Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 13 FRÁ og með næstu áramótum verða áfengisveit- ingar í Reykjavík stöðvaðar jafnskjótt og veitinga- leyfi rennur út eða nýr aðili tekur við rekstrinum, hafi ekki verið útgefið bráðabirgðaleyfi. Þetta er meðal aðgerða sem skrifstofa borgarstjórnar hef- ur ákveðið að grípa til í kjölfar tillagna starfshóps borgarstjóra og lögreglustjórans í Reykjavík um úrbætur í veitingamálum. Starfshópurinn skilaði niðurstöðum sínum í september síðastliðnum og meðal þeirra 30 til- lagna um úrbætur sem þar var að finna voru þrjár sem sneru beint að skrifstofu borgarstjórnar. Við- brögð skrifstofunnar við þeim voru lögð fram á borgarráðsfundi í gær. Á næstu dögum mun skrifstofan senda öllum handhöfum áfengisveitingaleyfa sem og Samtök- um ferðaþjónustunnar bréf þar sem kemur fram að framvegis verði óskað eftir því við lögreglu að áfengisveitingar verði stöðvaðar um leið og leyfi rennur út eða nýr aðili tekur við rekstrinum, hafi ekki verið útgefið bráðabirgðaleyfi. Bráðabirgða- leyfi verða gefin út til tveggja mánaða og ekki framlengd nema Reykjavíkurborg beri ábyrgð á töfum við útgáfu almenns leyfis. Er stefnt að því að þetta verði komið til fullrar framkvæmdar um næstu áramót. Fylgst með vanskilum veitingaaðila Önnur tillaga starfshópsins laut að því að borgin fylgdist betur með því að leyfishafar uppfylltu lög- bundin skilyrði þess að fá útgefin slík leyfi. Var lagt til að reglulega yrði aflað upplýsinga frá inn- heimtumönnum ríkissjóðs um skuldastöðu leyfis- hafa á sköttum og opinberum gjöldum. Viðbrögð skrifstofu borgarstjórnar eru að frá og með næstu mánaðamótum verður tollstjóran- um í Reykjavík sendur mánaðarlega listi yfir handhafa áfengisveitingaleyfa. Óskað verður eftir því að hann yfirfari listann og láti vita ef einhverjir leyfishafar eru í vanskilum sem nema hærri fjár- hæð en hálfri milljón króna. Heimilt er samkvæmt áfengislögum að synja útgáfu leyfis þegar hlut- aðeigandi skuldar meira en það í skatta, opinber gjöld eða iðgjöld í lífeyrissjóð. Borgarráði verði svo falið að ákveða hvernig taka skuli á því reynist svo vera. Þá mun skrifstofa borgarstjórnar kalla Heil- brigðiseftirlit Reykjavíkur, byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlit Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins á fund og fara yfir hlutverk og skyldur þessara stofnana varðandi það að tilkynna skrifstofunni um brot veitingaaðila á reglum sem falla undir eft- irlit viðkomandi stofnana. Hert á eftirliti með vínveitingaleyfum  GUÐMUNDUR Freyr Úlfarsson varði doktorsritgerð í sam- gönguverkfræði við byggingar- og umhverfisverk- fræðideild Há- skólans í Wash- ington í Seattle, Bandaríkjunum hinn 6. júní 2001. Ritgerðin ber heitið: Inj- ury Severity Analysis for Car, Pickup, Sport Utility Vehicle, and Minivan Drivers: Male and Fe- male Differences. Tilgangur með ritgerð Guð- mundar er að kanna kynjamun á meiðslum í umferðarslysum, sér í lagi með tilliti til áhrifaþátta, svo sem umhverfis, ökutækis og veg- hönnunar. Notaðar eru aðferðir úr hagrannsóknum til að setja fram spálíkön er meta líkur á meiðslum, til að kanna eðli áhrifaþátta og rannsaka mun kynjanna. Gögn fengust úr umferðarslysaskrá Washingtonríkis í Bandaríkjunum. Niðurstöður leiddu í ljós að ýmsir megináhrifaþættir auka lík- ur á alvarlegri meiðslum fyrir bæði kynin hvort sem ekið er í jeppum eða fólksbílum, svo sem ungur aldur ökumanns, akstur undir áhrifum áfengis, bílbelti ekki notuð, bílvelta eða ökumaður sofn- aði. Aðrir áhrifaþættir sýna mun á meiðslum milli ökumanna jeppa og fólksbíla, t.d. eru ökumenn jeppa sem lenda í slysi á blautum vegi líklegri til að verða fyrir alvarlegri meiðslum en ökumenn fólksbíla við sömu aðstæður. Þegar tekið er tillit til mismunandi ökutækja kemur einnig í ljós mikilvægur munur á kynjunum, t.d. erukonur sem aka jeppa og lenda í slysi sem orsakast vegna galla í dekkjum líklegri til að verða fyrir alvarlegri meiðslum en karlar við sams kon- ar aðstæður. Karlar sem voru öku- menn fólksbíla og lentu í árekstri við jeppa voru líklegri til að hljóta alvarlegri meiðsl en konur við sömu aðstæður. Orsakir munar á meiðslum kynjanna eru marg- þættar. Í slysi er ekki ólíklegt að karlar og konur bregðist við á mismunandi hátt. Einnig má búast við því að ýmsir hönnunarþættir ökutækja, vega, vegriða og ann- arra öryggisþátta verki mismun- andi á fólk eftir líkamsgerð, stærð og þyngd. Leiðbeinandi var dr. Fred L. Mannering, prófessor og núver- andi deildarforseti byggingarverk- fræðideildar Purdue-háskóla, Ind- iana, Bandaríkjunum. Í dómnefnd sátu einnig dr. Nancy L. Nihan, dr. G. Scott Rutherford og dr. Venkataraman N. Shankar, pró- fessorar við byggingar- og um- hverfisverkfræðideild Háskólans í Washington; og dr. Paul A. Wadd- ell, prófessor í stjórnsýslu og borgarskipulagi við Háskólann í Washington. Guðmundur er fæddur 18. októ- ber 1970. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Verzl- unarskóla Íslands vorið 1990. Hann lauk BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1994, BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskóla Ís- lands 1996 og MS-prófi í sam- gönguverkfræði frá Háskólanum í Washington, Seattle, Bandaríkj- unum 1997. Guðmundur er sonur Freyju Jó- hannsdóttur, sérkennara í Álfta- mýrarskóla, og sr. Úlfars Guð- mundssonar, prófasts í Árnesþingi. Doktor í samgöngu- verkfræði Guðmundur Freyr Úlfarsson FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.