Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 47
lands og búin að eignast þrjú börn, en hún fylgdi ávallt eftir sínum hug- sjónum, ekkert gat aftrað henni, en eins og hún sagði mér, hún átti góða að. Sigrún, ég þakka þér samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Embla Reykjavík þakkar þér frumkvæðið, að safna saman áhugasömum konum til góðra, skemmtilegra og mann- bætandi verka. Emil og Svava, ég þakka ykkur fyrir að ég skyldi fá að halda í hönd- ina á henni og skila kveðjum frá öll- um Emblunum hennar og á borðinu í sjúkrastofunni var falleg blóma- skreyting frá Emblunum í Stokk- hólmi. Fyrir hönd Emblu Reykjavík, innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda nær og fjær. Blessuð sé minning Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Ingibjörg Gunnarsdóttir. Sigrún mín. Þú varst mér alltaf ráðgáta. Allt þar til ég hitti þig í síðasta sinn. Þá hafði andi þinn losað sig undan þeim sjónleik sem við erum öll dæmd til að taka þátt í og fengið frelsi til að sameinast öndum hafs, lofts og jarðar í víkinni þinni. Án þess að þú segðir orð skildi ég loks- ins að þú varst dóttir náttúruaflanna og gast því látið sólina skína, jörðina titra, vindana blása að eigin geð- þótta – og komist upp með það. Einmitt þess vegna laðaðist ég að þér og það var líka ástæðan fyrir því að ég fjarlægðist þig stundum. Það þurfti glettilega mikla andans burði til að fylgja þér eftir. Þú flaugst allt- af hæst og hraðast. Í samanburði við þig vorum við hin oft eins og hlussu- legar varphænur. Þegar maður hringdi í þig á miðjum morgni, hafð- ir þú þegar skilað þínum vinnudegi og spjallað við svo marga að ég velti því stundum fyrir mér hvort þú fúnkeraðir á öðru tímaplani en geng- ur og gerist. Eftir símtalið hélst þú auðvitað alltaf áfram þinni yfirferð en ég settist niður til að reyna að melta allt sem á dag þinn hafði drifið fram að miðmorgni. Kraftur þinn og orka voru í engu samræmi við heilsufar, síst af öllu þegar árin færðust yfir. Sá sem ekki vissi betur, hefði blákalt haldið því fram að þér hefði aldrei í lífinu orðið misdægurt. Það segir í góðum fræð- um að hæfni okkar í lífinu sé ekki spurning um aldur, heldur ástand. Þótt þú þyrftir að stríða við líkamleg mein, píptirðu bara á það vegna þess að þú vissir að það var ekki rispa á þínum andlega styrk. Þegar ég sá þig síðast var ástand hans enn óskaddað – en nú vildi hann frelsi. Það var lítið eftir af hús- inu sem hann hefur dvalið í og hann þurfti meira rými. Þess vegna fannst mér þú ekki vera að tapa stríði, held- ur sigra lífið. Það er gaman að þekkja þig. Súsanna Svavarsdóttir. Engin venjuleg kona! Það er ekki langur tími síðan fundum okkar Sig- rúnar Jónsdóttur bar fyrst saman. Hún sagðist hafa hringt í vitlaust númer, en réttan mann. Þannig hófst samstarf okkar um flutning mb Skaftfellings VE 33 frá Vestmanna- eyjum til Víkur í Mýrdal. Í einu orði sagt ógleymalegt. Sigrún var ákveðin í að þessi framkvæmd skyldi gerð. Orðið að reyna mátti ekki nefna, það skyldi gerast. Eldhugurinn og krafturinn var slíkur hjá þessari nær áttræðu konu, að helmingi yngri menn máttu sín lítils. Hún hringdi seint og snemma bæði innanlands og utanlands frá til að fylgjast með verkinu. Hún vildi vita nákvæmlega á hvaða stigi málið væri á hverjum tíma. Að útvega tvo 150 tonna krana og flutningavagn og senda til Vestmannaeyja var smá- mál í hennar augum. Þegar ég hringdi og sagði henni að nú væri Skaftfellingur að sigla út úr Vestmannaeyjahöfn um borð í Mánafossi og nú væri mínu hlutverki í ævintýrinu lokið var svarið: „Ekki aldeilis, þú verður að fylgja elskhug- anum alla leið og sjá um að hann komist heill til Víkur.“ Sú ferðasaga verður ekki skráð hér í smáatriðum, en þeim ferðamönnum er okkur mættu með 80 tonna trébát á vagni þeirra G.G. manna, á Selfossi, í Þjórsárdal, við Sigöldu, við Galta- læk, Hellu eða Hvolsvöll, leist ekki á blikuna, en margar myndavélar voru á lofti. Sigrún var í stöðugu síma- sambandi úr Vík. Þetta var 18. ágúst sl. en 19. ágúst varð Sigrún áttræð. Ákveðið var að stöðva ferðina við Gatnabrún. Þar var Sigrún mætt þó komið væri fram yfir miðnótt og svarta myrkur. Að morgni 19. ágúst var svo ekið síðasta spölinn til Víkur. Það var áhrifaríkt að sjá Sigrúnu standa á svölum húss síns í Vík, þeg- ar við komum með bátinn inn í þorp- ið, draumastað hennar. Þvílíkur kraftur og áræði í þessari áttræðu konu. Nú hafa bæði Skaftfellingur og Sigrún Jónsdóttir lagt í sína síðustu siglingu. Minningin um kjarnakonu lifir. Ég sendi fjölskyldu Sigrúnar samúðarkveðjur. Kristján G. Eggertsson. Þetta eru fáein kveðjuorð frá okk- ur Guðrúnu A. Jónsdóttur, en þær Sigrún og Guðrún töldu til frænd- semi sín á milli austan úr Mýrdal. Fór vel á með þeim frænkum og var talsverður samgangur þeirra á milli, þótt búsettar væru lengi austan hafs og vestan. Guðrún naut gistivináttu Sigrúnar í Svíþjóð og Sigrún aftur á móti á heimili Guðrúnar í Kaliforníu. Á síðari árum hittust þær oftlega hér í Reykjavík. Því miður dvelur Guðrún nú vestra og getur því ekki verið viðstödd útförina. Sigrún var gædd listrænum hæfi- leikum í ríkum mæli. Hún gaf sig framan af að batík, listgrein sem iðk- uð var til forna á Jövu, eftir því sem alfræðibækur telja, og er fólgin í myndgerð á þunnan vefnað sam- kvæmt sérstökum aðferðum. Vöktu þessi verk hennar verulega athygli. En hún bætti um betur, þegar hún tók að helga sig kirkjulist, þ.e.a.s. vefnaði og skreytingu hökla og ann- ars búnaðar presta og altaris. Fékk hún óskorað lof fyrir marga slíka gripi, og er vert að minnast fjöl- breyttrar sýningar á þeim í Hall- grímskirkju í hittiðfyrra. Aðra list- sýningu vil ég nefna, sem okkur gafst að sjá í San Francisco fyrir fáum árum. Það var samsýning átta íslenskra listamanna. Þar gat að líta ýmiss konar listform, s.s. málverk, tréskurð og vefnað. Og þar fór Sig- rún í fararbroddi. Hún stóð einnig að sýningum á austurströnd Bandaríkj- anna. Höklar Sigrúnar eru nú meðal kjörgripa í mörgum kirkjum hér- lendis og einnig hér og hvar erlend- is. Sigrún átti því miður lengi við vanheilsu að stríða, greindist með krabbamein á miðjum aldri en lét það furðu lítið á sig fá og hélt sínu striki eftir föngum í list sinni og lífs- baráttu. Að vísu mun þetta oft hafa gengið nærri henni, en þrautseigjan, bjartsýnin og hin létta lund gerðu henni kleift að sigrast á mörgum örðugleikanum. Er skammt að minnast þess þrekvirkis, er hún beitti sér fyrir viðreisn vöruflutn- ingaskipsins Skaftfellings, sem legið hafði og hrörnað í Vestmannaeyja- höfn áratugum saman. Sigrún kvaddi sér til fulltingis virta menn á sínum gömlu heimaslóðum og marga aðra mætismenn, og með stóru átaki tókst að flytja skipið sjóleiðis til Þor- lákshafnar og þaðan landveginn austur í Vík. Þar stendur það nú og bíður væntanlega nægilegs viðhalds til að vera merkur sýningargripur á réttum stað. Þessu ætlunarverki sínu hafði Sigrún náð fyrir áttræðisafmæli sitt á liðnu sumri. Á þeim tímamótum bauð hún til veglegrar veislu í Vík, þar sem sátu á þriðja hundrað boðs- gestir. Var það eftirminnileg sam- koma og þurfti Sigrún að stíga margoft fram á sviðið og þakka fyrir ávarpsorð til sín. Þarna var veislu- stjóri Ómar Ragnarsson frændi Sig- rúnar og hafa víst fæstir sem þarna voru staddir orðið vitni að öðrum eins fræknleik í því hlutverki. Ekki liðu margar vikur frá þessu merka afmæli uns Sigrún veiktist hastarlega, dvaldi um tíma á sjúkra- húsi milli heims og helju og kvaddi sviðið nýlega. Fyrir tveimur árum kom út ævi- minningabók Sigrúnar, rituð af Þór- unni Valdimarsdóttur. Bókin heitir „Engin venjuleg kona“, og er það réttnefni. Við Guðrún vottum börnum Sig- rúnar og nánum ættingjum innilega hluttekningu. Baldur Pálmason. Þegar veturinn gengur í garð, missa tré og aðrar plöntur lauf sín tímabundið. En þessar plöntur og tré búa yfir lífi sem ger- ir þeim kleift að bera brum þegar vorar að nýju. Hið sama á við um dauða mann- legrar veru, við búum yfir lífskrafti sem mun leiða okkur í átt að nýju lífi, nýju hlut- verki, samstundis og án sársauka. (Daisaku Ikeda.) Einstök kona er horfin á braut. Fyrir mig kom Sigrún eins og storm- sveipur, listagyðjan vængjuð þegar ég var rétt rúmlega fjórtán ára vest- ur í Stykkishólmi. Í farteskinu hafði hún eitt af þessum skemmtilega samsettu námskeiðum sínum. Þar heyrði ég fyrst nefndan af einhverju viti MHÍ, skólann fyrir sunnan sem ég átti síðan eftir að eyða sex skemmtilegum árum í. Sá ótrúlegi kraftur sem Sigrún gat sett í gang og gerði fyrir mig í sambandi við mína, þá ungu, ákvörð- un að slást við listagyðjuna veitti mér styrk. Auðvitað vissi ég þá, ef til vill sem betur fer, ekki hvað ég ætl- aði út í. Fyrir það verð ég henni æv- inlega þakklát. Aðrar óteljandi stundir geymi ég í minningunni. Fundir Emblanna voru alltaf lit- minni þegar hún var ekki, hún átti svo gott með að grípa fólk með vinnugleði sinni. Litrík kona er farin en minning hennar og verkin hennar koma til með að lifa um ókomna tíð. Þín listasköpun leiftrar fram í myndum er leika nál og tvinni sporin sín. Úr trúargeymd og landsins sögulindum þú leitar fanga og sækir efnin þín. Kirkjumunir, líf og listaverk lýsa því hve sönn þú ert og sterk. (Gunnþór Þ. Ingason.) Þakka þér allt og allt. Megi góður Guð styrkja fjöl- skyldu Sigrúnar Jónsdóttur. Ykkar Sjöfn Har. „Þorgrímur bróðir minn var fæddur 25. apríl 1924 og skírður eftir að kartöflugrösin voru vaxin, þannig veit ég aldur minn.“ Á þennan hátt segir Sigrún Jónsdóttir, kirkjulist- arkona frá í bók er Þórunn Valdi- marsdóttir sagnfræðingur ritaði um líf hennar og kom út fyrir réttu ári. Að kenna aldur sinn við komu kart- öflugrasanna er óvenjulegt. Sérstök aðferð barns til þess að telja ár sín. En þessi litla tilvitnun segir og sýnir að snemma hafi óvenjulegir eigin- leikar Sigrúnar tekið að segja til sín. Strax sem barn fann hún sínar leiðir til þess að fylgjast með. Leita skýr- inga og skilja lífið á sinn hátt. Þann einstaka hátt sem mótaði ævi hennar og störf allt frá barnæsku. Sigrún var komin á efri ár þegar við hjónin áttum þess þess kost að kynnast henni. Upphaf þeirra má á vissan hátt rekja til lífsstarfs Sig- rúnar, listsköpunarinnar, þótt með nokkuð óvenjulegum hætti væri. Hún hafði komist í kynni við tiltekna liti. Reynt þá og notað við vinnu sína og sköpun og á milli listamanns og efnis höfðu myndast tengsl. Henni líkaði vel við þetta efni og vildi fyrir alla muni koma því á framfæri. Upp frá þessu spannst samstarf en einnig og einkanlega þróuðust persónuleg kynni okkar við hana og Thorstein eiginmann hennar. Á þessum tíma hafði Sigrún lifað fjölbreyttu og um margt óvenjulegu lífi. Hún hafði helgað listinni drjúgan hluta þess en einnig margbrotnu fjölskyldulífi og uppeldi. Hún bjó yfir mikilli reynslu. Bæði á sviði hugmynda og listsköp- unar en einnig á hinu mannlega sviði þar sem hún hafði skrifað fjölbreytt lífsleikrit sitt og staðið í aðalhlut- verkinu um áratugi. Þótt lífshlaup Sigrúnar hafi jafnan bæði verið hratt og fjölbreyttara en flestra verður hennar lengst minnst fyrir framlag sitt til kirkjulistar. Í upphafi þeirrar bókar sem vitnað var til í upphafi lýsir hún því hvernig hún sem barn taldi ljósin í kirkjunni. Á langri starfsævi var hún jafnan að túlka kirkjuljósin. Yfirfæra merk- ingu kirkjulegra orða og athafna í heim myndlistarinnar. Tjá og skapa listaverk þar sem hið trúarlega var oftar en ekki viðfangsefnið. Sköpun listaverka var þessari atorkukonu ekki nóg. Um lengri tíma rak hún sinn eigin listaskóla samhliða vinnustofu sinnu í Kirkju- stræti 10 auk þess að sinna nám- skeiðshaldi út um land. Af kynnum af fólki öðlaðist hún hugmyndir. Hin þrotlausa vinna var lífsfylling. Þótt starfsdagur Sigrúnar væri þegar orðinn langur er kynni okkar hófust var engan bug á henni að finna. Starfsgleðin var í fyrirrúmi og verkefnin óþrjótandi. Sigrún var einnig einstaklega gestrisin. Við hjónin áttum þess kost að njóta þessa eiginleika hennar og þeirra hjóna á heimili þeirra á Lindingö við Stokkhólm. Góðar stundir með þeim gleymast seint. Eitt af því sem við kynntumst í fari Sigrúnar var hversu úrræðagóð hún var. Ekkert virtist ómögulegt. Ekki síst þegar að því kom að hittast og eiga saman góðar stundir. Hún var fljót að finna tækifæri og tíma til samfunda þótt hún byggi alla tíð við annir þar sem verkefni hennar virtust óþrjótandi. Henni var annt um að við kynntumst fjölskyldu hennar og einhverju sinni er við vorum á förum til Bandaríkj- anna en Sigrún stödd heima á Ís- landi sagði hún að við yrðum að hitta Sigurborgu dóttur hennar sem bjó þá vestra. Við vissum ekki hvernig tíma okkar yrði háttað eða hvaða stundir yrðu aflögu að loknum dags- verkum í þessari för en Sigrún kunni ráð við því. Hún útbjó sendingu til Sigurborgar og sagði að hún myndi ná í hana. Þetta snarræði kirkju- listakonunnar varð til þess að við áttum góða stund með henni og fjöl- skyldu hennar. Eitt síðasta áhugamál Sigrúnar sýnir þó ef til vill betur en nokkuð annað hvern stórhug og atorku hún hafði til að bera. Björgun skipsins Skaftfellings og flutningur hans til heimkynna hennar í Vík í Mýrdal. Sigrún mun hafa gengið fram á þetta þekkta heillaskip á fjörukambi í Vestmannaeyjum er hún vitjaði eyjanna að loknu eldgosinu í Heima- ey 1973. Nefndi hún oft skipið „elsk- huga sinn“ og vék björgun þess henni vart úr huga. Táknrænt má teljast að á afmælisdegi hennar á liðnu sumri sigldi Skaftfellingur „landleiðina“ til Víkur. Með áræði, atorku og einstakri þrautsegju tókst henni þetta ætlunarverk er segja má að hafi verið lok á löngu og litríku lífsstarfi. Við hjónin viljum nú að leiðarlok- um þakka Sigrúnu ánægjuleg kynni og samfylgt á undanförnum árum um leið og við vottum fjölskyldu hennar og aðstandendum samúð okkar. Sigtryggur R. Eyþórsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir. Kjarkmikill baráttukona, skap- andi lífskúnstner og sannur vinur. Þannig minnist ég Sigrúnar Jóns- dóttur kirkjulistarkonu. Barn að aldri kynntist ég Sigrúnu. Þótt meira en fjórir áratugir skildu okkur að í aldri fannst mér hún aldr- ei „gömul“, jafnvel ekki á milli tektar og tvítugs, þegar fólk á sextugsaldri sýnist barninu ævafornt. Ástæðan var sú að Sigrún var „engum lík“. Með frumlega hugsun og ríka sköp- unarþörf lét hún óhikað til sín taka á ólíklegustu sviðum. Ekkert var of stórt í sniðum fyrir Sigrúnu, of fjarlægt eða of fjar- stæðukennt, heldur tjáning sem hið lifandi líf kallaði fram hjá henni. Ennfremur bar hún næmt skyn- bragð á margslungin og torskilin öfl tilverunnar. Fyrir vikið leit Sigrún hlutina oft á tíðum öðrum augum en samferðamennirnir. Þar sem hún sá fegurð sáu sumir ekkert. Það sem hún taldi verðugan málstað töldu enn aðrir ekki ómaksins vert. Það er lán að hafa kynnst slíkri konu. Á sumum sviðum var Sigrún ein- faldlega langt á undan sinni samtíð, eins og til marks er um staðföst trú hennar á að konur ættu sama óve- fengjanlega rétt og karlar til að tak- ast á við áskoranir þessa lífs. Á öðr- um sviðum báru viðhorf hennar og athafnir vitni um frumlega sérstöðu hennar og hugrekki. Sigrún lifði líf- inu lifandi. Eðlislægt hispursleysi og lífsgleði gerði Sigrúnu að kátum og skemmti- legum félaga. Hún var sannkölluð stemmningskona og höfðingi heim að sækja, sem veitti vel af bæði efn- islegum og andlegum lífsgæðum. Þótt hún væri stolt kona með sterka köllun í list sinni féll hún aldrei í gryfju innihaldslausrar sjálfsupp- hafningar. Hún hafði of gaman af líf- inu til þess. Sagt er að sjaldan ríki lognmolla þar sem stórbrotnir persónuleikar fara um. Þeirri hlið Sigrúnar kynnt- ist ég þó aldrei, þótt mér dyldist ekki fremur en öðrum sá mikli lífskraftur sem hún bjó yfir. Sú Sigrún sem ég þekkti best var fyrst og fremst örlát- ur vinur vina sinna, sem óð eld og brennistein fyrir þá sem henni þótti vænt um. Ég fæ ásamt nánustu fjöl- skyldu minni Sigrúnu aldrei full- þakkað þá miklu stoð sem hún veitti móður minni, Ásthildi heitinni. Blessuð sé minning Sigrúnar Jóns- dóttur. Aðstandendum Sigrúnar votta ég fyrir hönd fjölskyldu minnar ein- læga samúð. Helga Guðrún Jónasdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 47 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.