Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PAUL Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, fullyrðir að Osama bin Laden sé sífellt að einangrast meira og meira og liggi æ betur við höggi. Í Hvítufjöllum í Norðaustur- Afganistan halda afganskir her- flokkar áfram að fikra sig í átt að hellunum þar sem talið er að bin Laden sé í felum. Wolfowitz sagði á mánudaginn að bin Laden stæði frammi fyrir erfiðu vali. Annað hvort gæti hann haft fjöl- mennt örygg- isgæslulið, sem gerði honum erfiðara um vik að leynast, eða hann gæti losað sig við það, í þeirri von að geta falið sig fyrir afgönskum her- flokkum og manna- veiðurum. Sambandslaus? „Hann á úr vöndu að ráða,“ sagði Wolfowitz á frétta- mannafundi í Pentag- on. „Hann er á flótta.“ Wolfowitz dró upp dapurlega mynd af aðstöðu bin Lad- ens. Bandaríkjamenn teldu hann eiga í sí- fellt meiri erf- iðleikum með að hafa samband við menn sína og áhrif hans á fylgismenn sína færu þverrandi. Auk þess ætti hann orðið erfitt um vik að afla sér þeirra peninga sem hann þyrfti til að geta starfað í Afganistan. Bandarískir embættismenn hafa ítrekað það hversu erfitt sé að finna bin Laden og múllann Mo- hammed Omar, leiðtoga talibana. Talið er að báðir séu í Afganistan, en mikið af landinu er ógreiðfært fjalllendi. Engu að síður benda yf- irlýsingar Bandaríkjamanna und- anfarna daga til þess að nokkur árangur þyki hafa náðst, að því er hernaðarskýrendur segja. Sérfræðingar taka til þess að Wolfowitz og aðrir varnarmála- fulltrúar klifi á því að þeir telji bin Laden vera á Tora Bora-svæðinu, sem afganskir herflokkar hafa nú umkringt, og að Omar sé í grennd við Kandahar. Michael Vickers, hernaðarskýrandi í Washington, segir að bandarískir ráðamenn myndu ekki tala svona afdrátt- arlaust nema þeir byggju yfir upp- lýsingum um að bin Laden og Om- ar væru á þessum stöðum. „Og ef þeir eru þarna eru þeir báðir mjög illa settir,“ sagði Vickers. Hraktir hærra upp í fjöllin Öryggisgæslulið bin Ladens verður honum sífellt meiri dragbít- ur eftir því sem leitin að honum hefur verið hert, segja bandarískir varnarmálafulltrúar. Þótt lands- lagið sé stórgert og hellarnir og göngin óteljandi gætu bandarískar eftirlitsflugvélar auðveldlega fund- ið stóran hóp manna á bílum eða hestum. Bin Laden er einnig eltur á jörðu niðri af sérsveitum og afg- önskum herflokkum sem þekkja landslagið. Og íbúar á svæðinu – sem vita að lagðar hafa verið 25 milljónir dollara (um 2.700 millj- ónir króna) til höfuðs bin Laden – gætu líka komið auga á hópinn og látið vita af honum, segja sérfræð- ingar. Á mánudaginn réðust afgönsku herflokkarnir, sem berjast gegn al- Qaeda-liðum bin Ladens, inn í miklvægan fjalladal við rætur Tora Bora og hröktu hundruð al-Qaeda- manna hærra upp í fjöllin, að sögn afganskra liðsforingja. Undir kvöld neyddust al-Qaeda-mennirnir, sem flestir eru arabar, Tsjetsjenar og Pakist- anar, til að flýja langt inn í hella nærri tindi fjallsins. Grunur leikur á að bin Laden sé þar í felum meðal liðs- manna sinna. Afgönsku hermenn- irnir náðu á sitt vald hellum neðarlega í fjallinu er notaðir voru sem geymslur og var þar mikið af þunga- vopnum. Fjórir arab- ískir al-Qaeda-menn voru felldir og hinir áttu litla von um að komast burt af fjallinu, segja afgönsku liðsfor- ingjarnir. Yfirmaður Afgananna, Hazrat Ali, hét því að baráttunni yrði haldið áfram. „Við látum þá ekki sleppa,“ sagði hann. Með hjálp banda- rískra sprengju- flugvéla og sérsveitarliða komust afgönsku herflokkarnir fram á brún Milawa-dals. Sjálfir notuð þeir sprengjuvörpur, Kal- asníkoff-riffla og afdankaða, rúss- neska skriðdreka til að brjótast fram. Nokkru síðar fóru þrjár sveitir fótgangandi upp á nokkrar hæðir til þess að taka dalinn á sitt vald, en hann liggur að fjallinu þar sem meginbækistöð al-Qaeda- liðanna er í hellum. „Ofursprengju“ beitt Bandaríkjamenn hertu á sálræn- um þrýstingi á al-Qaeda-mennina með því að varpa stórri „ofur- sprengju“ við innganginn í helli sem talið er að forsprakkar al- Qaeda kunni að leynast í. Sprengj- an er 6.800 kg, stærsta hefðbunda vopnið sem Bandaríkjamenn búa yfir, og myndar eldhnött sem eirir engu á mörg hundruð metra stóru svæði. Sögðu bandarískir hern- aðarfulltrúar að tilgangurinn með því að varpa sprengjunni hefði að hluta verið að eyðileggja inngang- inn í hellinn, en einnig að hræða al-Qaeda-mennina. Þrátt fyrir allt draga hermála- fulltrúar í Washington enga dul á að ekki hafi náðst mikill árangur í leitinni að bin Laden og öðrum forsprökkum al-Qaeda og talib- anahreyfingarinnar. Bandarískar sprengjur hafa orðið nokkrum háttsettum leiðtogum andstæðing- anna að bana, en Wolfowitz kvaðst ekki vita um neinn al-Qaeda eða talibanaleiðtoga sem væri í varð- haldi hjá Bandaríkjamönnum, og í mesta lagi þrír hefðu fallið í hend- ur afganskra herflokka. „Ég vil endurtaka það að það er mjög mikilvægt að við einbeitum okkur að stríðinu í Afganistan,“ sagði Wolfowitz. „Það eru klassísk hernaðarmistök að skilja hálfsigr- aðan óvin eftir á vígvellinum, með einum eða öðrum hætti.“           %   & '     ()%   '!    *  +*         '    '         , -%%"-."/0.$"12"3#+"                  12 3 4 52 6   ! "  #! +*    7  " "" - "-"  $%  & '   '  ()*+  , -      !     ./0 1 ( 2 $ .      ./0 1 . 45&  , 6*       ./0 1 . 7  (1)+* . 1 ./0 7        9 : " / <"" ' = " " :>/? " ;-   ( .  *" ?  ."" " ".< @"*  *"9%"(A"" . / " " @"9 B ( ?+ *"      <.  " #$ %& ' ( "   )*    + ,     ) !  -  + . %*! /0 *  (    1! !(  ! & ) , 2 2( %  !   !  3  !   !     4 5 !.   ( . + (  5(   %    !   ) !  6  !  !  5(        0 4!   4+* 8 '/*-- " <=(<  *  " "*"??+ *+ " *8 ' / (2" *"C  <   " (    -8 ' / A(   <*-   <( *"B( ?"  <. *"" " &7 . ! 5*  *    %*!  +  2  3 ! 7%(  %(  %40 4  !"#! Segja bin Laden ein- angraðan í Hvítufjöllum Washington. The Los Angeles Times, The Washington Post. AP Afganskur hermaður í skriðdreka bendir til himins á bandaríska sprengjuflugvél sem flýgur yfir Hvítufjöll. ’ Og ef þeireru þarna eru þeir báðir mjög illa settir. ‘ Paul Wolfowitz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.