Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jósef Stefánssonfæddist í Hafurs- staðakoti í Vindhælis- hreppi 25. júní 1922. Hann lést á heimili sínu á Skagaströnd 9. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Stefán Stefáns- son og Salome Jósefs- dóttir. Hann var einn af 12 systkinum. Níu ára gömlum er hon- um komið fyrir á Auð- ólfsstöðum í Langa- dal þar sem hann elst upp til 17 ára aldurs. Hann flytur þá til foreldra sinna sem bjuggu í Kambakoti í Vind- hælishreppi. Þaðan flytur hann svo með móður sinni og systkinum eft- ir lát föður síns til Skagastrandar þar sem hann átti heima eftir það. Árið 1948 kynnist Jósef eftirlif- andi eiginkonu sinni Ragnheiði Haf- steinsdóttur, f. 25. nóv. 1925, og bjuggu þau í Reykholti á Skaga- strönd allan sinn búskap. Foreldrar Ragnheiðar voru Hafsteinn Sigur- bjarnarson og Laufey Jónsdóttir. Ragnheiður var ein af sjö systrum. Jósef og Ragnheiður eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Stefán, f. 9.9. 1950, maki Sig- ríður Gestsdóttir. Þeirra börn eru Guð- mundur Henrý, Jósef Ægir, Jón Örn, maki Þórdís Björnsdóttir, og Ragnheiður Erla. 2) Rúnar, f. 29.8. 1951, maki Súsanna Þórhallsdóttir. Þeirra dætur eru Ragnheið- ur Ásta, Salome Ýr og Anna Dúna. 3) Jón Gunnar, f. 7.2. 1953, maki Ásta Helgadótt- ir. Dætur hans eru Arna Guðrún, maki Siggeir Vilhjálmsson, Aðalbjörg Birna og Laufey. 4) Líney, f. 28.2. 1955, maki Sveinn Ingi Grímsson. Þeirra börn eru Þorlákur Sigurður, maki Rakel Tryggvadóttir, dóttir hans er Eva Líney; Ólína Laufey, maki Andrés Páll Júlíusson, og Friðþór Norðkvist. Jósef starfaði mest við sjó- mennsku, ýmist á vertíðum fyrir sunnan eða á bátum frá Skaga- strönd og var einnig í útgerð til margra ára. Útför Jósefs fór fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd 17. des- ember. Hjartans besti pabbi minn. Nú þegar þú ert farinn í ferðina löngu þá er allt svo tómt og óraunverulegt, því mér fannst þú yrðir alltaf hér og þó svo Óli Guðlaugs segði mér og sýndi í draumi að nú væri hann að sækja þig og þið ætluðuð í ferðalag, þá hélt ég að það yrði ekki alveg strax, en ég er svo ánægð að þú skyldir fá að kveðja, eiginlega í faðmi mömmu. Þú hefðir ekki óskað þér neins betra. Það er svo margs að minnast og yndislegri pabba hefði ég ekki getað óskað mér, þú varst svo mikill vinur okkar allra. Allir veiðitúrarnir sem við fórum í saman, sem þér leiddist ekki að fara í. Ekki var ég gömul þegar ég fékk að fara í fyrsta gæsatúrinn með þér og Kalla á gamla Willy’s jeppanum fram í Langadal, þá var vel veitt. Ég man líka silungstúrana í heiðinni með þér, Inga og Lalla sem þá var bara patti og aldrei varstu ánægðari en í slíkum ferðum. Það eru minningar sem við geymum öll í hjarta okkar. Síðustu árin sáu allir hvað þú varst ríkur að eiga hana mömmu sem gerði allt til að þér liði sem best þegar þú fórst að gefa eftir. Hún stóð við hlið þér eins og klettur sama hvað amaði að. Alltaf gastu treyst á hana og hún er mikil hetja í mínum augum. Börnin mín eiga öll miklar og góð- ar minningar um heimsins besta afa sem þau voru svo lánsöm að þekkja svo lengi og náið. Þú kenndir þeim öllum að fara með veiðistangir og að beita þeim rétt. Þetta var þér og þeim ómetanlegt, enda áttu allir að kunna á græjurnar og passa þær. Elsku pabbi minn, ég veit að þín var beðið með eftirvæntingu hinum megin, Ninna og Óli, Kalli, Þórður, Nonni frændi og Bergur sem fóru á undan, það er örugglega kátt og mik- ið rætt um veiði. Mín trú segir mér að við munum hittast aftur og þú eig- ir eftir að taka á móti okkur öllum þegar okkar tími hér er liðinn. Ég elska þig og virði, þú gafst mér svo margt. Ég veit að þú munt vaka yfir elsku mömmu og gefa henni styrk, hún hefur misst svo mikið. Guð taki þig í sinn náðarfaðm og vaki yfir sálu þinni. Ástarkveðja frá mér. Þín dóttir, Líney. Elsku afi minn. Mér þykir svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn úr þessum heimi, ég veit samt að nú líð- ur þér vel og hefur nú örugglega ekkert lítið að gera. Mér finnst best að hugsa um að núna sért þú að rúnta með Ninnu og Óla, í Blöndu með Benna eða uppi á fjöllum á veiðum með öllum hinum vinum þínum. Ég mun hugsa til þín með söknuði þegar ég fer að veiða næstu sumur og hugsa til allra veiðitúranna sem við fórum saman í Hrafnána þegar ég var lítil og hversu stoltur þú varst alltaf þegar ég veiddi fisk eða fann stóra ánamaðka. Ég man ennþá eftir því þegar ég, þú og Salóme fórum í berjamó með 10–20 lítra fötu og ætluðum að fylla hana af berjum, en þegar hún var hálfnuð gáfumst ég og Salóme upp, fylltum krukkurnar okkar og átum fullt af berjum og að sjálfsögðu þótt- ist þú ekki taka eftir neinu þó svo að minnkaði í fötunni, svona góður varstu alltaf við okkur. Ég á eftir að sakna þess að sitja inni í eldhúsi með þér og borða rúsínur og spila marías og rommý, eins og við gerðum svo oft þegar við hittumst. Elsku afi minn, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Minning þín mun lifa sem ljós í hjarta mér. Þín Ólína Laufey. Jósef, mágur minn, er fallinn frá. Hann var orðinn aldraður maður en aldrei í mínum augum. Jobbi var mikill náttúruunnandi og jafnan uppi um fjöll og firnindi. Varla leið sá dagur að hann væri ekki einhvers staðar úti í náttúrunni full- ur af veiðihug. Það voru ófáar veiði- ferðirnar sem ég fór í fylgd með hon- um og öðru góðu fólki í gamla daga. Lengst af var Jobbi sjómaður, grenjaskytta, mikill laxveiðimaður, rjúpnaskytta, stundum vann hann við beitingar og í ellinni tíndi hann ber af miklum hug og gaf vinum og vandamönnum um allt land. Jobbi var giftur systur minni, Bibbu, og bjuggu þau allan sinn bú- skap í húsi foreldra minna þar sem þau keyptu sér íbúð. Þau eignuðust fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. Þegar ég svo eignaðist son minn, Að- alstein, árið 1959 bættist fimmta barnið við hjá Bibbu og Jobba, því samgangur var mikill og góður. Að- alsteinn á yndislegar minningar frá þeim tíma. Allt sem Jobbi gerði fyrir börnin sín gerði hann líka fyrir Alla, sem hann kallaði Hlunk, og Hlunk- inn tók hann með sér í ótaldar veiði- ferðir inn í Blöndu og ýmis veiðivötn. Heima hjá þeim hjónum var oft glatt á hjalla og jafnan spilað á spil upp á hvern dag. Ekki setti Jobbi fyrir sig að spila við lítinn gutta. Hann kenndi Aðalsteini að halda á fyrstu spilunum og má segja að hann hafi ekki sleppt þeim síðan. Og Jobbi var vinmargur maður. Á heimilinu var því stöðugur gestagangur og aldrei lét Bibba nokkurn mann fara svangan frá garði. Ég á Jobba svo ótal margt að þakka frá því ég var heima og ein með son minn í átta ár. Stuðningur hans við drenginn var mér mikils virði og þegar Aðalsteinn var fimm ára spurði hann mig hvort pabbi sinn væri svona eins og Jobbi – og hefði greinilega ekki haft mikið á móti því. Ekki naut ég aðstoðar Bibbu og Jobba síður eftir að ég flutti suður. Skólinn var varla búinn á vorin þegar Aðalsteinn var kominn norður til dvalar hjá þeim. Á unglingsárunum útvegaði Jobbi honum svo sumar- vinnu þar á Skagaströnd. Alltaf var svo sjálfsagt að gera allt fyrir Alla, rétt eins og hann væri einn úr hópnum hans, enda voru Jósefssynir og sonur minn oft kallaðir Jobbar- arnir. Í 53 ár hafa Bibba systir og Jobbi gengið saman í gegnum lífið. Nú verða straumhvörf og ég bið Guð að gefa henni styrk til að takast á við breytta tíma. Blessuð sé minning Jósefs Stef- ánssonar. Áslaug Hafsteinsdóttir. Oft er það nú þannig, þegar mann- eskja manni nákomin fellur frá, að hugurinn stekkur af stað inn í heim minninganna. Skýr myndbrot sem tengjast hinum látna skjóta upp koll- inum og tilfinningar skekjast til. Þannig varð mér við, er í eyra mitt var hvíslað fréttum af andláti Jobba. „Gamli veiðihöfðinginn“ hafði lagst til hvílu og hinn „slyngi sláttumaður“ læddist að honum í svefni svo und- ankomu varð ekki auðið. En hvernig á ég að lýsa Jobba? Hvernig á ég að lýsa manni sem hafði afar mikil áhrif á bernsku- og unglingsár mín? Ég gæti byrjað á því að segja að á bernskuárum mínum ávarpaði hann mig yfirleitt með gælunafninu „hlunkur“ en í kjölfarið fylgdi síðan glott og gjallandi hlátur. Jobbi var nefnilega umfram allt afar skemmti- legur maður. Það var gaman að heyra hann segja sögur og hann kunni líka vel að hlusta. Hann hafði skemmtilegan talanda og var mjög hláturmildur. Veiðiskapur var áhugamál hans númer eitt. Hann var refaskytta til margra ára og voru þær ófáar sögurnar sem hann sagði af viðskiptum sínum við tófurnar. Hann bar mikla virðingu fyrir klók- indum þeirra og hörku. Á sínum yngri árum stundaði hann sjósókn og var í útgerð. Sjórinn var honum hug- leikinn og hann fylgdist alla tíð vel með öllu sem honum viðkom, kannski sérstaklega af því að synir hans þrír lögðu allir stund á sjó- mennsku. Annar veiðiskapur eins og fuglaskytterí og silungsveiði var líka í hávegum hafður, enda var stans- laust verið að skipuleggja veiðitúra upp á Skagaheiði. Sem unglingur varð ég þess aðnjótandi á hverju sumri að búa á heimili Jobba. Þar hafði ég ómælda gleði af því að hrær- ast í heimi veiðitúra og veiðisagna. Annað sem veitti mér ekki minni gleði var spilamennskan. Jobbi var slyngur spilamaður og skemmti sér vel við spilaborðið. Hann hafði á orði að „pikket“ væri mesta tveggja manna spil sem fundið hefði verið upp. Við spiluðum það mikið og stundum einnig Kanasta. Kæri Jobbi, ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, og mín kæra Bibba, ég vil votta þér mína dýpstu samúð. Aðalsteinn Jörgensen. JÓSEF STEFÁNSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. ! "    %   6 5 6 %/&5 4.$.0%0  # 0&$. !- #$%&' # + (        3 .    ,** 5 7 -, &$*+ 4* * * * $ * * @ 1 -, ,* 5 ))$ G ))$ $ $ ' -, . +*+4*5 A     )  7 $)  $   7     %  86 @B 6 &1.> 0)** / ,)5 6** * .* -, 0 .* 1 * &*0 1 * .*$0 # '* 1 -, 4.*&-0 0 * &$*0. 5 = H -, -0 0 * 600 ,**$ -, /% 0 * 4% ,* -, # * &$*+ 4* ,**$ /+$. . % 4 /-05 /       )  7 $)$   7          3 6 %/&$*- +,*- . $** $/ .%5 < 1 -, 3&- -, 3, ,* * 0- .$ -, 3&-0 ,* * 4% 0)0*- -, '0 ,* * 4. 0 * *-, #+ * ,* -, -0 0** * +*+4* . +*+*+4*5 A   )  7  $)$     7     6 5 B9 B 6  )')$ @% $ CI %*%5 = -, * 0 * 5 *-,  -0 # '* -, -, */ 6$ ,* * -, * @ -0 .* -, # -, * &' -, -, -, * .*$0 ' -, @ .$0 -, -, ( 3 $* * . +*+4*5 A   )  7 $)$     7 " % 1  =6 96 B6 B * ' &*+ 4* -, 0** 3, 0** * --*H 0** -, .$ .0 * &*+ 4* .0 * 3,-' 3$% -, 0** 3 $* *5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.