Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FULLTRÚAR Alþýðusam-bands Íslands og Samtakaatvinnulífsins eru bjart-sýnir á að samkomulag takist í dag um breytingar á kjara- samningum og aðrar aðgerðir sem miða að því að viðhalda forsendum samninganna og koma í veg fyrir að launalið verði sagt upp. Viðræður stóðu fram eftir kvöldi og er fundur ráðgerður í dag. „Ég vona að þessir samningar gangi allir eftir og gefi okkur færi á að viðhalda kaup- mætti launanna, sem er meginmarkmiðið, að standa vörð um þá kaupmáttaraukningu sem orðið hefur,“ segir Davíð Oddsson for- sætisráðherra er hann er spurður álits á við- ræðum forystumanna ASÍ og SA. „Mönnum er ljóst að þessi óvissa um kjara- samningana hefur skapað óvissu um aðra þætti og örugglega haft neikvæð áhrif á stöðu krónunnar eins og sést í dag að hún hefur þegar styrkst nokkuð, sem væntanlega verður varanlegra en styrking hennar að undanförnu,“ sagði for- sætisráðherra einnig. Kvað hann efnahagslífið bersýnilega sýna já- kvæð merki, fyrirtækin væru að styrkjast, ekki síst útflutningsfyrir- tæki, en önnur einnig. „Ég tel lík- legt og nokkuð ljóst að þessir samn- ingar með öðrum þáttum, eins og afgreiðslu fjárlaga með afgangi, muni ýta undir að okkur takist það sem við höfum stefnt að; að tryggja stöðugleikann og jafnvægi í efna- hagslífinu. Þar með getum við farið að byggja upp kaupmátt á nýjan leik í framtíðinni, ofan á þann kaupmátt sem við höfum þegar náð.“ Davíð Oddsson sagði ríkisstjórnina hafa heitið því að héldust forsendur kjarasamninga myndi hún beita sér fyrir því að tryggingagjaldið yrði lækkað um 0,25%, en hækkun þess um 0,77% á að óbreyttu að koma til framkvæmda í ársbyrjun 2003. Dav- íð segir slíka lækkun geta auðveldað atbeina annarra að málinu, t.d. Sam- taka atvinnulífsins, en þetta væri háð því sameiginlega markmiði sem allir stefndu að, að viðhalda forsend- um samninga. „Þá munum við einn- ig taka ákvörðun með vorinu um at- riði sem snerta grænmetið til að koma í veg fyrir að hinn árvissi darr- aðardans í kringum papriku og ann- að grænmeti fari af stað,“ sagði ráð- herra og vísar þar til áforma um að afnema tolla af innfluttu grænmeti. Viðræðufundur fulltrúa Alþýðu- sambands Íslands og Samtaka at- vinnulífsins hófst síðdegis í gær og var ekki lokið á ellefta tímanum. Eru frekari viðræður nauðsynlegar. Fundinn sátu frá SA Ari Edwald framkvæmdastjóri og Hannes Sig- urðsson aðstoðarframkvæmdastjóri og af hálfu ASÍ Grétar Þorsteinsson forseti, Gylfi Arnbjrnsson fram- kvæmdastjóri og Rannveig Sigurð- ardóttir hagfræðingur. Samþykkt var á fundi SA í hádeg- inu í gær að láta reyna á hvort unnt yrði að ná saman með ASÍ um að- gerðir sem væru forsenda þess að fresta því um þrjá mánuði að segja upp launalið kjarasamninga eins og samþykkt var á formannafundi ASÍ í fyrradag. Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri SA, tjáði Morgun- blaðinu í gærkvöldi að niðurstaða lægi ekki fyrir en hann gerði sér vonir um að saman næðist í dag. Ari segir málið viðamikið. Meðal þess sem rætt er um auk frestunar á end- urskoðun launaliðar- ins er að verðbólgu verði náð niður fyrir 3% á næsta ári, að vextir lækki veru- lega, að atvinnurek- endur verði skuld- bundnir til að greiða 1% viðbótarframlag vegna lífeyrissparn- aðar, að verðlagseft- irlit verði hert og al- mennir launataxtar hækki um 3% í árs- byrjun 2003 í stað 2,75%. Ari segir enn eftir að ná samkomulagi um ým- is atriði en vildi ekki greina nánar frá viðræðna. Bjartsýnn á málalok Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, kvaðst í gær- kvöld bjartsýnn á að aðilar næðu saman í dag. Hann sagði menn í raun sammála um málið í heild sinni og að viðræðurnar snerust mikið um tæknilega útfærslu breytinga á samningum. Meðal annars er til um- ræðu að 2,75% hækkun sem verða á í ársbyrjun 2003 verði 3% vinnurekendur greiði 1% framlag í lífeyrissjóð óháð launþega. Sagði Gylfi rökr ila snúast að töluverðu þessi atriði og síðan hvern yrði frá þeim formlega. K meðal annars til skjalanna um endurskoðun á fo kjarasamninganna. Samstaða innan S „Það er mikil samstaða innan Samtaka atvinnulífsi eigum í meginatriðum um að velja,“ segir Ari og n „Hvort hér festist í sessi þa sem gæti verið að grafa um verðbólgu og kostnaðarhæ eða hvort okkur tekst að n inu í þann ramma sem við út frá við samningsgerðina um að sjálfsögðu ná niður hið síðarnefnda og það er m hugur um að gera þá tilrau Ari segir málið taka nokk en telur að hægt verði að ræðum í dag. Hann segir e atriðið að verðlagsvísital 222,5 stig í maí því ef það g komi til uppsagnar kjaras „Þrátt fyrir að eitthvað sta borðinu ennþá geri ég mér að við náum lendingu. V stuðla að því markmiði að v Davíð Oddsson kveðst ánægður með viðræður fulltr Vonar að samn kleift að viðhald Fulltrúar Alþýðusamban Edwald, framkvæmdast hagfræðingur AS Davíð Oddsson Ekki er lokið viðræðum fulltrúa ASÍ og SA um leiðir til að viðhalda forsendum kjara- samninga. Forsætisráðherra og talsmenn hvorra tveggja samtakanna vonast til að saman náist í dag og segja í samtali við Jó- hannes Tómasson mikilvægt að halda verð- bólgu undir mörkum og koma í veg fyrir uppsögn launaliðar kjarasamninga. KRÓNAN styrktist um 2,7% í gær og er þetta mesta styrking krónunnar á einum degi frá því gjaldeyrismarkaði var komið á fót hér á landi. Vísitala krónunn- ar, en hún mælir verð erlends gjaldeyris og lækkar því þegar krónan styrkist, var 148,96 stig í upphafi dags í gær en fór niður í 145 stig í lok dags. Viðskipti voru töluverð, eða 12,5 milljarðar króna. Sigurgeir Örn Jónsson, deild- arstjóri afleiðuviðskipta hjá Kaupþingi, segir að andrúmsloft- ið á gjaldeyrismarkaðnum hafi smám saman verið að breytast að undanförnu og menn séu bjart- sýnni en verið hafi. Hækkunin nú sé líklega viðbrögð markaðarins við ákvörðun Alþýðusambands Íslands um að fresta endurskoð- un launaliðar kjarasamninga um að minnsta kosti þrjá mánuði og við hugsanlegri erlendri lántöku ríkisins, sem sé til þess fallin að styrkja krónuna ef að verði. Þá ýti væntanleg sala stórs hlutar í Landssímanum til erlends fjár- festis undir bjartsýni á gjaldeyr- ismarkaði, því hún kunni að hafa jákvæð áhrif á krónuna. sé útlit fyrir að umskipti verða á viðskiptajöfnuði halli á viðskiptum verði vormánuðum en áður haf talið. Sigurgeir segist telja lí framundan sé frekari s krónunnar, sérstaklega ef nokkra mánuði fram í tím skammtímasveiflur geti orðið nokkrar. Ríkið haldi afgan af ríkissjóði Í Hálf-fimm fréttum B bankans er rætt um áhrif ríkið taki lán erlendis. Þar fram að hugmyndin sé a peningana hingað til la kaupa upp skuldabréf. V aukist flæði fjármagns inn ið og við það muni geng unnar væntanlega styrkj sem 35% af vísitölu neys séu innfluttar vörur æt styrking krónunnar að mjög úr verðbólgu, en sa ASÍ geri ráð fyrir að m ræmdum aðgerðum aðila markaðarins og ríkisins m Krónan styrkis STARFSHÆTTIR LÖGREGLU OG UPPLÝSINGALÖGIN Dómsmálaráðuneytið og embættilögreglustjórans í Reykjavíkhafa synjað Morgunblaðinu um aðgang að bréfi, sem ríkislögreglu- stjóri sendi lögreglustjóranum í Reykjavík vegna framkvæmdar hús- leitar, sem fram fór á einkaheimili í Reykjavík í apríl sl. Húsleitin var gerð vegna gruns um að í íbúðinni væru framleidd fíkniefni. Meðan á henni stóð svipti húsráðandinn sig lífi með skotvopni. Meirihluti úrskurðarnefnd- ar upplýsingamála hefur nú vísað frá kæru blaðamanns Morgunblaðsins vegna áðurgreindrar synjunar, með þeim rökum að efni bréfs ríkislög- reglustjóra falli utan gildissviðs upp- lýsingalaga, sem kveða á um skyldu stjórnvalda til að veita almenningi að- gang að gögnum máls. Ástæður Morgunblaðsins fyrir því að leita eftir aðgangi að gögnum máls- ins eru augljósar. Sá atburður, sem varð á meðan á húsleitinni stóð, er hörmulegur. Maður, sem var eða hefði a.m.k. átt að vera undir eftirliti lög- reglunnar, lét lífið. Það er alvarlegt mál. Jafnframt liggur fyrir að maður, sem var undir eftirliti lögreglu, gat nálgazt skotvopn og þannig stefnt ekki aðeins eigin lífi heldur jafnframt lög- reglumanna í hættu. Hvort tveggja vekur upp spurningar um vinnubrögð lögreglunnar við húsleit almennt og yf- irleitt, spurningar sem almenningur hlýtur að eiga fullan rétt á að fá svör við. Raunar lá fyrir, áður en úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp, að eitt- hvað hefði verið athugavert við vinnu- brögð lögreglunnar. Í bréfi sem ríkis- saksóknari sendi til lögreglunnar í Reykjavík 11. september síðastliðinn og vitnað er til í frétt Morgunblaðsins í dag, kom fram að ekki þætti ástæða til frekari rannsóknar á láti mannsins og meintu fíkniefnabroti hans. Hins vegar hefði ríkislögreglustjóra verið sent ljósrit af skýrslum lögreglumanna sem sinntu húsleitinni og hefði hann ákveð- ið að „kanna sérstaklega framkvæmd á verklagi lögreglunnar við leitina, væntanlega með það fyrir augum, að gefnu tilefni, að áréttaðar, endurnýj- aðar eða settar verði verklagsreglur um undirbúning og framkvæmd leit- ar“. Ríkislögreglustjóri sendi síðan lög- reglustjóranum í Reykjavík bréf með athugasemdum í sjö liðum um fram- kvæmd leitarinnar. Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri staðfestir raunar sjálfur í Morgunblaðinu í gær að niðurstaða úttektar embættis hans á húsleitinni hafi verið sú að ekki hafi verið staðið rétt að undirbúningi og framkvæmd hennar í ýmsum veiga- miklum atriðum. Hvaða rök eru fyrir því að synja al- menningi og fjölmiðlum um aðgang að upplýsingum um jafnalvarlegt mál? Meirihluti úrskurðarnefndar upplýs- ingamála fellst á þau rök lögreglunnar í Reykjavík og dómsmálaráðuneytis- ins, að efni bréfs ríkislögreglustjóra varði rannsókn eða saksókn í opinberu máli, en slík gögn eru undanskilin gild- issviði laganna. Engu að síður kemst meirihluti nefndarinnar sjálfur að þeirri niðurstöðu að í bréfinu sé „…vikið að verklagi lögreglu og vinnu- aðferðum við húsleit, almennt séð…“ Hefði þá úrskurðarnefndin ekki átt að veita aðgang að hluta bréfsins, eins og heimild er til í upplýsingalögum eða alltént taka málið til efnislegrar með- ferðar í því skyni að úrskurða hvort veita hefði átt aðgang að hluta bréfs- ins? Sömuleiðis hljóta menn að spyrja hvaða hagsmuni sú takmörkun á gild- issviði upplýsingalaga, að þau nái ekki til gagna um rannsókn eða saksókn í opinberum málum, eigi að vernda. Það hljóta að vera hagsmunir þeirra ein- staklinga, sem aðild eiga að slíkum málum, sem eiga að njóta verndar en ekki hagsmunir opinberra aðila af að þögn ríki um rannsóknarhætti þeirra og starfsaðferðir. Rannsókn á láti mannsins, sem gerð var húsleit hjá, og á meintum fíkniefnabrotum hans er eitt mál, en starfsaðferðir lögreglunn- ar eru annað og aðskilið mál. Meiri- hluti úrskurðarnefndarinnar virðist hins vegar ekki greina þarna á milli. Málflutningur og vinnubrögð lög- reglustjóraembættisins í Reykjavík í þessu máli hljóta að orka tvímælis á ýmsan hátt. Þegar embættið hafnaði beiðni Morgunblaðsins um aðgang að bréfi ríkislögreglustjóra, fylgdi þeirri synjun í fyrstu enginn rökstuðningur. Eftir að málið hafði verið kært til úr- skurðarnefndarinnar lagði embættið annars vegar fram áðurgreind rök, að efni bréfsins félli utan gildissviðs upp- lýsingalaganna, en hins vegar að í bréf- inu kæmu fram atriði, sem vörðuðu starfsmann eða starfsmenn lögregl- unnar og væru enn til skoðunar. Þar af leiðandi gæti bréfið einnig varðað einkahagsmuni þessara starfsmanna. Þetta er fráleitur málflutningur enda leggur úrskurðarnefndin hann ekki til grundvallar niðurstöðu sinni. Í fyrsta lagi hljóta menn að spyrja hvaða atriði séu enn „til skoðunar“ í málinu hvað störf einstakra lögreglumanna varðar, hátt í sjö mánuðum eftir að umrædd húsleit átti sér stað. Í öðru lagi er beit- ing opinberra starfsmanna, í þessu til- felli lögreglumanna, á því valdi sem þeim er falið að fara með, ekkert einka- mál þeirra. Það er ekki í þágu lögregl- unnar að reyna að koma í veg fyrir fréttaflutning af starfsháttum hennar sem kunna að þykja aðfinnsluverðir. Við þetta bætist að í gær veitir lög- reglustjórinn í Reykjavík lögreglu- manninum, sem stjórnaði húsleitinni, svokallaða skriflega aðfinnslu. Það verður að teljast sérkennilegt að í rök- stuðningnum gegn kæru blaðsins sé m.a. byggt á því að málið sé enn til skoðunar sjö mánuðum eftir húsleit- ina, en að daginn eftir að bréf með úr- skurði úrskurðarnefndar berst Morg- unblaðinu, skuli því lokið með skriflegri aðfinnslu. Þá verður að spyrja: Fyrst málinu er lokið af hálfu lögreglustjóraembættisins, er nokkuð því til fyrirstöðu að staðreyndir þess verði almenningi ljósar? Til þess að nauðsynlegt traust ríki á milli lögreglunnar og almennings þarf fólk að hafa trú á að vinnubrögð lög- reglunnar séu ætíð eins vönduð og frekast er unnt. Ef vafi leikur á slíku, er það ekki í þágu þessa trausts að synja almenningi og fjölmiðlum um að- gang að upplýsingum. Þvert á móti þarf lögreglan að miðla upplýsingum um starfshætti sína og vakni spurning- ar um hvort þeim sé áfátt, eins og í þessu máli, sýna fram á að brugðizt hafi verið við með réttum hætti og gerðar ráðstafanir til úrbóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.