Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HELGA Leifsdóttir héraðsdóms- lögmaður krefst tafarlausrar end- urskoðunar kynferðisbrotakafla hegningarlaga og telur dóma í kynferðisbrotamálum, sem fallið hafa hver á fætur öðrum að und- anförnu, of væga miðað við aðra brotaflokka. Þorgerður K. Gunnarsdóttir for- maður allsherjarnefndar Alþingis telur eðlilegt að áleitnar spurn- ingar vakni hjá almenningi þegar kveðnir eru upp dómar í kynferð- isafbrotamálum, þar sem einungis hluti refsirammans, hámark 16 ára fangelsi, er nýttur. „Þetta eru allt eðlilegar spurn- ingar sem dómstólar verða að íhuga,“ segir Þorgerður. „Þegar við blasir að refsiramminn í kyn- ferðisbrotamálum er ekki fullnýtt- ur á sambærilegan hátt og t.d. í fíkniefnamálum, spyr maður sig hverju það sæti. Ég er þeirrar skoðunar að löggjafinn eigi ekki með beinum hætti að gefa dóm- stólum vísbendingar um hvað sé rétt í þessum efnum, a.m.k. ekki fyrst um sinn. Við verðum að sýna dómstólum ákveðna virðingu og þolinmæði og treysta þeim til að meta það sem fyrir þá er lagt.“ Ekki taka á síbrotamönnum með silkihönskum „Á hinn bóginn er ég persónu- lega þeirrar skoðunar að það gangi ekki að dómstólar taki á síbrota- mönnum, sem gerast sekir um al- varleg kynferðisbrot, með silki- hönskum. Það er hinsvegar álitamál hversu langt löggjafinn eigi að ganga inn á svið dómstóla. Löggjafinn kveður ekki upp dóma frekar en dómstólar eiga ekki að setja lög. Það kann að vera að löggjafinn geti sent skilaboð um að herða beri refsingar eins og með því að kveða á um lágmarksrefsingu í lögum. Það er þó ekki endilega heppilegasta leiðin og ætti að heyra til undantekninga. Áhrifa- máttur almennings og ábyrgðar- manna á þessu sviði s.s. lögmanna er ekki síður mikilvægur fyrir um- ræðuna. En það er jafnframt mik- ilvægt að fólk hugsi sig vel um áð- ur en dómstólar eru krafnir um að endurskoða störf sín.“ Aðspurð segir Þorgerður að ný- legur fjögurra og hálfs árs dómur Hæstaréttar yfir sakborningi í grófu nauðgunarmáli á Snæfells- nesi bendi til þess að dómstólar séu að herða refsingar í kynferð- isafbrotamálum þótt ávallt sé erf- itt að meta slíkt, þar sem eðli brot- anna er mismunandi. „Það er hinsvegar álitamál hvort þessi tiltekni dómur fullnægi rétt- lætiskennd almennings og þá má spyrja hversu þungan dóm hefði þurft til. En þegar fólki misbýður er ekkert sjálfsagðra en að það láti skoðun sína í ljós.“ Þrýsta þarf á löggjafann Helga Leifsdóttir héraðsdóms- lögmaður telur að þrýsta þurfi á löggjafann um að vinna með hraði og öryggi að endurskoðun hegn- ingarlaganna og endurskoðun kyn- ferðisbrotaákvæða laganna þoli ekki bið. „Það þarf að endurskoða kynferðisbrotakafla hegningarlag- anna strax,“ segir Helga. „Við get- umt.d. tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar hvað þetta snertir, en þeir hafa nýverið endurskoðað kynferðisbrotakafla sinna hegning- arlaga. Norðmenn hafa þyngt verulega refsiviðurlög kynferðis- brota. Einnig er virt til refsiþyng- ingar ef það eru t.d. fleiri en einn gerandi, gerandi hefur verið dæmdur áður fyrir kynferðisbrot eða brotið haft alvarlegar afleið- ingar fyrir brotaþola. Þá er m.a. lögð refsing við kynferðislegri mis- neytingu, sem eru mjög algeng brot hérlendis. Þau lýsa sér í því að menn misnota sér ölvunarsvefn kvenna til að nauðga þeim. Reynd- ar tekur 196. gr. almennra hegn- ingarlaga á brotum af þessu tagi en í Noregi er gengið enn lengra með því að gerandinn þarf að sýna fram á að hann hafi haft samþykki fórnarlambsins fyrir samræðinu. Þetta er umdeilt í ljósi þess að meginreglan í refsirétti fjallar um að ákæruvaldið beri sönnunarbyrði fyrir sekt sakbornings og að allan vafa beri að skýra sakborningi í vil. Kynferðisbrot eru hins vegar það sérstakur flokkur brota og það er erfitt að sanna slík brot þegar orð er gegn orði. Í norsku lög- unum er því gengið lengra en áður í að sakborningur beri ábyrgð á gjörðum sínum, t.d. getur hann verið sakfelldur fyrir kynferðis- brot með því að sýna stórfellt gá- leysi, t.d. að ganga ekki úr skugga um að samþykki brotaþola liggi fyrir til samfara, eins útilokar villa sakbornings um aldur barns undir 14 ára ekki sakfellingu. Ég hef haldið því fram að reglan um sönnunarbyrði í íslenskum kynferðisbrotamálum fyrir dómi eigi illa við. Við höfum hins vegar engar aðrar leiðir eins og staðan er núna og refsivörslukerfið er illa undir þennan málaflokk búið, eink- um vegna þess að í fæstum til- vikum er við vitni að styðjast. Dómar í kynferðisbrotamálum eru allt of vægir miðað við aðra brotaflokka, t.d. fíkniefna- og auðgunarbrot. Hvað refsiviðurlög snertir er ekkert samræmi milli þessara brotaflokka, og því þarf að breyta. Ef dómstólar treysta sér ekki til þess, verður löggjafinn að gera það, það er löngu tímabært.“ Refsirammi í kynferðisbrotamálum nýttur að hluta til Áhrifamáttur almenn- ings er mikilvægur TOLLGÆSLAN á Keflavíkurflug- velli stöðvaði á föstudag tæplega þrí- tugan íslenskan karlmann sem var með um eitt þúsund skammta af sterum í farangri sínum. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, deildarstjóra fíkniefnadeildar toll- gæslunnar á Keflavíkurflugvelli, hafði sterunum verið komið fyrir í sjampóbrúsum en við gegnumlýs- ingu á farangri mannsins sáu toll- verðir að eitthvað fleira var í brús- unum en hárþvottalögur. Þegar brúsarnir voru opnaðir kom í ljós að í þeim voru rúmlega 400 ampúlur og annarsstaðar í farangri hans fundust ríflega 500 töflur. Innihaldið hefur ekki verið efnagreint en maðurinn játaði aðspurður að um stera væri að ræða. Honum var sleppt en verður væntanlega boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli innan tíðar. Brot mannsins varða við tolla- og lyfjalög en nokkuð er síðan síðast varð uppvíst um ólöglegan innflutn- ing á sterum. Vafið inn í jólapappír Á sunnudag fann tollgæslan eitt og hálft kíló af hassi inn í skurðar- bretti í farangri Íslendings sem var að koma til landsins frá Kaupmanna- höfn. Líkt og fyrr var það gegnum- lýsing sem varð manninnum að falli því tollverðir sáu að skurðarbrettið var ekki úr gegnheilum viði. Brettið, sem pakkað var í jólapappír, var rifið í sundur og kom þá hassið í ljós. Maðurinn var fluttur til yfirheyrslu hjá fíkniefnalögreglunni í Reykjavík en var sleppt í gær. Málið telst upp- lýst. Hann hefur ekki komið við sögu fíkniefnamála um alllangt skeið. Það sem af er þessu ári hefur fíkniefnadeild tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli lagt hald á um 24,5 kíló af hassi, um 75.000 e-töflur auk of- annefndra steraskammta auk lítil- ræðis af amfetamíni og kókaíni. Tveir smyglarar handteknir á Keflavíkurflugvelli Einn með stera og annar með hass Ampúlur með sterum fundust í sjampóbrúsum. Hassið fannst þegar skurðarbrettið var rifið í sundur. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær hálfþrítuga konu til að greiða 90.000 króna sekt til ríkissjóðs og svipti hana ökurétti í tvö ár fyrir ölvunarakstur og fyrir að aka á aðra bifreið og stöðumæli. Atvikið átti sér stað í janúar í fyrra, en konunni var gefið að sök að hafa ekið undir áhrifum áfengis frá Kópa- vogi til Reykjavíkur, þar sem akstri lauk á mótum Skólavörðustígs og Týsgötu. Konan hélt því fram að öku- maður annarrar bifreiðar hefði ekið í veg fyrir sig. Hún hafi hemlað og beygt til vinstri til að koma í veg fyrir árekstur. Við þetta hafi bifreið henn- ar lent á annarri bifreið sem var kyrr- stæð og síðan á stöðumæli. Öndunarpróf hjá lögreglu gaf áfengisakstur til kynna og konan því færð til blóðsýnistöku. Kvaðst hún hafa drukkið einn bjór um klukkan átta þetta kvöld, en óhappið átti sér stað um miðnættið. Hún kvaðst sjálf hafa kallað til lögreglu enda hafi henni ekki dottið í hug að hún væri undir áhrifum áfengis. Blóðsýni úr konunni var mælt í tvígang á Rann- sóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Niðurstöður mælinganna voru 1,19‰ og 1,29‰, sem að meðaltali og með reiknuðu fráviki gefur niður- stöðuna 1,12‰. Dró konan niðurstöð- una í efa og var því óskað endurtekn- ingar sem staðfesti fyrri niðurstöðu. Konan var auk refsingar dæmd til að borga allan sakarkostnað, þ.m.t. 70.000 króna málsvarnarlaun. Taldi sig ekki undir áhrifum áfengis BÆJARRÁÐ Stykkishólms hefur samþykkt að heimila að háhyrningurinn Keikó verði fluttur í nágrenni Stykkishólms eftir að þess var óskað í bréfi frá framkvæmdastjóra Ocean Futures og framkvæmdastjóra Frelsum Willy Keikó-samtak- anna á Íslandi. Óli Jón Gunn- arsson, bæjarstjóri Stykkis- hólms, segir að bæjaryfirvöld hafi samþykkt fyrir sitt leyti að Keikó verður fluttur á stað í ná- grenni Stykkishólms, en að öðru leyti kemur bærinn ekki að flutningi háhyrningsins frá Vestmannaeyjum eða fram- kvæmdum við þá aðstöðu sem byggja þarf upp. Fyrirhugað heimili Keikó er við svokallaðan Baulutanga skammt frá Stykk- ishólmi og er stefnt að því að Keikó verði komin í ný heim- kynni næsta sumar. Keikó flytur til Stykkis- hólms ♦ ♦ ♦ SKÁKSAMBAND Íslands hyggst minnast þess á ýmsan hátt allt næsta ár að liðin verða 30 ár í sept- ember næstkomandi frá því að hér var haldið heimsmeistaraeinvígið í skák, einvígi aldarinnar. Verður m.a. reynt að leiða saman að skák- borði með einhverjum hætti þá Fischer og Spasskí sem kepptu um titilinn. Hrannar Björn Arnarsson, forseti Skáksambandsins, segir að fyrsti atburðurinn til að minnast einvíg- isins verði einvígi milli stórmeist- aranna Hannesar Hlífars Stef- ánssonar og Nigels Shorts frá Bretlandi. Verður það dagana 8. til 13. janúar í Ráðhúsinu í Reykjavík og teflt á borðinu sem Fischer og Spasskí notuðu á sínum tíma. Jafn- framt verður sett upp sýning á skákstaðnum. Næsti atburður verður Reykja- víkurskákmótið í mars og segir Hrannar Björn ætlunina að minna á einvígið með því að fá einhverja til- tekna skákmenn til þátttöku. Þá verður opnuð heimasíða til að minn- ast viðburðarins. „Mest spennandi og kannski um leið þokukenndast er sú tilraun okk- ar að fá Fischer og Spasskí til þátt- töku í þessum hátíðahöldum með einhverjum hætti,“ segir Hrannar Björn, „helst með því að fá þá til að setjast að tafli.“ Hrannar telur það ekki útilokað þótt hann telji ýmsar hindranir í veginum. Fáist þeir ekki til landsins er uppi sú hugmynd að þeir tefli saman gegnum Netið en hann segir menn fullyrða að Fisch- er hafi stundað slíka taflmennsku. Að lokum nefndi forseti Skák- sambandsins að stefnt væri að því að safna margs konar gögnum og minjum sem tengjast einvíginu til að sýna. Hvetur hann þá sem kunna að luma á slíkum munum að setja sig í samband við Skáksambandið. Skáksambandið minnist 30 ára af- mælis einvígis aldarinnar á næsta ári Reynt að fá Fisch- er og Spasskí að taflborðinu á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.