Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Kennaraháskóla Íslands Við, samstarfsmenn og vinir Hrólfs Kjartanssonar við Kennaraháskóla Íslands, viljum minnast hans með nokkrum kveðju- og þakkarorðum. Það hefur verið gæfa okkar að fá að njóta liðsinnis Hrólfs Kjartanssonar um margra ára skeið. Til fárra höfum við leitað oftar. Og til fárra hefur ver- ið betra að leita enda var Hrólfur fag- maður fram í fingurgóma og skóla- maður í bestu merkingu þess orðs. Fjölþætt reynsla og þekking, ásamt frjóum gáfum, smitandi áhuga, hug- myndaauðgi og framsýni, gerðu hann að einstökum ráðgjafa. Hrólfur flutti oft fyrirlestra við Kennaraháskólann, bæði í grunn- og framhaldsnámi, auk þess sem hann kenndi á mörgum endurmenntunar- námskeiðum á vegum skólans. Þó að Hrólfur væri áhugasamari um flestar kennsluaðferðir aðrar en fyrirlestra var hann engu að síður í hópi fremstu fyrirlesara. Hann hafði einstakt lag á því að setja hugmyndir í samhengi. Fyrirlestrum hans fylgdu gjarnan skemmtilegar umræður sem hann laðaði fram með skarplegum og ögr- andi spurningum og athugasemdum. Á námskeiðum fyrir kennara og kennaraefni naut hann þess að hann hafði sjálfur kennt börnum og ung- lingum og farið þar framsæknar leiðir og verið afar vinsæll og farsæll kenn- ari. Hrólfur var um árabil prófdómari við Kennaraháskólann, m.a. í tengslum við lokaverkefni. Réttsýni hans var við brugðið og umsagnir hans sanngjarnar og vel grundaðar, enda byggðar á yfirgripsmikilli þekk- ingu, djúpum skilningi og ekki síst virðingu, bæði fyrir nemendum og viðfangsefnum þeirra. Hrólfur sat um langt skeið í endur- menntunarnefnd Kennaraháskólans sem fulltrúi menntamálaráðuneytis- ins og var framlag hans þar afar mik- ilvægt. Tillögur hans voru ávallt vandaðar og vel undirbúnar og höfðu mikil áhrif á framboð á endurmennt- unarnámskeiðum meðan sá mikilvægi þáttur skólastarfs stóð í sem mestum blóma. Mörg okkar áttu þess kost að fá að starfa með Hrólfi í nefndum og starfs- hópum og var hann þar oft í forystu- hlutverki. Það voru aldrei leiðinlegir fundir – þökk sé ríkri samstarfshæfni hans og verkstjórnarhæfileikum. Hann var réttsýnn og framsýnn, til- lögugóður og rökfastur og naut sín sérstaklega vel þegar leiða þurfti erf- ið mál til lykta. Síðast en ekki síst var Hrólfur ein- stakur ljúflingur í viðkynningu, hlýr, fróður, ræðinn og skemmtilegur fé- lagi. Alltaf stutt í glettni og hlátur. Mörg okkar hafa fengið að njóta hag- mælsku hans sem jafnan var á gam- ansömum nótum. Og aldrei lá hann á liði sínu þegar til hans var leitað, hvort heldur var um persónuleg mál eða fagleg. Með vönduðum málflutningi hafði Hrólfur margháttuð áhrif á þróun menntamála. Hann hafði víðtæk áhrif á opinbera stefnumörkun í skólamál- um og á námskrár- og námsefnisgerð. Framlag hans til eflingar foreldra- samstarfs mun halda merki hans lengi á lofti. Þar var hann brautryðj- andi. Hið sama gildir um stuðning hans við þróunarstarf í skólum þar sem hann lagði sérstakt kapp á að styðja við áhugavert og framsækið starf kennara á vettvangi. Og fáir hafa komið jafnmikið við sögu nátt- úrufræðikennslu – þar lagði Hrólfur HRÓLFUR KJARTANSSON ✝ Hrólfur Kjart-ansson fæddist á Ísafirði 20. október 1945. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 11. jan- úar. af mörkum sem fram- sækinn kennari, nám- skrár- og námsefnishöf- undur, skipuleggjandi kennaranámskeiða og námstjóri. Við, vinir og sam- starfsmenn Hrólfs í Kennaraháskóla Ís- lands, þökkum honum mikilvægt framlag hans til skólastarfs og kenn- aramenntunar. Ekki síður viljum við þakka honum ljúfa viðkynn- ingu. Það eru forrétt- indi okkar að hafa feng- ið að kynnast og starfa með þessum góða dreng. Við þökkum honum gjöf- ula og dýrmæta samfylgd og vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Vinir og samstarfsmenn í Kennaraháskóla Íslands. Með örfáum kveðjuorðum langar okkur að minnast vinar okkar og skólabróður Hrólfs Kjartanssonar. Það var æði marglitur hópur er hóf nám við hinn nýbyggða Kennaraskóla við Stakkahlíð haustið 1962. Skóla- haldi hafði seinkað nokkuð því ekki var allt tilbúið, en þetta var einmitt fyrsta haustið sem skólinn tók til starfa í þessu nýja húsnæði. Hópur- inn var víðs vegar að af landinu, flestir á aldrinum 16–18 ára og höfðum við nýlokið hinu svokallaða „landsprófi“, sumir með gagnfræðapróf. Það voru ekki allir upplitsdjarfir, margir feimnir, er þeir hittu skóla- félaga sína fyrsta daginn. En einn stóð upp úr hópnum, hann var svo há- vaxinn. Það var Hrólfur. Hann var að vestan og bar með sér sérstök og sterk einkenni þaðan, einkenni hinna háu, bröttu fjalla og mildina úr gróðr- inum í Eyrardal. Strax í upphafi myndaðist meðal okkar einstaklega góður bekkjarandi. Stúlkur voru að sjálfsögðu í meiri- hluta en flestir strákarnir voru á aft- asta bekk og var þar þeirra karlavígi. Flestir stunduðu námið samvisku- samlega og var Hrólfur þar engin undantekning. Hann hafði ákveðið eftir landspróf frá Laugarvatni að gera kennslu að ævistarfi og helga krafta sína æsku þessa lands. Þótt námið væri stundað af kappi hafði fólk samt tíma til að gera ýmislegt skemmtilegt saman og treysta þannig vináttuböndin. Það var farið á skíði, á skauta niður á Tjörn, unnið saman að árshátíð eða bara hist heima hjá ein- hverjum sem hafði rýmilegt húspláss. Þessi 4 ár liðu ótrúlega fljótt, það leið að útskrift og ferð þar á eftir suð- ur um Evrópu. Nú tók alvara lífsins við, sjálf kennslan. Úr hópnum fór hver í sína áttina, sumir í áframhald- andi nám en undarlega stór hluti af árgangi ’66 skilaði sér í kennslu eða skyld störf. Er árgangurinn hefur hist á útskriftarafmælum svo og öðr- um tímamótum hefur alltaf verið jafn indælt að rifja upp þessi góðu námsár okkar. Nú er komið að leiðarlokum. Við viljum kveðja þig, Hrólfur, með kærri þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, fyrir að hafa átt þig að vini og skólabróður, þín verður sárt saknað úr okkar hópi. Við sendum Guðlaugu og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum þann sem öllu ræð- ur að vera með þeim og styrkja þau í sorginni. Árgangur 1966 frá Kennaraskóla Íslands. Ekki man ég nákvæmlega hvar við Hrólfur Kjartansson sáumst fyrst, en líklega hefur það verið 1973 og örugg- lega austur í Gnúpverjahreppi. Haustið 1974 hóf ég starf sem kennari við Æfingaskóla Kennaraháskóla Ís- lands, en um sumarið kallaði Jónas Pálsson skólastjóri mig á sinn fund í skólann og vildi ræða við pilt. Með honum á fundinum var Hrólfur Kjart- ansson sem þá kenndi við skólann. Þegar við Hrólfur sáum hvor annan fórum við að hlæja. Jónas spurði hvort við þekktumst og við svöruðum því til að við værum tengdir sama túni. Konur okkar beggja voru fædd- ar og aldar upp í Gnúpverjahreppi, Guðlaug kona Hrólfs í Þrándarholti en Sigríður kona mín á Stöðulfelli. Tún bæjanna liggja saman og ekki er steinsnar á milli þeirra. Þar var löngum mikill samgangur af börnum og fullorðnum. Strax þetta haust kom í ljós hvern mann Hrólfur hafði að geyma. Hann studdi samverkamenn sína í hvívetna, hvatti þá og beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í skólastarfi sem höfðu síð- ar áhrif langt út fyrir kennslustofuna, út um allt skólakerfið. Ekki leið á löngu þar til Hrólfur hóf störf í menntamálaráðuneytinu, skólarannsóknadeild. Við hittumst oft þó ekki værum við starfsfélagar og skemmtilegast var að hittast á þorra- blóti Gnúpverja. Þar gat margt borið á góma og stundum kom fyrir að mér var rétt servétta sem hafði að geyma vísu sem hafði orðið til þá um kvöldið. Hrólfur var ágætlega hagmæltur og var einkar skemmtilegur maður og ljúfur. Hann var vel hagur í höndum og stundum var haft á orði að munur væri á tengdasonunum á bæjunum. Mig minnir að við Hrólfur höfum rætt þetta nokkrum sinnum og ég sagði honum að mér þætti samkeppnis- staða mín heldur bágborin. Árið 1982 urðum við Hrólfur aftur starfsfélagar þegar ég hóf störf hjá menntamála- ráðuneytinu og þar kynntist ég enn einni hlið á honum. Hann var einn færasti embættismaður sem ég hef unnið með. Þar nýtti hann mannkosti sína, svo sem, mannskilning, ljúf- mennsku í samskiptum, afburðaþekk- ingu á íslenska skólanum og jafnaðar- geð. Oft þurfti hann að fást við mál sem skiptar skoðanir voru um og ég minnist þess að á stundum komu menn til fundar sem ekki lágu á skoð- unum sínum. Hrólfur hlustaði á gesti sína, brosti síðan og pírði augun og oftar en ekki tókst honum með furðu- legum hætti að finna lausn sem á var sæst. Ég sá hann jafnvel beita þess- um töfrum á fundum þar sem fjöldi manna var saman kominn. Síðasta ár mitt í menntamálaráðuneytinu var hann yfirmaður minn og stýrði far- sællega stórri deild sem hafði mörg mál á sinni könnu, og ekki öll af létt- ara taginu. Hann var hamhleypa til verka og virtist stundum gleyma stund og stað og gat þá jafnvel unnið langt fram á kvöld. Skólakerfið á þessum manni margt að þakka. Eftir að ég hætti hjá ráðuneytinu og hóf störf við Kennaraháskóla Íslands var Hrólfur prófdómari hjá mér í loka- verkefnum og munnlegum prófum nánast hvert ár. Það var alltaf til- hlökkunarefni að vinna með honum og lærdómsríkt á sjá hve vel hann vann þessi vandasömu verk. Nem- endur, sem sátu í munnlegu prófi í allt að þrjá stundarfjórðunga, sögðu mér að þeim hefði aldrei liðið illa heldur þótt gaman, sem kann að virðast merkilegt þegar um próf er að ræða. Hrólfur hafði þann sið að taka vel og ljúfmannlega á móti nemendum og rabbaði við þá á léttu nótunum fyrst í stað. Smám saman fóru spurningarn- ar að krefjast flóknari svara og í lok prófs var vel ljós staða nemenda. Þessum fundum lauk síðan oftar en ekki með því að Hrólfur lét nemendur finna að hann hefði áhuga á verkefni þeirra og starfi. Nú er Hrófur allur og þar með er genginn mannkostamaður og ljúflingur hinn mesti. Ég er þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og minnist góðra stunda með söknuði. Við Sigríður sendum foreldr- um Hrólfs, þeim Kjartani og Ingi- björgu, Guðlaugu konu hans, dætrum þeirra hjóna og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Megi minning um góðan dreng verða þeim huggun. Guðmundur B. Kristmundsson. Kær samstarfsmaður og vinur til 35 ára er látinn langt um aldur fram. Með Hrólfi er fallinn í valinn mikill mannkostamaður, frábær fagmaður bæði sem kennari og brautryðjandi í skólaþróun. Hæfni hans til slíkra starfa mótaðist ekki síst af reynslu hans sem kennara á fyrstu árum starfsævinnar. Leiðir okkar lágu fyrst saman er hann kom til starfa í Hlíðaskóla í Reykjavík árið 1966 þá aðeins 21 árs að aldri. Hrólfur náði strax frábærum tökum á kennslunni og samskiptum bæði við nemendur og kennara. Áhugi hans í kennslunni beindist fljótlega að raungreinum, einkum líf- fræði og eðlisfræði, og bryddaði hann m.a. upp á mörgum nýjungum í kennslu þessara greina sem leiddi síð- ar til frekara náms og starfa á þeim sviðum. Munu margir nemenda hans eiga góðar minningar um hann frá þessum tíma en hann var í senn góður kennari og félagi nemenda sinna. Hæfileikar Hrólfs voru ekki síður á hinu félagslega sviði þar sem hann lét mjög til sín taka. Hann var vel hag- mæltur og liggja eftir hann ófáar vís- ur sem hann orti til okkar samstarfs- fólksins við ýmis tækifæri. Það var vissulega missir fyrir skólann er Hrólfur lét af störfum, en fengur fyrir menntamálaráðuneytið er hann var fenginn þar til starfa 1976 sem náms- stjóri og stjórnandi námsefnisgerðar í líffræði og eðlisfræði. Er við hjónin tókum einnig við nýjum embættum, Sigríður í menntamálaráðuneytinu 1978 og Ásgeir í Námsgagnastofnun 1980, áttum við því láni að fagna að halda áfram nánu samstarfi við Hrólf. Hæfileikar hans nutu sín vel í þeim fjölbreyttu verkefnum að umbótum og breytingum á skólastarfi sem hon- um voru falin í ráðuneytinu, bæði sem námsstjóri, deildarstjóri skólaþróun- ardeildar og síðan grunnskóladeildar, en því starfi gegndi hann til æviloka. Einkenni hans sem stjórnanda voru m.a. ljúfmennska, hjálpsemi og djúp- ur skilningur og einnig frábærir sam- skiptahæfileikar og færni í að leysa erfið mál. Hrólfi var falið að annast samskipti við ýmsar stofnanir er áttu undir ráðuneytið að sækja og var Námsgagnastofnun ein þeirra. Sat hann í stjórn stofnunarinnar um ára- bil og hafði með setu sinni þar og sem deildarstjóri skólaþróunardeildar mikil áhrif á útgáfu námsefnis og röð- un forgangsverkefna á tímum mikilla breytinga í námsefnisgerð. Mikil samskipti voru á milli ritstjóra Náms- gagnastofnunar og námsstjóra menntamálaráðuneytisins um útgáfu- mál á þessum árum en stjórnun þeirra verkefna fluttist frá ráðuneyt- inu til stofnunarinnar árið 1985. Er ljúft að minnast samskipta við Hrólf á þessum árum sem ætíð mótuðust af lipurð og faglegri yfirsýn. Hrólfur var gæfumaður í einkalífinu, hann átti yndislegt heimili og fjölskyldu. Við minnumst með þakklæti margra ánægjustunda á fallegu heimili þeirra Guðlaugar í hópi góðra vina og sam- starfsfólks. Söknuður og góðar minn- ingar fylla hugi okkar þessa dagana og á kveðjustund vottum við Guð- laugu og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hrólfs Kjartanssonar. Sigríður Jónsdóttir og Ásgeir Guðmundsson. Starfsfólk grunn- og leikskóla- deildar menntamálaráðuneytis kveð- ur í dag með söknuði vinnufélaga og yfirmann sinn, Hrólf Kjartansson deildarstjóra. Hann andaðist 2. jan- úar sl. eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Við áttum hann sem vinnufélaga og vin misjafnlega lengi, allt frá nokkrum árum til þriggja áratuga. Samstarfsvettvangur okkar innan ráðuneytisins var einkum á sviði skóla- og uppeldismála. Þar var Hrólfur um langt skeið mikilvirkur forystumaður með óvenjumikla yfir- sýn og afburða þekkingu. Hann vald- ist snemma í forystusveit þess skóla- fólks sem vann að endurskipulagi náms og kennslu í grunnskólum á 7. og 8. áratug 20. aldar og farsæll ferill hans í forystusveit skólamanna hér á landi spannar því um þrjá áratugi. Sem vinnufélagi og yfirmaður var Hrólfur einstakt ljúfmenni. Honum var afar lagið að finna þá lausn á hverju umfjöllunarmáli sem affara- sælust var og jafnframt ávinna sér traust allra aðila, hvort sem um var að ræða ráðherra á hverjum tíma, sam- starfsmenn í ráðuneytinu eða aðila ut- an ráðuneytis. Hann hafði sérstakt lag á því að sameina í störfum sínum stefnufestu og ákveðni og skarp- skyggni, jafnframt því að koma ætíð fram af næstum því óraskanlegri hæversku, þolinmæði, góðvild og glaðværð. Sjaldan skipti hann skapi, aldrei missti hann stjórn á skapi sínu en var þó mikill skapfestumaður. Þessir eiginleikar gerðu hann að far- sælum og dáðum félaga og leiðtoga. Við minnumst Hrólfs einnig á góð- um samverustundum sem miklum gleðskaparmanni og oft var hann hrókur alls fagnaðar. Margra slíkra stunda er að minnast á samkomum innan deildarinnar, ráðuneytisins, á ferðalögum og mannfundum úti um land og síðast en ekki síst á heimili Hrólfs og Guðlaugar. Þau hjónin voru ætíð höfðingjar heim að sækja. Hrólfi var einkar lagið að flytja eftirminni- legar og viðeigandi tækifærisræður. Hann var einnig hinn liðtækasti hag- yrðingur og orti stundum heilu brag- ina eða gamankvæðin sem hann flutti ýmist sjálfur eða í söng með sam- starfsfólkinu, ekki síst á samkomum fyrrverandi námstjóra. Hrólfur lifði og hrærðist alla tíð í starfi sínu, vinnan við skólamálin var honum bæði líf og yndi, starf og leik- ur, nokkurs konar ástríða. Þó var honum margt fleira hugleikið og fátt mannlegt lét hann sér óviðkomandi. Honum var t.d. einkar hugleikið að efla samstarf heimila og skóla og hann tók virkan þátt í að móta op- inbera stefnu á því sviði. Einnig nýtti hann þekkingu sína og reynslu við mótun foreldrastarfs í skólum dætra sinna og var einn af aðalhvatamönn- um stofnunar landssamtaka foreldra. Hann var sannfærður um að ein besta leiðin til að tryggja farsælt skólastarf og uppeldi byggðist á virkri þátttöku foreldra og samtakamætti. Við tókum glöggt eftir því að samband Hrólfs við dæturnar þrjár, augasteinana sína, byggðist á því að styðja þær og hvetja á alla lund við að ná markmiðum sín- um. Fyrir rúmlega tveimur árum kenndi Hrólfur sér veikinda sem brátt ágerðust og í ljós kom að um skæðan sjúkdóm var að ræða. Á tíma- bili leit út fyrir að hann hefði sigrast á sjúkdómnum en því miður brást sú von. Löngu og erfiðu veikindastríði er nú lokið með óumflýjanlegum enda- lokum. Við áttum þess kost að fylgjast með líðan Hrólfs allan þennan tíma á samverustundum með honum bæði á sjúkrahúsi og síðasta árið á heimili hans með reglulegum heimsóknum. Við urðum vitni að því hvernig hann tók örlögum sínum með einstöku æðruleysi og aðdáunarverðum sálar- styrk. Síðast hittum við hann nokkru fyrir jól, þá var hann enn hress í bragði, fylgdist vel með hræringum í skólamálum og hafði uppi gamanmál. Við áttum því von á því að hitta hann aftur á nýju ári en þess í stað kveðjum við nú Hrólf hinstu kveðju. Minning um góðan félaga mun þó ávallt lifa og við geymum um ókomin ár ótal minn- ingar um góðar samverustundir. Með Hrólfi Kjartanssyni er horfinn af sjónarsviðinu mikill mannkosta- maður, mikilhæfur skólamaður, með afbrigðum góður og laginn yfirmaður, dagfarsprúður ljúflingur í allri fram- göngu og einstakur félagi. Við sendum Guðlaugu, dætrunum, tengdasonum, barnabarni og öðrum aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur. Erla Guðjónsdóttir, Guðni Olgeirsson, Njáll Sigurðsson, Sesselja Snævarr. 2. janúar bárust mér fregnir af andláti Hrólfs Kjartanssonar og ég fór ósjálfrátt að rifja upp kynni mín af honum. Ég fylgdist eins og aðrir með veikindum Hrólfs úr fjarlægð og bar- áttu hans og fjölskyldu hans. Á þess- um tíma fékk ég ævinlega fréttir af framgangi mála en samt sem áður er maður aldrei fyllilega undirbúinn fyr- ir fréttir sem þessar. Hrólfur átti mjög auðvelt með að umgangast ungt fólk og það var ein- mitt á framhaldsskólaárum mínum sem ég varð málkunnugur Hrólfi. Ég áttaði mig í fyrstu ekki á þessum manni, sem sýndi kórstarfi í Flens- borgarskóla ómældan áhuga og gaf sig á tal við hvern sem var meðlimur í kórnum, en ekki leið á löngu áður en ég vissi að hann var faðir Ingu Dóru, sem einnig var kórmeðlimur. Nokkrum árum síðar lágu leiðir okkar Hrólfs aftur saman og urðu kynni okkar nánari í gegnum kynni okkar Ingu Dóru. Á þessum tíma kynntist ég einnig yndislegu heimilis- fólki á Mosabarðinu, ofurmömmunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.