Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN stolti vín- bóndi, Paolo Rossi, er nýsestur niður eftir erfiðan en heilladrjúg- an vinnudag. Hlíðar Toscana skarta sínu fegursta í kvöldsólinni, börnin hans 5 leika sér úti heilbrigð og hraust og hann er nýbúinn að hella í glas ’99 árgang- inum sínum af Chianti sem til mikillar gleði ætlar ekki að gefa 97 árganginum neitt eftir sem þó var frábær. Ekkert getur skyggt gleðina þegar mjúkt vínið hríslast um munninn nema kannski vælið í faxtækinu. Hann stígur þunglega upp úr gömlum hægindastólnum til þess að kanna hvað það er sem er að trufla. Í tæk- inu er fax frá Íslandi sem hefur að geyma einföld skilaboð ,,Ágæti Paolo. Vegna enn einna breytinga hér á Íslandi þá verðum við að biðja þig um að láta útbúa límmiða sem segir að íslenskum konum sé ekki hollt að drekka áfengi meðan á með- göngu stendur, svo og að akstur og áfengi fari ekki saman. Þessi nýi lím- miði gæti farið við hliðina á strika- merkinu sem við báðum um ekki alls fyrir löngu. Með þökk fyrir liðleg- heitin...“ Mamma mia! öskrar Paolo og þeytir vínglasinu í vegginn. Eru þessir Íslendingar ekki með öllum mjalla, hvað halda þeir að þeir séu, eitthvert stórveldi sem geta breytt gangi heimsmála. Við erum nýbúin að kaupa vél sem framleiðir strika- merkingar á flöskurnar og DUN- merkingar á kassana og eyðum dýr- mætum tíma í að setja það á. Nei, þessir Íslendingar fá sko ekkert frá mér framar, það eru nógu margir sem berjast um að fá vínin mín. Eru íslenskar konur heimskar? Fyrir Alþingi Íslendinga liggur nú frábær tillaga þess efnis að allar um- búðir undir áfengi sem selt er í versl- unum ÁTVR séu merktar á áberandi stað með viðvörun þar sem fram kemur að áfengisneysla barnshaf- andi kvenna geti valdið fósturskaða og að neysla og akstur ökutækja fari ekki saman! Á hverja bjórdós, á hverja bjórflösku, á hverja léttvíns- flösku skal þessi viðvörun fara. Mamma mia! segi ég nú bara líka. Hversu heimskuleg frumvörp geta litið dagsins ljós á Alþingi okkar Ís- lendinga? Þvílíka opinbera móðgun við ís- lenskt kvenfólk hefi ég aldrei heyrt um fyrr og er nú samt af nógu að taka. Hvernig stendur á því að það hafi algerlega farið fram hjá flutn- ingsmönnum frumvarpsins að ís- lenskar konur eru mjög vel upplýst- ar, mjög vel gefnar og frábærar mæður? Hvernig stendur á að þetta fólk veit ekki af því að í fyrstu mæðraskoðun eru þessi mál tekin sérstaklega fyrir? Hvernig stendur líka á því að þetta fólk veit ekki að allir Íslendingar vita að áfengi og meðganga fari ekki saman? Svo ekki sé talað um að akstur og áfengi fari ekki saman. Já, og fyrst ég er byrjaður, hvernig stendur á því að þingmenn sem ég greiði fyrir launin skuli eyða tímanum í slíka vit- leysu, í staðinn fyrir t.d. að berjast fyrir því að sjúkraliðar fái mann- sæmandi laun, tónlistarkennarar fái leiðréttan hlut og síðast en ekki síst, að forvarnarstarf vegna eiturlyfja- notkunar ungmenna verði eflt? Spyr sá sem ekki veit. Þetta er gert í Bandaríkjunum! Ein meginrök flytjenda tillögunn- ar eru þau að þetta sé gert í Banda- ríkjunum og þykir mér nú fokið í flest skjól fyrir suma flytjendurna að líta í vesturátt til öflunar góðra hluta. Ég held að við getum öll verið sam- mála um að bandarískt þjóðfélag er allt önnur Ella en íslenskt þjóðfélag, sérstaklega hvað varðar mennta- og heilbrigðiskerfið. Á Íslandi eiga allir jafnan rétt í heilbrigðiskerfinu án til- lits til efnahags en í Bandaríkjunum er það meira buddan sem ræður. Þar er ekki sjálfgefið að verðandi mæður fari í mæðraskoðun og fái þær upplýsingar sem standa til boða á Ís- landi. Bandaríkjamenn hafa enda verið þekktir fyrir all ítarlegar leið- beiningar og ábending- ar á vörum sínum, t.d. keypti vinur minn um daginn álstiga frá Bandaríkjunum þar sem stóð á þriðja efsta þrepinu að ef þú færir hærra þá ættirðu á hættu að detta og meiða þig! Þessar leið- beiningar hafa líka tíðkast þar til þess að firra framleiðendur skaða- bótakröfum ef eitthvað kemur upp. Auðvelt í framkvæmd? Í frumvarpinu stendur orðrétt „Ekki verður séð að neinir tæknileg- ir örðugleikar séu samfara því að merkja áfengi sem selt er hér á landi með viðlíka hætti og lögboðið er í Bandaríkjunum.“ Svei mér þá ef ég er ekki orðinn nokkuð ánægður með sjálfan mig því þrátt fyrir að vera alls ekki gáfaður maður þá sé ég strax alls kyns agnúa á slíkri fram- kvæmd. Ég sé t.d. að Bandaríkin eru miklu, miklu stærri markaður en Ís- land og þó hægt sé að setja sér merk- ingar fyrir slíkan markað þá gegnir allt öðru máli með litla Ísland sem er eins og smá borg í Bandaríkjunum. Það yrði hlegið að okkur ef við mynd- um biðja stóra framleiðendur er- lendis, t.d. á bjór, að breyta fram- leiðslunni hjá sér sérstaklega fyrir Ísland. Eigum við þá kannski að setja þessa límmiða á hér heima? Er ekki flott þegar erlendir framleið- endur eyða milljónum í að hanna flöskur og útlit þeirra að skella bara miða yfir allt? Hvernig hefur þetta fólk þá hugsað sér að merkja bjórinn sem kemur í 6-pack og jafnvel í lok- uðum umbúðum? Eigum við að hætta að flytja inn gæðavínin frá góðu framleiðendunum? Getur kannski verið að þetta hafi ekki verið hugsað til enda hjá flytjendum frum- varpsins? Hættulegt heilsunni Það er æði margt í dag sem er hættulegt heilsunni t.d. reykt kjöt, lakkrís, of mikið af sætindum, salt fyrir blóðþrýstinginn o.s.frv. Það er hins vegar óþarfi að fara að merkja þetta allt viðvörunum enda lærir fólk þessa hluti með tímanum. Forsjár- hyggjan í þessum efnum er óþörf og ég held að við getum nokkuð treyst Íslendingum til að taka ábyrgð á eig- in heilsu og lífi. Ég hef ekki áhuga á að greiða þingmönnum laun fyrir að hugsa fyrir mig í þessum efnum og ég vil alls ekki greiða laun fyrir slíkt frumvarp sem hér um ræðir. Ef þetta er spurningin um að hafa eitt- hvað að gera á þingi, þá vil ég frekar greiða þeim laun fyrir að gera ekki neitt! Lokaorð Það verður alltaf til fólk sem mis- notar áfengi og slíkar viðvaranir hafa ekkert að segja fyrir það fólk. Það eru allir menn að meiri sem við- urkenna mistök sín og mér finnst ekkert athugavert við að gera mis- tök, ég geri það oft. Þess vegna legg ég til að þetta frumvarp verði flokk- að sem mistök og dregið til baka. Kvöldkyrðinni og gleðinni hjá Paolo og fjölskyldu yrði því ekki spillt af þess sökum. Stóri bróðir Arnlaugur Helgason Höfundur er sölumaður hjá Austurbakka hf. Forsjárhyggja Þvílíka opinbera móðg- un við íslenskt kvenfólk, segir Arnlaugur Helga- son, hefi ég aldrei heyrt um fyrr. DAGANA 13. og 14. september síðast liðinn var haldin í Randers í Danmörku norræn vinabæjaráðstefna þar sem fjallað var um leik- skólamál. Þátttakendur komu frá vinabæjunum fjórum, Akureyri, Västerås, Álasundi og Randers. Hagur af vinabæja- samstarfi Vinarbæirnir hafa sett sér markmið með leikskólasamstarfinu og eru þau m.a. að:  Skapa vettvang þar sem hægt er að skiptast á uppeldis- legum skoðunum og reynslu.  Þróa og styrkja norræna leikskóla.  Láta rödd barnsins heyrast sem víðast.  Öðlast skilning á barnamenningu hvers lands. Ávinningur af erlendu vinabæja- samstarfi er margvíslegur og verður hér fátt eitt talið til. Samstarf víkkar sjóndeildarhringinn og undirstrikar okkar eigin sérstöðu um leið og við kynnumst sérstöðu og menningu annarra. Aukin þekking á menningu annarra er leið til að vinna gegn for- dómum. Meiri meðvitund um eigið starf ýtir undir metnaðarfullt starf innan leik- skólans, það er styrkur fyrir faglega starfið í leikskólanum, þegar allir vita fyrir hvað þeir standa sem fagmenn, og eykur líka á starfsánægjuna innan leikskólans. Starfsfólk sem tekur þátt í krefjandi sam- starfi við aðrar þjóðir er glatt og stolt starfsfólk með sterka sjálfsímynd, það hefur áhrif á bæði börn og fullorðna. Hagur bæjarfélags- ins er augljós, bæjar- félag sem hefur sterka og góða ímynd út á við, vegna metnaðarfulls leikskólastarfs, auglýs- ir sig sjálft og laðar að sér metnaðarfullt fólk til búsetu. Rannsóknir hafa sýnt að eitt af því sem vegur þungt þegar fólk velur sér stað til búsetu er hvernig staðið er að leikskólamálum í viðkom- andi sveitarfélagi, hversu faglegt og metnaðarfullt starf þar er unnið. Því getur þátttaka í erlendum verkefnum borið orðspor bæjarins víða. Hin norræna sýn barnsins Í samræmi við ofangreind mark- mið var ráðstefnan haldin undir yf- irskriftinni „Hin norræna sýn barns- ins og uppeldisfræðilegar skrán- ingar“. Hver bær lagði til einn fyrirlesara, sem flutti klukkutíma fyrirlestur. Einnig stýrðu fulltrúar frá hverjum bæ smiðju (workshop), þar sem lagt var út frá verkefnum sem leikskólarnir hafa verið að vinna að. Frá Akureyri kynnti leikskólinn Klappir evrópskt samstarfsverkefni sem hann hefur unnið að í nokkur ár. Farið var ofan í vinnuferla og rætt um hvað var búið að gera og hvernig væri hægt að vinna með verkefnin áfram. Seinni daginn var svo farið í heimsóknir í nokkra leikskóla, áður en ráðstefnunni var slitið. Sögur úr starfinu Fram kom hjá öllum fyrirlesurun- um að okkur ber að horfa á hvað barnið getur og kann, fremur en að vera að einblína á hvað barnið getur ekki. Allir fyrirlesararnir lögðu áherslu á hversu mikilvægt væri að skrá sögurnar sem verða til í hinu daglega lífi leikskólabarnsins og leik- skólakennarans. Fyrirlesarar voru sammála um að við upplifum starfið í leikskólanum í gegn um sögur af starfinu, sögur sem lýsa menningu og lífi barnanna. Við lærum um hvert annað með því að miðla þessum sög- um á milli okkar. Þó hvert land, hver bær, hafi sín sérkenni, þá eigum við ýmislegt sameiginlegt. Því er ómet- anlegt að fá tækifæri til að hittast og skiptast á sögum. Vinabæjaráðstefna um leikskóla Sigríður Síta Pétursdóttir Börn Bæjarfélag með metn- aðarfullt leikskólastarf, segir Sigríður Síta Pétursdóttir, auglýsir sig sjálft. Höfundur er ráðgjafi á skóla- þróunarsviði kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Í ÖLLUM grunn- skólum Reykjavíkur eru starfandi sálfræð- ingar sem sinna fjöl- breyttu og krefjandi starfi. Hver þeirra ber ábyrgð á þjónustu við ákveðna skóla og deilir tíma sínum milli skólanna. Hver sál- fræðingur sinnir að jafnaði tveimur til þremur skólum og hefur að meðaltali um 1.000 nemendur, þó nokkuð mismunandi eftir hverfaskipan og þyngd skóla. Innan hvers skóla er starf- andi nemendaverndarráð sem í sitja skólastjórnendur, sérkennari, náms- ráðgjafi, hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur. Sálfræðingar vinna samkvæmt beiðni frá nemenda- verndarráði og eru þeir fyrst og fremst ráðgefandi aðilar varðandi þá nemendur sem eiga í erfiðleikum innan skólans. Hlutverkum sálfræð- inga má skipta í þrjá meginflokka: Greiningu, ráðgjöf og skammtíma- meðferð; fræðslu og kynningar og að lokum kannanir og skimanir. Stærsti flokkurinn er athuganir og greiningar á nemendum sem eiga í sálrænum, félagslegum og/eða námslegum erfiðleikum. Hér er not- ast við sálfræðileg próf, viðtöl og/ eða bekkjar- og atferlisathuganir til þess að fá mynd af þroska, hegðun og líðan nemenda. Eftir að greining- arvinna hefur farið fram er foreldr- um og kennurum gerð grein fyrir niðurstöðunum. Í framhaldi af því er komið með tillögur til úrbóta og gerð er áætlun um aðstoð við ein- staka nemendur. Slíkar áætlanir eru ætíð unnar í samvinnu við for- eldra, skólastjórnendur, kennara, sérkennara, kennsluráðgjafa og námsráðgjafa. Dæmi um inngrip eftir sálfræðilegt mat eru hliðranir á prófum í formi lengri próftíma, munnlegs prófs eða að nemandi fái spurningar lesnar upp fyrir sig. Sál- fræðingi skólans er að sama skapi ætlað að veita beina ráðgjöf og skammtímameðferð fyrir nemendur sem eiga í námslegum-, hegðunar- legum-, félagslegum- eða geðrænum vanda. Það felur meðal annars í sér að veita sálfræðilega ráðgjöf í formi viðtala og setja upp meðferðarkerfi sem sérsniðin eru að þörfum hvers barns og framfylgt í skóla og/eða heima. Ráðgjöf og leiðbeiningar til foreldra og fjölskyldna vegna náms og uppeldis barna. Ráðgjöf til kenn- ara og starfsfólks skóla vegna erf- iðleika einstakra nemenda, þar sem sérstök áhersla er á að auka færni og þekkingu starfsfólksins til að leysa sjálfstætt flest þau viðfangs- efni sem upp koma í skólastarfi. Sál- fræðingar innan skóla eru einnig í samvinnu við aðrar stofnanir sem vinna með börnum, s.s. Leikskólar Reykjavíkur, Félagsþjónusta Reykjavíkur, barna- og unglinga- geðdeild, skrifstofa Barnaverndar- nefndar í Reykjavík, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Fjölskyldu- ráðgjöf Reykjavíkurborgar og fleiri eftir því sem við á. Sálfræðingar sinna ennfremur fræðslu og kynningarstarfi innan skólanna. Í því felst ráðgjöf sem miðar að því að samræma vinnu- brögð innan skólans, stuðla að teymismyndun og styðja við þróun kennsluhátta í átt til aukins sveigj- anleika og einstaklingsmiðaðs náms. Einnig sinna þeir hagnýtri fræðslu til kennara, skólastjóra, nemenda eða forráðamanna um ýmis málefni, eins og ofvirkni, kvíða, þunglyndi eða námserfiðleika. Sálfræðingar taka þátt í stefnumótun og gerð framkvæmdaáætlana í samráði við aðra starfsmenn skólanna um ýmis málefni eins og til dæmis forvarnir, eða einelti. Að lokum má nefna kannanir og skimanir innan skóla sem sálfræð- ingar vinna að í samvinnu við kenn- ara, sérkennara og námsráðgjafa. Markmið þeirra er að finna nem- endur sem eiga á hættu að lenda í vanda vegna námserfiðleika, hegð- unar eða tilfinningaörðugleika. Dæmi um þetta er mat á hugtaka- þekkingu sex ára barna, kannanir á líðan nemenda og tengslakannanir innan bekkja. Jafnframt því að sinna nemend- um er sálfræðingum hjá grunnskól- um Reykjavíkur ætlað að starfa að fræðslustarfi um sálfræðileg mál- efni. Verkefni sálfræðinga eru með- al annars að vinna með öðrum starfsmönnum grunnskóla Reykja- víkur að málefnum nemenda og skóla. Þessi vinna fer fram í þver- faglegum teymum þar sem meðal annars er fjallað um málefni nýbúa, námserfiðleika, skólabyrjun og fatl- anir. Á þessari stuttu lýsingu má sjá að sálfræðingar grunnskóla Reykjavík- ur vinna öflugt og kraftmikið starf sem mikill metnaður er lagður í. Sálfræðingar í grunn- skólum Reykjavíkur Margrét Birna Þórarinsdóttir Þjónusta Verkefni sálfræðinga í skólum, segja Haukur Örvar Pálsson og Mar- grét Birna Þórarins- dóttir, er m.a. að finna nemendur, sem eiga á hættu að lenda í vanda. Höfundar eru sálfræðingar hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Haukur Örvar Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.