Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 13

Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 13 HVERFISSAMTÖK Vatnsenda, „Sveit í borg“ gagnrýna þær vega- áætlanir sem lagðar eru til í svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Í athugasemdum við skipulagið leggjast samtökin gegn fyrirhug- uðu vegstæði Elliðavatnsvegarins. Í skipulagstillögunum eru sýndir fjórir vegir sem eiga að hafa svo- kallað svæðisbundið mikilvægi þar til stærri umferðaræðar hafa verið gerðar. Segir í athugasemdum „Sveitar í borg“ að Elliðavatnsveg- urinn sé sá eini þessara vega sem ekki sé til í dag í þeirri mynd sem fyrirhugðuð er. Leggjast samtökin gegn veg- stæði hans og segja að samkvæmt gögnum Kópavogsbæjar verði helgunarsvæði vegarins um 60 metrar og því hafi hann möguleika á að vera stofnbraut en ekki ein- ungis tengivegur. Óttast samtökin að fyrirhugað vegstæði festist í sessi sem meginumferðaræð á svæðinu áður en Arnarnesvegurinn tengist Breiðholtsbrautinni. Klýfur íbúðarbyggð í tvennt Þá er á það bent að vegurinn muni kljúfa íbúðarbyggð í tvennt og það muni bjóða upp á slysahættu þar sem gangandi vegfarendur eru annars vegar. Gagnrýnt er að vegstæðið liggi að stærstum hluta innan fjarsvæðis vatnsverndarsvæðis og á vatnasviði Elliðaánna sem er á náttúruminja- skrá. Loks er óskað eftir nánari útlist- un á legu svokallaðs Ofanbyggð- arvegar sem gert er ráð fyrir að verði lagður á skipulagstímabilinu. „Nánari útlistun á legu þessa vegar í skipulagsgögnum vantar og má jafnvel leiða rök að því að skipu- lagsyfirvöld sjái Elliðavatnsveginn sem hluta þessa Ofanbyggð- arvegar,“ segir í athugasemdunum. Er því mótmælt ef vegurinn mun eiga að liggja gegnum hverfið. Leggja samtökin til að vegstæði Elliðavatnsvegarins verði fært fjær Elliðavatni upp fyrir fyrirhugaða íbúðarbyggð þannig að hann lægi miðja vegu milli Vatnsendahverfis og Seljahverfis. Segir að með þessu væri hægt að sameina Arn- arnesveginn á þeim stað við Elliða- vatnsveginn og þannig ætti að spar- ast töluvert fjármagn þar sem ein meginæð yrði lögð um svæðið í stað tveggja. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfissamtök Vatnsenda segja að fyrirhugað vegstæði Elliðavatnsveg- ar muni kljúfa íbúðarbyggðina við vatnið í tvennt og valda slysahættu. Leggjast gegn vegstæði Elliðavatnsvegarins Vatnsendi ÁKVEÐIÐ hefur verið að hækka styrki til íþrótta- og tómstunda- félaga í Mosfellsbæ um 55 prósent. Bæjaryfirvöld hafa undirritað samn- inga við sjö íþrótta- og tómstunda- félög í bænum um barna- og ung- lingastarf félaganna til næstu tveggja ára. Styrkirnir hækkuðu úr samtals 8 milljónum í 12,5 milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá bænum segir að megininnihald samninganna sé að efla samstarf milli bæjaryfirvalda og félaganna, tryggja markvisst íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ, bæj- aryfirvöld verði meðvituð um að fé- lögin sinni öflugu forvarnarstarfi, fé- lögin stuðli að frekari þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og tómstunda- starfi, félögin hafi kynningu á starf- semi sinni í grunnskólum bæjarins og samstarf verði um starfsemi íþrótta- og tómstundaskóla í tengslum við frístundastarf eftir að skóladegi lýkur hjá 6–12 ára börn- um. Ákvæði er í samningunum um að félögin verði að halda aðskildu bók- haldi barna- og unglingastarfs og bókhaldi meistaraflokka. Styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs hækka Mosfellsbær NEMENDUM 5.–7. bekkjar Háteigsskóla býðst nú að kaupa sér heitan mat í hádeg- inu eftir lagfæringar sem gerð- ar hafa verið í eldhúsi og í sal. Geta nú 7 árgangar af 10 notið heitra máltíða í skólanum. Í fréttatilkynningu frá skól- anum segir að foreldrar hafi tekið þessu vel og að nemendur hafi verið háttprúðir í salnum sem sé skilyrði þess að hægt sé að veita þessa þjónustu. Heitur matur í 5.–7. bekk Hlíðahverfi UMHVERFIS- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að út- hluta Vélhjólaíþróttaklúbbnum (VÍK) svæði til bráðabirgða fyrir mótorhjólaíþróttir. Svæðið sem um ræðir er við Hólmsheiði sunnan Langavatns og notað sem jarðvegs- losunarstaður á vegum gatnamála- stjóra. Kemur fram í bréfi VÍK til for- manns umhverfisnefndar að um 900 manns stundi mótorhjólaíþróttir, þar af séu keppendur um 120 talsins. Segir að gífurleg aukning hafi orðið í ástundun íþróttarinnar á síðastliðn- um árum, meðal annars vegna lækk- unar á aðflutningsgjöldum úr 70% í 30%. „Með því að fá framtíðarsvæði er hægt að beina keppnistækjum fé- lagsmanna og annarra á eitt afmark- að svæði, en ekki út um víðan völl eins og nú er. Teljum við það miklu gæfulegra en að félagsmenn séu í óleyfi út um holt og hæðir, eða lendi í árekstrum við annað útivistarfólk,“ segir í bréfinu. Kemur fram í öðrum gögnum frá VÍK að fyrir einu og hálfu ári hafi klúbburinn sótt um framtíðarsvæði til allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en það hafi lít- inn árangur borið. Hefur manngert yfirbragð Í umsögn frá garðyrkjustjóra seg- ir að umrætt svæði hafi ýmsa kosti til að bera sem vélhjólaíþróttasvæði. Svæðinu verði hvort eð er raskað með fyllingum vegna jarðvegslosun- arinnar, aðkoma að því sé ágæt, það sé í nokkru hvarfi á milli hæða, það sé utan vatnsverndarsvæða og stýra mætti lögun fyllinganna til að ná auk- inni hljóðskermun. Þá er á það bent að svæðið hafi manngert yfirbragð: „að norðanverðu er heitavatnslögn og dæluhús, að vestanverðu gnæfa tankar Orkuveitunnar og að austan- verðu er rafmagnslína og vegur.“ Helstu gallar eru taldir þeir að með þessu verði hljóðmengandi starfsemi sett á nýjan stað á Aust- urheiðum, svæðið auki þangað bíla- umferð, uppbygging og notkun VÍK sé háð framvindu og skipulagi losun- ar, starfsemi klúbbsins rekist á við aðra útivist, sérstaklega vegna há- vaðamengunar og leggja þurfi reið- leið austar en áætlað var. Segir í samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar að hún geri ekki athugasemd við að VÍK verði heim- iluð notkun svæðisins til bráða- birgða. Áfram verði þó leitað leiða til að finna eitt sameiginlegt svæði fyrir slíka starfsemi á höfuðborgarsvæð- inu.                         Úthlutað svæði til bráða- birgða Hólmsheiði Vélhjólaíþróttaklúbburinn óskar eftir akstursaðstöðu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.