Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 10

Morgunblaðið - 16.01.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, var gestur stjórnmála- fræðiskorar Háskóla Íslands og hélt erindi í Hátíðarsal Háskólans í hádeg- inu í gær undir yfirskriftinni „Áhrif alþjóðasamstarfs á fullveldi þjóð- anna“. Mikill fjöldi fólks sótti fundinn og á eftir erindi utanríkisráðherra gafst fundarmönnum kostur á að spyrja hann spurninga um Ísland og alþjóðamálin. Halldór hóf mál sitt á því að segja að hugtökin fullveldi, frelsi og sjálf- stæði væru einhver þau mikilvægustu og jafnframt viðkvæmustu sem fjallað er um. Mörgum hafi orðið hált á því svelli að halda að í þeim felist það eitt að vera engum háður. Lýsti hann þeirri skoðun sinni, að skort hafi á að bæði stjórnmálamenn og fræði- menn hér á landi ræði fullveldishug- takið með opnum huga í tengslum við þá þróun sem átti hefur sér stað und- anfarna áratugi í samstarfi þjóða heims. „Ég hef talið mér skylt að stuðla að umræðu um stöðu Íslands í Evrópu en ég tel ekki síður mikilvægt að ræða þann þátt þess máls sem snýr að full- veldinu. Það er nauðsynlegt að víkka þessa umræðu í því skyni að þjóðin fái skýra mynd af þeim margvíslegu skuldbind- ingum sem ríki nútímans eru bundin af; skuldbindingar sem eiga uppruna sinn í alþjóðlegum samningum og skyldum samkvæmt almennum reglum þjóðaréttar,“ sagði Halldór. Vísað til fullveldis til þess að þrengja svigrúm ríkisins Utanríkisráðherra rýndi nokkuð í fullveldishugtakið í máli sínu og rakti gildi þess samkvæmt þjóðarrétti, en einnig íslenska hlið þess allt frá því Ís- land varð fullvalda ríki árið 1918. „Venjulega eru það aðeins fullvalda ríki sem geta gerst aðilar að alþjóða- stofnunum. Ríkin gerast þátttakend- ur og lúta reglum slíkra stofnana í vissum efnum svo lengi sem þau eru aðilar að þeim. Þátttaka þeirra er grundvölluð á reglum þjóðaréttar og því hefur hún engin áhrif á stöðu þeirra sem fullvalda ríkja. Í hinni pólitísku rökræðu virðist oft og tíðum vera vísað til fullveldisins í því skyni að þrengja það svigrúm sem ríkið hefur til þátttöku í alþjóðlegu samstarfi. Ég neita því ekki að mér finnst stundum að gripið sé til þessa þáttar þegar efnisleg rök eru þrotin,“ sagði hann m.a. Ekki liðið að ætla aðeins að njóta ávaxtanna af samstarfi Halldór rakti einnig þróun undan- farinna ára í alþjóðamálum eða frá þvíendurtekin stríðsátök urðu til þess að ríki tóku upp náið samstarf sín í milli um sameiginlega hagsmuni sem þau töldu að tryggja myndi öryggi og jafnvægi í sambúð þjóðanna. Upp úr þeim jarðvegi hefðu m.a. sprottið al- þjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópuráðið, NATO og Evrópusambandið. Sagði hann fyrir löngu viðurkennt að drifkraftur efnahagskerfis heims- ins væru viðskipti. Mörg ríki eigi allt undir milliríkjaviðskiptum og löngu sé orðið ljóst að í alþjóðaviðskiptum þurfi að gilda samræmdar leikreglur svo jöfn staða allra sé tryggð. Þess vegna hafi ríki stofnað Alþjóðavið- skiptastofnunina sem byggð sé á grunni GATT. Í samstarfi þeirrar stofnunar verði Ísland ekki bundið á reglur hennar nema hafa fallist á það. Hins vegar sé það svo innan þeirrar stofnunar, eins og margra annarra, að ekki yrði liðið ef Ísland ætlaði ein- vörðungu að njóta ávaxtanna af sam- starfinu en ekki axla skyldurnar með sama hætti og önnur aðildarríki. Af þeim sökum hafi Íslendingar innan þessa samstarfs þrengt heimildir sín- ar til að hækka tolla eða styrkja land- búnað, auk þess sem við höfum heim- ilað innflutning landbúnaðarafurða í nokkrum mæli. Vísaði ráðherrann til fleiri dæma af sama toga, t.d. Kyoto-bókunarinnar í umhverfismálum sem varði íslenska hagsmuni mjög miklu og alþjóðlegrar baráttu gegn hryðjuverkum. Ísland sé í dag aðili að 50 alþjóðastofnunum og alþjóðasamtökum, en á vettvangi þeirra séu gerðir samningar og tekn- ar ákvarðanir sem hafi með beinum hætti áhrif á daglegt líf okkar og um- hverfi. Allt þetta sé til merkis um hið viðamikla alþjóðasamstarf sem Ísland er hluti af; alþjóðasamstarf sem í sí- fellt meira mæli hafi mótandi áhrif á líf okkar og stefnumörkun íslenskra stjórnvalda. Aðild að ESB ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar „Ekki verður fjallað um fullveldið án þess að fjalla um ESB því umræð- an um fullveldið virðist einkum spretta upp í tengslum við spurn- inguna um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Ég hygg að ekkert eitt alþjóðlegt samstarf hafi haft meiri áhrif á líf okkar en samstarfið við ESB á grunni EES-samningsins. Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópu- málum er skýr. Aðild að ESB er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar. Á hinn bóginn er umræða um Evrópu- mál á dagskrá. Ég hef beitt mér fyrir þessari umræðu því ég tel mér skylt að stuðla að því að opin umræða fari fram um stöðu okkar í alþjóðlegu samstarfi. Í mínum flokki, Framsókn- arflokknum, hefur verið mikil um- ræða um Evrópumál þar sem línur hafa verið skýrðar og stefna mótuð. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá eigum við of mikið undir samstarfi við Evrópuríki til þess að geta komist hjá þessari umræðu. Ég hef reyndar enga trú á því að um- ræðunni um Evrópumál verði nokkru sinni ráðið til lykta hvort heldur Ís- land gerist aðili að ESB eður ei. Þetta má sjá glöggt í Danmörku þar sem umræðan er viðvarandi. Að mínu mati er afar mikilvægt að taki Ísland þá ákvörðun að standa ut- an ESB eða ganga þangað inn þá sé slík ákvörðun tekin á grundvelli upp- lýstrar umræðu þar sem skilgreining fari fram á kostum og göllum málsins á fordómalausan hátt. Að slíkri um- ræðu hef ég stuðlað innan míns flokks og á meðal þjóðarinnar og þarf sú um- ræða að halda áfram. Þó svo að Ísland gengi í ESB með þeim breytingum sem það hefði í för með sér fyrir okkar stjórnskipan er það óumdeilt að Ísland yrði eftir sem áður í hópi fullvalda ríkja. Jafnljóst er að með því að deila fullveldi okkar með sameiginlegum stofnunum ESB í svo miklum mæli sem raun bæri vitni þá yrði það ekki gert án breytinga á stjórnarskránni. Jafnramt er augljóst að slíkt yrði ekki gert án þess að það væri borið undir þjóðina. Aðild Íslands að ESB leiddi því ekki til þess að Ísland væri ekki leng- ur fullvalda ríki. Ef svo væri þá stefn- ir nú í það að einungis örfá ríki í Evr- ópu teljist í raun fullvalda. Eða telur einhver að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki lengur fullvalda ríki?“ sagði Halldór. Ísland deilir nú þegar fullveldi sínu með öðrum ríkjum Utanríkisráðherra gat þess enn- fremur að Ísland væri virkur þátttak- andi í margvíslegu alþjóðlegu sam- starfi og ljóst væri að Ísland deildi nú þegar fullveldi sínu með ríkjum sem ættu aðild að slíku samstarfi. Flestir fræðimenn teldu að með því hafi ekki verið gengið á svig við stjórnar- skrána. Á hinn bóginn setti stjórnarskráin óskilgreind takmörk fyrir því hve langt væri unnt að ganga í þessu efni án þess að henni sé breytt. Í öllu mati á fullveldinu og stöðu þess gagnvart alþjóðlegu samstarfi hlytu menn að horfa til þess hvort Ísland sé hverju sinni þátttakandi í mótun sinna eigin örlaga. „Við stöndum hins vegar frammi fyrir þeirri staðreynd að örlög okkar eru nú á vissum sviðum ráðin þar sem við höfum ekki kost á að taka þátt í mótun ákvarðana. Er þar einkum um að ræða EES-samninginn. Vekur það vissulega nokkrar áhyggjur með tilliti til stjórnarskrárinnar, að við séum á mörkum þess sem stjórnarskráin leyfir í þessu efni. Má halda því fram með gildum rökum að fullveldi aðild- arríkja ESB sé betur varið en okkar þar sem þau eru fullir þátttakendur í að móta þær reglur sem þeim er ætl- að að fylgja. Munu t.d. margir hafa verið þeirrar skoðunar í Svíþjóð og Finnlandi á sínum tíma að EES- samningurinn gengi nær fullveldinu en aðild að ESB,“ sagði Halldór í er- indi sínu. Á dagskrá í öllum flokkum Nokkur umræða spannst í kjölfar framsögu utanríkisráðherra og veltu fyrirspyrjendur því m.a. fyrir sér hvort aðild að Evrópusambandinu komi til með að verða kosningamál í næstu alþingiskosningum. Halldór taldi ekki líklegt að svo verði, en Evr- ópumálin séu þó og verði áfram á dag- skrá, enda sé mjög brýnt að þjóðin sé vel upplýst um þessi mál og aðeins þannig sé unnt að komast að skyn- samlegri og yfirvegaðri niðurstöðu. „Ég hygg að þetta mál sé á dagskrá í öllum flokkum og það er svo sann- arlega á dagskrá í hinni pólitísku um- ræðu,“ sagði Halldór og lagði á það áherslu að nú væri rétti tíminn til að ræða þessi mál fram og aftur, því þeg- ar að ákvörðun komi þurfi að liggja fyrir ýtarleg umræða. Hann vilji ekki að það endurtaki sig sem gerðist t.d. í aðdraganda inngöngu Íslands í NATO sem borið hafi mjög bratt að og nánast án umræðu. Hann gagn- rýni alls ekki þá leið sem hafi verið valin þá, aðeins að í svo mikilsverðum málum sé nauðsynlegt að fleiri en nokkrir stjórnmálamenn ráði þar för. Aðspurður hvort jafnvel sé nauð- synlegt nú að gera breytingar á stjórnarskránni vegna alþjóða skuld- bindinga okkar, sagði Halldór að hann teldi svo vera. Í slíkri endur- skoðun þyrfti jafnvel að felast meiri og auknari heimildir en innganga í ESB gæfi tilefni til. Breytt afstaða til sjávarútvegsstefnu ESB Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor spurði utanríkisráðherra hvort yfirráðin yfir fiskveiðilögsögu okkar séu ekki enn ein meginástæða þess að aðild að Evrópusambandinu komi ekki til greina fyrir Ísland. Halldór svaraði því til að ef hann hefði verið spurður þessarar spurn- ingar fyrir tíu árum hefði svarið verið á allt annan veg en nú. Þá hefði hann talið algjörlega vonlaust fyrir Ísland að gerast aðili að Evrópusambandinu vegna sjávarútvegsstefnunnar, en nú telji hann forsendur að ýmsu leyti breyttar og hann líti fjárfestingu er- lendra aðila í sjávarútvegi t.d. öðrum augum en þá. „Aðalatriðið er að ég met málin öðruvísi nú og hvort það merkir að fyrri skoðun mín hafi verið röng eða að aðstæður hafi breyst, það er svo annað mál,“ svaraði hann. Hafliði Sævarsson velti fyrir sér evrumálum og stöðu okkar gagnvart sameiginlegri mynt Evrópusam- bandsins og Halldór tók undir þá skoðun hans að umræða um þau mál væri afar brýn. Hann varaði hins veg- ar mjög afdráttarlaust við hugmynd- um um að tengja íslenskan gjaldmiðil við annað viðskiptakerfi án þess að gangast um leið undir það. Þannig væri fráleitt að tengja krónu við doll- ar eða evru án frekari aðgerða um leið. „Það er alls ekki raunsætt að líta svo á að við getum átt aðild að Evr- unni án þess að gerast um leið aðilar að Evrópusambandinu. Umræðan um kosti og galla þess að taka upp hina sameiginlegu mynt á þess vegna að vera hluti af ESB-umræðunni og hvort hagkvæmt sé fyrir okkur að halda í sjálfstæðan gjaldmiðil,“ sagði Halldór og nefndi ýmsar jákvæðar hliðar slíks samstarfs, t.d. lægri fjár- magnskostnað. „Það er vandi að dæma um framtíð- ina,“ sagði utanríkisráðherra og benti á að í raun brynni ekki á Íslendingum nú að ræða aðildina að ESB. „Hins vegar mun það breytast ef Bretland, Svíþjóð og Danmörk taka upp evruna og það munu þessi lönd gera. Og það mun líka margt breytast þegar Norð- menn ganga í Evrópusambandið, því það munu þeir gera, fyrr eða síðar. Það myndi hafa í för með sér gífurleg- ar breytingar á EES-samningnum, jafnvel ógna grundvelli hans,“ sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra ennfremur. Utanríkisráðherra um áhrif alþjóðasamstarfs á fullveldi á fundi stjórnmálafræðiskorar HÍ Fullveldið hugsanlega betur tryggt innan ESB Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir að því mætti halda fram með góðum rökum að aðild að Evrópusam- bandinu tryggði full- veldi Íslands með betri hætti en samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið geri nú, þar sem Íslendingar myndu inn- an ESB taka þátt í mót- un eigin örlaga og í mót- un þeirra reglna sem þegnum og fyrirtækjum landsins sé skylt að fara eftir. Á þetta skorti í EES-samstarfinu. Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hélt framsögu á fundi stjórnmálafræðiskorar í gær. bingi@mbl.is ’ Aðild Íslands að ESB leiddi því ekkitil þess að Ísland væri ekki lengur full- valda ríki. Ef svo væri þá stefnir nú í það að einungis örfá ríki í Evrópu telj- ist í raun fullvalda. Eða telur einhver að Danmörk, Svíþjóð og Finnland séu ekki lengur fullvalda ríki? ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.