Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ UNGIR áheyrendur létu fara vel um sig í Söguherberginu í Nor- ræna húsinu á sunnudag er Davíð Oddsson forsætisráðherra las þeim sögu. Hann var síðastur í röð ráðherra ríkisstjórnarinnar til að lesa fyrir krakkana á Sýn- ingunni Köttur úti í mýri sem staðið hefur yfir í Norræna hús- inu. Að lestri loknum dró Davíð úr réttum lausnum í Þvottasnúru- getrauninni, sem var í tengslum við sýninguna. Á þvottasnúrunni héngu ýmsir hlutir sem vísuðu til tiltekinni barnabóka. Alls bárust 609 svör og dregið var úr 10 rétt- um lausnum. Davíð afhenti vinn- ingshöfunum bókagjöf frá Máli og menningu. Afslappaðir áheyrendur Morgunblaðið/Ásdís Davíð Oddsson les fyrir unga hlustendur í Söguherberginu. TÓNLEIKARNIR hófust á að nokkrir félagar úr Karlakórnum sungu, undir stjórn Guðlaugs Vikt- orssonar, Ave María, eftir Jaakko Mäntjärvi. Latneski textinn var ým- ist sunginn eða talaður og „amenið“ hvíslað (mjög gamalt trikk) Annað sem gerði lagið sérlega kyrrstætt var liggjandi bassatónn, sem á mið- öldum var þekkt sem orgelpunktur. það er í raun merkilegt upp á hverju menn taka til að skrökva því að þeir séu að gera eitthvað nýtt. Meginkór- inn undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar söng svo Alta trinita beata og Ave, maris stella, eftir Grieg og voru bæði þessi fögru lög mjög vel sungin, eru enda sérlega söngvæn. Við orgelundirleik Harðar Áskels- sonar söng kórinn Lascis ch’io pi- ange úr óperunni Rinaldo eftir Handel við íslenskan texta, Dagur er nærri, og síðan kóralforspilið fræga eftir J.S. Bach, Slá þú hjartans hörp- ustrengi. Þess gætti nokkuð, sér- staklega í seinna verkinu, að kór og oreglleikari voru ekki að öllu leiti samstiga í hryn. Eftir að hafa sungið mjög vel ágætt lag við Kyrie eleison eftir Konstantin Türnpu frumflutti kórinn tvö af verðlaunaverkunum úr nýafstaðinni tónsmíðakeppni Karla- kórsins. Fyrra lagið var Hodie (Í dag) eftir John Speight, kraftmikið lag enda er þarna verið að tilkynna fæðingu Krists. Leikið er með textann á marga vegu en í heild voru kaflaskil- in einum of skýr og var eins og kór og stjórnandi hefðu ekki form verks- ins fyllilega á valdi sínu. Þrátt fyrir þetta var margt vel flutt í þessu ágæta tónverki. Seinna verðlauna- verkið var sálmalag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við ljóðasálm Einars í Heydölum, Heyr þú Guðs son, ágætt sálmalag, er var ofið í heildstætt unna útfærslu við þrjú vers. Bæði þessi lög eru vel gerð og voru að mörgu leyti vel flutt og á sannfær- andi máta og rétt að óska báðum höf- undum og Karlakórnum til hamingju með þessi ágætu tónverk, sem trú- lega eiga eftir að heyrast oftar. Nokkrir félagar úr Kórnum sungu undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar, Kom þú, kom þú Immanúel, fransk- an miðaldasálm, og Sem stormur hreki skörðótt ský eftir Sibelíus. Tónstaðan var ekki á þeirri ná- kvæmu ögurbrún, sem vera ber og lágu efri raddirnar stundum í tón- inum, eins og sagt er og jafnvel fóru yfir brúnina, eins og í niðurlagstón- inum. Að öðru leyti voru lögin sungin af þokka. Til að marka smá hlé fyrir kórinn fluttu Ásgeir H. Steingríms- son og Eiríkur Örn Pálsson, ásamt Herði Áskelssyni, Trompet Tune eftir Purcell og gerðu það með „bravúr“, enda falla orgel og lúðrar mjög vel saman í hljóman, svo sem hér var raunin. Fjögur jólalög, sem sum hafa ver- ið sungin öll jól, voru að þessu sinni flutt í syrpu, sem útsett var fyrir sex lúðra og orgel af Kjartani Óskars- syni. Lögin voru Með gleðiraust og helgum hljóm, gamalt íslenskt jóla- lag, Velkomin vertu vetrarperlan fríð, íslenskt sálmalag, Nóttin var sú ágær ein og Aðfangadagskvöld jóla en tvö síðastnefndu lögin eru eftir Sigvalda S. Kaldalóns. Það getur orkað tvímælis að gera breytingar á hefðbundnum lögum eins og Nóttin var sú ágæt ein, en hér fann Kjartan leið og gerði töluvert fyrir lúðrana, svo að syrpan var töluvert áhrifa- mikil og endurnýjaði kynni undirrit- aðs af þessum gömlu vinum. Á eftir syrpunni góðu söng kórinn Betle- hemstjörnuna eftir Alice Sandström Tegnér (1864–1943), sem vann ómet- anlegt starf í gerð og söfnun barna- söngva. Þetta fallega og elskulega lag var mjög vel flutt við undirleik Harðar Áskelssonar. Hið eiginlega lokalag tónleikanna var Fögur er foldin og þar eftir sungu kór og tón- leikagestir saman, samkvæmt venju, Heims um ból og Nú gjaldi Guði þökk. Þetta voru góðir tónleikar og eins og endranær náði Friðrik S. Krist- insson oft að laða fram sterka stemmningu, sérstaklega í mótun viðkvæmra tónhendinga og raddlega er kórinn í mjög góðu formi, hljóm- urinn þéttur frá tenor niður í bassa, sem nú var fallega djúpur og dekkri en oft áður. Það eina sem finna má að er smátt letrið í efnisskrá, sem var illlæsilegt í láglýstri kirkjunni. Þéttur og djúpur hljómur TÓNLIST Hallgrímskirkja Karlakór Reykjavíkur, undir stjórn Frið- riks S. Kristinssonar og Guðlaugs Vikt- orssonar, fluttu ásamt Herði Áskelssyni, Ásgeiri H. Steingrímssyni, Eiríki Erni Pálssyni, Emil Friðfinnssyni, Þorkeli Jó- elssyni, Oddi Björnssyni og Sigurði Þor- bergssyni íslenska og erlenda aðventu- söngva. Laugardagurinn 15. desember, 2001. KÓRSÖNGUR Jón Ásgeirsson Kristskirkja Sönghópurinn Vox academica heldur tónleika kl. 20. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Arvo Pärt og Henryk Gorecki. Þá verða sungin verk eftir Randall Thompson, Morten Lauridsen, Samuel Barber og Maurice Durufle og lög eftir Báru Grímsdóttur og Atla Heimi Sveinsson og jólasálmar úr íslenskum menningararfi á milli verka. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tónleikagestum er bent á frjáls framlög til orgelsjóðs Kristskirkju. Vox academica er sönghópur sem spratt upp úr jarðvegi Há- skólakórsins fyrir um sex árum. Meðlimir kórsins eru um 30 talsins og hafa flestir lokið námi við Há- skólann. Kórinn hefur fram til þessa einkum sungið a capella tón- list. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson. Seltjarnarneskirkja Sönghópurinn Pallíettur & píanó og Lögreglukór- inn halda sameiginlega jólatónleika kl. 20. Sönghópurinn Pallíettur & píanó er skipaður þeim Önnu Hin- riksdóttir, Brynhildi Ásgeirsdóttur, Elfu Margréti Ingvadóttur og Kirstínu Ernu Blöndal. Stjórnandi Lögreglukórsins er Guð- laugur Viktorsson. Hásalir, Hafnarfirði Kammerkór Hafnarfjarðar heldur sína árlegu jólatónleika kl. 20.30. Með kórnum koma fram Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari og Ágúst Ólafsson barítonsöngvari. Stjórn- andi Kammerkórsins er Helgi Bragason. Breiðholtskirkja Jörg E. Sonder- mann leikur verk eftir Bach kl. 20.30 og eru þetta 19. tónleik- arnir í röðinni. Á efnisskránni eru: Fantasía í G-dúr, Þrír sálmforleikir úr „Orgelmessu“, Aria variata í a- moll, Fúga og sálmforleikur, Fúga um Lof- söng Maríu, Fúga og sálmforleikur, Pastorale í F-dúr og Prelúdía og fúga í e-moll. Kaffitár, Bankastræti 8 „Lífs- þróttur“ nefnist önnur einkasýning Sesselju Tómasdóttur myndlist- arkonu. Á sýningunni eru níu myndir, sem allar eru unnar á þessu ári með vaxi og olíu á striga. Sýningunni lýkur 15. janúar. Vetrargarðurinn, Smáralind Skólahljómsveit Kópavogs heldur jólatónleika kl. 18. Á efnisskránni eru þekkt lög eftir Bítlana auk laga eftir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson auk jólalaganna. Fram koma 120 ungmenni í þremur hljómsveitum undir handleiðslu stjórnanda síns Össurar Geirs- sonar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Jörg E. Sondermann VIÐ upphaf heimildarmyndarinn- ar Ljós heimsins, sem fjallar um for- setann okkar fyrrverandi, frú Vig- dísi Finnbogadóttur, segir hún eitthvað á þá leið að lífið sé sjón- leikur; við sjálf aðal- leikararnir í einkalíf- inu, aukaleikarar í lífi okkar nánustu og stat- istar á stóra sviði heimsleikhússins. Svo er farið um flesta. Örfá- ir þeirrar náttúru að skara framúr, fyrir- hafnar- og rembings- laust, hvað frú Vigdísi snertir. Þeir skipa sér gjarnan í stjörnuhlut- verkin á jarðkringl- unni, eru fæddir í leið- togahlutverkin. Þann sess skipar frú Vigdís í hugum flestra landa sinna. Slíkar dyggðir skapa virðingu, bæði heima og erlendis, og hafa öðru fremur gert að verkum að frú Vigdís hefur haft nóg fyrir stafni eftir að forsetatíðinni lauk. Um það tímabil fjallar Ljós heimsins fyrst og fremst. Í forsetatíðinni vakti ósvikinn áhugi hennar á íslenskri menningu, verndun tungunnar og eflingu gróð- urs fósturjarðarinnar athygli og að- dáun landsmanna. Hún vann okkur á sitt band og sat forseta lengst í emb- ætti, var og er glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar. Eitt merkilegasta afrek frú Vig- dísar var að sanna fyrir okkur og umheiminum að konur eru engir eft- irbátar karla í æðstu embættum, en hún er fyrsta konan sem nær lýð- ræðislegu kjöri sem forseti lands síns. Það er ekki í lítið ráðist að draga upp mynd af slíkri goðsögn og satt best að segja uggur í brjósti um að upp yrði dregin e.k. helgimynd af konunni þar sem menn kynnu sér ekki hóf í mærðinni. Til að byrja með benti nafngiftin eindregið til að svo væri. Ragnari Halldórssyni hefur tekist nokkuð bærilega að sigla framhjá slíkum skerjum þótt sumar fullyrðingar viðmælenda jaðri við lof í óhófi. Ljós heimsins hefst kosninganótt- ina 1980, síðan skiptir myndin, sem flokkast sem „cinéma verité“, fljót- lega yfir í tímabilið eftir Bessastaði. Dregin upp mynd af viðburðaríku lífi, heima og einkum erlendis, þar sem frú Vigdís hefur haft ærinn starfa við ýmis menningarmál, ekki síst á vegum UNESCO, menntun- ar-, vísinda- og menningarstofnunar SÞ. Sem er þess valdandi að hún er mikið á ferðalögum frá „verstöð sinni“, einsog hún kallar aðsetrið í Kaupmannahöfn. Seg- ist kunna því vel að vera ekki sýknt og heil- agt undir smásjánni hér heima og njóta vel fjarlægðarinnar, þótt stutt sé á milli á þotu- öld. Þannig hafa árin lið- ið, eril- og annasöm. Frú Vigdís er svo lán- söm að fá tækifæri til að sýna að hægt er að vera fullgildur í starfi þótt árunum fjölgi. Því miður fá fæstir þann möguleika upp í hendurnar. Sem fyrr segir er yfirborð Ljóss heimsins ekkert fínslípað heldur vilj- andi dálítið grófkornað. Í anda „cin- éma vérite“ er gengið hreint til verks, tökuvélarnar segja sína sögu umbúðalaust. Höfundarnir notfæra sér aðferðir dogmamynda; engin lýs- ing, hráar tökur, klipping og hljóð- vinnsla. Þótt sterkari fókus skorti hvað efnistök og úrvinnslu snertir er forvitnilegt að komast í örlitla per- sónulega nálægð við manneskju sem hefur svo mjög verið í sviðsljósinu og umræðunni síðustu áratugina. Frú Vigdís jafnt í vetrarslabbi og sum- arsól á Íslandi, sem á menningar- þingum og meðal þjóðhöfðingja ver- aldar. Frá Þingvöllum til Palestínu. Fléttað er saman nýju efni og eldri fréttamyndum á oft smekklegan og stundum áhrifaríkan hátt. Stjarna skiptir um hlutverk KVIKMYNDIR Smárabíó Höfundur: Ragnar Halldórsson. Tónskáld: Hilmar Örn Hilmarsson. Hljóðvinnsla: Pétur Einarsson. Kvikmyndataka: Ragn- ar Halldórsson. Klipping: Sigvaldi J. Kára- son. Íslensk heimildarmynd. Íslenska kvikmyndastofan í samstarfi við Norður- ljós. 2001. LJÓS HEIMSINS 1/2 Sæbjörn Valdimarsson Vigdís Finnbogadóttir ASTRUP Fearnley-safnið í Osló sem Gunnar Kvaran, fyrrverandi forstöðumaður Listasafns Reykja- víkur, fer nú fyrir fékk töluverða umfjöllun í norska blaðinu Dag- bladet nú á dögunum. Segir blaðið Gunnar hafa aukið áherslur safns- ins á bandaríska list og beini hann nú sjónum sínum að ekki ómerkari listamanni en Jeff Koons. Í undirbúningi hjá safninu er nú yfirlitssýning á verkum Koons, sem aftur hefur skotist fram í sviðsljósið – að þessu sinni með ab- strakt verkum sem byggjast á nú- tímalegri tækni – eftir stormasamt tímabil á tíunda áratugnum. Á safnið að sögn blaðsins þegar fjögur verk eftir listamanninn. „Þetta sýnir að Gunnar er á sömu línu og Hans Rasmus Astrup, stjórnarformaður safnsins, sem einnig hefur róið gegn fyrri stefnu safnsins sem var andsnúin banda- ríska listmarkaðnum. Að nú skuli standa fyrir dyrum samstarf Astrup Fearnley-safnsins við Guggenheim-safnið, m.a. um sýn- ingu á verkum Matthews Barneys, ber enn á ný vitni um að safnið telst virkur þátttakandi á alþjóð- legan mælikvarða,“ segir í skrifum greinarhöfundar. Dagbladet minnir þá á að Astrup Fearnley-safnið hafi, fyrir nokkr- um árum, verið talið í hópi 100 mikilvægustu safnanna af banda- ríska listtímaritinu Art News. Auk þess veiti núverandi stefna safns- ins, að beina sjónum sínum að ein- ungis 30 ára tímabili, Gunnari auk- ið listrænt frelsi. „Það mikil- vægasta við þessa yfirlýstu stefnu- breytingu Gunnars er að hún veldur engum árekstrum, heldur styrkir hag annarra safna,“ er mat blaðsins, sem segir norska listunn- endur hagnast á þessu fyrirkomu- lagi. Ríkisstyrktu listasöfnin séu fyrir vikið í betri aðstöðu til að beina sjónum sínum annað. Bandarísk- ar áherslur hjá Gunn- ari Kvaran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.