Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 51 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sigurði Lárussyni f.h. Dalsnestis: „Í frétt í Mogunblaðinu 9. þ.m. er fjallað um niðurstöðu héraðsdóms í máli Dalsnestis gegn Visa Ísland. Mál þetta snýst um samninga sem eru í raun kolólöglegir og standast ekki grunnforsendur samningalaga. Þetta er fyrsta þversögnin. Greiðsla með korti er og getur aldrei orðið staðgreiðsla miðað við núverandi fyrirkomulag. Þetta er önnur þversögnin. Alþekkt er að af- sláttur frá kortaverðlagi er iðulega veittur til þeirra sem greiða með pen- ingum. Þetta er þriðja þversögnin. Mál þetta snýst í raun um sjálft frelsið. Hvar endar frelsti bankakerf- isins og hvar byrjar mitt frelsi? Ég tel mig hafa stjórnarskrárbundinn rétt til frelsis og athafna, frelsi til að tjá skoðanir mínar og til að verja við- skiptahagsmuni mína og eignir. Ég tel mig hafa frelsi til að stjórna verð- myndun í minni eigin verslun án af- skipta og íhlutunar af hálfu banka- kerfisins eða dótturfyrirtækja þess. Mér þykir einsýnt að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé á mér brotin. Dómari í máli þessu virðist ganga út frá því sem vísu að umræddir samningar séu lögmætir og að þeir standist samningalög. Umrætt mál snerist hins vegar ekki um þann þátt málsins á beinan hátt. Máli þessu er engan veginn lokið af minni hálfu. Brotavilji kerfisins er ótvíræður og harður. Refsingin ætti að vera í samræmi við það þegar þar að kemur. Hvar er mitt frelsi? Það er stærsta þversögnin.“ Athugasemd SAMKVÆMT venju byrja íslensku jólasveinarnir að koma til byggða 13 dögum fyrir jól. Þeir leggja leið sína í Ráðhús Reykjavíkur dag hvern frá og með 12. desember og njóta til þess að- stoðar Þjóðminjasafnsins, Möguleik- hússins og Íslandspósts. Sunnudaginn 16. desember munu þau Grýla og Leppalúði birtast í Ráð- húsinu ásamt Pottaskefli syni sínum. Jólasveinafjölskyldan skartar þjóð- legum búningum sem Bryndís Gunn- arsdóttir hannaði. Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út 14 jólakort með jólasveinunum, Grýlu og Leppalúða, þau eru til sölu í Bókabúð Böðvars Hafnarfirði, Ár- bæjarsafni, skrifstofu Þjóðminjasafns Íslands, Vesturvör 20 Kópavogi og hjá jólasveinunum í Ráðhúsinu. Jólasveinarnir koma kl. 10.30 á virkum dögum og á aðfangadag, á laugardögum og sunnudögum kl. 14. Miðvikudaginn 12. des. kemur Stekkjarstaur, fimmtudaginn 13. des Giljagaur, föstudaginn 14. des. Stúf- ur, laugardaginn 15. des. Þvörusleik- ir, sunnudaginn 16. des. Pottaskefill, Grýla og Leppalúði, mánudaginn 17. des. Askasleikir, þriðjudaginn18. des. Hurðaskellir, miðvikudaginn 19. des. Skyrgámur, fimmtudaginn 20. des. Bjúgnakrækir, föstudaginn 21. des. Gluggagægir, laugardaginn 22. des. Gáttaþefur, sunnudaginn 23. des. Ketkrókur og mánudaginn 24. des. Kertasníkir. Lesa má um jólasvein- ana á heimasíðu Þjóðminjasafns Ís- lands, www.natmus.is, segir í frétt frá Þjóðminjasafni Íslands. Jólasveinar í ráð- húsi Reykjavíkur RAUÐI kross Íslands hefur keypt þrjá nýja sjúkrabíla fyrir höfuð- borgarsvæðið á þessu ári og hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) nú til umráða tíu sjúkrabíla frá félaginu til þess að sinna sjúkraflutningum á svæðinu. Út- köllum vegna sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um fjórðung á síðustu fjórum ár- um. Jón Viðar Matthíasson aðstoðar- slökkviliðsstjóri segir það vera sameiginlegt markmið SHS, Rauða kross Íslands og deilda hans á höf- uðborgarsvæðinu að veita íbúum svæðisins sem besta þjónustu í sjúkraflutningum með hágæðabún- aði og hæfu og vel menntuðu starfsfólki sem er í viðbragðsstöðu allan sólarhringinn. Hann segir bíl- ana frá Rauða krossinum vera eins og best verður á kosið að gerð og búnaði. Rauði krossinn á nú og rekur 70 sjúkrabíla vítt og breitt um landið. Nýju bílarnir eru af gerðinni Ford Econoline 350. Tveir þeirra eru fjórhjóladrifnir. Í þeim er full- komið 220 volta rafkerfi sem gerir kleift að hafa sjúklinga tengda við viðkvæm tæki meðan á flutningi stendur. Ennfremur er í bílunum innbyggður barnastóll með fimm punkta öryggisbelti til þess að auka öryggi barna sem flytja þarf. Hver sjúkrabíll kostar um það bil níu milljónir króna. IB á Selfossi flutti bílana inn og ýmis innlend fyrirtæki önnuðust nauðsynlegar breytingar á bílunum, innréttingar og fleira. Útköll rúmlega 19 þúsund Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerir bílana út frá stöðvum sínum í Skógarhlíð, á Tunguhálsi, í Flata- hrauni og á Reykjavíkurflugvelli. Einn sjúkrabíll gegnir ávallt hlut- verki neyðarbíls sem mannaður er bráðatækni og lækni allan sólar- hringinn. Útköll vegna sjúkraflutninga voru ríflega 15 þúsund árið 1998 en fyrirsjáanlegt er að þau verði rúm- lega 19 þúsund á þessu ári. Þar af eru neyðarflutningar 20-25 af hundraði, segir í fréttatilkynningu. Þrír nýir sjúkrabílar fyrir höf- uðborgar- svæðið Fulltrúar Rauða krossins og SHS við afhendingu nýjustu bílanna, frá vinstri: Marinó M. Marinósson, forstöðumaður sjúkraflutninga, Sigur- veig H. Sigurðardóttir frá Reykjavíkurdeild, Anna Þrúður Þorkelsdótt- ir, formaður RKÍ, Sigurður G. Guðmarsson og Jónas Árnason, starfs- menn SHS, og Jón Viðar Matthíasson aðstoðarslökkviliðsstjóri. STURLA Böðvarsson samgönguráðherra opnaði í gær bás jólasveinsins og Íslands- pósts í Smáralind og hleypti um leið af stokkunum jólakortasamkeppninni „Eitt lít- ið jólakort“. Bás jólasveinsins er ætlað að bæta aðstöðu jólasveinsins til móttöku bréfa og óskalista, en þangað geta allir sent jólakort og -kveðjur. Markmið samkeppn- innar er að hvetja börn og unglinga til að senda vinum og vandamönnum heimagerð jólakort með frumsömdum jólakveðjum. Verðlaun verða veitt á Þorláksmessu fyr- ir skemmtilegustu jólakveðjuna, fimm fal- legustu jólakortin, fimm merkilegustu jóla- kortin, bestu jólamyndina og frumlegasta jólakortið. Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson hóf jólakortasamkeppnina með því að senda Barnaspítala Hringsins jólakort og leikfangakörfu sem Helga Bragadóttir sviðsstjóri veitti viðtöku. Jólakortasam- keppni í Smáralind STJÓRNMÁLAFRÆÐISKOR HÍ heldur málstofu undir yfirskriftinni: „Með fullri virðingu“ fimmtudaginn 13. desember í stofu 201 í Odda kl. 12.10 til 13. Svanborg Sigmarsdóttir kynnir doktorsritgerð sína sem hún er að skrifa við University of Essex í Bret- landi og ber vinnuheitið „Human Dignity and Political Theory.“ Ritgerðin fjallar um margbreyti- leika þessa hugtaks og erfiðleika um að ná sátt um merkingu þess. Því hef- ur sú leið yfirleitt verið farin að fjalla um hugtakið eins og það sé öllum ljóst. Ritgerðin byggist upp á þremur þáttum, greiningu MacIntyre, grein- ingu Kants og greiningu Taylors. Í fyrirlestrinum mun Svanborg að mestu fjalla um orðræður Immanuels Kants og Charles Taylors. Þó svo að Taylor hafi í sumum skrifum sínum samþykkt kenningu Kants um virð- ingu og verð, gerði hann einnig grein fyrir eigin kenningu um mannlega virðingu í bókinni „Sources of the Self“ sem er mun ítarlegri en kenning Kants. Að dómi Svanborgar er sú kenning ekki fullnægjandi og mun hún sérstaklega ræða í hverju kenn- ingunni sé áfátt og hvernig megi bæta hana, segir í fréttatilkynningu. Á vorönn mun Svanborg kenna námskeiðið ,,Theories of Human Rights: Are Human Rights Western or Universal?“ við stjórnmálafræði- skor HÍ en næsta vetur mun hún einnig kenna námskeið um lífsiðfræði og stjórnmál. Málstofa í stjórn- málafræðiskor HÍ Í ANNARS fróðlegri grein um Hóla- völl í Fasteignablaði Morgunblaðs- ins í gær, eftir Freyju Jónsdóttur, blaðamann, hefur slæðst inn villa um okkur feðga. Pétur Magnússon var varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ekki ég undirritaður. Pétur var ekki formaður þess flokks. Þetta bið ég blaðið vinsamlegast að leiðrétta. Ásgeir Pétursson LEIÐRÉTT Á FJÓRÐA námskeiði Frumkvöðla- Auðar útskrifuðust sl. föstudag 26 konur. Námskeiðið stóð yfir í 4 mánuði og tók á öllum helstu þátt- um sem tengjast stofnun og rekstri fyrirtækis. Þátttakendur nám- skeiðsins tileinkuðu sér hagnýta þekkingu varðandi stofnun fyr- irtækis, unnu fullmótaða við- skiptaáætlun og eru nú í stakk bún- ar til að kynna viðskiptahugmynd sína, afla fjármagns og hleypa fyr- irtæki sínu af stokkunum. Þátttakendur á námskeiðinu mynduðu 16 hópa sem hver um sig er að vinna að ákveðinni viðskipta- hugmynd. Viðskiptahugmyndir voru fjölbreyttar og spönnuðu yfir breiðan völl. Fyrirtæki þátttakenda fólu í sér viðskiptahugmyndir um grafíska hönnun og útstillingar, blómaverkstæði án verslunar, nýja útivistarþjónustu í Skálafelli, ný- stárlega hárgreiðslustofu, leg- steinagerð, heilsuhótel og skart- gripaverkstæði. Þátttakendur voru Ingunn Ásta Egilsdóttir, María Másdóttir, Krist- ín Þorgrímsdóttir, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Theodóra Björk Geirsdóttir, Guðbjörg Ragn- arsdóttir, Sigríður Valgerður Bragadóttir, Alda Rögnvaldsdóttir, Ingibjörg Sólrún Magnúsdóttir, Oddný Runólfsdóttir, Sólrún E. Rögnvaldsdóttir, Helena Hólm, Kristín Björg Albertsdóttir, Mar- grét Albertsdóttir, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Harpa Kristjánsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir, Birna Krist- jánsdóttir, Hrafnhildur Hreins- dóttir, Birna Björnsdóttir, G. Linda Udengard, Hróðný Garðarsdóttir, Þórdís Hadda Yngvadóttir, Matt- hildur Þórðardóttir og Margrét Sigurðardóttir. Námskeiðið FrumkvöðlaAuður er einn af sex hlutum verkefnisins Auður í krafti kvenna og fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Næsta FrumkvöðlaAuður hefst 10. janúar. Frum- kvöðla- Auðar út- skrifast Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.