Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Hansen barnalæknir hefur ákveðið að gefa Listaháskóla Íslands tónlistarsafn sitt, sem er eitt stærsta slíkra safna á Íslandi. Auk safnsins ánafnar Halldór skólanum, eftir sinn dag, fasteign sína á Lauf- ásvegi 24. Safn hans var afhent skólanum við hátíðlega athöfn í gærdag. Við athöfnina í gær undirrituðu Halldór Hansen og Hjálmar H. Ragnarsson rektor samkomulag um afhendingu safnsins og stofnun styrktarsjóðs í nafni Halldórs. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti ávarp og nemendur í tónlist- ardeild Listaháskólans fluttu tónlist. Átta þúsund hljómplötur, bæk- ur og myndir í safni Halldórs Halldór Hansen er þjóðþekktur barnalæknir og starfaði lengi á Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg. Hann er ennfremur mikill áhugamaður um tónlist og plötusafn hans telur um átta þúsund hljóm- plötur og geisladiska auk bóka um tónlist, myndbanda og annarra hljóðritana. Við athöfnina í gær kynnti Hjálmar H. Ragnarsson listaháskólarektor samkomulagið sem skólinn og Halldór Hansen gera með sér. Við undirritun þess tryggir skólinn að að tónlistarsafn Halldórs verði notað í þágu nemenda skólans, kennara og annarra þeirra sem leggja stund á rannsóknir og kynn- ingu á tónlist. Jafnframt stofnar skólinn styrktarsjóð er ber nafn Halldórs Hansens. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp og styðja tón- listarsafn skólans. Jafnframt veitir sjóðurinn árlega styrk í nafni Hall- dórs Hansens til eins af tónlistar- nemendum skólans sem náð hefur framúrskarandi árangri að mati sjóðsstjórnar. Sjóðurinn tekur við fasteign Halldórs eftir hans dag og mun nýta hana eða andvirði hennar í þágu starfsemi sjóðsins. Hin beina og milliliðalausa tján- ing dró hann að sönglistinni Í ávarpi sínu þakkaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra Halldóri þessa höfðinglegu gjöf og óskaði Listaháskóla Íslands til ham- ingju. Hann sagði frá kynnum Hall- dórs af tónlistinni í bernsku og ást hans á sönglistinni þegar fram liðu stundir, og vitnaði í orð Halldórs sjálfs: „Ég held að það sé þessi beina og milliliðalausa tjáning, sem dró mig að söngnum.“ Björn sagði að Halldór væri hlust- andi sem hefði gegnt einstöku og skapandi hlutverki með aðstoð sinni við íslenska söngvara og með því að stuðla að því að hingað til lands hefðu komið margir vina hans úr röðum heimsþekktra tónlistar- manna. „Við viljum að þannig sé bú- ið um hnúta í Listaháskóla Íslands, að nemendur skólans geti hlotið menntun sem stenst samanburð við það besta, og gerir þeim kleift að njóta sín í hinu opna alþjóðlega sam- félagi lista og menningar. Sá árang- ur næst ekki nema gerðar séu kröf- ur, sýnd umhyggja og hvatning. Starfað sé af sömu hógværð í krafti mikillar þekkingar og einkennt hlut Halldórs Hansens í íslensku tónlist- arlífi.“ Hjálmar H. Ragnarsson rektor þakkaði Halldóri gjöfina, og sagði að nú þegar yrði hafinn undirbún- ingur að því að flokka og skrá safnið svo það geti sem fyrst orðið að- gengilegt þeim sem koma til með að nota það. Hann sagði að safnið yrði hluti af bókasafni Listaháskólans, en að það yrði merkt sérstaklega sem safn Halldórs Hansens. Hann sagði styrktarsjóðnum sem stofn- aður verður, ætlað að byggja upp og bæta kost safnsins, auk þess sem úr honum rynni árlega styrkur í nafni Halldórs til eins tónlistarnema við skólann, sem náð hefði framúrskar- andi árangri í námi sínu. Hefur þegar lagt mikið af mörkum Halldór Hansen fæddist í Reykja- vik árið 1927. Hann stundaði nám á Íslandi, fyrst við Menntaskólann í Reykjavík og síðan við læknadeild Háskóla Íslands. Að loknu námi hér heima fór hann til Bandaríkjanna þar sem hann sérhæfði sig í barna- lækningum. Heimkominn réðst hann til starfa við barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík sem hann veitti forstöðu frá 1961 þar til hann lét af störfum fyrir nokkrum árum. Halldór hefur allt frá æskuárunum fylgst náið með tónlistarlífinu, bæði hér heima og í helstu löndum Evrópu og í Banda- ríkjunum, og þannig kynnst mörg- um þeim söngvurum og hljóðfæra- leikurum sem staðið hafa fremst á sínu sviði. Fyrir milligöngu hans hefur margt af þessu fólki fengist til að heimsækja Ísland og haldið hér tónleika og kennt á námskeiðum. Halldór hefur þannig gegnt lyk- ilhlutverki í því að tengja Ísland við hið alþjóðlega tónlistarlíf og um leið átt þátt í því að hækka þær viðmið- anir sem íslenskir tónlistarmenn mæla sig við. Halldór hefur alla tíð verið íslenskum söngvurum mjög innan handar með ráðleggingar og uppörvun hvað varðar hvaðeina sem snertir sönglistina og komið þeim í kynni við góða kennara er- lendis til að sækja sér framhalds- menntunar. Halldór Hansen er ekki tónlist- armaður í eiginlegum skilningi orðsins. Hann hvorki syngur né leik- ur á hljóðfæri, stjórnar ekki tónlist né semur. En sem tónlistarunnandi þykir hann hafa lagt meira af mörk- um til íslensks tónlistarlífs en þekk- ist meðal venjulegra tónlistarunn- enda. Yfirburðaþekking hans á tónlist hefur verið fjölmörgum ómetanlegur brunnur og óeigin- gjarnt starf hans í þágu íslenskra tónlistarmanna og íslenskrar tón- listar verður seint að fullu metið. Þegar búið var að undirrita sam- komulag Listaháskólans og Hall- dórs, steig hann í pontu og óskaði eftir að fá að leika fyrir viðstadda lítið lag úr safni sínu í flutningi kærs vinar, hins mikla franska söngvara Gérards Souzay. Halldór valdi Nacht und Träume eftir Schubert, og var það mál manna að það vel valda sýnishorn hafi gefið vísbend- ingar um einstakt verðmæti þess mikla sjóðs tónlistar sem Halldór hefur nú lagt í hendur Listaháskóla Íslands. Halldór Hansen barnalæknir gefur Listaháskóla Íslands tónlistarsafn sitt og hús Enginn venjulegur tónlistarunnandi Morgunblaðið/Ásdís Halldór Hansen og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands. Fyrir aftan þá standa Árni Tómas Ragnarsson læknir og Björn Bjarnason sem vottuðu gjafarsamkomulag Halldórs og Listaháskólans. BENNY Green öðlaðist frægð er hann lék kornungur með djasssendi- boðum Art Blakeys. Seinna varð hann píanisti í Ray Brown tríóinu og hann lék inná dúettskífu með Oscar Peterson. Eini píanistinn sem hefur gert það svo ég muni, að Count Basie undanskildum. Nýja sólóskífan hans fyrir Telarc: Greeńs blues, er helguð hefðinni. Basie bregður fyrir í upp- hafsópusnum: Íve heard that Song Before eftir June Styne, sem að öðru leyti er skálmari með Garnerhrifum. Stundum hefur verið sagt að aðeins tveir píanóstílar svínguðu án hryn- sveitar – búggívúggí og Erroll Garn- er. Green er yfirleitt fetinu frá gæða- svínginu, því þótt hann sé óspar á Garnermeðulin er leikur hans dálítið klossaður og minnir í því á Dave Bru- beck. Stundum vantar líka dálítið uppá smekkvísina hjá Green einsog í stílbrotunum í Someone To Watch Over Me. Eftir skálmið í You Make me Feel So Young og Just You, Just Me er mikill léttir að fá fínan blús, samnefndan skífunni. Svo er meist- araballaða Garners, Misty, listavel spiluð og áhrif frá helsta lærimeistara Greens þar til staðar: Oscar Peterson. James P. Johnsson og Fats Waller voru mestir skálmarar allra tíma og að sjálfsögðu er ekki hægt annað en að láta Waller ríkja í Ain’t Misbehav- in, en þar örlar líka á Monk enda kunni hann New York skálmið einsog Ellington, sem á tvo síðustu ópusana á skífunni: It Dońt Mean A Thing og I Got It Bad. Green leikur sveiflusálm- inn listavel og skýtur syrpu úr Porgy And Bess þar inn með húmor. I Got It Bad er leikin undurhægt og hérrétt hjá Green að enda á ballöðu – hvíld eftir grófgert skálmið. Góð sólópíanóskífa. DJASSRÆTUR McCoy Tyners er ævintýralegri skífa en Blús Greens. Tyner heillaði mann uppúr skónum á sínum tíma þegar hann var píanistinn í frægasta kvartetti John Coltranes með Jimmy Garrison á bassann og Elvin Jones á trommur. Eftir að hann hóf eigin útgerð hef ég verið mishrifin af skífum hans – en þessi sló mig kald- an. Hér minnist hann meistara djass- píanósins og ríður á vaðið með Night in Tunisia í minningu Bud Powels. Hann leikur Pannoica Monks, Don’t Get Around Much Anymore Elling- tons, Lullaby of Birdland Shearings, Aińt Misbehavin Wallers og Misty Errolls Garners. Svo semur hann blús fyrir Earl Hines, gospel fyrir Keith Jarrett og flamínkó fyrir Chick Corea. Bill Evans tileinkar hann My Foolish Heart og Art Tatum Sweet And Lovely og geri aðrir betur. McCoy Tyner hefur haft mikil áhrif á djasspíanóleik nútímans og varla er sá djasspíanisti sem ekki er af Bill Evans skólanum, sem ekki má heyra McCoy Tyner enduróma í – sérí lagi í þéttum og stórbrotnum vinstrihand- arhljómum. Það er gaman að heyra hvernig þessi píanisti, sem fyrir löngu hefur skapað sér sérstöðu með tignarlegum og voldugum stíl sínum, hyllir forvera sína og áhrifavalda. Tatum og Garner skína víða í gegn, en mest kemur á óvart hversu áhrifin frá Earl Hines, föður nútímadjasspíanóleiks, eru sterk. Hinn ofsafengni exprssjóníski stíll Hines virðist hafa haft meiri áhrif á Tyner en maður hafði gert sér grein fyrir. Betri sólópíanóskífa. ÞAÐ tók Blue Note tímana tvo að gefa út þessa frábæru sólóskífu kúb- anska píanósnillingsins Chucho Vald- és, en hún er jafnfersk og hún hefði verið hljóðrituð í gær. Chucho Valdés hefur um langt árabil stjórnað fremstu djasssveit Kúbu, Irakere. Ég hef bæði heyrt Irakere í Montmartre, þegar Jazz-Kai rak hinn fræga Kaup- mannahafnardjassklúbb og á Ronnie Scott́s í London. Hljómsveitin leikur af slíkum fítonskrafti og snilli að helst mætti líkja sveitinni, sem kom með gamlingjunum í Buena Vista sósjal- klúbbnum til Íslands, við skólahljóm- sveit í samjöfnuði við Irakere. Valdés hefur farið á kostum með sveitinni, en ekki grunaði mig þó að hann væri slíkur píanómeistari og heyra má á þessum sólódiski hans. Þrátt fyrir að kúbanskur bakgrunnur hans sé sterkur er Art Tatum enn sterkari í píanóleik hans – og það eru ekki nema kappar á borð við Oscar Peterson sem hafa erindi sem erfiði í tatumísku sólópíanói. Valés tekst að fella Tatum að latneskum hryn á stórkostlegan hátt. Í lokaópusnum, La negra Tom- asa, er meira að segja Cecil Taylor í Tatumhlaupunum. Tayloráhrifunum bregður víða fyr- ir, en þau eru alltaf rökrétt og falla vel að trommukenndum píanóstíl Valdés einsog í Tres lindas Cubanas, þarsem Debussy á tvöföldum hraða bregður fyrir. Uppahfsópusinn, ballaða eftir Valdés, er einnig í stjörumerki im- pressjónismans, en umbreytist fljótt í blús með Kúbuhryn og sveiflu og eykst þá hraðinn og petronisminn kemur fram í dagsljósið. Valdés fer á kostum í tveimur alþekktum latín- slögurum; Besame mucho og El manicero, sem Louis Armstrong hljóðritaði 1930 undir nafninu The Penut Vendore. Þarna notar hann hvert Tatum likkið á fætur öðru en gæðir eigin karakter, því þótt hann hafi leitað í margan djassgarðinn er uppskeran ætíð Chucho Valdes. Somwhere Over The Rainbow leik- ur hann einsog sá sem valdið hefur og dýmamíkin í túlkuninni frábær. Besti sólópíanódiskur sem ég hef heyrt síðan ég krækti í Solo Live með Michel Petrucciani fyrir tveimur ár- um og þó held ég Valdés spili Besame mucho betur en Petrucciani. Góður, betri, bestur DJASS Geisladiskar Benny Green píanó. Hljóðritað í Stam- ford, Conneciticut í janúar 2001. Tel- arc/12tónar. BENNY GREEN Vernharður Linnet McCoy Tyner píanó. Hljóðritað í Stam- ford, Connecticut í júlí 2000. Tel- arc/12tónar. MCCOY TYNER: JAZZ ROOTS Chucho Valdés píanó. Hljóðritað í Lincoln Center 16. janúar 1998. Útgefið af Blue Note 2001. Dreifing: Skífan. CHUCHO VALDÉS: SOLO – LIVE IN NEW YORK SÝNINGIN Myndir úr Mar- íusögu eftir Elsu E. Guðjóns- son stendur yfir í Reykholts- kirkju. Um er að ræða tuttugu og eina útsaumaða smámynd ásamt frumsömd- um erindum sem skírskota til sögu hinnar helgu meyjar að mestu eins og hún er sögð í Maríusögu, íslenskri helgi- sögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýningunni veggteppi með sömu myndum. Í skrá sem fylgir sýningunni eru birtir viðeigandi textar úr Maríu sögu, Íslenskri hómelíubók og Nýja Testamentinu til frekari glöggvunar. Saumgerðin er gamli krosssaumurinn Myndirnar eru allar unnar í stramma eftir reitamunstr- um, ísaumsbandið er íslenskt kambgarn og saumgerðin gamli krosssaumurinn sem tíðkaðist hér á landi undir lok miðalda og fram á 19. öld. Elsa var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálka- orðu og heiðursdoktorsnafn- bót í heimspeki við Háskóla Íslands árið 2000 fyrir störf í þágu íslenskrar menningar- sögu á sviði textíl- og bún- ingafræði. Myndir úr Maríusögu í Reyk- holtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.