öndverðu að útvega félagsmönnum veiðileyfi við hæfi hvers og eins, eru enn í fullu gildi. Þá sér félagið um að auka hróður stangaveiðinnar með ýmiss konar fræðslu, með því að hvetja til hófsemi og ánægju við veiðarnar og að veiðimenn um- gangist náttúruna af virðingu. Einnig sér félagið um að styrkja stöðu stangaveiðinnar sem al- mennings- og fjölskylduíþróttar. Þá vinnur félagið að góðri sam- stöðu veiðimanna almennt og stendur vörð um rétt þeirra og hagsmuni. Loks má nefna að fé- lagið vill ávallt vera í nánu sam- starfi við veiðiréttareigendur og vinna með þeim að verndun ís- lenskra laxastofna og að umbótum á veiðisvæðum sem félagið hefur til umráða.“ Hvernig gengur að gera svo stórum félagahópi til hæfis? „Veiðisvæði SVFR eru mjög fjölbreytt og þar finna flestir eitt- hvað við sitt hæfi. Umsóknir um veiðileyfi eru án efa það sem fé- lagsmennirnir hugsa mest um. Ekki er alltaf hægt að úthluta mönnum því sem þeir sóttu um þar sem sum ársvæðin eru mjög eftirsótt á ákveðnum tímum. Þó má segja að oftast sé hægt að út- hluta mönnum þeim dögum sem þeir biðja um, eða einhverjum dögum nálægt þeim. Mjög skýrar úthlutunarreglur eru hjá félaginu og sitja þar allir félagsmenn við sama borð. Þessar reglur þekkja flestir félagsmenn og þeir skilja það, að ef ásóknin er meiri en framboðið þarf stundum að draga um veiðileyfi á milli manna.“ Er SVFR nothæfur þrýstihóp- ur? „Það verða væntanlega aðrir að dæma um og síðan fer það að sjálfsögðu eftir málefnunum. Við erum miklir andstæðingar sjó- kvíaeldis á norskum laxi við Ís- landsstrendur og höfum beitt okk- ur gegn þessum áformum á ýmsan hátt. Það má vel vera að hægt sé að stunda sjókvíaeldi við Ísland en þau vinnubrögð og sú áhætta sem menn eru reiðubúnir að taka eru með ólík- indum. Það vantar reglur um leyfisveit- ingar þar sem tekið er tillit til annarra sjónar- miða en atvinnuupp- byggingar einnar. Þá hefur mér alltaf þótt óskiljanlegt að láta sér detta í hug að vera með sjókvía- eldi í Vestmannaeyjum, beint út af ósum Ölfusár og Rangár, þar sem mestu óveður landsins geisa með reglulegu millibili. Það er margt einkennilegt í þessu máli og við munum berjast með fjölmörgum öðrum aðilum fyrir því að fag- mennskan taki þar völdin og að ís- lenska laxastofninum verði ekki hætta búin.“ Hvar látið þið til ykkar taka? „SVFR er eins og áður hefur komið fram fyrst og fremst hags- munafélag félagsmanna þess. Þó eru auðvitað mörg mál sem við komum að. Við höfum alltaf stutt dyggilega við bakið á Orra Vigfús- syni og NASF, enda Orri búinn að vinna stórkostlegt starf til vernd- unar Atlantshafslaxinum. Þá höf- um við mjög mikinn áhuga á að netin í Ölfusá og Hvítá verði keypt upp og höfum reynt að leggja því máli lið. Þá er SVFR öflugur þátt- takandi í Landssambandi stanga- veiðifélaga.“ SVFR hefur lengi haft Elliða- árnar á leigu ... hvaða augum lítur SVFR ástand árinnar? „Því miður hefur veiðin í Elliða- ánum minnkað mikið á allra síð- ustu árum. Svo virðist sem margir samverkandi þættir hafi valdið þessari hnignun. Þar hefur kýla- veikin verið nefnd, mengun á vatnasvæðinu og ósnum, nálægðin við byggðina, minna vatnsrennsli og margt fleira. Miklar rannsókn- ir hafa verið gerðar á lífríki ánna á síðustu árum og í framhaldi af því hefur verið gripið til ýmissa að- gerða. Má þar nefna fækkun veiði- daga og minni kvóta, Reykjavík- urborg hefur ákveðið að fara í miklar aðgerðir til að hreinsa allt yfirborðsvatn áður en það fer út í árnar og seiðasleppingar hafa ver- ið auknar. Einnig stendur til að halda áfram með rannsóknir við árnar, sérstaklega við ós þeirra. Orkuveita Reykjavíkur og SVFR hafa með sér náið samband um rekstur ánna og ýmsar fram- kvæmdir og ég hef góða trú á því að það megi auka veiðina verulega á ný. SVFR var stofnað í kring um rekstur Elliðaánna og eru þær okkur því afar kærar. Fé- lagsmenn binda miklar vonir við að starfsemi félagsins flytjist í Elliðaárdalinn og sóst hefur verið eftir lóð í því skyni.“ Bjarni Ómar Ragnarsson  Bjarni Ómar Ragnarsson er fæddur í Reykjavík 28. janúar 1954. Stúdent frá MR 1975 og nam síðan viðskiptafræði við HÍ í eitt ár. Lagerstjóri hjá Vífilfelli frá 1976–1983, síðan markaðs- stjóri hjá Hans Petersen 1983– 1992, þá framkvæmdastjóri hjá Lindá 1992–2000 og loks mark- aðsstjóri hjá Heimsmyndum frá 2000. Hann hefur og setið í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur frá 1995 og verið formaður frá árinu 2000. Eiginkona Bjarna er Ragna Kristín Marinósdóttir og eiga þau tvö börn, Ragnar, fædd- an 1975 og Hrönn fædda 1986. ... þessar regl- ur þekkja fé- lagsmenn Þeir Eyðsluseggur og Góðærisglaður eru ekki síður hrekkjóttir en gömlu sveinkarnir. LÖGREGLAN í Reykjavík telur að hraðamyndavélar sem settar voru upp í Hvalfjarðargöngunum í byrjun ágúst hafi sannað gildi sitt. Í tilkynningu frá lögreglunni kem- ur fram að hraði í göngunum hefur lækkað töluvert eftir að myndavél- arnar voru settar upp og langflestir ökumenn aka nú á löglegum hraða um göngin. Rúmlega 14.200 ökutæki fóru um göngin á tveimur vikum í nóvember en 301 ökumaður var ákærður fyrir hraðakstur. Það þýðir að um 2% ökumanna hafi ekið of hratt. Þá hafa myndavélarnar orðið til þess að færri aka á miklum hraða um göngin og er mjög lítið um að menn aki hraðar en 100 km/klst. en slíkt var nokkuð algengt fyrstu vik- urnar eftir að vélarnar voru settar upp. Nú eru flestar kærurnar vegna hraða frá rúmlega 80 til rúmlega 90 km/klst. Greint er frá því að nýlega hafi verið dæmt í máli sem lögreglan höfðaði vegna aksturs á móti rauðu ljósi sem rauðmyndavél festi á filmu. Ökumaður neitaði því að ljósið hefði verið rautt þegar hann ók yfir stöðv- unarlínu. Dómarinn fjallaði um áreiðanleika og löggildingu mynda- vélarinnar og þjálfun og reynslu lög- reglumannsins. Niðurstaðan var sú að búnaðinum væri ekki áfátt og fékk maðurinn 10.000 króna sekt fyrir brot gegn umferðarlögum. Dregur úr hraða í Hvalfjarðargöngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.