Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                          BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. KUNNUGT er að neysla fíkniefna og þau vandamál sem af henni leiðir eru mjög í umræðunni í þjóðfélaginu í dag. Þessarar umræðu gætir jafnt í tali meðal einstaklinga sem og hjá allskyns félagasamtökum og stofn- unum. Helstu fíkniefnin sem hér eru í umferð og og eru alfarið bönnuð án lyfseðils eru: Kannabis (maríhúana og hass), amfetamín, ecstasy, kókaín og heróín (síðast- nefnt efni hefur þó ekki náð að skjóta rótum hér). Neysla allra þessara efna kemur neytand- anum í annarlegt ástand. Þetta gildir einnig fyrir leyfða fíkniefnið, áfengi. Eins og rannsóknir hafa leitt í ljós þá hefst neyslan á kannabisefnunum í flestum tilfellum á unglingsaldri neytenda. Þróunin hefur orðið sú að byrjunaraldurinn fer sífellt lækk- andi. Er frá líður leita neytendur svo oft sterkari og hættulegri efna sem oft og einatt hafa leitt til ýmissa lík- amlegra og andlegra skemmda og jafnvel dauða. Við rannsóknir á munstri þeirra neytenda sem hafa notað sterkari fíkniefnin hefur komið í ljós að allflestir þeirra byrjuðu sína neyslu upphaflega á áfengi og á síð- ari stigum fóru þeir út í neyslu á kannabisefnum. Með vísan til ofan- ritaðs er ljóst að þegar unglingar byrja neyslu kannabisefna hafa þeir oft og einatt ekki gert sér grein fyrir því böli sem kann að vera framund- an. Eins og kunnugt er þá eru nokkr- ar af nágrannaþjóðum okkar komin í þrot með veikari fíkninefnin. Eru þær alvarlega að slaka á dómum þeim tengdum. Vegna legu lands okkar og smæðar þjóðar þá ættum við ekki að þurfa að taka þær okkur til eftirbreytni. Byrjaði að nota áfengi 11 ára Eftirfarandi er gróf lýsing 19 ára unglings úr heimi fíkniefnanna: „Ég ólst upp hjá frændfólki mínu. Á tólfta aldursári byrjaði ég að drekka áfengi. Á fjórtánda aldursári var ég farinn að neyta áfengis allar helgar og jafnvel í miðri viku. Jafnframt byrjaði ég að neyta kannabisefna á þessum tíma. Þessu samfara byrjaði ég fljótlega að nota fíkniefni nær daglega. Í gegnum frænda minn og frænku sem voru eldri en ég kynntist ég kannabisefnunum upphaflega. Fljótlega kom í ljós að ég átti ekki lengur samleið með skólafélögunum og flosnaði ég því upp úr skólanum löngu áður en skyldunámi lauk. Til þess að fjármagna neysluna á þess- um tímum stal ég peningum og öllu öðru sem hægt var að koma í verð. Á þessum árum var ég að mestu farinn að umgangast krakka sem voru eldri en ég. Ég var hættur að koma heim nema til þess að ná úr mér mestu þreytunni og hungrinu. Ég var byrj- aður að einangra mig frá umhverf- inu. Ég var orðinn dofinn, tilfinn- ingasljór og fullur af kvíða, reiði og hatri. Á sextánda ári var ég hættur að „fíla“ kannabisefnin. Neyslufélag- arnir voru þá þegar byrjaðir að nota önnur sterkari efni. Þegar ég svo fékk mér fyrst í nefið þá var það „æð- islegt“. Mér fannst eins og ég væri að vakna úr doða undanfarinna ára. Geta allt, vita allt. Daglega neyslan á sterkari efnunum kallaði svo á gríð- arleg aukin útgjöld. Þau fjármagnaði ég svo með sölu á efnunum. Á átjánda aldursári var ég svo að niðurlotum kominn: Þyngd mín var þá orðin 30 kg undir kjörþyngd. Ég þjáðist daglega af kvíða, þunglyndi, lystarleysi og svefnleysi. Allir mínir nánustu voru við það að gefast upp á mér. Á þeim tímapunkti fékk ég inni á meðferðarstofnun. Tæpum tveim- ur mánuðum síðar strauk ég svo það- an. Í dag á mínu nítjánda aldursári á ég að baki 3 meðferðir og tvær afeitr- anir. Ég veit núna að fiktið sem hófst hjá mér þegar ég var barn er orðið að böli sem mun fylgja mér til æviloka.“ Hækkun viðurlaga Ljóst er að samkvæmt dóms- praksis hérlendis að undanförnu, virðast viðurlög vegna innflutnings dreifingar og vörslu og sölu á kannabisefnum hafa farið lækkandi. Eins og greina má af ofanrituðu þá getur sú þróun ekki talist æskileg ef framtíðarsýnin um uppbyggingu heilbrigðrar æsku landsins á að fá að þróast samkvæmt væntingum. Til að svo geti orðið verður að hækka við- urlög við innflutningi og dreifingu kannabisefna á sama hátt og gert hefur verið gagnvart sterkari fíkni- efnum. Höldum vöku okkar og verum minnug þess að hjá þeim þjóðum sem slakað hafa á framkvæmd á við- urlögum hefur neysla stórlega aukist með þeim andþjóðfélagslegu fylgi- kvillum sem fylgja í kjölfar á neyslu fíkniefnanna. ELÍAS KRISTJÁNSSON, áhugamaður um fíkniefna- forvarnir, Reykjanesbæ. Tilslökun á fíkniefnadómum ekki æskileg Frá Elíasi Kristjánssyni: Reuters Hækka verður viðurlög við inn- flutningi og dreifingu kannabis- efna á sama hátt og gert hefur verið gagnvart sterkari fíkni- efnum, segir í greininni. Elías Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.