Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 6

Morgunblaðið - 18.12.2001, Page 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ biðlistar barna- og unglingageð- deildar Landspítalans – háskóla- sjúkrahúss hafa „sveiflast nokkuð að lengd undanfarin ár“, eins og það er orðað. „Þannig fjölgaði börnum á listanum úr 67 í 89 á milli maí og október 2001 en höfðu verið 124 í október 2000. Flest börnin bíða eftir ofvirknisgrein- ingu.“ Þá kemur fram í upplýsingum Landlæknisembættisins að biðlisti eftir lýtaaðgerð hjá LSH við Hringbraut hafi haldist nokkuð stöðugur síðustu mánuði eftir mikla fækkun í janúar sl. „Þannig voru 517 einstaklingar á listanum í október 2000, 460 í janúar 2001 og 478 í október 2001.“ Fjölgað um 32% á biðlista hjá Reykjalundi Í greinargerð Landlæknisemb- ættisins kemur fram að heldur hafi farið fækkandi á biðlistum bæklunardeilda á landinu eftir að hámarki hafi verið náð í janúar 2001 en þá biðu samtals 1.222 eftir bæklunaraðgerð. Í október sl. biðu hins vegar samtals 998 eftir bækl- unaraðgerð. Lengstir eru biðlist- arnir hjá LSH en fjöldi þeirra sem beið eftir slíkri aðgerð í október sl. var svipaður og í maí sl., þ.e. 668 á móti 651. Flestir bíða þar eftir lið- skiptaaðgerðum á mjöðmum eða hnjám. Þá kemur fram að enn haldi áfram að fjölga á biðlistum eftir endurhæfingu. „Jafnframt lengist biðtíminn á þeim stöðum þar sem biðtími er gefinn upp,“ segir í greinargerð embættisins. „Í októ- ber 2001 biðu 1.239 einstaklingar eftir endurhæfingu,“ og hafði þá fjölgað úr 1.114 í maí á þessu ári. „Mest fjölgun hefur orðið á lista Reykjalundar, þar sem hátt í helmingur allra á listanum bíður endurhæfingar. Þar hefur fjölgað úr 797 í 1.055 á einu ári eða um 32%.“ Af þeim sem biðu eftir aðgerð hjá háls-, nef- og eyrnadeildum voru flestir að bíða eftir aðgerð á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Í október sl. biðu þar 643 eftir aðgerð og hafði þeim þá fjölgað um 99 eða um 18% á einu ári. Að síðustu má nefna að 239 biðu eftir tæknifrjóvgun hjá glasa- frjóvgunardeild LSH í október sl. samanborið við 375 í október á liðnu ári. MEÐALBIÐTÍMI eftir þjónustu á kvenlækningadeild Landspítalans – háskólasjúkrahúss (LSH) hefur nær tvöfaldast á einu ári. Hefur biðtíminn farið úr tíu vikum í októ- ber árið 2000 í 19 vikur í október árið 2001. Alls 307 konur biðu í október sl. eftir þjónustu á kven- lækningadeild spítalans en voru í október á síðasta ári 253. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greinargerð Landlæknis- embættisins á biðlistum sjúkra- stofnana hér á landi. Í greinar- gerðinni, sem m.a. er birt á heimasíðu Landlæknisembættis- ins, www.landlaeknir.is, kemur m.a. fram að nú sem fyrr sé lengstu biðlistana að finna í end- urhæfingu, á bæklunarlækninga- deildum, á háls-, nef- og eyrna- lækningadeildum, á almennum skurðlækningadeildum og á augn- deildum. Meðalbiðtími lengdist úr 70 vikum í 91 viku Sé litið á biðlista hjá t.d. al- mennum skurðdeildum kemur m.a. fram að fjöldi þeirra sem biðu eftir aðgerð hjá almennri skurðdeild hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi við Hringbraut í októ- ber sl. var 478. Í október í fyrra voru hins vegar samtals 382 á þessum biðlista. Meðalbiðtími hafði þar með lengst úr 70 vikum í 91 viku. Hér ber að taka fram að ekki bárust upplýsingar frá almennri skurðdeild á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi og frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. En sé litið á biðlista eftir almennri skurðaðgerð hjá t.d. Sjúkrahúsi Akraness kemur fram að þar fjölgaði mönnum á biðlista úr 67 í maí sl. í 95 í október sl. Fjöldinn var hins vegar 96 í októ- ber á síðasta ári. Sé litið á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) kemur einnig fram að færri voru á biðlista eftir aðgerð hjá almennri skurðdeild í október sl. en í októ- ber í fyrra. Alls 68 voru á biðlista í október sl. miðað við 74 á sama tímabili í fyrra. Alls 756 bíða eftir augnaðgerð Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru ein- göngu biðlistar eftir augnaðgerð- um hjá Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi og Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Í heild biðu 756 eftir augnaðgerð í október sl. en þar af voru um 90% á biðlista hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi eða 706. Fjöldi þeirra sem biðu eftir augnaðgerð á sama tímabili í fyrra var hins vegar 565 og þar af flestir hjá LSH eða 528. Hefur meðalbiðtími eftir slíkri aðgerð því aukist úr 19 vikum frá október 2000 í 29 vikur í október 2001. Af þeim sem nú bíða eftir augn- aðgerð bíða flestir eftir svokallaðri augasteinsþeytingu með ísetningu gerviaugasteins, skv. upplýsingum Landlæknisembættisins, en á þeim biðlista eru aðallega einstaklingur yfir 70 ára aldri. „Þegar litið er á heildarfjölda á biðlista eftir augn- aðgerð sést að mjög hefur hægt á fjölgun á listanum undanfarið eitt og hálft ár og nam fjölgunin tæp- um 5% frá því í maí í þessu ári,“ segir í greinargerð embættisins, en í maí á þessu ári biðu alls 722 eftir augnaðgerð. Enginn biðlisti barna í Fossvogi Í greinargerð Landlæknisemb- ættisins kemur fram að biðlistar barnadeilda séu almennt ekki langir fyrir utan biðlista barna- skurðlækninga á Barnaspítala Hringsins. Þar biðu í október sl. 176 börn eftir aðgerð eða um 57% af heildarfjölda þeirra barna sem biðu eftir aðgerð á landinu öllu. „Sá listi hefur lengst ívið á sama tíma og biðlisti barnadeildar FSA hefur hefur styst örlítið en á lista FSA bíða nú 28 börn.“ Samanborið við 33 börn í október í fyrra. „Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi er enginn biðlisti á barnadeildinni í Fossvogi,“ segir ennfremur í greinargerð Landlæknisembættis- ins. Í greinargerðinni kemur fram að Meðalbiðtími eftir þjónustu á kvenlækningadeild LSH Hafa nær tvö- faldast á einu ári                              !          "# #$ ## %#& $' (') #% *$ ))  $) (# )% ** '% #+" ,, $" "   $' )' )+ ,, '% #"' ,, *+ %&   -    -       -                             (( )# %* %$& %% )* $          (( () %% %#( %& (% &         )' (# )& %"$ ' ($ +         .    .                    !           (% %" $# +# )+( ($ %%%   )', )", "& $% )"& (( %)$      +% )( ,, () (&" #% %()                          !           !  '% %* ((* (** )(+ ** "    +" %" ()* ()) )&+ *# "# %&) )$ $$', %+& +)          ! (" +)'  #( $"*  +& "&$                    !       $% &'(&)!*   "% (' '( +## '' *"   $* )$ $) +') #' ##  '& , +( $#(,, "" $#          !       +,  !  ("+ %#)    #+' , #  #$' , #      . -/0                  &)! !! ! (( $& (% # %) (( ))  )% ($ ()        - ( !  ("+  , & )(*,,     1  23      0   . / ( +( +% "*" (&  '( $# *#+ )) " #  "" "+ % &++ () " ,         ,, /4    , 5     6  6 7  87         9 :     6   , ;  6   :   )&&% ,, /4    ,  6  3     .     <    6 6 , /4     ,, = )%' :  , 4 9     !     6        , /4     ,, <9  :   0 ,1  2 , :   !  3 4 2 , :   !  0 ,1  2 , :   !  ,  %) 1 , /1 ! ,)( 4) ,1 ' 4 )!4) ,1  Lengstu biðlist- arnir í endur- hæfingu, á bækl- unarlækninga- deildum, á háls-, nef- og eyrna- lækningadeildum og á augndeildum HVAÐ ætli ég fái í jólagjöf? Hvert er flottasta dótið? Er ekki örugglega dótabúð í Kringlunni? Litli jólasveinn- inn ætlar áreiðanlega að hafa hönd í bagga með hvar foreldrarnir hyggjast bera niður eftir jólagjöfinni í ár. Það er líka sjálfsagt að hafa skoðun á málinu þótt mað- ur sé ekki hár í loftinu. Morgunblaðið/Ásdís Hver á að ráða?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.