Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.01.2002, Blaðsíða 30
UMRÆÐAN 30 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ N ú er aftur kominn fjárlagahalli og verðbólgan gamla sem við vitum öll hvað merkir fyrir fiskvinnsluna og aðra sem eiga allt undir útflutningi; þeirra hagur vænkast. Grátkór frystihúsanna kveinkaði sér alltaf þegar hann þurfti gengislækkun og alltaf vor- um við hin jafnvarnarlaus þegar demban reið yfir. En við áttum líka alltaf leynivopnið í bakhönd- inni, kröfur um gríðarlega kaup- hækkun í næstu samningum og verkfall ef ekki semdist. Samein- aðir stóðum vér, féllum, risum aft- ur – og féllum aftur og aftur. Gengið var áður fellt þegar minnka þurfti kaupmátt lands- manna og berja þannig niður bruðlið í okkur en nú er vafasamt hvort áhrifin yrðu önnur en að auka enn vandann. Fáir velta nú fyrir sér niðurfærslu eins og 1988. Þá var um hríð rætt um að keyra samtímis niður með einu, miðstýrðu átaki laun, verðlag og vexti til að hafa hemil á óðaverð- bólgu. Menn náðu ekki sátt um þá leið enda erfið í framkvæmd. En nokkrum mánuðum síðar tókst þjóðarsátt um aðgerðir sem dugðu í nokkur ár uns hagurinn batnaði á ný og þenslan kveikti aftur í bólg- unni. Gamla miðstýringin er í and- arslitrunum. En þar með er ekki sagt að við séum bara einhver rek- öld sem ekki geti haft nein áhrif á það hvort hér sé verðbólga og of- þensla. Samt skyldi maður halda að við værum það þegar upplýst er að vísitöluhækkanir, sem geta valdið eins konar sjálfvirkum verk- föllum í vor, eiga að miklu leyti rætur í verðhækkunum á opinber- um þjónustugjöldum. Var ekki ástæða til að afgreiða fjárlög með afgangi við þessar aðstæður og halda aftur af ofþenslu útgjalda? Ef nokkrir stjórnarþingmenn hefðu að þessu sinni haft í hót- unum vegna tillagna ríkisstjórn- arinnar um grimmilegan nið- urskurð á útgjöldum og jafnvel sagt sig úr flokknum sínum hefði okkur létt svolítið. Þá hefðum við vitað að fjármálaráðherra væri að að gera þann óþægilega uppskurð sem ekki verður komist hjá. Neyð- arópin úr barka umhyggjusamra stjórnmálamanna úr öllum flokk- um á kosningaári hefðu virkað hreint og beint sefandi. Eitt er ljóst að það verða ekki hagsmuna- samtök opinberra starfsmanna sem hafa frumkvæðið að því að stöðva ofvöxtinn. Þar eru menn staðráðnir í að veifa rauðu fán- unum framan í gamla óvininn, launagreiðandann, og sýna að þótt Alþýðusambandið sé mjög að lin- ast í baráttunni fyrir þjóðlegri verðbólgu sé enn von. Yfirleitt finnst okkur ástæða til að standa fast á hagsmunum okkar í deilum við þá sem stjórna fyr- irtækjum eða stofnunum sem við vinnum hjá. Þeir reyna að halda laununum niðri, við reynum að hækka þau. Við gegn þeim. En þessar gömu kennisetningar stéttabaráttunnar gætu nú verið að hrynja eins og fleira sem talið var með sjálfsögðum hlutum. Þá er ég ekki eingöngu að tala um launþega sem kaupa sér hluta- bréf í fyrirtækjunum sem þeir vinna hjá. Svo bein og augljós þurfa hagsmunatengslin ekki endi- lega að vera. Aukin samkeppni og markaðsbúskapur gæti þvingað okkur öll til að hætta að gera kjarasamninga sem ekki eru í samræmi við stöðu fyrirtækisins, dynti markaðarins eða efnahags- málin almennt og yfirleitt. Mat á efnahagslegum aðstæðum og þan- þoli fyrirtækja munu þá ráða því hvernig kjör launþegar fá en ekki óljósar kröfur um réttlæti sem oft- ast eru hvort sem er ekki annað en skálkaskjól í innbyrðis slags- málum launþega. „Því miður er afkoma fyrirtæk- isins með þeim hætti núna að lækka verður öll laun um 5-10% þar til úr rætist, ella verður að segja upp starfsfólki,“ verður sagt í sameiginlegri tilkynningu frá vinnustaðafélaginu og fram- kvæmdastjórninni. Við sem erum afkomendur ör- eiganna gömlu, þeirra sem raun- verulega þurftu að berjast til að hafa í sig og á, munum horfast í augu við nýja tíma. Slagorð stétta- baráttu launþeganna við auðvaldið verða dauð og gleymd. Dauð vegna þess að launþegarnir eru ekki lengur öreigar, eiga margir fullt af hlutabréfum og fjölmargir þeirra vinna hjá samfélaginu, hjá okkur hinum. Opinberu starfsmennirnir og kjör þeirra eru skýrasta dæmið um að gömul lögmál gilda ekki lengur. Þegar rauðfánaberarnir heimta hærra kaup fyrir rík- isstarfsmenn merkir það einfald- lega að við greiðum öll hærri skatta og þjónustugjöld. Þótt allir auðkýfingar landsins iðruðust skyndilega og gæfu allt sem þeir ættu í ríkissjóð myndu pening- arnir aðeins duga fyrir litlum hluta af því sem samtök opinberra starfsmanna krefjast. Afgang- urinn yrði tekinn úr vasa þeirra sem hafa meðallaun eða lægri. Og það sem er kannski hlálegast er að drjúgur hluti launahækk- ananna er auðvitað sóttur beinustu leið í skatt- og þjónustugreiðslur frá launþegum sem sjálfir starfa hjá ríkinu. Peningarnir þeirra eru færðir úr hægri vasanum í þann til vinstri. Svar eldhuganna sem ávallt krefjast „réttlátra og mannsæm- andi“ launa, þ. e. sömu prósentu- hækkana fyrir alla launaflokka, er vafalaust að úrtölur af þessu tagi séu ekkert annað en þjónkun við kuldalegt, gráðugt og óseðjandi auðvaldið sem alltaf sé á móti rétt- lætinu. Mig og þig? Hægt er að heyja kjarabaráttu gegn samfélaginu, berjast hat- rammlega við sjálfan sig og tug- þúsundir annarra skattborgara þar til yfir lýkur. En hvernig á að lýsa endanlegum sigri svo að ekki sé hallað á neinn? Ef um hnefa- leika væri að ræða yrði víst sagt að keppendur hefðu dauðrotað hvor annan samtímis. Vonin um rothöggið „Þar eru menn staðráðnir í að veifa rauðu fánunum framan í gamla óvin- inn, launagreiðandann, og sýna að þótt Alþýðusambandið sé mjög að linast í baráttunni fyrir þjóðlegri verðbólgu sé enn von.“ VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UNDANFARINN rúman áratug hafa þau ríki sem reka úthafs- þjónustu í flugumferð- arstjórnun lagt áherslu á að hanna og þróa ný fluggagnakerfi, til að anna aukinni flugum- ferð en auka um leið ör- yggi og afköst við flug- umferðarstjórnunina. Þessi fluggagnakerfi eru á ensku kölluð Flight Data Processing System, skammstafað FDPS. Kerfi sem þetta hefur verið í smíðum fyrir íslenska flug- stjórnarsvæðið frá árinu 1989, en það var tilbúið til þjálf- unar fyrir flugumferðarstjóra og til aðlögunar við flugumferðarþjón- ustuna árið 1999. Síðan þá hefur verið unnið að því að kerfið taki smátt og smátt yfir eldra kerfi og er áætlað að það verði orðið aðalkerfið á þessu ári. Íslenska FDPS-kerfið er eitt það fullkomnasta sem hannað hefur verið í heiminum. Hönnun þess hófst hjá kanadíska fyrirtækinu Canadian Av- iation Electronics (CAE) sem fékk verkefnið að loknu útboði árið 1989. CAE er leiðandi fyrirtæki í þróun flugherma í heiminum og er eina fyr- irtækið sem tekist hefur að hanna frá grunni FDPS-kerfi fyrir úthafsflug- stjórn sem er í notkun. Allt frá upp- hafi hafa um 15 sérfræðingar frá Flugmálastjórn unnið að þróun og hönnun kerfisins með kanadíska fyr- irtækinu. En í árslok 1998 tóku sér- fræðingar Flugmálastjórnar alfarið yfir þróun kerfisins. Langur þróunarferill FDPS-kerfið hefur verið 12 ár í hönnun og þróun og fjárfestingar- kostaðurinn við það er tæplega einn milljarður króna. Kerfið er smíðað fyrir Alþjóðaflugþjónustuna og kostnaðurinn við það borinn af henni. Sumum kann að finnast þessi þróunartími lang- ur og upphæðirnar miklar. Hvort tveggja þykir oft hafa frétta- gildi útaf fyrir sig. En þessar tvær stærðir segja lítið nema þær séu skoðaðar í réttu samhengi við viðfangs- efnið. Það er grundvall- aratriði að átta sig á um hvers konar kerfi er að ræða og hvernig al- mennt hefur tekist til í heiminum að leysa þau erfiðu vandamál sem fylgja því að hanna full- komið fluggagnakerfi, sem jafnframt er öruggt. Allt frá árdögum nútímafarþega- flugs hafa litlar breytingar átt sér stað í fluggagnavinnslu fyrir úthafs- flugstjórn. Tilkoma FDPS-kerfisins felur í sér algera byltingu á því sviði. Eins og áður sagði hafa aðrar þjóðir unnið að hönnun slíkra kerfa á und- anförnum rúmum áratug, þótt fæst þeirra hafi komist í notkun. FAA gekk nýlega til samninga við Lock- heed-Martin um hönnun FDPS-kerf- is, en lausnir Lockheed-Martin byggjast á sama grunni og íslenska kerfið. Þá tóku Portúgalir fyrir nokkrum mánuðum í notkun kerfi sem byggist á sama grunni. Önnur kerfi sem nú eru í notkun, eins og t.a.m. í Skotlandi, eru eldri og frum- stæðari en íslenska kerfið enda er unnið að þróun nýs FDPS-úthafs- stjórnunarkerfis fyrir Prestwick. Það liggur í hlutarins eðli að flókinn hátæknibúnaður sem þessi verður ekki tekinn í notkun án þess að örygg- isþátturinn sé tryggður. Þess vegna hefur það tekið um þrjú ár að aðlaga íslenska FDPS-kerfið starfseminni í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, en hún er ein fullkomnasta úthafs- flugstjórnarmiðstöð í heiminum. Þeg- ar FDPS-kerfið verður að fullu komið í notkun og samtengt öðrum tölvu- kerfum, verður íslenska flugstjórnar- miðstöðin einstök í sinni röð. Rekstr- arprófanir hafa staðið yfir á kerfinu frá árinu 1999, unnið hefur verið að handbók um kerfið, samdar verklags- reglur og kennslugögn. Síðast en ekki síst hefur verið gert ítarlegt örygg- ismat á kerfinu. Kerfið hefur verið keyrt með raunverulegri umferð samhliða eldra kerfinu af og til frá því í upphafi síðasta árs. Flækjur háloftanna En hvað er svona flókið við þetta kerfi? Er þetta eitthvað flóknara en að hanna nýjan tölvuleik, eða hugbún- að fyrir fyrirtæki í t.d. verslun og við- skiptum? Svarið er já. Við stjórnun flugumferðar styðjast flugumferðar- stjórnar við upplýsingar sem berast þeim eftir mörgum og nokkuð ólíkum leiðum. Til að byrja með berast flug- áætlanir hverrar flugvélar til flug- stjórnarmiðstöðvarinnar. Þar kemur fram hvernig áætlað er að flugvél fljúgi frá brottfararstað til áfanga- staðar. Þessar upplýsingar eru færð- ar inn á þar til gerða pappírsræmu, og það er þessi pappírsræma sem verið hefur helsta tæki flugumferð- arstjóra allt frá upphafi nútímaflug- umferðarstjórnunar. Eitt fullkomnasta flug- gagnakerfi í heiminum Heimir Már Pétursson Flugumferð Með FDPS-kerfinu mun eiga sér stað bylting í flugumferðarstjórnun á Íslandi, segir Heimir Már Pétursson, sem er forsenda framþróunar flugumferðarþjónust- unnar til framtíðar. DAVÍÐ Oddsson virðist álíta sig guð. Hann virðist vera yfir lög og reglur hafinn og þar er merkilegasti pappír okkar Íslend- inga, Stjórnarskráin, engin undantekning. Það er kannski ekki jafn erfitt að stöðva verkfall fámennrar stéttar eins og að breyta vatni í vín en það er engu að síður ómerkileg brella til þess að safna atkvæð- um almennings, og láta fólk halda að hann hafi bjargað ís- lenska hagkerfinu með viðbrögð- um sínum. Svo virðist sem fulltrúar ríkisins gleymi alltaf einni leið út úr þess- ari deilu, að semja bara við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), en eins og allir vita er miklu ódýrara að banna þeim bara að fara í verkfall og segja þeim að þegja, nú þegar ríkisstjórnin er búin að missa allt niður um sig í fjármálunum. Það er nákvæmlega þannig sem staðan er nú. Flug- umferðarstjórar hafi verið settir út í kuldann enn einu sinni hjá rík- inu, svo gott sem verkfallsréttar- lausir, þar að auki. Það að verk- fallsrétturinn, sem talinn er vopn láglaunastétta til þess að berjast fyrir hærri launum, nái ekki til flugumferðarstjóra er fásinna og það að ríkisstjórnin sé að misbeita valdi sínu gegn einni fámennri stétt sem veltir álíka miklu og all- ur hugbúnaðariðnaðurinn á Íslandi er það einnig. Íslenska þjóðin virðist einnig styðja aðgerðir ríkisvaldsins af heilum hug enda er fullvíst að almenning- ur hefur ekki hug- mynd um hvað flug- umferðarstjórar gera eða hvað þeir eru í raun og veru með í laun. Hver og einn flugumferðarstjóri í flugstjórnarmiðstöð- inni hefur undir umsjá sinni 15–30 flugvélar hverju sinni og sér um að skipa hverri og einni að hækka eða lækka flugið, beygja til hægri eða vinstri, eða sjá til þess að nægur tími sé milli flugvéla þegar ferlar þeirra skerast, ásamt því að hafa sam- vinnu við aðliggjandi flugstjórn- armiðstöðvar og aðflugsstjórn. Flugumferðarstjórar í aðflugi og flugturni sjá um að beina flug- vélum í aðflug að flugvöllum og sjá um flugtök og lendingar, svo ekki sé talað um allt æfingaflugið sem blandast inn í umferðina í kringum flugvellina. Allt þetta getur út- heimt gríðarlega vinnu sem fram- kvæma þarf hratt og örugglega og engin mistök eru leyfð, því ekki má gleyma að lifandi fólk er um borð í þessum flugvélum. Ef mis- tök eiga sér stað undir þessum kringumstæðum eiga menn á hættu að fram fari lögreglurann- sókn á því tiltekna atviki og flug- umferðarstjórinn eða flugumferð- arstjórarnir sem í hlut áttu gætu misst skírteini sitt og jafnvel átt von á fangelsisvist og þá er ekki hlaupið að því fyrir hann eða þá að finna sér aðra vinnu til að sjá fyrir sér og sínum. Námið í flugumferðarstjórn tek- ur í heildina þrjú til fimm ár og þiggja menn laun frá því að fyrstu réttindum er náð, sem venjulega tekur u.þ.b. eitt og hálft ár (m.ö.o. starfsþjálfun flugumferðarstjóra er ólaunuð!). Byrjunarlaun flug- umferðarstjóra eru 171.000 kr. á mánuði og inn í þessari upphæð eru 44 fastir yfirvinnutímar svo tekið sé tillit til þess að flugum- ferðarstjórar hætta störfum 60 ára, ekki 67 ára eins og flestir aðr- ir, vinna dag og nótt alla daga árs- ins án sérstaks stórhátíðarálags (þ.m.t. nýársdag, 17. júní, aðfanga- dag, jóladag, páskana o.fl.) og fá ekki matar- og kaffitíma á fyr- irfram ákveðnum tímum. Sé þessi fasta yfirvinna tekin út úr grunn- laununum nema byrjunarlaunin um 107.000 kr. Þegar talað er um laun flug- umferðarstjóra í fjölmiðlum er alltaf tekin tala sem nemur u.þ.b. 520.000 kr. á mánuði sem er satt að því leyti að þetta eru með- Sigurjón Jónasson Kjaradeila Íslenska þjóðin virðist styðja aðgerðir rík- isvaldsins af heilum hug, segir Sigurjón Jónasson, enda er fullvíst að almenningur hefur ekki hugmynd um hvað flugumferðar- stjórar gera. Satt eða logið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.