Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
biðlistar barna- og unglingageð-
deildar Landspítalans – háskóla-
sjúkrahúss hafa „sveiflast nokkuð
að lengd undanfarin ár“, eins og
það er orðað. „Þannig fjölgaði
börnum á listanum úr 67 í 89 á
milli maí og október 2001 en höfðu
verið 124 í október 2000. Flest
börnin bíða eftir ofvirknisgrein-
ingu.“
Þá kemur fram í upplýsingum
Landlæknisembættisins að biðlisti
eftir lýtaaðgerð hjá LSH við
Hringbraut hafi haldist nokkuð
stöðugur síðustu mánuði eftir
mikla fækkun í janúar sl. „Þannig
voru 517 einstaklingar á listanum í
október 2000, 460 í janúar 2001 og
478 í október 2001.“
Fjölgað um 32% á
biðlista hjá Reykjalundi
Í greinargerð Landlæknisemb-
ættisins kemur fram að heldur
hafi farið fækkandi á biðlistum
bæklunardeilda á landinu eftir að
hámarki hafi verið náð í janúar
2001 en þá biðu samtals 1.222 eftir
bæklunaraðgerð. Í október sl. biðu
hins vegar samtals 998 eftir bækl-
unaraðgerð. Lengstir eru biðlist-
arnir hjá LSH en fjöldi þeirra sem
beið eftir slíkri aðgerð í október sl.
var svipaður og í maí sl., þ.e. 668 á
móti 651. Flestir bíða þar eftir lið-
skiptaaðgerðum á mjöðmum eða
hnjám.
Þá kemur fram að enn haldi
áfram að fjölga á biðlistum eftir
endurhæfingu. „Jafnframt lengist
biðtíminn á þeim stöðum þar sem
biðtími er gefinn upp,“ segir í
greinargerð embættisins. „Í októ-
ber 2001 biðu 1.239 einstaklingar
eftir endurhæfingu,“ og hafði þá
fjölgað úr 1.114 í maí á þessu ári.
„Mest fjölgun hefur orðið á lista
Reykjalundar, þar sem hátt í
helmingur allra á listanum bíður
endurhæfingar. Þar hefur fjölgað
úr 797 í 1.055 á einu ári eða um
32%.“
Af þeim sem biðu eftir aðgerð
hjá háls-, nef- og eyrnadeildum
voru flestir að bíða eftir aðgerð á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi. Í október sl. biðu þar
643 eftir aðgerð og hafði þeim þá
fjölgað um 99 eða um 18% á einu
ári.
Að síðustu má nefna að 239 biðu
eftir tæknifrjóvgun hjá glasa-
frjóvgunardeild LSH í október sl.
samanborið við 375 í október á
liðnu ári.
MEÐALBIÐTÍMI eftir þjónustu á
kvenlækningadeild Landspítalans
– háskólasjúkrahúss (LSH) hefur
nær tvöfaldast á einu ári. Hefur
biðtíminn farið úr tíu vikum í októ-
ber árið 2000 í 19 vikur í október
árið 2001. Alls 307 konur biðu í
október sl. eftir þjónustu á kven-
lækningadeild spítalans en voru í
október á síðasta ári 253. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í
nýrri greinargerð Landlæknis-
embættisins á biðlistum sjúkra-
stofnana hér á landi. Í greinar-
gerðinni, sem m.a. er birt á
heimasíðu Landlæknisembættis-
ins, www.landlaeknir.is, kemur
m.a. fram að nú sem fyrr sé
lengstu biðlistana að finna í end-
urhæfingu, á bæklunarlækninga-
deildum, á háls-, nef- og eyrna-
lækningadeildum, á almennum
skurðlækningadeildum og á augn-
deildum.
Meðalbiðtími lengdist
úr 70 vikum í 91 viku
Sé litið á biðlista hjá t.d. al-
mennum skurðdeildum kemur m.a.
fram að fjöldi þeirra sem biðu eftir
aðgerð hjá almennri skurðdeild
hjá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi við Hringbraut í októ-
ber sl. var 478. Í október í fyrra
voru hins vegar samtals 382 á
þessum biðlista. Meðalbiðtími
hafði þar með lengst úr 70 vikum í
91 viku.
Hér ber að taka fram að ekki
bárust upplýsingar frá almennri
skurðdeild á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í Fossvogi og frá
Heilbrigðisstofnun Suðurlands á
Selfossi. En sé litið á biðlista eftir
almennri skurðaðgerð hjá t.d.
Sjúkrahúsi Akraness kemur fram
að þar fjölgaði mönnum á biðlista
úr 67 í maí sl. í 95 í október sl.
Fjöldinn var hins vegar 96 í októ-
ber á síðasta ári. Sé litið á Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA)
kemur einnig fram að færri voru á
biðlista eftir aðgerð hjá almennri
skurðdeild í október sl. en í októ-
ber í fyrra. Alls 68 voru á biðlista í
október sl. miðað við 74 á sama
tímabili í fyrra.
Alls 756 bíða eftir
augnaðgerð
Samkvæmt upplýsingum frá
Landlæknisembættinu eru ein-
göngu biðlistar eftir augnaðgerð-
um hjá Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri. Í heild biðu 756
eftir augnaðgerð í október sl. en
þar af voru um 90% á biðlista hjá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
eða 706. Fjöldi þeirra sem biðu
eftir augnaðgerð á sama tímabili í
fyrra var hins vegar 565 og þar af
flestir hjá LSH eða 528. Hefur
meðalbiðtími eftir slíkri aðgerð því
aukist úr 19 vikum frá október
2000 í 29 vikur í október 2001.
Af þeim sem nú bíða eftir augn-
aðgerð bíða flestir eftir svokallaðri
augasteinsþeytingu með ísetningu
gerviaugasteins, skv. upplýsingum
Landlæknisembættisins, en á þeim
biðlista eru aðallega einstaklingur
yfir 70 ára aldri. „Þegar litið er á
heildarfjölda á biðlista eftir augn-
aðgerð sést að mjög hefur hægt á
fjölgun á listanum undanfarið eitt
og hálft ár og nam fjölgunin tæp-
um 5% frá því í maí í þessu ári,“
segir í greinargerð embættisins,
en í maí á þessu ári biðu alls 722
eftir augnaðgerð.
Enginn biðlisti
barna í Fossvogi
Í greinargerð Landlæknisemb-
ættisins kemur fram að biðlistar
barnadeilda séu almennt ekki
langir fyrir utan biðlista barna-
skurðlækninga á Barnaspítala
Hringsins. Þar biðu í október sl.
176 börn eftir aðgerð eða um 57%
af heildarfjölda þeirra barna sem
biðu eftir aðgerð á landinu öllu.
„Sá listi hefur lengst ívið á sama
tíma og biðlisti barnadeildar FSA
hefur hefur styst örlítið en á lista
FSA bíða nú 28 börn.“ Samanborið
við 33 börn í október í fyrra.
„Samkvæmt upplýsingum frá
Landspítala – háskólasjúkrahúsi
er enginn biðlisti á barnadeildinni
í Fossvogi,“ segir ennfremur í
greinargerð Landlæknisembættis-
ins.
Í greinargerðinni kemur fram að
Meðalbiðtími eftir þjónustu á kvenlækningadeild LSH
Hafa nær tvö-
faldast á einu ári
!
"#
#$
##
%#&
$'
(')
#%
*$
))
$)
(#
)%
**
'%
#+"
,,
$"
"
$'
)'
)+
,,
'%
#"'
,,
*+
%&
-
-
-
((
)#
%*
%$&
%%
)*
$
((
()
%%
%#(
%&
(%
&
)'
(#
)&
%"$
'
($
+
.
.
!
(%
%"
$#
+#
)+(
($
%%%
)',
)",
"&
$%
)"&
((
%)$
+%
)(
,,
()
(&"
#%
%()
!
!
'%
%*
((*
(**
)(+
**
"
+"
%"
()*
())
)&+
*#
"#
%&)
)$
$$',
%+&
+)
!
("
+)'
#(
$"*
+&
"&$
!
$%&'(&)!*
"%
('
'(
+##
''
*"
$*
)$
$)
+')
#'
##
'&
,
+(
$#(,,
""
$#
!
+, !
("+
%#)
#+'
,
#
#$'
,
#
.-/0
&)!
!! ! ((
$&
(%
#
%)
((
))
)%
($
()
- (
!
("+
,
&
)(*,,
1
23
0
. / ( +(
+%
"*"
(&
'(
$#
*#+
))
" #
""
"+
%&++
()
"
,
,,/4
,5
6
67
87
9
:
6
,;
6
:
)&&%,,/4
,
6
3
.
<
6
6
,/4
,,=
)%' :
,4
9
!
6
,/4
,,<9
:
0,1
2,
:
!
3 4
2,
:
!
0,1
2,
:
!
, %)
1,
/1
!,)( 4),1
' 4 )!4),1
Lengstu biðlist-
arnir í endur-
hæfingu, á bækl-
unarlækninga-
deildum, á háls-,
nef- og eyrna-
lækningadeildum
og á augndeildum
HVAÐ ætli ég fái í jólagjöf? Hvert er flottasta dótið? Er
ekki örugglega dótabúð í Kringlunni? Litli jólasveinn-
inn ætlar áreiðanlega að hafa hönd í bagga með hvar
foreldrarnir hyggjast bera niður eftir jólagjöfinni í ár.
Það er líka sjálfsagt að hafa skoðun á málinu þótt mað-
ur sé ekki hár í loftinu.
Morgunblaðið/Ásdís
Hver á að ráða?