Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 53 Á NÝLEGU fyrir- spurnaþingi kom fram spurning sem í styttri mynd er eftirfarandi: Ekki var farið eftir ráðgjöf eftir 1975 og þorskstofninn gaf meiri afla á eftir. Ætti þá ekki líka að veiða stíft núna til að fá meiri afla? Undirrit- aður svaraði þessari fyrirspurn Kristins Péturssonar á þinginu á þá leið að 1976 og næstu ár hefði bæst í veiðistofninn stór ár- gangur sem fæddist árið 1973 og uppsveifla í afla hefði því ekkert með síðari veiðistjórnun að gera. Greinilegt er af nýlegri grein Kristins Péturssonar í Mbl. að þörf er á að skýra þetta nánar. Þorskárgangar eru misstórir og aðeins lítinn hluta breytileika ný- liðunarinnar er hægt að útskýra með t.d. hitastigi, seltu, stofn- stærð, sókn eða fæðuframboði. Vanda þarf til ályktana sem dregnar eru og fá ár gefa ekki vís- bendingar um, hverjar eru orsakir breyttrar nýliðunar, heldur þarf að skoða marga áratugi (með vali á stuttu tímabili má hins vegar velja hag- stæða niðurstöðu). Í greininni spyr Kristinn, hvort stofn auki framleiðslu sína við hátt veiðiálag. Fyrir allmörgum ár- um þurfti undirritað- ur að sitja annan fund með Kristni og svara sömu spurningu. Kristni var þá bent á að almenna reglan væri sú, að þegar stofn hefur lengi verið veiddur stíft minnkar hann og gefur minna af sér heldur en þegar minna er veitt og stofninn því stór. Gögn um þorsk á Íslandsmiðum frá 1928 til 2001 sýna minni nýliðun við litla stofnstærð og að meiri sókn leiði til minni stofnstærðar. Öll sú töl- fræði sem undirritaður þekkir styður þessa túlkun. Á fyrir- spurnaþinginu lá fyrir, vegna til- komu aukinna gagna, að lægri tíðni góðrar nýliðunar við lítinn stofn er orðinn hámarktæk. Aftur skal áréttað að ályktanir sem eru dregnar af fáum mælingum á breytilegu kerfi eru oft rangar og sú ályktun Kristins, að nýliðun verði góð við mikla sókn, er ein- mitt þvert á heildarmynd sögunn- ar eins og honum hefur oft verið bent á. Mestalla síðustu öld fór þorsk- stofninn minnkandi, fyrir utan skammtíma uppsveiflur vegna til- tekinna góðra árganga. Stofninn tók þó þrisvar kipp vegna breyt- inga á heildardánartíðni, fyrst í síðari heimsstyrjöldinni, næst þeg- ar landhelgin var færð út í 200 mílur, en þriðja tilvikið er áhuga- verðast og það er svona: Þegar unnið er að rannsóknum er reynt að prófa kenningar með tilraunum, en erfitt er vitanlega að gera mikl- ar tilraunir með grundvöll und- irstöðuatvinnuvega. Árið 1994 var þó ákveðið að draga mjög mikið úr sókn í þorskstofninn og árangur- inn árin á eftir var fullkomlega í samræmi við spár sem gerðar voru áður en „tilraunin“ var gerð. At- huga ber, að óvissa við mat á stofnstærð er allt annað mál (og efni í aðra grein) en grundvall- aratriði varðandi nýtingu stofns- ins, sem eru vel þekkt. Taka má dæmi af sveit þar sem afréttin hefur þolað 1.500 fjár um aldir, ekki er neinn skortur á fóðri, jafn fjöldi lamba kemur undan hverri á og ekki sjást aukin afföll á afrétt, en undanfarna áratugi hef- ur bústofninn hins vegar minnkað í 200 fjár í sveitinni. Ef stöðugt hefur verið slátrað hærra hlutfalli á hverju hausti væri fróðlegt að hitta þann bónda sem legði til að slátra nú enn hærra hlutfalli til þess að fjölga fénu. Þorskstofninn er einmitt í mikilli lægð, engin merki fæðuskorts en afföll vegna veiða mikil. Aðferðafræði sú sem hér liggur að baki er kennd sem hluti af grunnnámi í líffræði og aðgengileg í kennslubókum, en gögn og úr- vinnsla hafa komið fram innan- lands og erlendis, á fundum, í dag- blöðum og vísindaritum. Hins vegar liggja ekki fyrir neinar vís- indalegar niðurstöður sem rök fyr- ir stífri sókn þegar menn vilja að veiðistofninn stækki svo afli á sóknareiningu vaxi. Því er ansi merkilegt að fá fyrirspurn Kristins Péturssonar nú, rétt eftir að þess- um atriðum var svarað ítarlega á fyrirspurnaþinginu. Eitt sinn tíðkaðist að tyggja mat í ungabörn og allir kennarar kann- ast við að stundum virðist þurfa að tyggja útskýringar í nemendur. Þegar forsendur fiskveiðiráðgjafar eru kynntar í grunnskólum, skilja börnin þó ágætlega að fullorðinn fiskur drepst ef hann er veiddur og honum fækkar við það. Blessuð börnin skilja líka að ef ekki er til neinn hrygningarstofn verður eng- in nýliðun. Gerð er sú krafa til opinberra starfsmanna að þeir taki þátt í kynningum á störfum sínum og taki tillit til gagnrýni, enda sjálf- sagður hluti af lýðræði. Í um- ræðum þarf hins vegar á stundum að svara ítrekað sömu fyrirspurn- unum frá einstaklingum sem greinilega vilja fá önnur svör. Fyrr eða síðar þarf að íhuga, hve- nær slík vinna er orðin þvílík sóun á opinberu fé að henni beri að hætta. Undirritaður mun ekki taka frekari þátt í þessari umræðu, en vill benda Kristni Péturssyni á að í Bóksölu Stúdenta er til kver sem heitir „Stærðfræðileg fiskifræði“ þar sem má lesa sér til um und- irstöðuatriði fiskifræðinnar. Ætli fiskur drepist þegar hann er veiddur? Gunnar Stefánsson Tölfræði Þorskárgangar eru mis- stórir, segir Gunnar Stefánsson, og aðeins lítinn hluta breytileika nýliðunarinnar er hægt að útskýra með t.d. hita- stigi, seltu, stofnstærð, sókn eða fæðuframboði. Höfundur er tölfræðingur. Gleðileg jól Hólagarður         w w w .t e xt il. is Klapparstíg 44, sími 562 3614 Kokkabókastatív Litir: Svart, blátt, grænt, grátt Verð 3.995 kr. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is w w w .d es ig n. is © 20 01 Heilsunnar vegna „Við meðhöndlun hálsvandamála er einn mikilvægasti þátturinn að gefa réttan stuðning við hálssvæðið þegar legið er í hvíldarstellingum, til að ná náttúrulegri stöðu hryggjarsúlunnar. Hið erfiða í þessari meðhöndlun er að ná þrýstingslétti á hálssvæðið og ná um leið fram slökun í hinum margvíslegu svefnstellingum. TEMPUR heilsukoddinn er eini koddinn að mínu viti sem uppfyllir allar þessar kröfur.“ Röng höfuðlega er erfið fyrir háls, herðar og bak og leiðir til meiðsla og verkja. Góður koddi veitir stuðning og þægindi þannig að þú getur sofnað án allrar spennu. James H. Wheeler, M.D. Dr. Wheeler er stjórnar- formaður félags bæklunar- skurðlækna í USA, og aðili að Amerísku Bæklunar- læknaakademíunni Jólagjöf sem lætur þér og þínum líða betur Yfir 32.000 sjúkraþjálfarar, kírópraktorar og læknar um heim allan mæla með Tempur Pedic, þ.á.m. á Íslandi. VARISTeftirlíkingar!!! I i lí i !!! Silfurskottan sem þrífur með þér! Severin Electronic 1400 watta ryksugan er hlaðin kostum: + Létt og handhæg + Stór hjól + Stillanlegur sogkraftur + Stillanleg lengd á röri + Haus fyrir teppi og parket + 4 föld ryksía + 2 lítra rykpoki + Fótrofar Verð aðeins kr. 7.490 stgr. Öðruvísi jólaskreytingar Sjón er sögu ríkari Jól 2001 Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.