Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LJÚFIR TÓNAR Í MYNDLIST Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Daði Guðbjörnsson — SKIPTIR staðsetning fjölmiðla máli? var yfirskrift málþings um fjölmiðla og landsbyggð sem Byggðarann- sóknastofnun Íslands efndi til á Ak- ureyri. Markmið þess var að stuðla að faglegri umræðu um stöðu og hlut- verk fjölmiðla á landsbyggðinni, ekki síst í ljósi þess umróts sem nú virðist vera á fjölmiðlamarkaði. Stefán Jón Hafstein útgáfustjóri hafði framsögu um ímynd lands- byggðar í fjölmiðlum og sagði m.a. að landsbyggðin væri fráleitt ein heild og menn yrðu að hætta að hugsa á þeim nótum. Þvert á móti væri um að ræða mismunandi staði, en hættan væri sú að sama myndin væri dregin upp af landsbyggðinni allri eins og hún legði sig. Hann sagði fjömiðla rekna á hörð- um markaðsforsendum og fámenn byggðarlög, þar sem neyslumynstur fólks væri fábrotið, væru ekki hluti af afkomu fjölmiðlanna nema þá sem mínus og væru því ekki hluti af áhugasviði þeirra. Því sagði Stefán Jón það sína skoðun að fjölmiðlarnir stæðu sig vel í umfjöllun um þessi svæði, en það mætti eflaust þakka því að á fjölmiðlunum starfaði fólk sem ætti rætur til samfélagsins úti á landi og hefði taugar til þess. Taldi hann að breyting yrði þar á að liðnum áratug eða svo. Hvatti Stefán Jón til þess að í stað byggðastefnu yrði tekin upp mann- lífsstefna sem miðaði að því að auka og bæta sjálfsmynd íbúanna. Þar gegndi sterkur staðbundinn fjölmiðill mikilvægu hlutverki. Sagði hann sveitarfélögin dæla fé í íþróttafélög og gjaldþrota fyrirtæki, en hefðu ekki rænu á að koma sér upp fjölmiðli sem hefði það hlutverk að auka sjálfsmynd fólks. Hann sagði dýrt að gefa út dagblöð, en annað gilti um útvarp. Hvatti hann til þess að sveitarfélög á tilteknum svæðum sameinuðust um að taka þátt í rekstri útvarpsstöðva í þessu skyni. Ímynd landsbyggðarinnar styrktist ekki nema sjálfsmynd íbúanna gerði það og slíkt gerðist m.a. í gegnum fjöl- miðla. Hið opinbera þyrfti því að sker- ast í leikinn þar sem markaðurinn svaraði ekki kallinu. Fjölmiðlasvelti og offita Hilmar Thor Bjarnason fjölmiðla- fræðingur fjallaði ítarlega um Ríkis- útvarpið, markmið þess og lands- byggðina í sögulegu ljósi og Sig- mundur Ernir Rúnarsson aðstoðar- ritstjóri DV fréttaflutning af lands- byggðinni frá sjónarhóli ritstjóra. Velti hann m.a. upp þeirri spurningu hvort fjölmiðlar landsins sinntu land- inu öllu og landsmönnum öllum jafn- vel. Komst hann að því að sum svæði væru í fjölmiðlasvelti, meðan önnur væru vel mett og ættu jafnvel við of- fitu að stríða í þessum efnum. Jað- arbyggðir Reykjavíkur, nágranna- sveitarfélög höfuðborgarinnar, væru hin sveltu svæði, sagði Sigmundur og benti m.a. á Kópavog sem dæmi. Sveitarfélag sem vaxið hefði hratt á síðustu árum en menn myndu eflaust ekki eftir markverðri frétt þaðan á síðustu 20 árum. Öðru máli gegndi um Akureyri, sem fjölmiðlar hefðu lagt sig í líma við að þjóna og væri nú svo komið að engu svæði á landinu væri betur þjón- að en stór-Akureyrarsvæðinu, sem hann nefndi svo. Þar störfuðu 10 manns við að afla frétta og væri hlut- fallið sjálfsagt hvergi jafnhátt, eða einn á hverja þrjú þúsund íbúa. Á sama tíma hefði enginn blaða- eða fréttamaður sérhæft sig í Kópavogi eða Hafnarfirði. Í síðasta mánuði birtust í DV 78 fréttir frá Akureyri og Eyja- firði, þær voru átta sem tengd- ust beint Kópavogi og jafn- margar frá Hafnarfirði og 71 tengdist Reykjavík. „Gefur þetta rétta mynd af samfélag- inu?“ spurði Sigmundur Ernir. Kvað hann þetta dæmi um að íbúum utan höfuðborgarsvæð- isins væri vel sinnt. Þegar að- sendar greinar voru skoðaðar kom í ljós að langflestir höf- undanna búa á höfuðborgar- svæðinu eða 81% þeirra. Færri fjölmiðlar fyrir austan Jóhann Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, nefndi í sínu erindi að fjölmiðlaumhverfið eystra hefði breyst. Héraðsfréttablöð væru hætt að koma út nema á Horna- firði, Stöð 2 hefði pakkað saman og hætt starfsemi og þá hefði hluti af út- sendingu svæðisútvarps verið skorin af. DV og Morgunblaðið veittu svæð- inu prýðilega þjónustu, en vettvangur Austfirðinga til lýðræðislegra skoð- anaskipta væri takmarkaðri nú en fyrir nokkrum árum. Pólitískur þrýstingur hefði svo orð- ið til þess að hætt hefði verið við að skera niður hjá svæðisútvarpinu. Slíkt hefði ekki gerst ef um einkafyr- irtæki hefði verið að ræða. Ásgeir Friðgeirsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsnets, gerði m.a. að umtalsefni þær miklu breytingar sem orðið hafa á fjölmiðlaumhverfinu frá árinu 1985 þegar einokun ríkisins var létt af útvarps- og sjónvarps- rekstri. Við það hefðu skapast fyrstu drög að nútímalegu fjölmiðlaum- hverfi. Á þeim tíma voru gefin út sex dagblöð, þau væru þrjú núna, útgáfa tímarita væri í svipuðu horfi, en út- varpsstöðvum hefði fjölgað umtals- vert og gífurlegur vöxtur í sjónvarpi sem og netmiðlum. Spurningunni um það hvort staðsetning fjölmiðlanna skipti máli, svaraði Ásgeir á þann veg að þar tækjust á tveir andstæðir kraftar. Aukin sérhæfing kallaði á fjölmenni, en tækniframfarir gerðu hins vegar kleift að vinna margvísleg störf hvar sem er. Málþing um fjölmiðla og landsbyggð Ímyndin styrkist með auk- inni sjálfsvitund íbúanna Akureyri Gestir á ráðstefnunni. Morgunblaðið/Kristján STRÁKARNIR í 10. bekk í Hvols- skóla tóku sig til undir stjórn kenn- ara síns, Halldórs Óskarssonar, að tálga út jólasveina í síðasta tíma haustannar. Hráefnið var ekki dýrt, farið var í garð á Hvolsvelli og þar hirtar afklippur af alaskavíði. Úr greinunum voru svo tálgaðir jólasveinar sem fengu í lokin dálitla andlitslyftingu með málningu. Það verður ekki annað sagt en að hér séu skemmtilegir jólasveina- persónuleikar á ferðinni. Þetta er ódýrt og sniðugt jólaföndur sem gleður augað. Tálga jóla- sveina í smíðatíma Hvolsvöllur NÝTT 6 radda pípuorgel var vígt við athöfn í Skútustaðakirkju annan sunnudag í aðventu. Prófasturinn, sr. Pétur Þórarinsson, vígði orgelið, en Björgvin Tómasson smíðaði það fyrir kirkjuna. Kirkjukórinn söng undir stjórn og við undirleik Valmars Väljaots. Gyða Björgvinsdóttir, dóttir orgelsmiðs- ins, söng einsöng. Formaður sókn- arnefndar, Ásmundur Kristjánsson, bóndi á Stöng, flutti ávarp, en Ásta Lárusdóttir meðhjálpari, Böðvar Jónsson á Gautlöndum og ferming- arbörn næsta árs fluttu ritningarorð. Fjölmargir gengu til altaris. Athöfn- inni stjórnaði sr. Örnólfur J. Ólafsson sóknarprestur. Að lokinni athöfn var haldið í Skjólbrekku þar sem rausn- arlegar veitingar voru fram bornar í boði kirkjukórsins. Orgel kom fyrst í Skútustaðakirkju 1880 eftir að Helgi Jónsson, bóndi á Grænavatni, hafði farið til Reykja- víkur og notið þar tilsagnar í org- elleik. Aftur var keypt orgel í kirkj- una 1910, enn aftur 1946 og 1965 og loks nú glæsilegt pípuorgel. Helgi Jónsson, sonur hans, Jónas, og loks Kristín, dóttir Jónasar, önnuðust orgelleikinn í kirkjunni fram yfir 1980 eða í yfir 100 ár. Nú er organisti og kórstjóri Valmar Väljaots, skóla- stjóri tónlistarskóla sveitarinnar. Orgel vígt í Skútustaðakirkju Morgunblaðið/BFH Frá athöfn við vígslu orgelsins í Skútustaðakirkju. Mývatnssveit LÖGREGLAN á Ísafirði stöðvaði ökumann sem ók bifreið sinni á 105 km hraða á Skutulsfjarðarbrautinni á Ísafirði rétt fyrir miðnættið í fyrra- kvöld. Leyfilegur hámarkshraði þar er 60 km/klst við bestu aðstæður. Rigning og hvassviðri var auk nátt- myrkurs þegar bíllinn var stöðvaður. Ökumaður, kona um tvítugt, var enn- fremur að tala í farsíma þegar hún ók bílnum og þegar til átti að taka var hún ekki með ökuskírteini meðferðis. Á ofsahraða og í símanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.