Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 23 BANDARÍKJASTJÓRN hyggst á næstu dögum birta opinberlega myndband er sýnir Osama bin Laden ræða um árásina á World Trade Center, og nú er verið að kanna hvort setja eigi á það enska texta til þess að koma í veg fyrir ásakanir um að krukkað hafi verið í hljóðrásina. Myndbandið er 40 mínútna langt, og sýnir bin Laden ræða um það sem hann vissi fyrirfram um tilræðin 11. september og ábyrgð sína á þeim. Bandarískir embættismenn segja það hafi verið tekið við kvöldverð hjá al-Qaeda, samtökum bin Ladens, til heiðurs öldruðum klerki í síðasta mánuði. Hljóðið á myndbandinu er sums staðar truflað og að hluta hefur verið tekið yfir það, segir embættis- maður sem hefur séð hluta bandsins og handrit sem skrifað var eftir því. Á myndbandinu lofar bin Laden Guð fyrir að báðir World Trade Cent- er-turnarnir skyldu hrynja, og kveðst hafa búist við takmarkaðri árangri. Sjá má hóp manna sitja á gólfinu og borða úr skálum og er maturinn bor- inn til þeirra á silfurfötum. Bin Laden hendir grín að því, að sinn eigin fréttafulltrúi, Sulaiman abu Ghaith, hafi ekki vitað fyrirfram um tilræðin og hafi í skyndingu tilkynnt sér um þau þegar fréttirnar bárust fyrst. Bin Laden tilkynnir hópnum ennfremur að hann hafi vitað að Mohamed Atta fór fyrir flugræningjahópnum og að sumir af „bræðrunum“ sem unnu verkið hafi ekki vitað hvað það fól í sér. „Þeim var ekki sagt það fyrr en um borð í vélunum,“ segir bin Laden á myndbandinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði að þeir hlutar myndbandsins sem hann sá hafi gert að verkum að hann sé enn staðfastari en fyrr í þeirri ætlun sinni að koma höndum yfir al-Qaeda-samtökin. „Þeim sem sjá þetta myndband verður ljóst, að ekki aðeins er [bin Laden] sekur um hræðileg morð; hann er samviskulaus og sálarlaus, og er fulltrúi þess versta í samfélaginu,“ sagði forsetinn. Leyniþjónustufulltrúar, sem fundu myndbandið nýlega á einkaheimili í borginni Jalalabad í Austur-Afgan- istan, hafa borið það undir sérfræð- inga, bæði á vegum bandarískra yf- irvalda og annarra, og í síðustu viku tjáðu fulltrúarnir stjórnvöldum að þeir teldu að myndbandið væri ekta. Síðan hefur verið deilt um það inn- an bandarísku stjórnarinnar hvort og hvernig ráðlegt væri að birta mynd- bandið opinberlega. Hafa sumir hald- ið því fram, að hægt væri að beita því til að svara ásökunum múslíma er- lendis um að skortur sé á opinberum gögnum er sanni aðild bin Ladens að tilræðunum 11. september. Aðrir hafa áhyggjur af því, að verði mynd- bandið birt geti orðið erfiðara að afla frekari sannana gegn bin Laden. Bin Laden vissi að Atta væri forsprakkinn Washington. The Washington Post. ÆTTBÁLKALEIÐTOGAR í Sóm- alíu fullyrða að bandarísk sendi- nefnd hafi komið til fundar við þá í bænum Baidoa í vesturhluta lands- ins um síðustu helgi. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki staðfest fregn- irnar, sem aukið hafa á vangaveltur um að þau undirbúi aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum í Sómalíu. Hermt er að fimm til níu banda- rískir menn, herforingjar að því er sumir segja, hafi komið til Baidoa akandi frá Eþíópíu í fylgd eþíópískra herforingja. Mennirnir eru sagðir hafa dvalið í nokkrar klukkustundir í bænum og átt þar fundi með inn- fæddum, áður en þeir héldu til baka sömu leið. Heimildarmenn á staðn- um segja að svo hafi virst sem heim- sókn mannanna tengdist hugsanleg- um aðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn hryðjuverkamönnum í landinu. Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu vísaði því á bug í samtali við The Washington Post að liðsmenn Bandaríkjahers hefðu tekið þátt í slíkri sendiför, en kvaðst ekki geta útilokað að um aðra bandaríska embættismenn hefði ver- ið að ræða. Talsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, vildu ekki tjá sig um málið. Vestrænir hjálparstarfsmenn í Baidoa staðfestu þó við blaðið að bandarískir sendimenn hefðu komið til bæjarins um helgina. „Þeir voru í borgaralegum fötum. Þeir hittu sóm- alska ættbálkaleiðtoga og voru í för með Eþíópíumönnunum, sem klædd- ust einkennisbúningum,“ hafði The Washington Post eftir einum hjálp- arstarfsmannanna. Undanfarið hafa fréttaskýrendur leitt getum að því að Sómalía verði næsta land sem Bandaríkjastjórn muni líta til í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Vanga- veltur um aðgerðir í Sómalíu Mogadishu, Nairobi. AFP, AP. TALIÐ er að tugir fanga úr röðum talibana hafi látist á leið í fanga- geymslur Norðurbandalagsins und- anfarna daga. Fangarnir hafa verið fluttir milli staða í skipagámum og hefur fjöldi þeirra kafnað af völd- um súrefnisleysis að því er greint var frá í bandaríska dagblaðinu New York Times. Margir fanganna dvöldu tvo til þrjá daga í gámum á leið sinni frá bænum Kunduz í fangageymslur í Shebargan. Jurabek, herforingi í Norður- bandalaginu, sem hefur yfirumsjón með þeim 3.000 föngum sem eru í haldi í Shebargan, segir 43 fanga hafa látist í gámunum. Þeir hafi ýmist kafnað eða látist af sárum sínum. Fangar sem rætt hefur verið við í fangelsinu segja tölu látinna hins vegar vera töluvert hærri en Jurabek lætur uppi. Hafa þannig nokkrir pakistanskir fangar sem rætt var við sagt tugi manna hafa látist í gámunum sem þeir voru fluttir í. Omar, ungur Pakistani, áætlar að um 100 manns hafi látist í sínum gámi. Allir nema sjö hafi kafnað úr súrefnisskorti. Annar viðmælandi New York Times sagði 13 hafa látist í gámnum sem hann var fluttur í. Fólk hafi orðið að skiptast á að anda í gegnum lítið loftgat á járnvegg gámsins. Þá sá bílstjóri, sem ekki vildi láta nafns síns getið, hermenn losa fjölda líka úr gámi í nágrenni Sheb- argan, en flutningur um 4.000 stríðsfanga er talinn hafa reynst Norðurbandalaginu erfiður í fram- kvæmd. Talsmaður Rauða krossins sagði í samtali við AP-fréttastofuna í gær að fullyrðingar þessar yrðu rannsakaðar. AP Vandkvæði við fangaflutninga Norðurbandalagsins Tugir fanga sagð- ir hafa kafnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.