Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN 56 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LISTIN KRYDDAR TILVERUNA Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Magnús Þorgrímsson — ÞAÐ er nú eins með Schengen-samstarfið og aðra hluti að við það eru bæði kostir og gall- ar. Gallinn er þó sá að kostir samstarfsins blikna í samanburði við gallana. Fyrir það fyrsta er kostnaður ís- lenskra skattgreiðenda vegna þátttökunnar í Schengen gífurlegur eða um 3-4 milljarðar í upphafsgjald og hundr- uð milljóna á hverju ári í rekstrarkostnað. Toll- eftirlit helst að formi til en veikist verulega sem þýðir m.a. að fíkniefna- smygl, og annað smygl, verður miklu auðveldara. Sem dæmi má nefna að danska tollgæslan á landamærum Þýskalands og Danmerkur hefur nánast ekki gert upptæk nein eiturlyf síðan Schengen-samstarfið tók gildi þar í landi. Ennfremur má í því sam- bandi vitna í umsögn lögreglustjórans í Reykjavík til allsherjarnefndar Al- þingis á sínum tíma um áhrif Scheng- en-aðildar: „Með því verður tolleftirliti ekki haldið uppi með sama hætti og áður, meðal annars leit að fíkniefnum. Eft- irlit með fíkniefnanotkun og dreifingu fíkniefna er víða slakt innan svæðisins og sums staðar eru uppi allt önnur viðhorf til fikniefna og baráttunnar gegn þeim en hérlendis og annars staðar á Norðurlöndum. Í sex af að- ildarríkjum Schengen hafa t.d. verið felldar niður refsingar gegn því að hafa undir höndum umtalsvert magn fíkni- efna „til eigin nota“. Reynslan sýnir að tak- mörkuð landamæra- varsla hefur slæm áhrif t.d. í Svíþjóð og Dan- mörku, að mati hlutað- eigandi aðila. Ljóst er að stór hluti þeirra fíkniefna, sem flutt eru til landsins, koma frá Evrópu. Mest af því sem lögreglan leggur hald á kemur með far- þegum í gegnum Kefla- víkurflugvöll. Með takmörkuðu eftir- liti þar og annars staðar minnka að öllu óbreyttu möguleikar tollgæslu til eftirlits með innflutningi fíkniefna.“ Ekki var mikið farið eftir þessari umsögn. Smygl á ólöglegum innflytj- endum er einnig mikið inn fyrir „landamæri“ Schengen. Smygl þetta er stundað af skipulögðum glæpa- flokkum og hafa margir þeirra snúið sér frá fíkniefnasmygli að því að smygla fólki þar sem það gefur allt eins vel af sér og er mun áhættu- minna, bæði vegna þess að dómar við því eru miklu vægari auk þess sem það er erfitt að taka á þessum brotum þar sem bæði smyglararnir og „varn- ingurinn“ njóta vissrar samúðar. Tal- ið er að árlega sleppi um 400 þúsund ólöglegir innflytjendur inn fyrir „landamæri“ Schengen. Engin töl- fræðileg ágiskun er hins vegar til um hve margir gera tilraun til að komast inn á Schengen-svæðið án árangurs. Gjarnan er samband milli þessara ólöglegu mannflutninga og mellu- dólga sem smygla stúlkum einkum frá Austur-Evrópulöndum vestur yf- ir. Ólöglegir innflytjendur sem kom- ast inn á Schengen-svæðið varast að framvísa nokkrum skilríkjum til að sanna ríkisfang sitt og setja innflytj- endayfirvöld með því í mikinn vanda. Þegar þeir eru einu sinni komnir inn á Schengen-svæðið er auðvelt að ferðast á milli landa án skilríkja. Sakamenn og landhlauparar eru m.a. þeir sem leita hælis. Ef þessum að- ilum er ekki snúið við á „landamær- um“ Schengen er mikill vandi að vísa þeim úr landi eða út fyrir Schengen- svæðið. Sé manni vísað úr landi verð- ur að senda hann til þess lands sem hann kom frá, en þegar maður hefur hvorki vegabréf né stimpil landa- mærastöðvar er ekki bara hægt að kasta honum yfir hvaða landamæri sem er. Við Íslendingar munum sjá um landamæraeftirlit fyrir aðrar aðildar- þjóðir að Schengen-samkomulaginu og þær fyrir okkur, þar með taldar þjóðir í Austur-Evrópu þar sem efna- hagurinn er bágur og landamæra- gæslan eftir því. Þau landamæri eru mjög misgripaheld svo ekki sé meira sagt. Á næstu árum munu síðan fleiri Austur-Evrópuþjóðir ganga í ESB, og þar með að öllum líkindum Schengen, sem síðan þýðir enn vafa- samari landamæri í austri. Nú í haust greip ESB einmitt til ákveðinna ráð- stafana til að reyna að koma ein- hverju lagi á landamæraeftirlit í Austur-Evrópulöndum sem aðild eiga að Schengen-samstarfinu svo og þeim sem hyggja á aðild á næstu árum. Oft er aðgangur að sameiginlegum gagnagrunni Schengen, yfir óæski- lega aðila, nefndur sem kostur við samstarfið. Í því sambandi má nefna að Bretar og Írar eru ekki aðilar að Schengen-samkomulaginu en hafa samt aðgang að umræddum gagna- grunni. Einnig má nefna að mikil spurning er hverjir verði flokkaðir sem óæskilegir aðilar á Schengen- svæðinu. Hugsanlegt gæti talist að menn með ákveðnar skoðanir t.d. yrðu flokkaðir sem slíkir og getur það vart talist í anda lýðræðis. Það má því segja að það eina sem við Íslendingar höfum upp úr Scheng- en-aðild er að þurfa ekki að framvísa vegabréfi okkar innan svæðisins, en þurfa eftir sem áður að hafa það með sér þar sem lögregla í viðkomandi löndum getur óskað eftir því að fá að sjá þau nær hvenær sem er. Enn- fremur þarf síðan auðvitað að fram- vísa vegabréfi alls staðar utan Schengen-svæðisins áfram. Það er því um að ræða ansi dýr þægindi fyrir þjóðarbúið sem segja má að beinist að því einu að forða landsmönnum frá handarkrampa. Að lokum er svo rétt að minna á að við Íslendingar þurfum ekki að vera aðilar að samstarfi eins og Schengen til að sjá um eftirlit með okkar landa- mærum. Landamæri Íslands eru frá náttúrunnar hendi og þar með mun öruggari en flest landamæri í Evrópu. Með aðildinni að Schengen höfum við fórnað þessu öryggi fyrir svo að segja ekkert. (www.framfarir.net) (M.a. samið með hliðsjón af grein Odds Ólafssonar „Græða á að smygla fólki“ sem birtist í Degi árið 1998.) Aðild að auknum vandamálum Hjörtur J. Guðmundsson Schengen Kostir samstarfsins, segir Hjörtur J. Guð- mundsson, blikna í sam- anburði við gallana. Höfundur er sagnfræðinemi og með- limur í Flokki framfarasinna. EITT sinn varpaði bandarískur frétta- maður fram þessari spurningu: „Hver er eftirsóknaverðasta heiðurstign einstak- lings í íþróttum?“ Langflestir sem svör- uðu honum sögðu: „Heimsmeistaratitill- inn í þungvikt í hnefa- leikum.“ Skyldu al- þingismenn í raun hafa verið kosnir til þeirrar forræðis- hyggju að banna hin- um almenna borgara að stunda þessa íþrótt sem Bretar eru svo hreyknir af að hafa kennt öðrum þjóðum? Þar minnast menn þess með stolti að nútímahnefaleikar eru, hvað reglur og öryggisþætti varð- ar, byggðir upp af þeim. Má nefna svokallaðar Queensberryreglur, sem komu fram 1867 og kenndar eru við markgreifa með sama nafni. Þá komu mjúkir hanskar til sög- unnar, og fleiri öryggisþættir, sem nú til dags hafa aukist með tilkomu hjálma, tannvarna og gerbreyttum öryggisreglum, sem eru samþykkt- ar af alþjóðaólympíunefndinni. Nýlegar rannsóknir sýna að hnefaleikar sem iðkaðir eru sam- kvæmt áhugamannareglum þessum teljast nr. 71 á lista yfir slysatíðni í íþróttum, og hafa þessar niðurstöð- ur m.a. leitt til þess að Norður- landaráð hefur ekki séð ástæðu til að mæla með banni við hnefaleik- um. Þetta hefur komið fram áður. Erum við Íslendingar eitthvað vitrari en aðrar engilsaxneskar og Evrópuþjóðir, þar sem við erum eina þjóðin sem bannar hnefaleika? Eða erum við almennt hugdeigari? Er þetta bann aðeins átylla til að afsaka það, að í öðrum greinum íþrótta, þótt hættulegri séu, verði hin göfuga íslenska þjóð laus allra mála þegar slys verða. Þá geta þeir með stolti sagt: „Við bönnum ólympíska hnefaleika.“ Afkomendur hinna fornfrægu víkinga litu upplitsdjarfir til full- trúa annarra Norðurlandaþjóða á aðalfundi Norðurlandaráðs 1964, þegar einn fulltrúi Íslendinga vildi fá fulltrúa Norðurlanda til að banna ólympíska hnefaleika á Norðurlöndunum fimm. Fulltrúar annarra Norðurlanda töldu þá að margt yrði fremur að banna sem spillt gæti heilsu manna. Þeir sendu þó af meðfæddri kurteisi þessa tillögu í þar til kvadda nefnd, sem sendi orður um að kanna hvort iðkun og keppni í ólympískum hnefaleikum gæfi tilefni til að fara að dæmi Íslendinga. Að lokinni þeirri rannsókn, sem framkvæmd var af sérfræðingum í læknavísindum, var því einróma lýst yfir að ekki væri ástæða til að banna hnefaleika fremur en margar aðrar íþróttir. Gætti nokkurrar kímni í garð hinnar fornfrægu vík- ingaþjóðar, sem söng við raust: „Sefur hetja á hverjum bæ.“ En að slepptum öllum hreysti- yrðum mætti spyrja: Er hægt að banna mönnum einn hlut vegna þess að hann er hættulegur? Verð- ur þá ekki að banna þeim allt er spillt gæti heilsu þeirra eða teflt lífi þeirra í tvísýnu? Hvað segja menn um kappakstur, fjallgöngu, vín- drykkju, ofát, og fleira mætti telja? Eins og dæmin sanna eru menn til sem misnota þetta allt. Vafalaust er hægt að sanna að hnefaleikar, í strangasta skilningi, séu hættuleg- ir. Þúsundir manna farst árlega í bílslysum. Við segjum samt ekki að bifreiðaakstur sé hættulegur. Við segjum að óvarlegur akstur sé hættulegur. Eins er um margar íþróttir. Tök- um til dæmis loftfimleika. Augna- bliksgáleysi getur orðið örlagaríkt. Hnefaleikar eru ekki íþrótt fyrir þjösna eða fanta. Hnefaleikar eru til að ala unga menn upp í karlmannlegum og æðrulausum hugs- unarhætti, og eru uppáhaldsíþrótt spek- inga og skálda eins og Byron, Hemingway og fleiri. Enda er hin „göfuga sjálfsvarnar- list“ í hávegum höfð meðal helstu menn- ingarþjóða, Breta, Bandaríkjamanna, Þjóðverja, Frakka og Norðurlandaþjóðanna. Menn skulu ekki láta sér detta það í hug að þessar þjóðir banni hnefaleika. Ekki einu sinni atvinnuhnefaleikana, hvað þá ólympíska hnefaleika, sem eru háð- ir því að menn æfi og keppi með hjálma á höfði, en atvinnumenn nota hjálma eingöngu við æfingar. Ég hef orðið var við að ýmsir eru á móti hnefaleikum, en ég sé ekk- ert réttlæti í því að þeir geti bann- að öðrum að iðka hnefaleika, og neitað þeim um þá eðlilegu og góðu þjálfun fyrir líkama og sál, og það persónulega öryggi er sjálfsvarn- arkunnátta veitir, í borg þar sem fólk á von á að vera barið í götuna og sparkað í það, eins og dæmin sanna. Hér má æfa sparkíþróttir. Mér er spurn, hvers vegna er verið að banna hnefaleika eina íþróttagreina, sem í 40 ár var iðkuð hér á landi án þess að nokkur hlyti skaða af, en skapar iðkendum ör- yggiskennd og heilbrigði í ríkum mæli? Einn þeirra lækna sem einna gleggst þekkja til íþrótta hér á landi, Birgir Guðjónsson, er í blaðaviðtali nýlega inntur eftir skoðunum sínum á banni við ólympískum hnefaleikum. Svar hans er m.a.: „Það eru víða talsverðar hættur samfara íþróttum og hafa ekki orð- ið tilefni til banns, og ég held að þar sem þetta er ólympísk grein sýni það mat manna að hún sé ekki hættulegri en aðrar greinar.“ Blaðamaður spyr: „Ertu sem sagt hlynntur því að ólympískir hnefaleikar verði leyfðir hér á landi?“ Svar Birgis: „Maður getur talað um svona mál af mismikilli festu eða þekk- ingu og ég hef enga persónulega reynslu af þeim hér. Þar sem þetta er ekki talið nein firnamikil áhætta á Ólympíuleikunum myndi ég hik- laust styðja yfirvegaða endurskoð- un þessara mála og sjálfsagt er að kanna slysatíðni í íþróttum yfirleitt. Það hafa orðið slys í mörgum greinum, til dæmis dauðaslys í akstursíþróttum, skíðaíþróttum og fallhlífarstökki, og ekki hafa menn rokið upp til handa og fóta og bannað þær. Blaðamaður spyr: „Hvað með bardagaíþróttirnar, karate og júdó? Eiga þær meiri rétt á sér en hnefa- leikar?“ Svar Birgis: „Ég sé ekki að þær þurfi að vera hættuminni en ólympískir hnefa- leikar.“ Leyfum hnefaleika Guðmundur Arason Hnefaleikar Nýlegar rannsóknir sýna, segir Guðmundur Arason, að hnefaleikar sem iðkaðir eru sam- kvæmt áhugamanna- reglum þessum teljast nr. 71 á lista yfir slysa- tíðni í íþróttum. Höfundur er fv. formaður hnefa- leikaráðs. FRIÐARGANGA á Þorláks- messu er orðin fastur liður hjá fjölda fólks. Gangan í ár verður sú tuttug- asta og önnur í röðinni en gengið er með friðarljós frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem verður stutt athöfn. Samstarfshópur friðarhreyf- inga stendur fyrir göngunni en í honum starfa ýmsir friðarhópar. Fyrir göngunni fer kór Hamra- hlíðarskólans undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur kórstjóra. Friðarkyndlar verða seldir við upphaf göngu og kosta þeir 300 kr. Lifandi ljós og fallegur söngur bægir amstri jólaundirbúningsins frá um stundarsakir. En göngunni er líka ætlað það hlutverk að minna á ýmislegt úr fortíðinni sem við viljum læra af og annað í nútíð okkar og veruleika sem leggst þungt á hugann. Á undanförnum mánuðum hefur mannkynið orðið vitni að mikilli illsku og mannfyrirlitningu. Hryðjuverkaásirnar á Bandaríkin, loftárásirnar á Afganistan og framferði Ísraelshers gegn Palest- ínumönnum undirstrika nauðsyn þess að rödd friðarsinna heyrist í heiminum. Friðarboðskapurinn er einfaldur. Í honum felst að við sýn- um samstöðu með fórnarlömbum ófriðar og ofbeldis, hvar sem er og hverjir sem þar eru að verki, en tökum einnig afstöðu gegn hinum sem fremja ofbeldisverkin, þeim sem hvetja til þeirra og þeim sem bera blak af þeim. Við höfnum þeim málflutningi að ofbeldi sé einhver lausn á vandamálum, eða jafnvel „endanleg lausn“. Og við fordæmum þau ríki sem eru svo lánsöm að búa við frið og velsæld, en framleiða vopn og flytja út til landa sem ekki eru jafn gæfusöm. Þessum vopnum er ætlað að skaða fólk og til þess eru þau notuð. Friðarganga hefur ekki sprengikraft á við skriðdreka eða byssukúlur eða flugvélar sem bera með sér dauðann úr háloftum. Friðarkyndlarnir sem við berum hér hafa ekki það hlutverk að tor- tíma eða eyða. Þeim er einungis ætlað að lýsa upp myrkrið. En í friðargöngunni býr annars konar afl. Hún er knúin áfram af sameig- inlegum vilja okkar allra til að skapa eitthvað jákvætt, samfélag sem ekki er reist á valdi eða of- beldi. Byggja upp í stað þess að brjóta niður. Friðargangan er tákn um þá von okkar að mann- kyninu megi auðnast að læra af reynslunni svo hugsjón jólanna um frið og náungakærleika geti ríkt um allan heim. Á jólum 2001 Höfundur er rithöfundur. Ingibjörg Haraldsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.