Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 11 Opið frá kl. 10.00 til 18.00 Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík. Mikið úrval Dæmi um verð: Áður: Nú: Kaðlapeysa 3.600 900 Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.300 Síð jakkapeysa 3.900 1.900 Leðurjakki 8.900 3.900 Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700 Satínskyrta 3.100 1.500 Stretsskyrta 3.900 1.500 Síð túnika m/kraga 3.900 1.900 Flíssett 5.900 2.900 Pils 3.400 1.700 Jakkapeysa 5.200 1.900 Dömubuxur 4.300 1.900 Herrapeysa 5.800 1.900 Herrablazerjakki 6.500 2.900 Herrabuxur 4.900 1.900 og margt margt fleira ÚTSALA – ÚTSALA – ÚTSALA AUSTURRÍKISMAÐUR, sem í september var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli með 67.485 e-töflur í farangri sínum, segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru falin í ferðatöskunni. Maðurinn var á leið frá Hollandi til Bandaríkjanna þegar hann var stöðvaður. Tollverðir höfðu nefni- lega tekið eftir því við gegnumlýs- ingu á ferðatösku hans að hún hafði falskan botn sem náði til hálfs upp að töskuopinu. Í töskunni var einnig notaður fatnaður en sjálfur var mað- urinn í spánnýjum jakkafötum og sagðist tollvörður jafnvel hafa séð verðmiða á fatnaði hans. Aðalmeðferð málsins fór fram fyrir fjölskipuðum Héraðsdómi Reykjaness í gær. Um er að ræða langmesta magn e-taflna sem lagt hefur verið hald á hér á landi en dómar fyrir e-töflusmygl hafa verið afar harðir. Til samanburðar má nefna að í febrúar dæmdi Hæsti- réttur Portúgala í níu ára fangelsi. Sá var á leið til Bandaríkjanna með 14.000 e-töflur innanklæða þegar hann var handtekinn á Keflavíkur- flugvelli. Þá var þyngsta refsing fyr- ir fíkniefnabrot 10 ára fangelsi. Austurríkismaðurinn, sem kom fyrir dóm í gær, var á hinn bóginn hand- tekinn eftir að refsiramminn var hækkaður úr 10 í 12 ár. Málin eru þó ólík að því leyti að Austurrík- ismaðurinn neitar að hafa vitað af fíkniefnunum en Portúgalinn játaði að hafa ætlað þau til sölu í Banda- ríkjunum auk þess sem hann var með þau innanklæða. Greiði gegn greiða? Austurríkismaðurinn bar fyrir dómi í gær að hann hefði kynnst tveimur mönnum, Marcello og Primo, í Amsterdam fyrr á árinu. Hann var þá á leið frá Dóminíska lýðveldinu, þar sem hann hefur ver- ið búsettur til margra ára, til Aust- urríkis. Hann kvaðst ekki tala ensku og hafa verið hálfráðvilltur við kom- una til Hollands. Fyrrnefndur Marcello hefði boðið fram aðstoð sína og þegar hann var á leið aftur til Dóminíska lýðveldisins hafði hann samband við Marcello á ný og fékk aðstoð vegna ferðalagsins. Í greiðaskyni við Marcello sagðist hann hafa tekið að sér að flytja fyrr- nefnda ferðatösku til Bandaríkj- anna. Þar myndi hávaxinn blökku- maður taka við töskunni. Hann sagðist aðspurður hafa velt því fyrir sér hvort brögð væru í tafli en þegar hann spurði var honum svarað að það yrðu engin vandamál vegna töskunnar. Hann hefði þó grunað að eitthvað ólöglegt væri í töskunni en hefði ekki hugsað nánar út í það. Guðrún Sesselja Arnardóttir, fulltrúi ríkissaksóknara, benti hon- um á að hjá lögreglu hefði hann sagt að hann ætti að fá 5.000 dollara fyrir að flytja töskuna. Austurríkismað- urinn sagði fyrir dómi að upphæðin hefði aðeins verið nefnd í framhjá- hlaupi, þetta hefði verið á reiki og hann hefði átt að fá nánari upplýs- ingar hjá fyrrnefndum blökku- manni. Hann sagðist aðspurður aldrei hafa séð e-töflur áður og vissi ekki um verkun þeirra. Fulltrúi ríkissaksóknara sagði ýmislegt við frásögn hans með ólík- indablæ og taldi að vitneskja hans um innihald töskunnar hefði verið meiri en hann vildi vera láta. Það að hann opnaði talnalás töskunnar fumlaust, var sjálfur ekki með aðra tösku á ferðalaginu var meðal þess sem hún taldi að græfi undan fram- burði hans um að hann hefði verið burðardýr fyrir fíkniefni án þess að vita það sjálfur. Guðrún Sesselja sagðist ekki sjá annað en í þessu máli yrði að beita hámarksrefsingu fyrir fíkniefna- brot, 12 ára fangelsi. Ekki nóg að telja töflurnar Ásbjörn Jónsson hdl., verjandi mannsins, var að vonum ekki sam- mála þessu mati sækjandans og krafðist sýknu en til vara vægustu refsingar. Ásbjörn taldi að töluvert skorti á sönnunarfærslu ákæru- valdsins. Vissulega lægi fyrir að Austurríkismaðurinn hefði tekið að sér að flytja töskuna en hann hefði ekki vitað að hún hefði innihaldið fíkniefni. Ekki hefði verið um ásetn- ing til fíkniefnasmygls að ræða og hann hefði ekki gert þetta í ágóða- skyni eins og hann er ákærður fyrir. Varðandi fullyrðingu sækjanda um að honum hafi borið skylda til að at- huga innihald töskunnar, sagði Ás- björn að skjólstæðingur sinn hefði ekki haft ráðrúm til þess þar sem hann sá töskuna fyrst fyrir utan flugstöðina á Schiphol-flugvelli. Hann væri ekki veraldarvanur mað- ur og hefði látið menn misnota traust sitt. Þá gagnrýndi Ásbjörn vinnu- brögð við rannsókn málsins og sagði alltof lítið að efnagreina 140 töflur af þeim ríflega 67.000 sem fundust. Þá væru töflurnar í minna lagi og því gæfi það ekki rétta mynd af magn- inu að miða einungis við fjölda held- ur hefði þurft að vigta þær. Þá dró hann í efa að e-töflur væru eins hættulegar og af væri látið. Málið var lagt í dóm að loknum málflutningi og fellur dómur innan þriggja vikna. Farið fram á há- marksrefsingu Aðalmeðferð í gær í langstærsta e-töflusmyglmáli sem upp hefur komið í Héraðsdómi Reykjaness Segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru falin í töskunni ársbyrjun til 14. desember kem- ur í ljós að 7.310 sóttu um lán vegna kaupa á notuðum íbúðum sem er tæplega 1% fækkun, 1.440 sóttu um lán til nýbygginga og fjölgaði þeim um 3%. Þá er 45% aukning í umsóknum um lán til endurbóta en þeim fjölgaði úr 203 í 294 og lánum til bygging- araðila fjölgaði úr 157 í fyrra í 290 í ár eða um 85%. Hallur Magnússon hjá Íbúða- lánasjóði sagði skýringuna á þessari miklu fjölgun hjá bygg- ingaraðilum m.a. þá að þeir hefðu í fyrra yfirleitt verið búnir að selja á byggingartímanum og því ekki sótt sjálfir um lán. Þeir yrðu hins vegar í auknum mæli að gera það nú þar sem sala gengi hægar. Þá sagði hann fjölgun lána til endurbóta athygl- isverða, menn væru kannski bún- ir að uppgötva að þessi leið hent- aði í mörgum tilvikum, sem skýrði þá aukningu. UMSÓKNUM um húsbréfalán hjá Íbúðalánasjóði fækkaði fyrstu 14 daga desembermánað- ar frá sömu dögum í fyrra eða úr 375 í 350. Færri umsóknir bárust vegna kaupa á notuðu húsnæði en fleiri sækja um lán vegna endurbóta á húsnæði. Á árinu öllu, þ.e. til 14. desember, hafa borist 9.334 umsóknir um lán af ýmsu tagi sem er 2,32% aukning frá sama tíma í fyrra. Sé litið á fjölda umsókna dag- ana 1. til 14. desember bárust 260 umsóknir vegna kaupa á not- uðu húsnæði en á sama tíma í fyrra voru þær 291. Svipaður fjöldi berst vegna nýbygginga eða 64 það sem af er desember á móti 63 sömu daga í fyrra. Þá sóttu 14 um lán vegna endurbóta nú en 6 á sama tíma í fyrra og byggingaraðilar voru nú með 12 umsóknir það sem af er desem- ber en 15 í fyrra. Sé horft til fjölda umsókna frá Fleiri sækja um lán hjá Íbúðalánasjóði vegna endurbóta Færri umsóknir í heild það sem af er desember Hæsta tré sem fellt hefur verið í Heiðmörk STARFSMENN Skógræktarfélags Reykjavíkur felldu í vikunni hæsta tré sem fellt hefur verið í Heiðmörk fram til þessa. Reyndist það vera rúmir 10 metrar. Flest af hærri trjám sem notuð hafa verið sem torgtré af sveit- arfélögum og fyrirtækjum hafa verið innflutt en íslenskir skógar munu í auknum mæli geta lagt til hávaxin tré. Reykjavíkurborg get- ur nú þegar státað af því að mörg af torgum hennar eru prýdd trjám úr borgarskógum. NOKKUR skjálftavirkni var í Eyja- firði og í Öxarfirði í fyrrinótt. Einn smáskjálfti mældist í Öxarfirði, milli Tjörness og Melrakkasléttu. Nokkr- ir smáskjálftar mældust í Eyjafirði, við ströndina og úti í sjó, sá stærsti var um 3,7 á Richters-kvarða skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Þá fundust smáskjálftar í gær- morgun, einn sem mældist 2,2 á Richters-kvarða klukkan 6.43. Enn- fremur mældist einn smáskjálfti á Reykjanesi í fyrrinótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands. Veðurstofan segir að um sé að ræða skjálftavirkni á afmörkuðu svæði sem ekki teljist fyrirboðar stærri skjálfta. Skjálfta- virkni í Eyjafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.