Morgunblaðið - 18.12.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 11
Opið frá kl. 10.00 til 18.00
Síðumúla 13, sími 568 2870, 108 Reykjavík.
Mikið úrval
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Kaðlapeysa 3.600 900
Peysa m/tíglamunstri 4.700 2.300
Síð jakkapeysa 3.900 1.900
Leðurjakki 8.900 3.900
Úlpa m/loðkraga 5.800 2.700
Satínskyrta 3.100 1.500
Stretsskyrta 3.900 1.500
Síð túnika m/kraga 3.900 1.900
Flíssett 5.900 2.900
Pils 3.400 1.700
Jakkapeysa 5.200 1.900
Dömubuxur 4.300 1.900
Herrapeysa 5.800 1.900
Herrablazerjakki 6.500 2.900
Herrabuxur 4.900 1.900
og margt margt fleira
ÚTSALA – ÚTSALA – ÚTSALA
AUSTURRÍKISMAÐUR, sem í
september var handtekinn á Kefla-
víkurflugvelli með 67.485 e-töflur í
farangri sínum, segist ekki hafa haft
hugmynd um að fíkniefni væru falin
í ferðatöskunni.
Maðurinn var á leið frá Hollandi
til Bandaríkjanna þegar hann var
stöðvaður. Tollverðir höfðu nefni-
lega tekið eftir því við gegnumlýs-
ingu á ferðatösku hans að hún hafði
falskan botn sem náði til hálfs upp
að töskuopinu. Í töskunni var einnig
notaður fatnaður en sjálfur var mað-
urinn í spánnýjum jakkafötum og
sagðist tollvörður jafnvel hafa séð
verðmiða á fatnaði hans.
Aðalmeðferð málsins fór fram
fyrir fjölskipuðum Héraðsdómi
Reykjaness í gær. Um er að ræða
langmesta magn e-taflna sem lagt
hefur verið hald á hér á landi en
dómar fyrir e-töflusmygl hafa verið
afar harðir. Til samanburðar má
nefna að í febrúar dæmdi Hæsti-
réttur Portúgala í níu ára fangelsi.
Sá var á leið til Bandaríkjanna með
14.000 e-töflur innanklæða þegar
hann var handtekinn á Keflavíkur-
flugvelli. Þá var þyngsta refsing fyr-
ir fíkniefnabrot 10 ára fangelsi.
Austurríkismaðurinn, sem kom fyrir
dóm í gær, var á hinn bóginn hand-
tekinn eftir að refsiramminn var
hækkaður úr 10 í 12 ár. Málin eru
þó ólík að því leyti að Austurrík-
ismaðurinn neitar að hafa vitað af
fíkniefnunum en Portúgalinn játaði
að hafa ætlað þau til sölu í Banda-
ríkjunum auk þess sem hann var
með þau innanklæða.
Greiði gegn greiða?
Austurríkismaðurinn bar fyrir
dómi í gær að hann hefði kynnst
tveimur mönnum, Marcello og
Primo, í Amsterdam fyrr á árinu.
Hann var þá á leið frá Dóminíska
lýðveldinu, þar sem hann hefur ver-
ið búsettur til margra ára, til Aust-
urríkis. Hann kvaðst ekki tala ensku
og hafa verið hálfráðvilltur við kom-
una til Hollands. Fyrrnefndur
Marcello hefði boðið fram aðstoð
sína og þegar hann var á leið aftur
til Dóminíska lýðveldisins hafði
hann samband við Marcello á ný og
fékk aðstoð vegna ferðalagsins. Í
greiðaskyni við Marcello sagðist
hann hafa tekið að sér að flytja fyrr-
nefnda ferðatösku til Bandaríkj-
anna. Þar myndi hávaxinn blökku-
maður taka við töskunni. Hann
sagðist aðspurður hafa velt því fyrir
sér hvort brögð væru í tafli en þegar
hann spurði var honum svarað að
það yrðu engin vandamál vegna
töskunnar. Hann hefði þó grunað að
eitthvað ólöglegt væri í töskunni en
hefði ekki hugsað nánar út í það.
Guðrún Sesselja Arnardóttir,
fulltrúi ríkissaksóknara, benti hon-
um á að hjá lögreglu hefði hann sagt
að hann ætti að fá 5.000 dollara fyrir
að flytja töskuna. Austurríkismað-
urinn sagði fyrir dómi að upphæðin
hefði aðeins verið nefnd í framhjá-
hlaupi, þetta hefði verið á reiki og
hann hefði átt að fá nánari upplýs-
ingar hjá fyrrnefndum blökku-
manni. Hann sagðist aðspurður
aldrei hafa séð e-töflur áður og vissi
ekki um verkun þeirra.
Fulltrúi ríkissaksóknara sagði
ýmislegt við frásögn hans með ólík-
indablæ og taldi að vitneskja hans
um innihald töskunnar hefði verið
meiri en hann vildi vera láta. Það að
hann opnaði talnalás töskunnar
fumlaust, var sjálfur ekki með aðra
tösku á ferðalaginu var meðal þess
sem hún taldi að græfi undan fram-
burði hans um að hann hefði verið
burðardýr fyrir fíkniefni án þess að
vita það sjálfur.
Guðrún Sesselja sagðist ekki sjá
annað en í þessu máli yrði að beita
hámarksrefsingu fyrir fíkniefna-
brot, 12 ára fangelsi.
Ekki nóg að
telja töflurnar
Ásbjörn Jónsson hdl., verjandi
mannsins, var að vonum ekki sam-
mála þessu mati sækjandans og
krafðist sýknu en til vara vægustu
refsingar. Ásbjörn taldi að töluvert
skorti á sönnunarfærslu ákæru-
valdsins. Vissulega lægi fyrir að
Austurríkismaðurinn hefði tekið að
sér að flytja töskuna en hann hefði
ekki vitað að hún hefði innihaldið
fíkniefni. Ekki hefði verið um ásetn-
ing til fíkniefnasmygls að ræða og
hann hefði ekki gert þetta í ágóða-
skyni eins og hann er ákærður fyrir.
Varðandi fullyrðingu sækjanda um
að honum hafi borið skylda til að at-
huga innihald töskunnar, sagði Ás-
björn að skjólstæðingur sinn hefði
ekki haft ráðrúm til þess þar sem
hann sá töskuna fyrst fyrir utan
flugstöðina á Schiphol-flugvelli.
Hann væri ekki veraldarvanur mað-
ur og hefði látið menn misnota
traust sitt.
Þá gagnrýndi Ásbjörn vinnu-
brögð við rannsókn málsins og sagði
alltof lítið að efnagreina 140 töflur af
þeim ríflega 67.000 sem fundust. Þá
væru töflurnar í minna lagi og því
gæfi það ekki rétta mynd af magn-
inu að miða einungis við fjölda held-
ur hefði þurft að vigta þær. Þá dró
hann í efa að e-töflur væru eins
hættulegar og af væri látið.
Málið var lagt í dóm að loknum
málflutningi og fellur dómur innan
þriggja vikna.
Farið fram á há-
marksrefsingu
Aðalmeðferð í gær í langstærsta e-töflusmyglmáli
sem upp hefur komið í Héraðsdómi Reykjaness
Segist ekki hafa
haft hugmynd um
að fíkniefni væru
falin í töskunni
ársbyrjun til 14. desember kem-
ur í ljós að 7.310 sóttu um lán
vegna kaupa á notuðum íbúðum
sem er tæplega 1% fækkun,
1.440 sóttu um lán til nýbygginga
og fjölgaði þeim um 3%. Þá er
45% aukning í umsóknum um lán
til endurbóta en þeim fjölgaði úr
203 í 294 og lánum til bygging-
araðila fjölgaði úr 157 í fyrra í
290 í ár eða um 85%.
Hallur Magnússon hjá Íbúða-
lánasjóði sagði skýringuna á
þessari miklu fjölgun hjá bygg-
ingaraðilum m.a. þá að þeir
hefðu í fyrra yfirleitt verið búnir
að selja á byggingartímanum og
því ekki sótt sjálfir um lán. Þeir
yrðu hins vegar í auknum mæli
að gera það nú þar sem sala
gengi hægar. Þá sagði hann
fjölgun lána til endurbóta athygl-
isverða, menn væru kannski bún-
ir að uppgötva að þessi leið hent-
aði í mörgum tilvikum, sem
skýrði þá aukningu.
UMSÓKNUM um húsbréfalán
hjá Íbúðalánasjóði fækkaði
fyrstu 14 daga desembermánað-
ar frá sömu dögum í fyrra eða úr
375 í 350. Færri umsóknir bárust
vegna kaupa á notuðu húsnæði
en fleiri sækja um lán vegna
endurbóta á húsnæði. Á árinu
öllu, þ.e. til 14. desember, hafa
borist 9.334 umsóknir um lán af
ýmsu tagi sem er 2,32% aukning
frá sama tíma í fyrra.
Sé litið á fjölda umsókna dag-
ana 1. til 14. desember bárust
260 umsóknir vegna kaupa á not-
uðu húsnæði en á sama tíma í
fyrra voru þær 291. Svipaður
fjöldi berst vegna nýbygginga
eða 64 það sem af er desember á
móti 63 sömu daga í fyrra. Þá
sóttu 14 um lán vegna endurbóta
nú en 6 á sama tíma í fyrra og
byggingaraðilar voru nú með 12
umsóknir það sem af er desem-
ber en 15 í fyrra.
Sé horft til fjölda umsókna frá
Fleiri sækja um lán hjá
Íbúðalánasjóði vegna endurbóta
Færri umsóknir
í heild það sem
af er desember
Hæsta tré
sem fellt
hefur verið
í Heiðmörk
STARFSMENN Skógræktarfélags
Reykjavíkur felldu í vikunni hæsta
tré sem fellt hefur verið í Heiðmörk
fram til þessa. Reyndist það vera
rúmir 10 metrar.
Flest af hærri trjám sem notuð
hafa verið sem torgtré af sveit-
arfélögum og fyrirtækjum hafa
verið innflutt en íslenskir skógar
munu í auknum mæli geta lagt til
hávaxin tré. Reykjavíkurborg get-
ur nú þegar státað af því að mörg af
torgum hennar eru prýdd trjám úr
borgarskógum.
NOKKUR skjálftavirkni var í Eyja-
firði og í Öxarfirði í fyrrinótt. Einn
smáskjálfti mældist í Öxarfirði, milli
Tjörness og Melrakkasléttu. Nokkr-
ir smáskjálftar mældust í Eyjafirði,
við ströndina og úti í sjó, sá stærsti
var um 3,7 á Richters-kvarða
skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt.
Þá fundust smáskjálftar í gær-
morgun, einn sem mældist 2,2 á
Richters-kvarða klukkan 6.43. Enn-
fremur mældist einn smáskjálfti á
Reykjanesi í fyrrinótt, samkvæmt
upplýsingum Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan segir að um sé að ræða
skjálftavirkni á afmörkuðu svæði
sem ekki teljist fyrirboðar stærri
skjálfta.
Skjálfta-
virkni
í Eyjafirði