Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Grecian 2000 hárfroða Er hárið að grána og þynnast? Þá er Grecian 2000 hárfroðan lausnin. Þú þværð hárið, þurrkar, berð froðuna í, greiðir og hárið nær sínum eðlilega lit á ný, þykknar og fær frískari blæ. Einfaldara getur það ekki verið. Haraldur Sigurðsson ehf., heildverslun Símar: 567 7030 og 894 0952 Fax: 567 9130 E-mail: landbrot@simnet.is Fæst í apótekum, hársnyrtistofum og „Þín verslun“ Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Lau. 15/12 uppselt, sun. 16/12 uppselt, mið. 2/1, sun. 6/1. Litla sviðið kl 20.00 VILJI EMMU - David Hare Smíðaverkstæðið kl 20.00 Aukasýning fös. 28/12 nokkur sæti laus. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1, fim. 10/1. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 28/12 örfá sæti laus, lau. 29/12 örfá sæti laus, lau. 5/1. CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 Frumsýning annan í jólum-uppselt, 2. sýn. fim. 27/12 örfá sæti laus, 3. sýn. sun. 30/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 3/12 örfá sæti laus, 5. sýn. fös. 4/1 örfá sæti laus. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI SALA HAFIN Á SÝNINGAR Í JANÚAR! Lau. 15/12 kl.14:00 uppselt, kl.15:00 uppselt, kl.16:00 uppselt. sun. 16/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt,lau. 22/12 kl. 14:00 og 15:00, lau.29/12 kl.14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus, sun. 30/12 kl. 14:00 örfá sæti laus og kl.15:00 nokkur sæti laus. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner                                                  !" #$% #&& '''    FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Fi 27. des kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 30. des. kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fö 28. des kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 29. des kl 20 - LAUS SÆTI Lau 19. jan kl. 20 - LAUS SÆTI JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré. Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Edda Heiðrún o.m.fl. Lau 15. des kl. 17. Su 16. des kl. 17. Aðgangseyrir kr. 500. BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fö 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 29. des kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ HEILL HEIMUR Í EINU UMSLAGI SENDUM HEIM PÁLL Rósinkranz gaf út disk fyrir síðustu jól sem seldist, ef ekki í bíl- förmum þá alltjent í innkaupakerru- förmum í takt við stærð hins íslenska tónlistarmarkaðar. Mig minnir að með þeirri plötu, No turning back, hafi honum tekist að ná einu af topp- sætunum á sölulist- um síðasta árs og er það vel gert. Platan var samansafn slag- ara af klassískara taginu eins og „Mrs. Robinson“, „Have I told you lately“ og „Tears in heaven“ sem Páll söng með sínu kraftmikla og radd- góða nefi. Þetta er vel þekkt formúla, bæði hér heima og úti í hinum stóra heimi. Besta dæmið um svona skífur frá Mörlandanum eru væntanlega þær sem Emilíana Torrini gaf út hér fyrir nokkrum árum og hlutu afburða sölu. Ég veit ekki hvort vinsældir síð- ustu plötu komu Páli og samstarfs- fólki hans á óvart en í viðtali sem tekið var við hann fyrir stuttu kom fram að hann hafi unnið þessa nýj- ustu plötu sína, Your Song, sem hér er til umfjöllunar með nokkr- um flýti. Það læðist því að manni sá grunur að Páll hafi fundið gull- námu sem hann hafi viljað nema með sem skjótustum hætti meðan áhugi mark- aðarins væri fyrir hendi. Honum virð- ist líka hafa tekist ætlunarverk sitt þar sem platan er komin í fyrsta sæti ein- hverra sölulista sem ég hef skoðað undan- farið. Sagan endur- tekur sig með endur- teknu efni. Hér ber að taka af öll tvímæli um það að ég er ekki sérstak- lega hlynntur þess konar útgáfu sem hér er á ferðinni. Til þess að ástæða sé til þess að endurútgefa gömul og margrómuð popplög þarf til að koma einhver nýsköpun. Lögin sem Páll tekur hér fyrir eru klassísk af þeirri ástæðu að þau eru góð eins og þau eru og nýjar útgáfur á þeim í sama bún- ingi eins og hér er boðið upp á bæta nákvæmlega engu við. Tónlistarend- urvinnsla af þessari gerð er ágæt sem uppfylliefni ef einhverjum finnst þögnin á heimili sínu skerandi eða í lifandi flutningi á veitingastöðum undir borðhaldi. Útsetningarnar á þessum klassíkerum eru hér í besta falli nálægt upprunalegu útgáfunum og í versta falli útvatnaðar klisjur til þess gerðar að valda sem minnstri röskun á hljóðhimnu hlustandans. Páll er góður söngvari. Um það er engum blöðum að fletta. Hann hefur sterka rödd sem hann getur líka beitt af mikilli blíðu eins og Íslendingar þekkja vel hvort sem er úr rokki eða gospeltónlist. Það er því hin mesta synd að hann skuli ekki leyfa þessari náðargáfu sinni að njóta sín á frjórri grundvelli. Lögin eru að mínu mati flest sungin af einhverri skyldurækni og ekki með því lagi sem frumsamið efni hefði frekar notið. Söngur- inn sleppur þó fyrir horn en það er helst heildarmynd laganna sem fer hvað mest fyrir brjóstið á mér. Reynt er að sneiða fram hjá öllu því sem einkennt hefur þessi lög í sinni uppruna- legu mynd og gert þau svo góð. Kröftugt fönkið í „Ain’t no Sunshine“ er á bak og burt. Biturðinni og dulbúinni hörk- unni í „This Masquerade“ er drekkt í hjákátlegu Hammond- og Rhodes- glamri. Varðandi titillagið þá held ég að Páli væri réttara að skoða hvernig hægt er að gera það lag frábært eins og í kvikmyndinni um Rauðu Mylluna þar sem endurvinnslan var með ein- dæmum góð, laginu gefinn aukinn kraftur og reisn. „Hallelujah“ hefur nánast ekkert af því sem Leonard Cohen gerði svo einlæglega og er enn lengra frá ótrúlega tilkomumikilli út- gáfu Jeff Buckley á sama lagi þar sem skerandi sársaukinn og söknuðurinn var nánast áþreifanlegur. Einstak- lega stirður og væminn gítarleikur í risinu bætir ekki úr skák. Versta lag plötunnar er samt sem áður lagið „Grow Old with Me“ eftir John Lenn- on sem er með endemum vont og ein- hver Disney-bjarmi yfir því öllu. Ég hef aldrei heyrt það lag í uppruna- legri útgáfu og því ekki endilega við Pál og samstarfsmenn hans að sakast í þessu tilfelli nema vegna lagavalsins. Annað á plötunni er undir sömu sök- ina selt. Þó verð ég að segja að „Let’s Stay Together“ er vel gert þar sem Páll nær góðum hrynhita í röddina og bakraddir eru vel framkvæmdar. Þetta er ekki fagur dómur en ég leyfi mér að efast um að hann muni hafa mikil áhrif á plötukaup- endur nú fyrir jólin. Páll og félagar eru að veita tiltekn- um og nokkuð stórum hópi fólks nákvæmlega það sem sá hópur vill fá úr tónlist og það er miðjumoð á heims- mælikvarða. Sérvalin ládeyða Páll Rósinkranz Your Song Spor/Skífan Páll Rósinkranz syngur vel þekkt lög eftir Bill Withers, KK, Leon Russel, John Lenn- on, Al Green, Elton John, Leonard Cohen, Stevie Wonder, Sting, Paul Simon og Rod Argent. Með honum eru Óskar Einarsson (píanó, Hammond orgel, Rhodes og bak- raddir), Davíð Þór Jónsson (píanó, Ham- mond orgel, Rhodes og bakraddir), Sig- fús Óttarsson (trommur), Jóhann Ásmundsson (bassi), Guðmundur Pét- ursson (gítar) Ásgeir Óskarsson (slag- verk), Regína Ósk (bakraddir) og Mar- grét Eir (bakraddir). Um upptöku sá Óskar Einarsson. 50 mínútur. Heimir Snorrason Páll Rósinkranz stundar „miðjumoð á heims- mælikvarða“ á plötu sinni Your song, að mati Heimis Snorrasonar. Tónlist SJÓNVARPSÞÁTTURINN Með hausverk um helgar hættir um áramótin en hann hefur verið á dagskrá óslitið í þrjú ár. „Við erum að reka fyrirtæki og það er einfaldlega orðið af mikið að vera í sjónvarpinu líka; við höfum verið með þátt í hverri einustu viku í þrjú ár og ein- hvern tíma verður að hætta. Framtíðarstarfið er ekki í dagskrárgerð heldur auglýsingagerð og við ætl- um að sinna því betur núna,“ sagði Valli sport við Morgunblaðið í gær, en þeir Siggi Hlö, umsjónarmenn þáttarins, reka saman aug- lýsingastofuna Hausverk. Tvímenningarnir byrj- uðu með þáttinn á Skjá 1 um áramótin 1998–99 en í september 1999 færðist hann yfir á Sýn. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími. Í byrjun var þetta hugsað sem þriggja mánaða flipp en það teygðist úr þessu. Við erum líka báðir orðnir 33 ára...,“ sagði Valli. Nú í desember verða rifjuð upp atriði úr gömlum þáttum í bland við nýtt efni, fram að lokaþætt- inum sem verður í beinni útsend- ingu á Sýn 28. desember. „Við virðumst hafa höfðað til fólks á öllum aldri. Áhorfið var mest meðal unglinga framan af, en aðaláhorfið nú er í aldurs- hópnum 25–50 ára og mikið er horft á okkur á landsbyggðinni. Í sumum bæjarfélögum er áhorfið yfir 50%,“ sagði Valli og bætti við að þeir félagarnir hefðu komið með ýmsar nýjungar inn í sjón- varpið. „Fyrst þótti til dæmis hallærislegt að það skyldi sjást í hnén á okkur, en nú eru allir spjallþættir orðnir þannig. Það þótti líka hallærislegt að láta við- mælendur standa upp þannig að það sæist í mynd og skipta þann- ig um fólk á sviðinu. Nú er þetta orðið algengt; meira að segja í Kastljósinu.“ Hætta með haus- verk um helgar Enginn meiri hausverkur hjá þeim æringjum, Sigga Hlö og Valla Sport. G læ si le g a r g ja fa vö ru r Skál kr. 8.350 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.