Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. þær þrí- og fjórraddað að sögn Johns. Hefðbundin jólalög eru á söngskránni og má heyra hjá þeim Bjart er yfir Betlehem og Þá nýfæddur Jesús auk jólalaga á KLINGJANDI barnaraddir utan við heimili fólks á aðventunni er líklega eitthvað sem flestir tengja við útlönd en ekki íslensku jólin. Nú bregður hins vegar svo við að hópur stúlkna úr Kópavogi hefur tekið upp á því að syngja jólin inn fyrir utan híbýli fólks á höfuð- borgarsvæðinu í þeim tilgangi að styrkja langveik börn. Stjórnandi hópsins er John Gear, tónmenntakennari í Smára- skóla í Kópavogi, en stúlkurnar syngja í einum kóra hans, Kamm- erkór Smáraskóla. „Þetta er hefð á Englandi og ég fékk þessa hug- mynd fyrir tveimur árum,“ segir John, en hann er enskur að upp- runa. „Við gerðum þetta þá og svo ákvað ég að gera þetta aftur núna, en í fyrra var ég ekki á landinu.“ Í sönghópnum eru 15 stúlkur á aldrinum 11–12 ára og syngja borð við Sankta Lucia. Fyrra söngkvöldið var í gær en ef eft- irspurnin er nægileg mun hóp- urinn endurtaka leikinn í kvöld. Með þessu vill hópurinn styrkja langveik börn og geta þeir sem hafa áhuga á að fá fagran jóla- söng utan við heimili sitt hringt í John, en söngurinn kostar 1.000 krónur. Morgunblaðið/Þorkell Tærar stúlknaraddir í Kammerkór Smáraskóla gleðja tónlistarunn- endur á aðventunni. Fjölskyldan á Bústaðavegi 99 naut tónlistar- flutningsins í dyragættinni heima, eins og glöggt má sjá. Englakór við hús- dyrnar NOKKRIR grunnskólakennarar hafa krafið sveitarfélögin um launa- greiðslur í samræmi við þá viðbót- arsamninga sem þeir höfðu áður en launakerfi grunnskólakennara var breytt 1. ágúst sl. Þetta hefur leitt til þess að launanefnd sveitarfélaganna hefur enn ekki samþykkt kjara- samning sem nefndin gerði við Fé- lag tónlistarskólakennara 27. nóv- ember sl. Launanefndin óttast að ákvæði samningsins, um að allir samningar um viðbótarkjör sem sveitarfélögin hafa gert við tónlist- arskólakennara falli brott, haldi ekki. Eftir að kjarasamningurinn við tónlistarskólakennara var undirrit- aður frestuðu kennarar verkfalli til 14. desember. Launanefnd sveitar- félaganna tók samninginn til um- fjöllunar á fundi 5. desember, en frestaði afgreiðslu hans. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður í nefndinni. Þegar ljóst var að sveit- arfélögin myndu ekki ljúka af- greiðslu samningsins við tónlistar- skólakennara fyrir 14. desember ákváðu þau að framlengja frestun á verkfalli til 4. janúar nk. Ef það hefði ekki verið gert hefði verkfallið hafist að nýju í gær þrátt fyrir að tónlistar- skólakennarar samþykktu kjara- samninginn með um 80% atkvæða. Lögmaður KÍ undirbýr málsókn Sigurður Óli Kolbeinsson, lög- fræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði að ástæðan fyrir því að launanefndin hefði ekki enn afgreitt kjarasamninginn væri sú að sveitarfélögin óttuðust að yfirlýsing samningsaðila um viðbótarkjör stæðist ekki. Í þessari yfirlýsingu segir: „For- sendur kjarasamnings þessa eru að þær ákvarðanir sem teknar hafa verið um viðbótarkjör, yfirborganir og hvers kyns álagsgreiðslur á grundvelli launatengds kjarasamn- ings haldist óbreyttar til og með 31. desember 2001 og falli úr gildi án sérstakrar uppsagnar við fulla gild- istöku á kjarasamningi þessum, þ.e. frá og með 1. janúar 2002.“ Sigurður Óli sagði að eftir að launanefndin og tónlistarskólakenn- arar undirrituðu kjarasamninginn hefði Sambandi íslenskra sveitarfé- laga borist vitneskja um að lögmað- ur Kennarasambands Íslands hefði ritað nokkrum sveitarfélögum bréf fyrir hönd nokkurra grunnskóla- kennara sem krefðust þess að halda þeim viðbótargreiðslum sem þeir höfðu áður en launakerfisbreyting grunnskólakennarasamningsins tók gildi 1. ágúst sl. Hann sagði að ætlun þeirra væri að höfða mál fyrir dóm- stólum til að fá þessar greiðslur við- urkenndar. Hann sagði að þetta þýddi að verulegur vafi léki á því að forsendur samnings tónlistarskóla- kennara um viðbótarkjör stæðust. Við þessar aðstæður treystu sveit- arfélögin sér ekki að samþykkja samninginn. Fulltrúar samningsaðila og ríkis- sáttasemjari ætla að funda um málið á morgun. Fyrirhugað hafði verið að greiða laun til kennara eftir nýja samningnum fyrir jól, en flest bend- ir til að það verði ekki hægt. Grunnskólakennarar undirbúa málsókn á hendur sveitarfélögum Sveitarfélögin fresta samþykkt samnings Óttast að ákvæði í samningi við tónlistarskólakennara haldi ekki $ HAFNARFJÖRÐUR ætlar eitt sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að hækka útsvarsprósentu á næsta ári. Mörg sveitarfélög á landsbyggð- inni ætla einnig að nýta sér heimild til að hækka útsvar um 0,33%, en meðal þeirra eru flest af stærri sveitarfélög- um á landsbyggðinni. Frestur til að tilkynna breytingar á útsvarsprósentu rann út sl. laugar- dag. Ekki var hægt í gær að fá upp- lýsingar frá fjármálaráðuneytinu um hvaða sveitarfélög ætluðu að breyta útsvarsprósentu. Eftir að ákvarðanir sveitarfélaganna um útsvar liggja fyrir er staðgreiðsluprósenta reiknuð. Hún var 38,76% á þessu ári en verður heldur lægri á næsta ári. Alþingi sam- þykkti að lækka tekjuskattsprósentu fyrir árið 2002 um 0,33%, en jafn- framt fengu sveitarfélögin heimild til að hækka útsvar. Hámarks útsvars- prósenta á næsta ári verður 13,03%, en var 12,7% á síðasta ári. Eftir að stjórnvöld ákváðu að auka svigrúm sveitarfélaganna til álagningar út- svars lýstu stjórnendur Reykjavíkur- borgar því yfir að útsvar borgarinnar yrði ekki hækkað. Flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu munu hafa tekið sömu afstöðu. Hafnarfjörður er eina sveitarfélag- ið á höfuðborgarsvæðinu sem ákveðið hefur að nýta sér heimild til að hækka útsvar í 13,03%. Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa tekið sömu af- stöðu. Þannig hækkar útsvar á Ak- ureyri, Akranesi, í Borgarbyggð, á Ísafirði, í Höfn í Hornafirði, Fjarða- byggð og Árborg svo dæmi sé tekið. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ákvað hins vegar að hækka ekki útsvar. Landsbyggðin og Hafn- arfjörður hækka útsvar RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært rúmlega þrítuga konu fyrir hættulega líkamsárás, en hún er sökuð um að hafa stungið eiginmann sinn fimm sinnum með hnífi sama dag og þau gengu í hjónaband. Hnífsstungurnar voru þó ekki ýkja djúpar og maðurinn mun ekki hafa verið í bráðri lífshættu af völdum árásarinnar en þar sem hnífur telst hættulegt áhald telst vera um sérstaklega hættulega líkamsárás að ræða. Stakk eigin- manninn á brúðkaups- daginn ENDURTAKA þurfti aðalmeðferð yfir tvítugum Portúgala sem ákærð- ur er fyrir innflutning á rúmlega 2.500 e-töflum þar sem bilun í seg- ulbandstækjum í einum dómsal Hér- aðsdóms Reykjavíkur varð til þess að nánast ekkert af því sem fram fór við aðalmeðferðina skilaði sér inn á segulbönd. Dómarar nota upptökur af réttar- höldum þegar þeir leggja dóm á mál. Ef brýna nauðsyn ber til eða ef mál- um er áfrýjað er allt það sem fram fer við réttarhöldin vélritað. Þar sem ekkert var á segulböndunum þurftu dómari, sækjandi, sakborningur, dómtúlkur og ritari dómara að end- urtaka aðalmeðferðina sem hafði farið fram í síðustu viku. Dóms er að vænta í málinu á morgun. Þess má geta að skömmu áður en fyrri aðalmeðferðin átti að fara fram var henni frestað þar sem í ljós kom að dómarinn sem átti að dæma í mál- inu hafði áður úrskurðað manninn í gæsluvarðhald. Aðalmeð- ferð end- urtekin LÍTIL sem engin von virðist vera til þess að fá innfluttar rjúpur frá Nor- egi. Nánari athugun á birgðum þar ytra hefur leitt í ljós að skortur er á rjúpum í Noregi. Búr ehf. hafði feng- ið leyfi til innflutnings á rjúpum frá Grænlandi en þar var engar rjúpur að hafa og beindu menn því sjónum að Noregi en þar reyndist ástandið síst betra. Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs, segir að í ljósi þessara úrslita málsins sé fátt hægt að aðhafast. Rjúpa ekki flutt inn frá Noregi LÖGREGLAN í Reykjavík leitaði í gærkvöld manns sem stal útstilling- arkassa með gullhringum úr gull- smíðastofu við Laugaveg í Reykjavík um klukkan sex í gær. Þjófurinn vatt sér inn í búðina, tók kassann og hljóp síðan á brott. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ekki vitað um verð- mæti þýfisins. Málið er í rannsókn. Maðurinn var ekki grímuklæddur og gat eigandinn gefið lögreglunni greinargóða lýsingu á honum. Stal gullhringum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.