Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 71 DAGBÓK DÖMU- OG HERRASLOPPAR GLÆSILEGT ÚRVAL Sendum í póstkröfuNóatúni 17, sími 562 4217Gullbrá, Gullsmiðja Hansínu Jens Laugaveg 20b v/ Klapparstíg sími 551 8448 Óskum öllum gleðilegra jóla Jens Guðjónsson gullsmiður og Hansína Jensdóttir gullsmiður                       LJÓÐABROT ÚR ELLIKVÆÐI Æskukostum ellin kann að sóa. Sanna eg það á sjálfum mér, sjötugsaldur hálfan ber, örvasa nú orðinn er; orkumaður hver svo fer. Samt er eg einn í sona tölu Nóa. Hafða eg ungur hárið frítt, hvirfil prýddi gult og sítt. Nú er það af hærum hvítt, sem hittir urningsmóa. Samt er eg einn í sona tölu Nóa. Höfuð áður huldi þykkt, hári er nú í burtu rykkt, skjól er ei við skjanna tryggt, skín sem rót í flóa. Samt er eg einn í sona tölu Nóa. Forðum nam eg fljótt, sem kaus, féll mér kenning seint úr haus. Mjög er eg nú minnislaus. Mein það vill ei gróa. Samt er eg einn í sona tölu Nóa. Ólafur prestur Guðmundsson 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, þriðju- daginn 18. desember, Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðu- sambands Vestfjarða, Hjallavegi 15, Ísafirði. Af því tilefni taka hann og eig- inkona hans, Hjördís Hjart- ardóttir, á móti ættingjum og vinum laugardaginnn 22. desember kl. 16–19 í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði, 4. hæð. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 19. desember, er fimmtug Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, skrifstofu- stjóri starfsmannaráðs Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, Bröttukinn 8, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar var Eðvald Vilberg Marelsson er lést í nóvem- ber 2000. Hún tekur á móti ættingjum, vinum og vinnu- félögum á afmælisdaginn milli kl. 17 og 19 í Lækjar- kinn 30, Hafnarfirði. BANDARÍKJAMENN halda miklar bridsveislur þrisvar á ári, sem standa yf- ir í tæpar tvær vikur í senn. Nýlega lauk svokölluðum haustleikum (Fall Nation- als), sem fóru að þessu sinni fram í spilaborginni Las Vegas. Nokkur hópur ís- lenskra spilara tók þátt í bridsveislunni í Las Vegas, án þess þó að setja mark sitt á hátíðina. En eini atvinnu- spilari Íslendinga, Hjördís Eyþórsdóttir, vann sveita- keppni kvenna í liði með Carol Simon, Rozanne Poll- ack og Valerie Westheimer, sem allt eru þekktar brids- konur þar vesturfrá. Norður ♠ Á1052 ♥ 854 ♦ 87 ♣10432 Vestur Austur ♠ D976 ♠ KG843 ♥ 962 ♥ D107 ♦ 653 ♦ G4 ♣K96 ♣G75 Suður ♠ – ♥ ÁKG3 ♦ ÁKD1092 ♣ÁD8 Mörg mót fara fram á sama tíma og oft er spilað á allt að 2.000 borðum í einu! Spilið að ofan kom upp í svo- nefndum meistaratvímenn- ingi – Life Masters Open Parirs – og auðvitað enduðu margir í sex tíglum í NS. Spilarinn Nader Hanna opn- aði einfaldlega í fyrstu hendi á sex tíglum og vakti þar með almenna kátínu við borð sitt. En ástæðan fyrir heljarstökkinu var ekki bara léttleiki tilverunnar, því Nader taldi víst að makker myndi svara á tveimur tígl- um ef hann byrjaði á alkröfu og þá yrði norður sagnhafi. Og það fannst Nader hið versta mál, ekki vegna þess að hann treysti makker illa, heldur vildi hann fá útspilið upp í gafflana. Góð hugsun, sem bar ríkulegan ávöxt þegar vest- ur kom út með lauf upp í ÁD. Nader drap gosa aust- urs með drottningu, tók þrisvar tromp og spilaði svo laufás og meira laufi. Vestur átti ekkert svar við því og gerði sitt besta með því að spila hjarta, frekar en spaða, svo sagnhafi fékk „bara“ tólf slagi. Vissulega er útspilið óheppilegt, en þegar betur er að gáð sést að vestur get- ur hvergi spilað út án þess að gefa slemmuna. Tígull skapar innkomu í borði á áttuna, sem og spaði, en hjarta er upp í gaffal og gef- ur sagnhafa færi á að spila sér út á laufdrottningu í endastöðunni og fá þannig hjálp frá vörninni. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O b5 6. Bb3 Bc5 7. d3 d6 8. c3 O-O 9. Be3 Bb6 10. Bxb6 cxb6 11. He1 Re7 12. Rbd2 Rg6 13. Rf1 Bb7 14. Re3 Dc7 15. Rf5 Had8 16. Rd2 d5 17. Df3 Rf4 18. exd5 R6xd5 19. Dg3 g6 20. Re4 Kh8 21. Bxd5 gxf5 22. Bxb7 Dxb7 23. Dg5 Úkraínubúarn- ir Ruslan Ponom- arjov (2.684) og Vassily Ivansjúk munu heyja ein- vígi um heims- meistaratitil FIDE sem fram fer nú í janúar. Óhætt er að segja að það komi á óvart, en leið þeirra í úrslitin var þyrnum stráð. Ruslan er 18 ára gam- all og sá yngsti í skáksög- unni til að tefla um heims- meistaratitil. Hæfileikar hans eru ótvíræðir og skák- stílnum svipar til Bobbys Fischers. Í stöðunni hafði hann svart gegn Sergei Tivjakov (2618). 23... Rh3+! 24. gxh3 Hg8 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð þolgóð og þrjósk og berjist fyrir því sem skiptir ykkur máli. Þið eruð gæfu- fólk á öllum sviðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið eruð eins og fiðrildi, flögr- ið um á meðal fólks og njótið þess að sýna ykkur og sjá aðra. Þið eruð í sönnu jóla- skapi svo njótið þess bara. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tínið saman það dót sem þið hafið enga þörf fyrir lengur og athugið hvort einhver vilji gera sér það að góðu áður en þið látið það gossa. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið hafið lagt hart að ykkur upp á síðkastið og eigið svo sannarlega skilið að njóta góðra tíma og lyfta ykkur upp. Njótið augnabliksins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver reynir að setja ykk- ur stólinn fyrir dyrnar og þið þurfið að komast að því hvað fyrir honum vakir. Hafið um- fram allt stjórn á skapi ykkar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt full ástæða sé til að gera sér glaðan dag þurfið þið líka að muna að hóf er best á hverjum hlut. Farið ekki út fyrir þau mörk sem þið settuð ykkur. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Veltið því ekki of lengi fyrir ykkur hvernig þið eigið að framkvæma hlutina því þið gætuð orðið of sein. Drífið í hlutunum og hamrið járnið meðan það er heitt. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hafið þið sett ykkur markmið verðið þið að standa við þau hvað sem það kostar því þá sjáið þið hvers þið eruð megnug og getið um leið sannað það fyrir öðrum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þótt í mörg horn sé að líta verðið þið að gefa ykkur tíma til að hlusta á kæran vin sé hann í vanda. Þið gætuð nefnilega margt lært af reynslu hans. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hættið að byrgja tilfinning- arnar inni og talið við ástvini ykkar um líðan ykkar. Þungu fargi verður af ykkur létt og samband ykkar styrkist á all- an hátt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þið hafið áhyggjur af öllum í kringum ykkur og þurfið að verjast því svo ekki dragi úr ykkur allan mátt. Einbeitið ykkur að því að dekra við sjálf ykkur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð skapandi og skemmtileg og eigið auðvelt með að kenna öðrum eitt og annað. Miðlið því sem þið get- ið til ungu kynslóðarinnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt í mörg horn sé að líta þessa dagana er alveg nauð- synlegt að leyfa sjálfum sér líka að vera til. Ætlið ykkur ekki meira en þið komist yfir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR Í TILEFNI 50 ára afmælis Flug- björgunarsveitarinnar á síðasta ári og 40 ára afmælis Vöruflutninga- miðstöðvarinnar á sama tíma ákvað Flytjandi að gefa Flugbjörg- unarsveitinni vöruflutningabíl að gjöf til aðstoðar við björgunar- störf. Bíllinn er af tegundinni Scania 112, 10 hjóla og er árgerð 1987. Bifreiðin er afhent Lávarða- flokki Flugbjörgunarsveitarinnar til umsjónar og varðveislu. Láv- arðaflokkur er flokkur eldri Flug- björgunarsveitarmanna sem verið hafa viðloðandi björgunarstörf um áratuga skeið. Morgunblaðið/Þorkell Ágúst Björnsson, Árni Guðjónsson, Vilberg Sigurjónsson, formaður Flugbjörgunarsveitarinnar, Grétar Pálsson, Páll H. Halldórsson frá Flytjanda og Sigurður Sigurðsson. Flugbjörgunarsveitin fær bíl að gjöf KIWANISKLÚBBURINN Sólborg hefur staðið fyrir sölu á eigin jóla- kertaskreytingum, leiðiskrossum og greinum. Eins og undanfarin ár fer sala á leiðiskrossum og greinum fram í Fjarðarkaupum, Hafnarfirði, dag- ana 20., 21. og 22. desember. Jóla- kertaskreytingar hafa verið afhent- ar einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum. Öllum ágóða af sölunni verður varið til góðgerðarmála. Selja leiðiskrossa og greinar MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 18. des- ember, er fimmtugur Skúli Eggert Sigurz, Melseli 10. Hann og eiginkona hans, Ingunn Þóra Jóhannsdótt- ir, taka á móti gestum í dag, þriðjudag, í Ými, sal Karla- kórs Reykjavíkur, að Skóg- arhlíð 20, kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.