Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 37 FIÐLUSÓNÖTUR Mendels- sohns heyrast ekki á hverjum degi og verður að teljast óskiljanlegt hversu lítið hefur farið fyrir þessum ágætu tónverkum. Þeirra er ekki einu sinni alltaf getið í uppflettibókum sem þó teljast áreiðan- legar. Nú hefur litið dags- ins ljós upptaka af öll- um verkum tónskálds- ins fyrir fiðlu og píanó og þar með taldar fiðlusónöturnar þrjár. Útgefandi er Naxos en útgáfan sú hefur gefið út mjög ódýrar geisla- plötur um árabil. Út- gáfunni var fyrst mætt með tortryggni en reynslan hefur leitt í ljóst að upptökur og flutningur tón- listar er síst lakari en hjá „dýru“ út- gáfunum. Því hefur fyrirtækið nú skipað sér í raðir stærstu og virtustu útgáfufyrirtækja í klassískri tónlist, djass og hljóðbókum. Það eru tón- listarmenn sem kalla sig Nomos Duo sem flytja tónlistina en dúóið skipa ástralski fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn Nicholas Milt- on og píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir sem okkur Íslendingum er að sjálfsögðu vel kunn. Milton hef ég ekki heyrt í áður en Nínu Mar- gréti minnist ég sérstaklega fyrir frábæra geislaplötu með píanóverk- um Páls Ísólfssonar (útg. BIS) sem var gefinn út í fyrra. Þessi nýi Mendelssohn-diskur þeirra hefur hlotið afar lofsamlega dóma í tónlist- artímaritinu Gramophone (Awards Issue, nóv. 2001) og verður hér síst dregið úr þeim ummælum – enda engin ástæða til. Fyrsta verkið er F-dúr-sónatan frá 1838 sem Yehudi Menuhin „upp- götvaði“ árið 1953, þá orðin 115 ára gömul. Og tími til kominn finnst manni. Þetta bráðskemmtilega, leiftrandi glæsiverk er fullt af minn- isstæðum stefjum. Flutningur þeirra Nomos-félaga er kraftmikill og áræðinn, hraðavalið frísklegt, leikurinn dýnamískur og tæknin að öllu leyti óaðfinnanleg (hlustið t.d. á lokakaflann sem helst minnir á hvirfilvind!). Þessi glaðlega tónlist fær hér þann flutning sem henni sæmir. F-moll-sónatan frá 1823 er næst í röðinni, miklu alvarlegri að allri gerð og í raun ótrúlegt að þetta bitastæða verk skuli koma undan penna 14 ára unglings. Þeim Milton og Nínu Margréti tekst að skapa hér andrúmsloft angurværðar, fiðluleik- arinn í einmanalegu upphafi fyrsta kafla sem píanóleikarinn svarar svo undur blíðlega. Í upphafi millikafl- ans er þessu svo snúið við, þar hefur píanistinn framsögu og fiðluleikar- inn svarar. Þetta er geysilega fal- lega gert. Yfirbragð hins næstum „beethovenska“ loka- kafla er bjartara en víðs fjarri eru ærsl lokakafla F-dúr-sónöt- unnar frá 1838. Og tak- ið endilega vel eftir niðurlagi lokakaflans. Mendelssohn samdi seinni F-dúr-sónötuna aðeins ellefu ára að aldri! Vel getur verið að rök megi leiða að því að verkið sé ekki í sama klassa og hin F- dúr-sónatan. En gæti ekki hvaða þroskað tónskáld sem er verið fullsæmt af þessari tónlist? Það er áhuga- vert að taka eftir því að hinn ellefu ára gamli Mendelssohn skuli líkjast svo sjálfum sér að ómögulegt sé að benda á nokkur áhrif frá öðrum (sem væri jú afar eðlilegt) og að hann skuli standa svo stöðugur með báða fætur í snemm- rómantíkinni. Þetta er bjart verk og verulega áhugavert áheyrnar og skemmtilegt er að veita því athygli hversu skyldir lokakaflarnir í F-dúr- sónötunum eru þótt hálft æviskeið tónskáldsins skilji verkin að. Þau Nína-Margrét og Milton virðast líka taka fullt mark á þessari tónlist og miðla henni til okkar af sannri gleði. Diskinum lýkur á fimm æfinga- stykkjum hins barnunga Mendels- sohns þar sem má heyra hvernig hann reyndi við ýmis form liðinna meistara. Suma má vel þekkja og þá sérstaklega Bach sem guðar á gluggann í Fúgunum tveimur og Andante í d-moll. Eins og fram hefur komið ber engan skugga á þennan framúrskar- andi flutning Nicholas Milton og Nínu Margrétar Grímsdóttur. Hljóðritunin er einnig fyrsta flokks, dýnamísk og með hæfilegan endur- óm. Jólavertíð plötuáhugamanna hef- ur verið gjöful í ár og enn hækkar staðallinn með þessum sérstaklega notalega diski. Valdemar Pálsson Leiftrandi flutningur TÓNLIST Geislaplötur Felix Mendelssohn-Bartholdy: Fiðlusón- ata í F-dúr (1838), Fiðlusónata í f-moll op. 4 (1823), Fiðlusónata í F-dúr (1820), Satz í g-moll, Andante í d-moll, Fúga í d- moll, Fúga í c-moll og Allegro í C-dúr. Flytjendur: Nomos Duo (Nicholas Milton (fiðla) og Nína Margrét Grímsdóttir (pí- anó)). Hljóðritun: Halldór Víkingsson, janúar 1998. Heildarlengd: 67’03. Útgef- andi: Naxos 8.554725. MENDELSSOHN Nína Margrét Grímsdóttir LÁNIÐ virðist leika við Baker-fjöl- skylduna. Búa vel í góðu hverfi, börn- in, Ruby (Sobieski), 16 ára, bráðklár myndarstúlka og hinn 11 ára Rhett, virðast hafa flest sem þau geta óskað sér. Þá dynur ógæfan yfir. Foreldr- arnir farast í bílslysi og skyndilega eru þau munaðarlaus, komin í fóstur hjá gömlum vinum foreldranna, Glass- hjónunum (Skarsgård og Lane). Í fyrstunni virðist þetta góður kost- ur, úr því sem komið er. Glass-hjónin búa í glæsivillu á Malibu-ströndinni og virðist fátt skorta á yfirborðinu. Með hverjum deginum sem líður sér Ruby betur og betur að ástæður hjónanna til þess að búa þeim systk- inum nýtt heimili, er ekki mannkær- leiki heldur úthugsuð leið til að forða þeim frá gjaldþroti; Ruby kemst að því að foreldrar þeirra hafa skilið eftir sig 4 milljónir dala. Margþvælt efni í ófrumlegum bún- ingi, álíka gegnsæjum og hugtakið sem nafn myndarinnar vísar til. Lengi vel ganga hlutirnir bærilega fyrir sig, áhorfandinn er ekki alveg með það á hreinu hvort systkinin hafi lent í illmennahöndum eður ei. Eftir því sem á líður seinni helminginn verður það æ ljósara og framvindan verður ótrúlega heimskuleg og fyr- irsjáanleg. Fundur Terrys við banka- stjórann, læknaleyfismissir frúarinn- ar, aðeins tvö dæmi um afleitlega skrifuð burðaratriði. Höfundunum tekst ekki að vinna úr því sem lagt er upp með í byrjun og útkoman auð- gleymd og ómerkileg. Handritið vont, götótt og gegnsætt, leikstjórn nýlið- ans Daniels Sackhrem hvorki fugl né fiskur. Ljósustu punktarnir sálarlaus glæsivillan sem skapar óaðfinnanleg- an ramma um atburðina og íbúana, góð tónlist Christophers Young og nokkuð magnaður leikur Sobieski og hins margsjóaða Skarsgårds. Gegnsæ flétta KVIKMYNDIR Smárabíó, Stjörnubíó Leikstjóri: Daniel Sackheim. Handritshöf- undur: John O’Shea. Tónskáld: Christo- pher Young. Kvikmyndatökustjóri: Alan Kivilo. Aðalleikendur: Leelee Sobieski, Stellan Skarsgård, Diane Lane, Trevor Morgan, Bruce Dern. Sýningartími 105 mín. Bandarísk. Columbia. 2001. GLASS HOUSE (GLERHÚSIÐ) Sæbjörn Valdimarsson KOMDU BÍLNUM Í HÁTÍÐARSKAP PLASTIKOTE úðalakk í miklu úrvali t.d. gull-, kopar- og silfurlakk. 25% afsláttur CRAFTSMAN hágæðaverkfærasett, 144 hlutir Verð áður Tilboðsverð 30.941 kr. 23.590 kr. DRAPER verkfærasett, 52 hlutir Verð áður Tilboðsverð 18.964 kr. 12.990 kr. Verð áður Tilboðsverð 13.627 kr. 8.990 kr. Verð áður Tilboðsverð 13.160 kr. 6.990 kr. HELLA HELLA ljóskastari Tilboðin gilda til 31. des. á meðan birgðir endast. Einnig 25% afsláttur af GSM fylgihlutum METABO höggborvél 560W Verð áður Tilboðsverð 14.091 kr. 8.990 kr. DRAPER handkastarar 6V, 2 stærðir Verð áður Tilboðsverð 5.799 kr. 3.990 kr. Verð áður Tilboðsverð 6.601 kr. 4.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.