Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ biðlistar barna- og unglingageð- deildar Landspítalans – háskóla- sjúkrahúss hafa „sveiflast nokkuð að lengd undanfarin ár“, eins og það er orðað. „Þannig fjölgaði börnum á listanum úr 67 í 89 á milli maí og október 2001 en höfðu verið 124 í október 2000. Flest börnin bíða eftir ofvirknisgrein- ingu.“ Þá kemur fram í upplýsingum Landlæknisembættisins að biðlisti eftir lýtaaðgerð hjá LSH við Hringbraut hafi haldist nokkuð stöðugur síðustu mánuði eftir mikla fækkun í janúar sl. „Þannig voru 517 einstaklingar á listanum í október 2000, 460 í janúar 2001 og 478 í október 2001.“ Fjölgað um 32% á biðlista hjá Reykjalundi Í greinargerð Landlæknisemb- ættisins kemur fram að heldur hafi farið fækkandi á biðlistum bæklunardeilda á landinu eftir að hámarki hafi verið náð í janúar 2001 en þá biðu samtals 1.222 eftir bæklunaraðgerð. Í október sl. biðu hins vegar samtals 998 eftir bækl- unaraðgerð. Lengstir eru biðlist- arnir hjá LSH en fjöldi þeirra sem beið eftir slíkri aðgerð í október sl. var svipaður og í maí sl., þ.e. 668 á móti 651. Flestir bíða þar eftir lið- skiptaaðgerðum á mjöðmum eða hnjám. Þá kemur fram að enn haldi áfram að fjölga á biðlistum eftir endurhæfingu. „Jafnframt lengist biðtíminn á þeim stöðum þar sem biðtími er gefinn upp,“ segir í greinargerð embættisins. „Í októ- ber 2001 biðu 1.239 einstaklingar eftir endurhæfingu,“ og hafði þá fjölgað úr 1.114 í maí á þessu ári. „Mest fjölgun hefur orðið á lista Reykjalundar, þar sem hátt í helmingur allra á listanum bíður endurhæfingar. Þar hefur fjölgað úr 797 í 1.055 á einu ári eða um 32%.“ Af þeim sem biðu eftir aðgerð hjá háls-, nef- og eyrnadeildum voru flestir að bíða eftir aðgerð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Í október sl. biðu þar 643 eftir aðgerð og hafði þeim þá fjölgað um 99 eða um 18% á einu ári. Að síðustu má nefna að 239 biðu eftir tæknifrjóvgun hjá glasa- frjóvgunardeild LSH í október sl. samanborið við 375 í október á liðnu ári. MEÐALBIÐTÍMI eftir þjónustu á kvenlækningadeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss (LSH) hefur nær tvöfaldast á einu ári. Hefur biðtíminn farið úr tíu vikum í októ- ber árið 2000 í 19 vikur í október árið 2001. Alls 307 konur biðu í október sl. eftir þjónustu á kven- lækningadeild spítalans en voru í október á síðasta ári 253. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greinargerð Landlæknis- embættisins á biðlistum sjúkra- stofnana hér á landi. Í greinar- gerðinni, sem m.a. er birt á heimasíðu Landlæknisembættis- ins, www.landlaeknir.is, kemur m.a. fram að nú sem fyrr sé lengstu biðlistana að finna í end- urhæfingu, á bæklunarlækninga- deildum, á háls-, nef- og eyrna- lækningadeildum, á almennum skurðlækningadeildum og á augn- deildum. Meðalbiðtími lengdist úr 70 vikum í 91 viku Sé litið á biðlista hjá t.d. al- mennum skurðdeildum kemur m.a. fram að fjöldi þeirra sem biðu eftir aðgerð hjá almennri skurðdeild hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut í októ- ber sl. var 478. Í október í fyrra voru hins vegar samtals 382 á þessum biðlista. Meðalbiðtími hafði þar með lengst úr 70 vikum í 91 viku. Hér ber að taka fram að ekki bárust upplýsingar frá almennri skurðdeild á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi og frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. En sé litið á biðlista eftir almennri skurðaðgerð hjá t.d. Sjúkrahúsi Akraness kemur fram að þar fjölgaði mönnum á biðlista úr 67 í maí sl. í 95 í október sl. Fjöldinn var hins vegar 96 í októ- ber á síðasta ári. Sé litið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) kemur einnig fram að færri voru á biðlista eftir aðgerð hjá almennri skurðdeild í október sl. en í októ- ber í fyrra. Alls 68 voru á biðlista í október sl. miðað við 74 á sama tímabili í fyrra. Alls 756 bíða eftir augnaðgerð Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru ein- göngu biðlistar eftir augnaðgerð- um hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Í heild biðu 756 eftir augnaðgerð í október sl. en þar af voru um 90% á biðlista hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi eða 706. Fjöldi þeirra sem biðu eftir augnaðgerð á sama tímabili í fyrra var hins vegar 565 og þar af flestir hjá LSH eða 528. Hefur meðalbiðtími eftir slíkri aðgerð því aukist úr 19 vikum frá október 2000 í 29 vikur í október 2001. Af þeim sem nú bíða eftir augn- aðgerð bíða flestir eftir svokallaðri augasteinsþeytingu með ísetningu gerviaugasteins, skv. upplýsingum Landlæknisembættisins, en á þeim biðlista eru aðallega einstaklingur yfir 70 ára aldri. „Þegar litið er á heildarfjölda á biðlista eftir augn- aðgerð sést að mjög hefur hægt á fjölgun á listanum undanfarið eitt og hálft ár og nam fjölgunin tæp- um 5% frá því í maí í þessu ári,“ segir í greinargerð embættisins, en í maí á þessu ári biðu alls 722 eftir augnaðgerð. Enginn biðlisti barna í Fossvogi Í greinargerð Landlæknisemb- ættisins kemur fram að biðlistar barnadeilda séu almennt ekki langir fyrir utan biðlista barna- skurðlækninga á Barnaspítala Hringsins. Þar biðu í október sl. 176 börn eftir aðgerð eða um 57% af heildarfjölda þeirra barna sem biðu eftir aðgerð á landinu öllu. „Sá listi hefur lengst ívið á sama tíma og biðlisti barnadeildar FSA hefur hefur styst örlítið en á lista FSA bíða nú 28 börn.“ Samanborið við 33 börn í október í fyrra. „Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi er enginn biðlisti á barnadeildinni í Fossvogi,“ segir ennfremur í greinargerð Landlæknisembættis- ins. Í greinargerðinni kemur fram að Meðalbiðtími eftir þjónustu á kvenlækningadeild LSH Hafa nær tvö- faldast á einu ári                              !          "# #$ ## %#& $' (') #% *$ ))  $) (# )% ** '% #+" ,, $" "   $' )' )+ ,, '% #"' ,, *+ %&   -    -       -                             (( )# %* %$& %% )* $          (( () %% %#( %& (% &         )' (# )& %"$ ' ($ +         .    .                    !           (% %" $# +# )+( ($ %%%   )', )", "& $% )"& (( %)$      +% )( ,, () (&" #% %()                          !           !  '% %* ((* (** )(+ ** "    +" %" ()* ()) )&+ *# "# %&) )$ $$', %+& +)          ! (" +)'  #( $"*  +& "&$                    !       $% &'(&)!*   "% (' '( +## '' *"   $* )$ $) +') #' ##  '& , +( $#(,, "" $#          !       +,  !  ("+ %#)    #+' , #  #$' , #      . -/0                  &)! !! ! (( $& (% # %) (( ))  )% ($ ()        - ( !  ("+  , & )(*,,     1  23      0   . / ( +( +% "*" (&  '( $# *#+ )) " #  "" "+ % &++ () " ,         ,, /4    , 5     6  6 7  87         9 :     6   , ;  6   :   )&&% ,, /4    ,  6  3     .     <    6 6 , /4     ,, = )%' :  , 4 9     !     6        , /4     ,, <9  :   0 ,1  2 , :   !  3 4 2 , :   !  0 ,1  2 , :   !  ,  %) 1 , /1 ! ,)( 4) ,1 ' 4 )!4) ,1  Lengstu biðlist- arnir í endur- hæfingu, á bækl- unarlækninga- deildum, á háls-, nef- og eyrna- lækningadeildum og á augndeildum HVAÐ ætli ég fái í jólagjöf? Hvert er flottasta dótið? Er ekki örugglega dótabúð í Kringlunni? Litli jólasveinn- inn ætlar áreiðanlega að hafa hönd í bagga með hvar foreldrarnir hyggjast bera niður eftir jólagjöfinni í ár. Það er líka sjálfsagt að hafa skoðun á málinu þótt mað- ur sé ekki hár í loftinu. Morgunblaðið/Ásdís Hver á að ráða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.