Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 41 ✝ Angela ElisaSantoro Ægisson fæddist 19. apríl 1964. Hún lést í London 31. október síðastliðinn. Angela fæddist og ólst upp í Ostuni, fornum bæ á Suð- austur-Ítalíu, ofar- lega á hælnum. For- eldrar hennar voru Pietro Marco Sant- oro, menntaskóla- rektor og sagnfræð- ingur að mennt, látinn, og Concietta Maggi, húsmóðir. Systkini Ang- elu eru tvö, Antonella talmeina- fræðingur, f. 1962, og Ennio nátt- úrufræðingur, f. 1966. Eftir hefðbundið menntaskóla- nám í fæðingarbæ sínum lagði Angela stund á sagnfræði og nú- tímabókmenntir og lauk MA-prófi við háskólann í Bari á Suður-Ítal- íu. Þá var hún við Salamanca-há- skóla á Spáni og fór þaðan til Ma- dison í Winconsin og lauk MA-gráðu í miðaldabókmenntum 1992. Flutti sama ár til London og bjó þar síðan. Hún starfaði sjálf- stætt við þýðingar og kennslu og fyrir- lestrahald um ítalsk- ar kvikmyndir og bókmenntir við Ital- ian Cultural Inst- itute í London. Fékkst einnig við ritstörf. Frá 1997 bjó Ang- ela með Gunnari Ægissyni, f. í Reykjavík 1947. Hann starfar sem stefnumálafulltrúi hjá One World Act- ion, breskri stofnun sem vinnur að lýðræðis- og mann- réttindamálum í þriðja heiminum. Foreldrar hans eru Ægir Ólafs- son stórkaupmaður og Lára Gunnarsdóttir fóstra. Börn Gunn- ars eru Guðrún Ýr, f. 1967, móðir Kristín Gísladóttir, Inga Hrefna, f. 1976, og Atli, f. 1979, móðir Ingibjörg Einarsdóttir. Angela og Gunnar giftu sig í byrjun septem- ber síðastliðins. Útför Angelu fór fram í London og hún var jarðsett 5. nóvember í Highgate-kirkjugarðinum í Lond- on. Í september var ég viðstödd ein- falda og fallega athöfn á stofu 34, 4. hæð. á St. Bartholomew-sjúkrahús- inu í London. Þar voru gefin saman Angela Santoro og Gunnar bróðir minn. Ekki voru kringumstæður þær sem í upphafi var ætlað. Menn- irnir áætla – en guð ræður. Nú afréð hann að klippa á þráðinn. Og ekki nóg með það; honum fannst við hæfi að Angela Santoro, 37 ára, sem þráði að lifa og var elskuð af öllum, fengi að vita á allnákvæman hátt, hvenær guði þóknaðist að kalla hana til sín. Þeirri vitneskju miðluðu læknar henni skömmu áður; hugsanlegt var að framkvæma líffæraskipti, og lengja þar með lífið um nokkra mán- uði, þó með kvölum. Að öðrum kosti ætti Angela u.þ.b. þrjá mánuði eftir ólifaða. Mennirnir eiga stundum fárra kosta völ, Drottinn minn. En einmitt þess vegna var þessi athöfn svo einstök. Þarna voru sam- ankomnir örfáir ættingjar og vinir, ásamt borgardómara, sem gaf þau saman. Herbergið var fullt af friði, væntumþykju og ást. Tárin læddust öðruhvoru niður kinnar Angelu og okkar hinna – eins og lífið, sem lædd- ist frá henni. Við báðum þess öll svo heitt að þessi kaleikur yrði frá henni tekinn. Ef ekki, þá að við mættum að minnsta kosti hjálpa henni til að bera þessa byrði. En enginn var þess um- kominn. Hvað tekur maður þá til bragðs? Gerir eitthvað, bara eitt- hvað smálegt, eins og að sauma gardínur fyrir svefnherbergisglugg- ann þeirra, til að hleypa birtunni inn – og lífinu fyrir utan, sem linnulaust heldur áfram. Við Gunnar fórum og keyptum hvítasta, þynnsta og falleg- asta efni í allri London. Meðan ég saumaði flaug hugurinn þvers og kruss. Við hverju einasta vandamáli, sem maðurinn getur hugsanlega staðið frammi fyrir á lífsleiðinni, eru til bækur – hrúgur af bókum. Hvað við eigum að éta og ekki éta, hvernig við eigum að bregðast við bakverk, sorg, offitu, öðlast fágaðan hýbýla- smekk, hætta að drekka, hirða um heimilisköttinn. Allt – bókstaflega allt nema hvernig við eigum að deyja. Skrítið. Angela Santoro fæddist og ólst upp í bænum Ostuni, milli Bari og Brindisi á suðurhluta Ítalíu. Svo háttar til þar að bærinn stendur á hæðardragi, þar fyrir neðan tekur við slétta, allt til hafs. Þar eiga bæj- arbúar margir sinn landskika, þar sem þeir rækta olívur, sléttan er einn víðáttumikill olívulundur. Þarna má naumast velta við steini af rælni, án þess að fornminjar komi í ljós, enda hafa þarna runnið í gegn – oftar en ekki með ófriði og yfirgangi – fulltrúar helstu þjóða fornra og þá ekki síst Tyrkir. Enda Tyrkja- hræðslan viðvarandi lengi, og á þess- um slóðum er enn þá haft uppi mál- tækið „Mamma! Gli Turchi!“ þegar syrtir í álinn. Það var sumsé nærtækt að Angela ræktaði með sér áhuga á sagnfræði, sem hún síðar nam ásamt öðru, en 16 ára gömul fór hún að heiman til náms við háskólann í Bari. Hálfum öðrum áratug síðar hittust hún og Gunnar á Grænhöfðaeyjum, hann hafði lagt leið sína þangað starfs síns vegna; hún var þar sem ferðamaður. Síðan hafa þau ekki skilið. Það var hátíð að vera návistum við þau saman. Allt var gert af stakri hugulsemi gagnvart gestinum – hvers kyns aðstoð, uppörvun og in- spíration sjálfsögð og veitt af örlæti. Hvort sem Angela fékkst við mat- argerð, fræðistörf eða samræður, átti hún og nýtti þessa eftirsóknar- verðu slettu af frumleika, ráðsnilld og hugmyndaflugi, sem hún hafði fulla stjórn á, en flæddi ekki óbeislað í allar áttir engum til gagns, eins og stundum vill verða. Og æðruleysi. Hið þráða jafnaðargeð, sem á ekkert skylt við skapleysi. Tilhlökkun; að koma til London, taka lestina frá Stansted til Totten- ham Hale, þaðan til Euston, þá með Northern Line til Archway, ganga niður Juncion Road, dagblað og Time Out hjá aröbunum á horninu, kaffi og bruschetta á litla kaffihúsinu Mosaik fyrir síðasta spölinn – og svo beint heim á Bredgar Road 19, mið- hæð. Ljós í eldhúsglugga. Besta íbúð í heimi; ekki sökum stærðar eða íburðar, þvert á móti, þar er útsjón- arsemi gætt í öllu fyrirkomulagi, og hlutir valdir af kostgæfni, eldhúsið lítið og gaseldavélin gömul og lúin, stofuveggir þaktir bókum og þar er gamalt massíft fjölnotaborð. En þarna bjuggu Angela og Gunnar rausnarbúi í öllum besta skilningi þess hugtaks, síðustu fimm árin. Oft hef ég setið þarna og hugsað hvað það væri sem léði þessum stað slíka töfra, en orsökin er reyndar ekki flókin: Auk nærveru gestgjafa, eru þarna í hillum því nær allar þær bækur sem mann langar hugsanlega til að lesa; sömuleiðis öll tónlist, mat- reiðslan þeirra Angelu og Gunnars tekur öðru fram. Þar er metodískt gengið að verki, ekki verið að telja eftir sér að saxa, höggva, skera, kreista, flysja, krydda og marínera. Þeim tókst að vekja hjá mér áhuga á ítalskri matargerð, sem fram að því hafði verið í hreinu lágmarki. Þau Gunnar gerðu allt saman, elduðu, þvoðu, tóku til, glöddu gesti sína og leystu hvers manns vanda. Og leidd- ust alltaf á götu. Ég var þarna eins og grár köttur, fór eins oft til London og ég gat, og yfirleitt alltaf með eitthvað eitt á heilanum, eitt sinn var það allt innan gömlu borgarveggjanna rómversku – sem er ekki lítið og entist reyndar í margar ferðir, eða þá tiltölulega stutt saga Islington, hverfisins þar sem þau bjuggu. Það var sama hvar borið var niður, þau vissu yfirleitt allt sem máli skipti og oft miklu meira, um það sem ég hafði áhuga á. Hádegistónleikar með Angelu í St. Martins-in-the-Field, gönguferðir á Hampstead Heath og gegnum Hig- hgate-kirkjugarðinn, markaðurinn í Camden Town, Christmas Carols, síðasta aðfangadagskvöld þegar við Angela hlustuðum á upplestur á „Kvæðinu um fangann“, meðan Gunnar sótti aðra jólagesti, hvernig hún þeyttist um alla borg þann sama morgun til að næla í hina fornu korn- tegund spelti, sem hafa skyldi í kal- kúnatróðið – og tókst það. Gjafir, valdar af alúð, gleði, charade, mince- meat, jólabækur. – Kvöldið sem ég kvaddi Angelu á sjúkrahúsinu, leit ég á bækurnar á náttborðinu. Þær voru ekki um líf að loknu þessu, heldur heimspeki, mið- aldasaga – bækur um það sem hún hafði áhuga á. Hún vildi helst ekkert um veikindin tala, var búin að fá upp í háls af því. Hún vildi tala um lífið, hvað ég væri að gera, hvað krakk- arnir væru að fást við, hvernig barnabörnin döfnuðu. Við töluðum um Ísland. Landið var henni kært, og þau Gunnar reyndu að dvelja hér í sumarfríum og ferðuðust víða. Hún hefði svo gjarna viljað búa hér um hríð. Við töluðum líka lengi um Pal- estínu þetta síðasta kvöld. Óþolandi ástandið þar, og viljaleysi stórvelda til að leysa „ástandið fyrir botni Mið- jarðarhafs“, sem hefur verið fastur liður í fréttum síðan ég man eftir mér, hvað þá hún. Næsti dagur var 11. september. Þegar ég kvaddi, af- henti ég henni bréf. Þar sagði ég m.a. hve mér þætti vænt um hana, að hún hefði í svo mörgu verið mér fyr- irmynd, eins og öðrum, að ég vildi óska þess að hafa borið gæfu til að lifa jafn innihaldsríku og heilsteyptu lífi og hún, þegar minn tími kæmi. Og meinti hvert orð. Það sem ég ekki nefndi var, hversu fjári óréttlátt þetta líf væri stundum, blóðug eft- irsjáin að öllu því sem Angela tæki með sér í gröfina; ónýttum hæfileik- um, ótrúlegum og víðfeðmum fróð- leik – og visku. Við kvöddumst svo í hinsta sinn, ég gekk út af sjúkrahúsi heilags Bartolomeusar, fram hjá Wallace hálshöggna, fram hjá St Pauls kirkjunni. Viðgerðir fóru fram á þessari byggingu, hverrar forveri var fyrsta bygging sem reist var inn- an borgarmúra Lundúna. Á grind- verkinu stóð www.paternoster.com. – mjög við hæfi. Ég grét í hljóði alla leið til Isling- ton. Grét missi okkar allra og sá fyrir mér fallega andlitið hennar í rúminu þegar ég leit um öxl um leið og dyrn- ar féllu að stöfum. Hún brosti – þótt missir hennar væri lífið sjálft. Hún átti aðeins tvær óskir, úr því sem komið var. Að lífið yrði einfalt og sársaukalaust. Að hún fengi að vera heima. Seinni óskin rættist, þar var hún síðustu vikurnar, og þar dó hún. Sjálf var hún búin að ganga frá jarð- neskum málum, eftir bestu getu, og þau Gunnar höfðuð valið grafreit í Highgate-kirkjugaðinum, stutt frá Hampstead Heath, sem var yndi beggja. Og þar liggja þau nú, ásamt öðrum Lundúnabúum, Angela og Karl Marx. Áttu það sameiginlegt að hafa djúptæk áhrif á líf þeirra sem komust í tæri við þau. Áhrif Angelu fólust í því að bæta fólk, Marx í því að vilja jafna kjör manna, og fannst sjálfgefið að væri mannbætandi að- gerð. Hann benti á leiðir. Angela benti ekki á leiðir. Hún var fordæmið sjálft. Yfirlætislaus heiðagróður prýðir leiði hennar. Það er við hæfi, því Angela sá fegurðina ekki síst í því smáa. Og svo glögg var hún, að rauði rúbíninn í vegrykinu, sem Guðmund- ur Böðvarsson yrkir svo fallega um í kvæði sínu, hefði ekki farið fram hjá henni. Þeir eru margir sem harma Ang- elu; öldruð móðir í Ostuni, systkinin Antonella og Ennio, frænkan, nafnan og jafnaldran Angela „litla“, en þrjú þau síðastnefndu skiptust á að vera í London síðustu mánuðina. Aldavinkonurnar og tryggðatröllin í London; Lorna, Marinella, Basja. Við öll hérna heima. En hitann og þungann hafa Gunnar og dóttir hans Inga Hrefna borið, þau háðu með henni dauðastríðið allt til loka. Inga Hrefna heimsótti hana daglega og elskaði hana fölskvalaust. Gunnar var svo vakinn og sofinn yfir henni allt þar til hún gaf upp öndina í fangi hans. Við bíðum þess að sorgin réni – og eigum þó altént minningarnar. Og hún er hérna enn – í verkum sínum. Guðrún Ægisdóttir. Angela Elisa Santoro Ægisson var ítölsk að ætt og uppruna frá borginni Ostuni á Suður-Ítalíu og var alin þar upp við fjölbreytta menningu og listir. Ég hitti Angelu fyrst á Íslandi fyrir rúmum fjórum árum þegar hún dvaldi á heimili mínu ásamt sambýlismanni sínum og aldarvini mínum, Gunnari Ægissyni. Ég minnist þeirrar hlýju og einlægni sem stafaði frá Angelu, þessum lif- andi augum, fallega brosinu og þeim leiftrandi gáfum sem hún bjó yfir. Hún hafði mikinn áhuga á bók- menntum og las allt milli himins og jarðar enda fékkst hún sjálf við að skrifa. Angela var sérfróð í verkum hins mikla ítalska skáldajöfurs Dante en um leið var hún sífellt að nema einhver ný fræði og síðustu ár kynnti hún sér m.a. af áhuga íslensk- ar miðaldarbókmenntir. Að ferðast til framandi landa til að kynnast ólíku fólki og menningu þess var eitt af áhugamálum Angelu og á einu slíku ferðalagi, nánar til- tekið á Grænhöfðaeyjum, kynntist hún Gunnari Ægissyni sjávarútvegs- fræðingi, sem þá starfaði þar að þró- unarmálum. Kynni þeirra urðu til þess að Gunnar flutti til Lundúna til að búa með Angelu. Ég heimsótti þau oft í litla en snotra íbúð þeirra á Bredgar Road í Norður-Lundúnum sem þau deildu með hinum ráðagóða og hyggna heimilisketti Sal en hann heitir í höfuðið á einni af Grænhöfða- eyjunum. Gestrisnin á heimilinu var þeim í blóð borin enda bæði tvö kom- in af sómafólki og það voru ekki ófá- ar næturnar sem maður fékk að gista á beddanum í stofunni eftir spaklegar og fjörugar samræður yfir mat og drykk. Þau voru dugleg að fræða hvort annað um heimkynni sín og bakgrunn og heimsóttu reglulega til skiptis Ísland og Ítalíu. Síðast komu þau saman til Íslands í fyrra- sumar og hafði Angela þá að orði að sig langaði til að læra íslensku svo að hún gæti lesið bókmenntirnar á frummálinu, en því miður varð ekk- ert af þeim áformum. Síðastliðið haust heltók sjúkdóm- ur Angelu sem leiddi hana stuttu síð- ar til dauða. Allt er í heimi hverfult, aðstæður fólks og líf þess geta breyst skyndilega í einu vetfangi og slíkt gerist svo snögglega að maður áttar sig ekki á hverfulleika lífsins fyrr en allt er liðið hjá. Nú er dauða- stríðinu lokið og eflaust tómlegt um að litast á Bredgar Road án Angelu. Allt þetta mótlæti hefur svo sann- arlega reynt á Gunnar vin minn sem ég sendi mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Angela var jarðsett í High Gate kirkjugarðinum í Norður-Lundún- um skammt frá heimili þeirra Gunn- ars og hvílir þar í félagsskap ýmissa mikilmenna mannsandans. Í hæðum þessa fræga garðs eru enn villtir skógarlundar og þangað mun ég vitja minningar Angelu sem er mér bæði ljúf og falleg. Halldór Ásgeirsson. Þau döpru tíðindi bárust síðsum- ars að Angela Ægisson væri orðin al- varlega veik. Hún lést svo 31. októ- ber og var jarðsett 5. nóvember í Highgate-kirkjugarðinum í London. Ég kynntist Angelu gegnum gamlan vin minn, Gunnar Ægisson. Forlögin leiddu þau saman fyrir fimm árum á Grænhöfðaeyjum og þau voru óaðskiljanleg síðan. Leiðir okkar Gunnars lágu aftur reglubundið saman eftir að ég flutt- ist til Portúgal fyrir 16 árum en við höfðum þekkst í yfir 30 ár. Hann var þá farinn að starfa í þriðja heiminum sem ráðgjafi í fiskveiðum og skipu- lagsmálum, m.a. í portúgölsku Afr- íku. Sumarið ’96 dvaldist hann hjá mér og undirbjó sig undir starf á Grænhöfðareyjum. Hann hafði þá verið fráskilinn í nokkur ár, en var vandfýsinn og ekki allra og virtist sáttur við að búa einn. Ég hugsa að hann hafi frekar átt von á dauða sín- um á Cabo Verde en því að hitta þar fyrir ástina. En ekki var hann búinn að vera þar lengi þegar hann rakst fyrir tilviljun á tvo ferðalanga, tvær stúlkur, breska og ítalska. Þar var mætt til leiks Angela á einum af sín- um utanvega ferðum. Og það var ekki að sökum að spyrja. Gunnar fékk sig svo lausan og flutti til Lond- on um vorið til hennar. Það fylgdi því gæfa og gleði að umgangast Angelu. Hún var í senn óvenju lifandi og gefandi manneskja og manni leið strax vel í návist henn- ar. Hún hafði áhuga á hinum ólíkleg- ustu hlutum, víðtæka menntun og skarpan og skemmtilegan skilning á mannlífinu í allri fegurð þess og fá- ránleika. Sjálf var hún alin upp mið- svæðis í Miðjarðarhafsmenningunni þar sem út um allar grundir eru minjar um langa sögu og forna frægð, steinöld og bronsöld, Grikki og Rómverja, Byzantínið, Normana og Spánverja. Hún fékk klassíska menntun, byrjaði í grísku og latínu níu ára og lagði seinna fyrir sig þver- fagleg menningarfræði við háskóla austan hafs og vestan. Jafnframt var hún í yngri kantinum á 68-kynslóð- inni. Faðir hennar var líklega nokk- uð strangur, menntaskólarektor og virkur kommúnisti, en móðir hennar kaþólsk. Angela var bráðger, hún hóf háskólanám 16 ára og enn var þá tíðarandinn sviptivindasamur í vest- rænum háskólum. Svo það var um nóg að spyrja og efast. Hún tók þann slag af sama lífsþorsta og hún nálg- aðist annað í tilverunni. En þegar ég kynntist henni var hún fullþroska kona í sátt við sjálfa sig og lífið, vitur og lífsglöð. Hún hafði forvitinn og kærleiksríkan áhuga á flestu í kring- um sig, listum og trúarbrögðum, mannfólkinu nær og fjær. Hún ferð- aðist víða, um Norður- og Mið-Am- eríku, Evrópu og Kúbu. Og Cabo Verde. Líklega stóðu bókmenntir henni næst og sjálf fékkst hún við skriftir. Ég held að það hafi verið frásagnir úr sólkerfum Calvino og annarra slíkra ævintýrahöfunda. Fáa hef ég hitt líklegri til bók- menntalegra afreka en Angelu. Við áttum saman ógleymanlegar stundir, bæði þegar ég gisti hjá henni og Gunnari í London í milli- lendingum, og ekki síst þegar þau heimsóttu mig í sveitina í Portúgal fyrir þremur árum. Þar varð hver dagur að veislu og að Miðjarðarhafs- hætti var kvöldmáltíðin þungamiðj- an, hófst um eftirmiðdaginn með inn- kaupum á þorpsmarkaðnum og endaði um miðnætti þegar samræð- unum var hvergi nærri lokið svo það mátti hlakka til að vakna næsta dag og halda áfram. Eins og gengur bar hún mótun sína með sér, það stafaði frá henni klassísk fegurð og reisn. Og af því að hún átti auðvelt með að gefa var hún ein af þeim manneskj- um sem draga það skásta fram í samferðafólki sínu. Svo það var nóg að gera kringum hana, skoða náttúr- una, dást að dýrunum og upplifa frá- bæra matargerðarlist. Tvö kvöld enduðu í maraþontarotlögn þar sem hún og vinur okkar Eyjólfur Hall- dórs sátu hvort gegn öðru og túlkuðu nútíð, fortíð og framtíð, galdur lagð- ist í loftið og við Gunnar reyndum að halda ró okkar. Nú er þessi fallega manneskja öll. Þrjátíu og sjö ára gömul. Orð verða fánýt. Bíðum þess að sorg mildist í söknuð mikilvægar og jákvæðar minningar. Gunnar verður í Ostuni um jólin til þess að vera viðstaddur skírn guðs- onar síns, sonar Ennios mágs síns. Fyrsta barn þeirrar kynslóðar. Þannig þarf að halda áfram. Blessuð sé minning Angelu. Stefán Unnsteinsson. ANGELA SANTORO ÆGISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.