Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Handavinna, föndur, jólamaturinn o.fl. Áskriftarsími 551 7044. Jólablað Húsfreyjunnar VINNA við aðalskipulag fyrir Stykkishólm fyrir árin 2002–2020 er nú á lokastigi. Haldinn var kynning- arfundur miðvikudaginn 12. desem- ber þar sem íbúum bæjarsins voru kynntar hugmyndir að nýju aðal- skipulagi. Það er Bæring Bjarnar Jónsson arkítekt sem hefur endurskoðað skipulagið og lagt fram breytingar. Bæring er fæddur og uppalinn í Stykkishólmi og þekkir vel til stað- hátta og á hér sínar rætur. Meðal þess sem kallar á endur- skoðun nú er skortur á landi undir atvinnusvæði, frístundabyggð og heilsutengda ferðaþjónustu. Megin- markmið skipulagsins er að nýta landið betur þannig að ný byggð myndi samfellu við núverandi byggð og ekki myndist eyður á milli hverfa. Því verður reynt að þétta byggð og gera bæinn samfelldan á ný eins og hann var fyrir 30 árum. Í skipulaginu er lögð áhersla á vernd- un og varðveislu gamla miðbæjar- ins, en þar er að finna einstök menningarverðmæti á landsvísu. Afhafnasvæðið verður hjá Hamraendum og verða lóðirnar flokkaðar eftir eðli og ásýnd starf- seminnar. Sumarhúsabyggð hefur verið valin staður í Nýræktinni norðan við Birgisborgina við Nes- voginn. Þar hafa verið teknir frá 24 hektarar lands sem rúma um 80 sumarhús. Kynningarfundurinn var vel sótt- ur og bæjarbúar sýndu skipulaginu áhuga. Bæjarstjórn mun fljótlega taka til fyrstu umræðu endurskoð- unina á aðalskipulaginu og hún mun síðan vísa því réttar leiðir í gegnum kerfið. Talið er að hægt verði að af- greiða skipulagið formlega um miðj- an maí á næsta ári. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Stykkishólm næstu 20 árin. Bæring Bjarnar Jónsson arkítekt hefur unnið að endurskoðun þess. Fjólublátt er íbúðarsvæði, gult er verslunar-, þjónustu- og miðsvæði, hafnasvæðið er blátt, athafnasvæði grátt, græn eru opin svæði til sérstakra nota og gráa svæðið við Nesvoginn er ætlað fyrir frístundasvæði. Endurskoðun fer fram á aðalskipulagi Stykkishólmur TILLAGA barst frá Skipulagsstofn- un 14. desember sl. vegna Kötluvik- urs ehf. og Hönnunar hf. að matsáætl- un vegna mats á umhverfisáhrifum vikurnáms á Mýrdalssandi. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram at- hugasemdir. Hægt er að óska eftir eintökum af tillögunni hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, í Reykjavík. Einnig er hægt að nálgast tillögu að matsáætlun á heimasíðu Hönnunar: http://www.honnun.is Skipulagsstofnun hefur leitað um- sagnar Mýrdalshrepps, Skaftár- hrepps, Byggðastofnunar, Heilbrigð- iseftirliti Suðurlands, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, Landgræðslu ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Óbyggðanefndar. Athugasemdir skulu vera skrifleg- ar og berast eigi síðar en 2. janúar 2002 til Skipulagsstofnunar. Þar fást ennfremur nánari upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum. Stefnt er að því að ákvörðun Skipu- lagsstofnunar um tillögu fram- kvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 11. janúar 2002. Tillaga að matsáætlun vegna vik- urnáms Vík ♦ ♦ ♦ UNDANFARNAR vikur hafa starfsmenn Búðahrepps unnið að breytingum á tankbíl sem Slökkvilið Fáskrúðsfjarðar festi kaup á frá Ol- íudreifingu. Bifreiðin er af gerðinni MAN, árgerð 1982, lítið ekin og með 14000 lítra tank. Að sögn slökkviliðsstjóra Steins Jónassonar, sem séð hefur um breyt- ingarnar á bílnum ásamt Björgvin Baldurssyni verkstjóra Búðahrepps og starfsmönnum hans, er tankbif- reiðin kærkomin viðbót við bílakost slökkviliðsins, sem fyrir á MAN- tækjabíl árgerð 1992 og kanadískan Chevrolet sem enn er í góðu ástandi þrátt fyrir háan aldur, en hann er af árgerð 1944. Viðbót við bílakost slökkviliðsins Fáskrúðsfjörður ÍSLENSKA gámafélagið hefur tekið að sér að sjá um sorphirðu í Stykkishólmi frá og með 1. nóv- ember sl. Í framhaldi af því mun losun sorps komast í fastari skorður. Fljótlega verður tekin í notkun ný gámastöð við flugvöll- inn fyrir ofan Stykkishólm. Ýmsilegt er hægt að gera til að minnka sorp sem frá almenningi kemur. Eitt ráðið er að flokka sorpið og taka frá lífrænan úr- gang og gera úr honum moltu sem skilar sér fljótt út í umhverf- ið aftur sem mold. Íslenska gámafélagið færði leik- skólanum í Stykkishólmi nýlega fyrsta safnkassann fyrir lífrænan úrgang til moltugerðar. Þor- grímur Kristinsson starfsmaður fyrirtæksins útskýrði fyrir krökk- unum hvaða þýðingu það hefur fyrir framtíðina að flokka sorp og minnka urðun á sorpi. Moltugerð flýtir fyrir hringrás náttúrunnar. Fram kom hjá Þorgrími að hægt sé að minnka heimilissorp um 30% að þyngd með því að taka frá lífrænan úrgang og setja í safnkassa. Með því að minnka úr- ganginn sparast miklir fjármunir. Það kostar 3,30 kr. að urða hvert kíló heimilissorps frá íbúum Stykkishólms að Fíflholtum og er aksturskostnaður þar til viðbótar. Á mánuði falla til í Stykkishólmi um 12–15 tonn af heimilissorpi og ef allir íbúar bæjarsins tækju frá lífrænan úrgang sparaðist flutn- ingur á 3–5 tonnum á hverjum mánuði og í peningum fyrir bæj- arfélagið yfir einni milljón á ári. Það er því til mikils að vinna og gott að fá yngstu kynslóðina til liðs. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Þorgrímur Kristinsson, starfsmaður Íslenska gámafélagsins, afhendir Sigrúnu Þórsteinsdóttur nýtískulegan safnkassa fyrir lífrænan úrgang. Þær fylgjast vel með, þær Sunna Þórey, Klara Sól og Camilla. Leikskólinn fær safnkassa fyrir lífrænan úrgang Stykkishólmur ÞAÐ var jólalegt um að litast í mat- sal skólans á Laugalandi í Holtum á sunnudaginn var. Boðið var til dag- skrár undir yfirskriftinni „Suður- land á aðventu“ og kom fjöldi manns til að fylgjast með og njóta hennar. Var salurinn þéttskipaður sölu- borðum með ýmiss konar varningi, einkum listmunum en einnig jóla- bakkelsi, bókum, handavinnu o.fl. Flestir seljendanna eru úr héraðinu en þarna mátti líka sjá fólk víðs- vegar að af Suðurlandi. Fjöldi skemmtiatriða gladdi augu og eyru gesta og má þar nefna harmoníkuleik félaga úr Harmon- íkufélagi Rangæinga og söng hóps sem kallar sig Veirurnar við undir- leik Þóru Fríðu Sæmundsdóttur pí- anóleikara. Kveikt var á jólatré á lóð hússins og jólasveinar komu og dönsuðu og sungu með stórum hópi barna og fullorðinna við undirleik Grétars Geirssonar harmoníkuleik- ara. Leikfélag Rangæinga sýndi stutt atriði úr leikritinu Emil í Katt- holti sem til stendur að frumsýna í febrúar. Bjarni Harðarson, blaða- maður og sagnagrúskari, kynnti ný- útkomna bók sína, „Landið, fólkið og þjóðtrúin“, um yfirskilvitleg pláss í Árnessýslu og að lokum tóku þeir lagið Gísli Stefánsson frá Hellu og Guðmundur Sigurðsson úr Njarðvík við undirleik Inga Heið- mars Jónssonar. Að sögn Elísabetar Jóhannsdótt- ur standa hún, Ásta Begga Ólafs- dóttir og Jón Þórðarson fyrir dag- skrá þessari. Tilgangurinn er aðallega sá að koma á framfæri þeirri list sem unnið er að hér á Suðurlandi, bæði handverki, söng-, leik- og frásagnarlist. Vildi Elísabet koma á framfæri þakklæti til þátt- takenda, gesta og ekki síst sveitar- félagsins fyrir stuðninginn við að hrinda þessari hugmynd í fram- kvæmd. Suður- land á aðventu Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir Fullur salur söluborða með ýmiss konar varningi á Laugalandi í Holtum. Hella
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.