Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR skömmu gerðu ritstjórar tímaritsins Science grein fyrir grein sem doktorarnir Oddur Ingólfsson og Alec M. Wodtke, prófessorar í eðlisefnafræði við Kaliforníuhá- skóla í Santa Barbara í Bandaríkj- unum, fengu birta eftir sig í Phys- ical Review Letters nýverið, en mjög eftirsóknarvert þykir að fá þar birtingu og ekki síður að fá at- hygli Science. Í hverju blaði Science er bent á það sem merkilegast þykir í fræð- unum. Ritstjórarnir velja það sem hefur verið birt í vísindatímaritum í sömu viku, fjalla um efnið og helstu niðurstöður og benda á viðkomandi grein til aflestrar. Umrædd grein fjallar um sam- eindaþyrpingar, Bridging the Cluster-to Bulk Divide: Electron Attachment Time-of-Flight Spectrometry Reveals Geometrical Shell Closings in (SF6)n Clusters (n=2-550). Höfundar könnuðu þyngdargreiningu á bíómólikúlum og útbjó Oddur Ingólfsson sérstakt tæki vegna þessara greininga. Við það tækifæri könnuðu þeir þessar sameindaþyrpingar og það kveikti áhuga þeirra á frekari rannsóknum, að sögn Odds, en þetta gengur út á spurninguna hvenær fastur hlutur sé orðinn fastur hlutur. Hann segir að í tugi ára hafi verið barátta um að reyna að finna út hvenær gasfasi rennur yfir í fastan fasa en það virðist vera mjög háð mólikúlunum. Hann segir að einna erfiðasta viðfangsefnið sé á milli nokkurra tuga mólikúla og um 1000 mólíkúla en þetta sé það svæði sem þeir hafi rannsakað í sam- eindaþyrpingum. Physical Review Letters birtir ekkert nema það sé alveg nýtt og segir Oddur Ingólfsson það mikla viðurkenningu að fá þar inni. Oddur Ingólfsson hefur verið við Kaliforníuháskóla undanfarin tvö ár, m.a. við vinnu að þessu verkefni, en áður var hann í Japan í þrjú ár og þar áður í áratug í Berlín, þar sem hann nam fræðin. Oddur Ingólfsson við tækið sem hann smíðaði vegna rannsóknarinnar. Vísindagrein eftir Íslending vekur athygli LEIFUR Sigurðsson, sem starfað hefur sem kristniboði í Kenýa síðustu árin á vegum Sambands íslenskra kristni- boðsfélaga, átti nýlega þátt í að skíra um 600 manns ásamt samstarfsmönnum sín- um. Fóru athafnirnar fram í bæjunum Kasei og Alale í Kara-Pókot héraði í Kenýa. Margir bíða lengi eftir að fá að skírast Íslendingar hafa starfað að kristniboðs- og hjálp- arstörfum í Pókot í Kenýa sem er í vesturhluta landsins í yfir tvo áratugi og hafa fjölmargir skírst til krist- innar trúar. Stofnuð hefur verið innlend lútersk kirkja í landinu og felst starf kristni- boðanna í dag að mestu í ráðgjöf og aðstoð við upp- fræðslu. Kristniboðar eru einnig að störfum í Eþíópíu á vegum SÍK þar sem þeir hafa verið allt frá árinu 1954. Í skírnarathöfnunum í Kasei og Alale voru jafnt börn sem fullorðnir skírðir og segir Leifur Sigurðsson að margir hafi beðið allt frá síðasta sumri eftir að fá að skírast. Leifur Sigurðsson kristniboði við eina skírnarathöfnina. Íslending- ur skírir Kenýabúa HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Jón Kristjánsson, ætlar að láta fara yf- ir þá úttekt sem Bandalag starfs- manna ríkis og bæja, BSRB, lét gera á þróun lyfja- og læknis- kostnaðar sjúklinga. Einnig verða kallaðir til fundar í heilbrigðis- ráðuneytinu þeir sem að úttektinni stóðu. Hún sýndi m.a. töluverða hækkun milli áranna 1990, 1996 og 2001, mismunandi eftir sjúkdóm- um, auk þess sem mikill munur reyndist vera á lyfjakostnaði milli höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar. Jón Kristjánsson sagðist í sam- tali við Morgunblaðið fagna allri umræðu og rannsóknarvinnu um heilbrigðismál og hvernig betur mætti gera í þeim málaflokki. Hann sagði mismun á lyfjakostn- aði milli landshluta vera alvarlegt mál sem þyrfti að skoða sérstak- lega. Full ástæða væri til að kanna ástæður sem þar lægju að baki. „Eitt af því sem við munum skoða er hvort um er að ræða sam- bærilegar læknismeðferðir og hvernig framfarir í rannsóknum og lyfjameðferð koma þar inn í. Að- alverðsprengingin virðist vera milli áranna 1990 og 1996. Síðan hefur þetta verið í nokkru jafn- vægi, að einni læknismeðferð und- anskilinni sem BSRB tók fyrir,“ sagði Jón. Ráðherra lætur kanna tölur BSRB um aukinn kostnað sjúklinga Skoða þarf mun á lyfjakostnaði eftir landshlutum KJARASAMNINGUR Sjúkraliða- félags Íslands við fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkisins, Reykja- víkurborg, sjálfseignarstofnanir í Reykjavík og nágrenni og launa- nefnd sveitarfélaga var samþykkt- ur með tilskildum meirihluta í at- kvæðagreiðslu félagsmanna. Sjúkraliðafélagið á enn ósamið við nokkrar minni stofnanir og sveitarfélög, auk SÁÁ-Vogs, en þar er ágreiningur um lífeyris- sjóðsaðild sjúkraliða, sem vilja fá aðild að lífeyrissjóði ríkisstarfs- manna. Gildistími kjarasamninganna sem nú hafa verið samþykktir er frá 1. nóvember 2001 til 30. nóv- ember árið 2004. Sjúkraliðar samþykkja samninga MESTI munur á hæsta og lægsta verði á lyfjum er 325% samkvæmt könnun sem Alþýðusamband Íslands gerði nýverið á lyfjaverði í lyfjaversl- unum hér á landi. Í könnuninni kom jafnframt fram að minnsti munur á hæsta og lægsta verði er 25%. Sam- kvæmt könnuninni er meiri verðmun- ur á milli hæsta og lægsta verðs hjá örorku- og ellilífeyrisþegum en hjá al- mennum sjúklingum. Í fréttatilkynningu frá ASÍ kemur fram að umrædd könnun hafi farið fram í nóvember sl. og náði hún til lyfjaverðs í lyfjaverslunum í Reykja- vík og á landsbyggðinni. Kannað var verð á 25 tegundum lyfseðilsskyldra lyfja, 16 tegundum lausasölulyfja og 11 tegundum af ýmsum vörum. Var fyrsti hluti könnunarinnar sendur fjölmiðlum á mánudag en hann snýr að lyfseðilsskyldum lyfjum. Þar kem- ur m.a. fram að bæði hafi verið kann- að verð á lyfjum til almennra sjúk- linga og til örorku- og ellilífeyrisþega. Hlutur sjúklings oft felldur niður Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að skv. reglugerð um þátttöku al- mannatrygginga í lyfjakostnaði er hlutur sjúklings mismunandi eftir merkingu lyfja. „Lyfjunum er skipt upp í þrjá flokka: B-merkt lyf, E- merkt lyf og O-merkt lyf. Í B-merkt- um lyfjum greiðir almennur sjúkling- ur að hámarki 3.100 kr. fyrir lyfið en örorku- og ellilífeyrisþegar greiða að hámarki 950 kr. Almennir sjúklingar greiða hámark 4.500 kr. í E-merktum lyfjum en örorku- og ellilífeyrisþegar greiða að hámarki 1.250 kr. Í O- merktum lyfjum tekur Trygginga- stofnun ekki þátt í kostnaði,“ segir í fréttatilkynningunni. Þá segir: „Eitthvað er um að apó- tek felli niður hluta sjúklinga í lyfja- kostnaði. Aðallega er það gert hjá ör- orku- og ellilífeyrisþegum, en eftir því sem kostnaður sjúklings er minni, er auðveldara fyrir lyfsöluna að gefa töluverðan afslátt, eða sleppa því að rukka fyrir lyfið. Þetta er síðan enn auðveldara fyrir lyfsöluna eftir því sem meira magn er keypt af sama lyfi í hvert skipti.“ Verðmunur mestur á Enapríl-lyfjum Eins og fram hefur komið var mesti verðmunurinn á lyfjum allt að 325% en sá verðmunur var á svo- nefndum Enapríl OF-töflum fyrir ör- orku- og ellilífeyrisþega. Það lyf var ódýrast hjá Apótekinu Nýkaup eða á 217 kr. (Eftir að könnunin var gerð var Apótekinu Nýkaup breytt í Lyfju) og hjá Apótekinu Akureyri. Dýrast var lyfið í Hafnar Apóteki eða á kr. 981. Í könnuninni er bent á að Enapríl-lyfið er B-merkt lyf en lyf í þeim flokki falla undir mestu niður- greiðslu frá Tryggingastofnun ríkis- ins. Þá kemur fram í könnuninni að verðmunurinn er meiri en 100% á átta lyfjum bæði hjá almennum kaupend- um og örorku- og ellilífeyrisþegum. Umrædd lyf eru Femanor-breytinga- skeiðshormón og Imovane-svefntöfl- ur. „Þess má geta að samheitalyf Imovane, Zopiklon og Sovel, eru tölu- vert ódýrari en munurinn á hæsta og lægsta verði þessara lyfja var mestur 40% á móti 140% á Imovane.“ Minnsti munur milli hæsta og lægsta verðs er 25%. Þar er um að ræða sjö lyf. „Athygli vekur að sex þeirra falla undir O-merkt lyf, en í þeim flokki tekur Tryggingastofnun ekki þátt í kostnaði. Í öllum tilfellum eru lyfin ætluð almennum sjúkling- um. Má því draga þá ályktun að verð- samkeppni sé meiri á þeim lyfjum þar sem Tryggingastofnun tekur stærri þátt og lyfjum til örorku- og ellilífeyr- isþega, þ.e. í B- og E- merktum lyfj- um,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.        ! "#$                !  !"    !"    #"  $ %  !&"  '   !" #  % &"   ( "( ( "( ( "( ( "( ( "( ( "( )*( )*( )*( )*( )*( )*( "  " " "#  " + ( +" ( ,  -.+ *"+" , ( "# " " "# "  0 "  " " " # " "  " " ## "   #   # "   Könnun Alþýðusambands Íslands á lyfjaverði sýnir mikinn verðmun Verðmunur allt að 325%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.