Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.01.2002, Qupperneq 1
12. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. JANÚAR 2002 Milburn sagði að sjálfstæðum stjórnendum – háskólum, líknar- félögum og jafnvel fyrirtækjum sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni – yrði gert kleift að taka við stjórn sjúkra- húsa sem eru nú illa rekin. Ráðherrann sagði að með því að draga úr miðstýringu í heilbrigðis- kerfinu og auka sjálfstæði sjúkra- húsa yrði þeim auðveldað að „taka upp nýbreytni og bæta þjónustuna“. „Það er tímabært að gera læknum, hjúkrunarfræðingum og öðrum starfsmönnum sjúkrahúsa kleift að bæta þjónustuna við sjúklinga frekar en að reyna að reka heilbrigðiskerfið eins og gamaldags og þjóðnýtta at- vinnugrein sem stjórnað er að ofan.“ Ráðherrann lagði áherslu á að sjálfstætt reknu sjúkrahúsin yrðu háð opinberu eftirliti. Sjúkrahúsin yrðu áfram rekin með opinberu fé og sjálfstæðu stjórnendunum yrði ekki leyft að hagnast á rekstri þeirra. Að sögn Milburns jafngilda áformin ekki einkavæðingu. Lýst sem óðagoti Bresku verkalýðssamtökin GMB gagnrýndu áformin. „Þetta sýnir að ráðherrarnir ætla ekki að láta sér segjast og eru staðráðnir í að knýja fram einkavæðingu heilbrigðiskerf- isins í gegnum bakdyrnar,“ sagði framkvæmdastjóri samtakanna, John Edmonds. Talsmaður breskra íhaldsmanna í heilbrigðismálum, Liam Fox, sagði að áformin væru vanhugsuð og lýsti þeim sem „óðagotsaðgerðum sem ætlað er að koma í veg fyrir frekari gagnrýni á skelfilega óstjórn Alans Milburns í heilbrigðismálum“. Breska stjórnin hyggst auka sjálfsforræði sjúkrahúsa Heilbrigðiskerfið verði stokkað upp London. AP. STJÓRNARANDSTÆÐINGAR og verkalýðsleiðtogar í Bretlandi gagn- rýndu í gær áform bresku stjórnarinnar um róttækar breytingar á breska heilbrigðiskerfinu sem miðast að því að bæta þjónustuna og stytta biðlista. Meðal annars er gert ráð fyrir að sjálfstæðir stjórnendur í einkageiranum geti tekið við stjórn sjúkrahúsa sem standa illa í stykkinu. Alan Milburn, heil- brigðisráðherra Bretlands, kynnti áformin í gær í ræðu sem hann sagði þá mikilvægustu sem hann hefði flutt síðan hann tók við embættinu. Hann sagði að sjúkrahúsum sem stæðu vel í stykkinu yrði veitt meiri sjálfstjórn í eigin málum og þau ættu m.a. að geta gert launasamninga við starfsmenn sína. Barnamenn verði gerð- ir ófrjóir Ankara. AFP. TYRKNESKUR þingmaður hefur lagt fram frumvarp til laga um að hjónum verði bannað að eiga fleiri en tvö börn og að allir tveggja barna feður verði gerðir ófrjóir. „Þetta mun ekki aðeins stöðva öra mannfjölgun heldur einnig gera hjónum kleift að njóta kyn- lífs án þess að hafa áhyggjur af þungun,“ sagði þingmaðurinn. Hann kvaðst hafa afhent aðstoð- arforsætisráðherra Tyrklands frumvarpið og að hann hefði tek- ið því vel. Samkvæmt frumvarp- inu eiga þeir sem neita að gang- ast undir ófrjósemisaðgerð að greiða andvirði 1,4 milljóna króna í sekt, ella verða þeir dæmdir til árs fangelsisvistar. JOHN Ashcroft, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í gær að John Walker Lindh, „bandaríski talibaninn“ sem var hand- tekinn í Afganistan, hefði verið ákærður fyrir aðild að „samsæri um dráp á banda- rískum borgurum“ í Afgan- istan og aðstoð við hryðju- verkasamtök. Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að Lindh verði ekki leiddur fyrir herrétt. Verði hann fundinn sek- ur á hann lífstíðarfangelsisdóm yfir höfði sér en verður ekki dæmdur til dauða. Lindh barðist með talibön- um og bandarískir hermenn handtóku hann eftir blóðuga uppreisn í fangelsi í norður- hluta Afganistans í nóvem- ber. Njósnari bandarísku leyniþjónustunnar CIA, Johnny „Mike“ Spann, beið bana í uppreisninni, en hann hafði yfirheyrt Lindh skömmu áður en hún hófst. Lindh er tvítugur og snerist til ísl- amstrúar þegar hann var sextán ára. „Bandaríski talib- aninn“ ákærður John Walker Lindh Washington. AFP, AP. PALESTÍNSKA lögreglan kvaðst í gær hafa handtekið Ahmed Saadat, leiðtoga Alþýðufylkingarinnar fyrir frelsun Palestínu, PFLP, róttækrar hreyfingar sem lýsti morði á ísr- aelskum ráðherra á hendur sér í október. Ísraelskir embættismenn lýstu hins vegar handtökunni sem „sýndarhandtöku“. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafði sagt að Yasser Araf- at, leiðtoga Palestínumanna, yrði Palestínska heimastjórnin for- dæmdi dráp á tveimur Ísraelum sem voru myrtir á Vesturbakkan- um í gær. Annar þeirra var barinn og skot- inn til bana nálægt Betlehem og lögreglan handtók einn árásar- mannanna. Nokkrum klukkustundum síðar var ísraelsk kona vegin í skotárás nálægt byggð gyðinga suðvestan við Ramallah. ekki leyft að fara frá Ramallah á Vesturbakkanum fyrr en Ahmed Saadat og morðingjar ísraelska ferðamálaráðherrans Rehavams Zeevis yrðu handteknir. Arafat hef- ur ekki getað farið frá Ramallah í tæpar sex vikur vegna umsáturs Ísraelshers. Palestínskur embættismaður sagði að Saadat hefði verið hand- tekinn í Ramallah. PFLP krafðist þess að hann yrði leystur úr haldi. Leiðtogi PFLP handtekinn Ramallah. AFP. VINNA við hreinsun rústa World Trade Center-turnanna í New York hélt áfram í gær en þaðan hafa yfir milljón tonn af braki verið fjar- lægð. Hátt í 2.900 manns létu lífið er turnarnir hrundu. Brakið er flutt á afgirt, 70 hektara svæði á Staten- eyju þar sem það er flokkað og lík- amsleifa leitað í því. Richard Marks, yfirmaður alríkislögreglu- mannanna sem vinna í rústunum, sagði að þær væru „stærsti glæpa- vettvangur sögunnar“ og svo að segja allt sem þar væri gæti talist til sönnunargagna. Sumir lögreglu- fulltrúar lifa enn í þeirri von að flugritar vélanna, sem flogið var á turnana 11. september, komi í leit- irnar. Hópur Bandaríkjamanna, sem misstu ættingja í hryðjuverkunum, er kominn til Kabúl þar sem þeir munu hitta Afgana sem misst hafa ástvini í loftárásum Bandaríkja- manna á Afganistan undanfarið. Ferðin var skipulögð af bandarísk- um samtökum sem vonast til að þetta megi bæta samskiptin milli landanna tveggja eftir að loftárásir hafa staðið í þrjá mánuði. AP „Stærsti glæpavettvang- ur sögunnar“ hreinsaður Sýningum á „Cats“ að ljúka TILKYNNT var í London í gær að sýningum á söngleiknum „Cats“, sem hefur verið sýndur lengur en nokkur annar söngleik- ur í borginni, yrði hætt 11. maí þegar 21 ár verður liðið frá því að hann var fyrst settur á svið. Alls hafa átta milljónir manna séð söngleikinn á nær 9.000 sýn- ingum í London og tekjurnar hafa numið alls 136 milljónum punda, andvirði 20 milljarða króna. Söngleikurinn, sem er eft- ir Andrew Lloyd Webber, hefur verið sýndur í 26 löndum og áætl- að er að alls hafi 50 milljónir manna séð hann. Sýningum á öðrum vinsælum söngleik eftir Lloyd Webber, „Starlight Express“, var hætt á laugardaginn var, en þá hafði hann verið sýndur í 18 ár. Að- sóknin að leikhúsum í London snarminnkaði í fyrra, einkum vegna þess að ferðamönnum hef- ur fækkað eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september. London. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.