Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 61 BARÁTTAN við hryðjuverkahreyfingu Osama bin Ladens og aðrar af sama toga er ekki barátta kristin- dóms og íslamstrúar og enn síður barátta Vesturlanda við Aust- urlönd, heldur birtast hér enn einu sinni átök framfaraafla og afturhaldsafla í heim- inum. Þegar nánar er að gáð á barátta um- bótaafla og afturhalds sér sitt birtingarform í öllum þjóðfélögum á öllum tímum, en með árásinni á Bandaríkin 11. septem- ber 2001 náðu þessi átök hámarki á heimsmælikvarða. Heimsvið- skiptaturnarnir í New York, sem hryðjuverkamenn réðust á með viðurstyggilegum hætti, voru tákn- gervingar alþjóðavæðingar at- vinnulífs og viðskipta, sem ásamt tæknivæðingunni hefur knúið fram meiri hagvaxtarhraða á heimsvísu en dæmi eru um í sögunni. Í kjöl- far bættra lífskjara koma ávallt fram kröfur um aukin lýðréttindi, og gamla þjóðfélagsskipanin riðar þá til falls. Víða hefur heimsvæð- ing viðskiptanna drepið staðnað atvinnulíf úr dróma og stórbætt hag almennings. Þetta á einnig við um hinn svo kallaða þriðja heim. Þessa heimssögulegu þróun reyna afturhaldsöflin með öllu móti að stöðva. Segja má, að Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, leiði þessa jákvæðu þróun til aukinnar velmegunar í heiminum öllum. Er- lendar fjárfestingar leiða til hærra menntunarstigs þriðja heimsins, og slík þróun er höf- uðnauðsyn til að af- stýra hrikalegum hörmungum í framtíð- inni vegna geigvæn- legrar misskiptingar verðmæta, sem yrði ofan á, ef gamla stöðnunin héldi velli. Þjóðfélagsþróun í svipaða átt og Vest- urlönd hafa fetað hef- ur víða skotið rótum í heiminum og virðist eiga greiðan aðgang að þjóðfélögum, þar sem stjórnmál og trúarbrögð hafa verið aðskilin, en víða í Evrópu áttu slík- ar þjóðfélagsbreytingar sér stað þegar á 16. og 17. öld. Evrópa Lengi hefur verið ljóst, að hin sögulega þróun Evrópu lægi til viðskiptalegs samruna og stjórn- málalegs í einhverjum mæli. Ís- land hefur tekið ríkan þátt í við- skiptalegum samruna með EES- samningnum, sem reyndar leggur miklar kvaðir á landsmenn um að taka upp löggjöf Evrópusam- bandsins, ESB, nánast í heild sinni. Það má vera hverju barni fullljóst, að slíkt gengur ekki til lengdar, enda var EES-samning- urinn í eðli sínu bráðabirgðaráð- stöfun, eins konar aðlögun. Full aðild að ESB er nú óhjá- kvæmileg, enda er það tímanna tákn, að ríki sameinist um að stjórna sameiginlegum hagsmuna- málum sínum. Það er einboðið, að laga þurfi stjórnarskrá Íslands að nýjum tímum til að gera þetta kleift, enda er hún að stofni til frá 19. öld. Einna harkalegast birtist okkur um þessar mundir úlfa- kreppa utanríkismálanna í geng- issveiflunum. Þessi staða er ekki boðleg íslenzkum fyrirtækjum og íslenzkum almenningi vegna þess, að hún jafngildir lakari samkeppn- isaðstöðu íslenzkra fyrirtækja og þar með lakari lífskjörum á Íslandi en í ESB. Þessu má líkja við kapp- hlaup, þar sem íslenzki keppand- inn þarf að rogast með 10 kg lóð, en hinir eru án byrðar. Það hlýtur að veikja stöðu Íslendingsins í keppninni, þó að seigur sé. Evran er gullið tækifæri fyrir hin minni ríki Evrópu til að jafna samkeppn- isstöðu sína við hin stærri, sem áð- ur gátu skákað í skjóli sterks gjaldmiðils. Gengissveiflur á Ís- landi eru hins vegar efnahags- vandamál. Til að draga úr efna- hagssveiflum væri réttast að lögbinda strax gengi krónunnar við evruna. Ýmsum hefur orðið tíðrætt um sjávarútveginn, þegar aðildarum- ræður að ESB hefur borið á góma. Aðaleinkenni sjávarútvegsins er, að hann nýtir mjög takmarkaða auðlind, og augljóslega er ekkert rúm fyrir erlend veiðiskip innan íslenzkrar landhelgi, og engin sanngirni væri í slíkum kröfum, þar sem Íslendingar ráða sjálfir yfir miklu meiri veiðigetu en auð- lindin ber. Út frá auðlindastefnu ESB þarf vart að óttast slæma samningsniðurstöðu í þessum efn- um, en hins vegar er eðlilegt að setja úthöfin utan landhelgi aðild- arlandanna undir sameiginlega stjórn. Fiskveiðistefnan Það er ekki hægt að horfa fram- an í ESB eða nokkurn annan með allt á hælunum, hvað umgengnina við lífríki hafsins snertir. Til að nýting auðlindanna í hafinu verði sjálfbær þarf að söðla um. Ná- grannar okkar og frændur, Fær- eyingar, gætu orðið okkur nokkur fyrirmynd í þessum efnum. Nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þarf að hafa siðlega umgengni við auð- lindina að leiðarljósi, þ.e.a.s. kerfið má hvorki beint né óbeint stuðla að því, að ekki sé komið með allan veiddan afla að landi. Auðlinda- gjald er aðeins enn eitt skattlagn- ingarformið, aðstöðugjald, sem al- mennt hefur verið horfið frá. Viðskipti með veiðileyfi draga ekki úr brottkasti, nema síður sé. Til- kostnað útgerðar á ekki að auka með stjórnvaldsaðgerðum umfram tikostnað annarra greina. Laga- ákvæðið um að fiskimiðin séu sam- eign þjóðarinnar þýðir ekki, að veiðileyfi geti gengið kaupum og sölum, heldur hitt, að ríkisvaldið hafi fullan ráðstöfunarrétt á mið- unum og beri að vernda og ávaxta þessa auðlind þjóðarinnar. Það ætti ríkisvaldið að gera með því að afnema í áföngum núverandi kvótakerfi og koma á sóknarkerfi í staðinn ásamt veiðarfæratakmörk- unum, hólfalokunum og banndög- um. Þetta gæti verið blanda af út- hlutun sóknardaga á skip á ákveðnum svæðum og ákvarðaðri heildarveiði af öðrum svæðum, þannig að þar yrðu veiðar stöðv- aðar, þegar veiðar einnar tegundar hefðu náð leyfilegu hámarki veiði- tímabilsins. Utan landhelginnar tæki væntanlega við sameiginleg stjórnun ESB (og Norðmanna) á nýtingu stofna. Við stefnumótun um nýtingu allra auðlinda landsins almennt verður að leggja til grundvallar sjálfbæra nýtingarstefnu reista á vísindalegri þekkingu, sem á ekk- ert skylt við einhliða verndar- stefnu. Aðeins með beztu þekkingu að vopni verður afrakstur náttúr- unnar hámarkaður til langs tíma litið, en slíkt er höfuðnauðsyn vax- andi þjóð. Átökin um alþjóðavæðinguna Bjarni Jónsson Stríðið Með beztu þekkingu að vopni, segir Bjarni Jónsson, verður afrakst- ur náttúrunnar hámark- aður til langs tíma litið, en slíkt er höfuðnauðsyn vaxandi þjóð. Höfundur er rafmagns- verkfræðingur. Allt til jólanna í Hólagarði        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.