Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 65
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 65 AÐVENTU-Kópamessa verður í Kópavogskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 20.30. Þar gefst gott tækifæri til uppbyggilegrar sam- veru skömmu fyrir jól. Í Kópamess- um er tónlist og sálmar léttari en í hefðbundnum guðsþjónustum og áhersla lögð á virka þátttöku kirkju- gesta, bæði í söng og öðrum þáttum helgihaldsins. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Samvera fyrir syrgjendur SAMVERA verður í Grensáskirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 20 sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á að- ventunni. Þessi tími er oft erfiður syrgjendum en jólin eru hátíð þar sem lögð er áhersla á gleði og sam- veru með fjölskyldunni. Erfitt er að halda jól í skugga sorgar. Öll umgjörð jólanna getur minnt á þann sem er farinn. Það er átak að syngja jólasálmana í fyrsta skipti eftir andlát ástvinar þar sem þess- um tíma tengjast margar minn- ingar. Í sorginni viljum við benda á boðskap jóla og aðventu um komu guðs til okkar og ljósið sem skín í myrkrinu. Fyrir marga er þetta í fyrsta skiptið sem farið er í kirkju eftir jarðarför ástvinar. Það eitt get- ur verið átak en jafnframt mikil- vægt skref til að vinna úr sorginni. Á samverunni syngjum við saman sálma og jólalög; tvísöng syngja Vil- borg Sverrisdóttir og Anna Sigríður Magnúsdóttir, hugvekju flytur sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir. Þá verða fluttir ritningarlestrar og jólasaga lesin. Sérstök minningarstund er í samverunni þar sem fólki gefst kostur á að tendra ljós til minningar um látinn ástvin. Ásta Haraldsdóttir og Linda Margrét Sigfúsdóttir flytja á meðan tónlist á píanó og flautu. Dagskráin er skipulögð þannig að hún höfði til allrar fjölskyldunnar. Börn eru sérstaklega velkomin. Samveran er öllum opin og allir velkominr sem finna hjá sér þörf til að koma. Starfsfólk frá Heima- hlynningu, Karitas og ýmsum deild- um Landspítala verða í Grens- áskirkju. Eftir samveruna er boðið upp á veitingar og fólki gefst kostur á að ræða saman. Aðventuhelgistund með Þorvaldi í Gerðubergi FELLA- og Hólakirkja í samstarfi við Félagsmiðstöðina í Gerðubergi stendur fyrir aðventuhelgistund í Gerðubergi fimmtudaginn 20. des- ember nk. kl. 14 (ath. breyttan tíma). Samstarf Félgsmiðstöðv- arinnar og kirkjunnar hefur varað um árabil og á hverjum fimmtudegi árið um kring er helgistund, bibl- íulestur og samvera í Gerðubergi kl. 10.30. Djákni og prestar kirkjunnar hafa séð um stundirnar en starfsfólk Félagsmiðstöðvarinnar hafa séð um að gera umhverfið aðlaðandi og passa upp á að önnur starfsemi sé ekki í gangi á helgistundartímanum. Sr. Hreinn Hjartarson og Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni, sjá um þjónustuna. Sr. Míakó Þórðarson túlkar á táknmáli. Hinn landsþekkti Þorvaldur Hall- dórsson flytur veraldlega og and- lega tónlist og verður með frásögn af eigin reynslu. Eftir stundina verða hátíðarveit- ingar í Veitingabúð sem er í Fé- lagsmiðstöðinni Gerðubergi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Lilja G. Hallgrímsdóttir, djákni. Kópamessa Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmtiganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra ungra barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Imbrudagar á vetri miðviku- dag kl. 8 árdegis og föstudag kl. 8 árdegis. Messa, altarisganga, bæn fyrir friði. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimili eftir stundina. Aðventu- stund syrgjenda kl. 20. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig- rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung- lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. TTT-krakkar mæta kl. 16 til æfinga fyrir helgileik á aðfangadag. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 20.30. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórs- son leiðir söng og lofgjörð við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Sóknarprestur flyt- ur guðs orð og bæn. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir fé- lagar velkomnir. Foreldramorgunn miðviku- dag kl. 10–12. Jólagleði. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna- stund í dag, þriðjudag, kl. 12 í kapellu safn- aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj- unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til þátttöku. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall- að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkju- hvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs- starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkj- unni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Bjarmi, samtök um sorg og sorgarferli á Suðurnesjum, boðar til fundar í Kirkjulundi kl. 20. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, flytur erindi sem hann nefnir: Eftirvænting og kvíði á aðventu. Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Safnaðarstarf Félag eldri borgara í Kópavogi Það mættu 23 pör til leiks þriðju- daginn 11. desember og urðu eftir- talin pör efst í N/S: Hannes Ingibergss. – Magnús Halldórss.254 Einar Einarsson – Hörður Davíðsson 47 Ólafur Ingimundars. – Jón Pálmason 46 Hæsta skor í A/V: Hreinn Hjartarson – Ragnar Björnss. 261 Guðm. Þórðarson – Magnús Þorsteinss. 243 Einar Markússon – Steinþór Árnason 236 Sl. föstudag mættu svo 18 pör og þá urðu úrslit þessi: Ólafur Ingvarss. – Þórarinn Árnason 251 Páll Hannesson – Kári Sigurjónss. 242 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófss. 240 Hæsta skor í A/V: Vilhjálmur Sigurðss. – Þórður Jörundss. 64 Auðunn Guðmundss. – Bragi Björnss. 256 Ingibjörg Stefánsd. – Þorsteinn Davíðss. 235 Síðasta spilakvöld ársins er í dag, þriðjudag. Afhent verða verðlaun og boðið upp á kaffi. Spilamennskan hefst á nýja árinu 8. janúar. Gleðileg jól. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ 9 pör mættu til leiks 13. des. Spil- aður var Mitchell 15 spil. Lokastaðan: N-S riðill: Ellert Björnsson – Steingrímur Jónsson 70 Björg Þórarinsdóttir – Edda Svavarsd. 67 Lilja Kristjánsd. – Hlynur Vigfússon 60 A-V riðill: Anna Dýrfjörð – Ólafur Þórfinsen 76 Þórir Jóhannsson – Eiríkur Eiðsson 74 Ragnheiður Bragad. – Ásta Ástþórsd. 62 Efsta par í hvorum riðli fékk gjafakort í Bridsbúð BSÍ. Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136. TILKYNNINGAR                 Holtsgötu 7, 101 Reykjavík, auglýsir pláss laus til umsóknar í yngri barna deild sem verður opnuð 7. janúar 2002. Innritun í Listakoti og í s. 551 3836 þriðjud. 18/12 frá kl. 10 til 17 og miðvikud. 19/12 frá kl. 10 til 17. Eldri umsóknir óskast staðfestar. Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Útskrift haustannar 2001 verður í Fella- og Hólakirkju, Hólabergi 88, föstudaginn 21. desember kl. 14.00. Allir nemendur dag- og kvöldskóla, er lokið hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma þá og taka á móti prófskírteinum. Um er að ræða nemendur er lokið hafa: ● Stúdentsprófi ● Sjúkraliðaprófi ● Verslunarprófi ● Snyrtifræði ● Húsasmíði ● Rafvirkjun Eldri útskriftarárgangar, foreldrar, aðrir ættingj- ar, svo og velunnarar skólans, eru velkomnir á útskriftina. Skólameistari. Auglýsing um skipulag í Kópavogi Aðalskipulag Kópavogs 2000—2012 Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2000—2012 auglýsist hér með skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Tillagan sem nær til lögsagnarumdæmis Kópa- vogs er sett fram í greinargerð, þéttbýlisupp- drætti í mælikvarða 1:10.000, sveitarfélagsupp- drætti í mælikvarða 1:50.000 auk skýringarupp- drátta í mælikvarða 1:10.000 þar sem fjallað er um samgöngur, opin svæði og breytingar frá núgildandi aðalskipulagi. Tillagan verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:30 til 16:00 alla virka daga frá 19. desember 2001 til 24. janúar 2002. Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 7. febrúar 2002. Tillagan verður jafnframt til sýnis í Smáralind. Hægt verður að nálgast texta greinargerðar aðalskipulagsins á heimasíðu Kópavogs, www.kopavogur.is, frá og með 19. desember 2001. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunum. Vakin er sérstök athygli á því að auglýsing þessi birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 16. desember sl., en er nú endurbirt vegna villu í dagsetningu. Villan varðaði lengd á kynningartíma ofangreindrar tillögu. Kynningartímanum lýkur 24. janúar 2002 en ekki 24. febrúar eins og þá var sagt. Athugasemdafrestur er sem fyrr kl. 15.00 hinn 7. febrúar 2002. Skipulagsstjóri Kópavogs. 101 Reykjavík Íbúð til leigu — þrír mánuðir Glæsileg 117 fm íbúð til leigu í þrjá mánuði frá u.þ.b. 15. janúar til 15. apríl. Fallegt útsýni, næg bílastæði, stutt í miðbæinn. Leigist fyrirtæki/einstaklingi á kr. 90 þúsund á mánuði. Reyklausir eingöngu. Áhugasamir hringi í síma 864 5866 eða 552 5143. HÚSNÆÐI Í BOÐI ÝMISLEGT Jól í Metró Jólagjafir fyrir: ✭ Handlagna Verkfæratöskur, skrúfjárna-, sporjárna- og út- skurðarsett. ✭ Potteigandann Ryksugur sem ekki þurfa rafhlöður, fljótandi glasabakkar. ✭ Jólabörnin Jólaskraut í miklu úrvali, seríur úti og inni, greni- greinar, dansandi jólasveinar og snjókarlar. Ljósaslöngur í metratali og í settum, krossar, stjörnur, jólatré og bjöllur. Metró, Skeifunni 7, s. 525 0800. Opið alla daga til kl. 19. SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF  EDDA 60011211919 I Jf.  Hamar 6001121819 I Jf. I.O.O.F.Rb.4 151121888½.Jv. I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  18212188  E.T.II, Jv. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.