Morgunblaðið - 12.12.2001, Qupperneq 22
ERLENT
22 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
PAUL Wolfowitz, aðstoðarvarn-
armálaráðherra Bandaríkjanna,
fullyrðir að Osama bin Laden sé
sífellt að einangrast meira og
meira og liggi æ betur við höggi. Í
Hvítufjöllum í Norðaustur-
Afganistan halda afganskir her-
flokkar áfram að fikra sig í átt að
hellunum þar sem talið er að bin
Laden sé í felum.
Wolfowitz sagði á mánudaginn
að bin Laden stæði
frammi fyrir erfiðu
vali. Annað hvort
gæti hann haft fjöl-
mennt örygg-
isgæslulið, sem gerði
honum erfiðara um
vik að leynast, eða
hann gæti losað sig
við það, í þeirri von
að geta falið sig fyrir
afgönskum her-
flokkum og manna-
veiðurum.
Sambandslaus?
„Hann á úr vöndu
að ráða,“ sagði
Wolfowitz á frétta-
mannafundi í Pentag-
on. „Hann er á
flótta.“ Wolfowitz dró
upp dapurlega mynd
af aðstöðu bin Lad-
ens. Bandaríkjamenn
teldu hann eiga í sí-
fellt meiri erf-
iðleikum með að hafa
samband við menn sína og áhrif
hans á fylgismenn sína færu
þverrandi. Auk þess ætti hann
orðið erfitt um vik að afla sér
þeirra peninga sem hann þyrfti til
að geta starfað í Afganistan.
Bandarískir embættismenn hafa
ítrekað það hversu erfitt sé að
finna bin Laden og múllann Mo-
hammed Omar, leiðtoga talibana.
Talið er að báðir séu í Afganistan,
en mikið af landinu er ógreiðfært
fjalllendi. Engu að síður benda yf-
irlýsingar Bandaríkjamanna und-
anfarna daga til þess að nokkur
árangur þyki hafa náðst, að því er
hernaðarskýrendur segja.
Sérfræðingar taka til þess að
Wolfowitz og aðrir varnarmála-
fulltrúar klifi á því að þeir telji bin
Laden vera á Tora Bora-svæðinu,
sem afganskir herflokkar hafa nú
umkringt, og að Omar sé í grennd
við Kandahar. Michael Vickers,
hernaðarskýrandi í Washington,
segir að bandarískir ráðamenn
myndu ekki tala svona afdrátt-
arlaust nema þeir byggju yfir upp-
lýsingum um að bin Laden og Om-
ar væru á þessum stöðum. „Og ef
þeir eru þarna eru þeir báðir mjög
illa settir,“ sagði Vickers.
Hraktir hærra upp í fjöllin
Öryggisgæslulið bin Ladens
verður honum sífellt meiri dragbít-
ur eftir því sem leitin að honum
hefur verið hert, segja bandarískir
varnarmálafulltrúar. Þótt lands-
lagið sé stórgert og hellarnir og
göngin óteljandi gætu bandarískar
eftirlitsflugvélar auðveldlega fund-
ið stóran hóp manna á bílum eða
hestum.
Bin Laden er einnig eltur á
jörðu niðri af sérsveitum og afg-
önskum herflokkum sem þekkja
landslagið. Og íbúar á svæðinu –
sem vita að lagðar hafa verið 25
milljónir dollara (um 2.700 millj-
ónir króna) til höfuðs bin Laden –
gætu líka komið auga á hópinn og
látið vita af honum, segja sérfræð-
ingar.
Á mánudaginn réðust afgönsku
herflokkarnir, sem berjast gegn al-
Qaeda-liðum bin Ladens, inn í
miklvægan fjalladal við rætur Tora
Bora og hröktu hundruð al-Qaeda-
manna hærra upp í fjöllin, að sögn
afganskra liðsforingja. Undir kvöld
neyddust al-Qaeda-mennirnir, sem
flestir eru arabar,
Tsjetsjenar og Pakist-
anar, til að flýja langt
inn í hella nærri tindi
fjallsins. Grunur leikur
á að bin Laden sé þar
í felum meðal liðs-
manna sinna.
Afgönsku hermenn-
irnir náðu á sitt vald
hellum neðarlega í
fjallinu er notaðir voru
sem geymslur og var
þar mikið af þunga-
vopnum. Fjórir arab-
ískir al-Qaeda-menn
voru felldir og hinir
áttu litla von um að
komast burt af fjallinu,
segja afgönsku liðsfor-
ingjarnir. Yfirmaður
Afgananna, Hazrat Ali,
hét því að baráttunni
yrði haldið áfram. „Við
látum þá ekki sleppa,“
sagði hann.
Með hjálp banda-
rískra sprengju-
flugvéla og sérsveitarliða komust
afgönsku herflokkarnir fram á
brún Milawa-dals. Sjálfir notuð
þeir sprengjuvörpur, Kal-
asníkoff-riffla og afdankaða, rúss-
neska skriðdreka til að brjótast
fram. Nokkru síðar fóru þrjár
sveitir fótgangandi upp á nokkrar
hæðir til þess að taka dalinn á sitt
vald, en hann liggur að fjallinu þar
sem meginbækistöð al-Qaeda-
liðanna er í hellum.
„Ofursprengju“ beitt
Bandaríkjamenn hertu á sálræn-
um þrýstingi á al-Qaeda-mennina
með því að varpa stórri „ofur-
sprengju“ við innganginn í helli
sem talið er að forsprakkar al-
Qaeda kunni að leynast í. Sprengj-
an er 6.800 kg, stærsta hefðbunda
vopnið sem Bandaríkjamenn búa
yfir, og myndar eldhnött sem eirir
engu á mörg hundruð metra stóru
svæði. Sögðu bandarískir hern-
aðarfulltrúar að tilgangurinn með
því að varpa sprengjunni hefði að
hluta verið að eyðileggja inngang-
inn í hellinn, en einnig að hræða
al-Qaeda-mennina.
Þrátt fyrir allt draga hermála-
fulltrúar í Washington enga dul á
að ekki hafi náðst mikill árangur í
leitinni að bin Laden og öðrum
forsprökkum al-Qaeda og talib-
anahreyfingarinnar. Bandarískar
sprengjur hafa orðið nokkrum
háttsettum leiðtogum andstæðing-
anna að bana, en Wolfowitz kvaðst
ekki vita um neinn al-Qaeda eða
talibanaleiðtoga sem væri í varð-
haldi hjá Bandaríkjamönnum, og í
mesta lagi þrír hefðu fallið í hend-
ur afganskra herflokka.
„Ég vil endurtaka það að það er
mjög mikilvægt að við einbeitum
okkur að stríðinu í Afganistan,“
sagði Wolfowitz. „Það eru klassísk
hernaðarmistök að skilja hálfsigr-
aðan óvin eftir á vígvellinum, með
einum eða öðrum hætti.“
% & '
()%
'!
*
+*
' '
, -%%"-."/0.$"12"3#+"
12 3 4 52 6
! " #!
+*
7
"""
-
"-"
$%
& '
'
()*+ ,-
! ./0
1
(
2 $ .
./0
1
.
45&
,6*
./0
1
.
7 (1)+*
.
1
./0
7
9
:"/
<""
'
=""
:>/?
";-
(
.
*"?
."""
".< @"*
*"9%"(A""
./
"
"
@"9
B
(?+
*"
<.
" #$ %&'
( "
)*
+,
)! -
+
.
%*!
/0
*
(
1!
!(
! & ) , 2
2(%! !
3 !
!
4 5!. (
.
+(
5(
%
!
)!
6 !
!
5(
0
4!
4+* 8
'/*-- "
<=(<
*
"
"*"??+
*+
"
*8
'
/ (2"
*"C
<
"(
-8
'
/ A(
<*-
<(
*"B(
?"
<.
*""
"
&7
.! 5* *
%*! +
2
3 !
7%(
%(
%40
4 !"#!
Segja bin
Laden ein-
angraðan í
Hvítufjöllum
Washington. The Los Angeles Times, The Washington Post.
AP
Afganskur hermaður í skriðdreka bendir til himins á bandaríska sprengjuflugvél sem flýgur yfir Hvítufjöll.
’ Og ef þeireru þarna
eru þeir báðir
mjög illa
settir. ‘
Paul Wolfowitz